Morgunblaðið - 06.02.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.02.1964, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 6. febr. 1964 * Hér getur að líta frú Christine Bungay við símann í hunda- snyrtistofu sinni í London. (Ljósm. AP) Frú Bungay kveðst vera af ísl. ættum Segir alla ættingja sína látna EINS og Mbl. skýrði frá í gaer var brotizt inn hjá konu í Bret- landi, og stolið frá henni dýrmæt um skartgripum. Brezk blöð sögðu konuna, sem heitir Mrs. Christine Bungay, vera íslenzka. í fréttaskeyti sem Mbl. barst frá AP í gær, ítrekar konan þetta enn, en segir alla ættingja sína hér Iátna. Hér fara á eftir fregn- ir þær, sem Mbl. bárust um þetta mál í gær. London, 5. febr. — AP. Christine Bungay, sem fædd er á íslandi, lýsti í dag „hræði- legasta viðburði“ lífs síns, þeg- ar „manntröll“ batt hana og stal ellefu þúsund sterlingspunda virði (um 1.340.000 ísl. kr.) af skartgripum úx íbúð hennar í Lundúnum. Maðurinn komst inn í íbúð (hennar, með því að þykjast vera simskeytasendill. Frú Bungay kom heim til sín kl. 16,30 frá stofnun, sem hún rekur í námunda við Oxford- stræti. Er það kjölturakkasýn- ingasalur. „Ég kveikti á útvarpsviðtæki“, segir hún, „og fór að þvo matar- diska. Þá heyrðist suð frá dyra- símanum. Ég spurði hver þar væri, og karlmannsrödd svaraði: „Símskeyti til frú Bungay". Ég ýtti á hnappinn, sem opnar úti- dyrnar. Við dymar stóð afarstór maður, a.m.k. sex fet og fjóra þumlunga á hæð. >að var eins og mannfjall kæmi á móti mér. Hann hafði dregið nælonsokk á höfuð sér, svo að andlit hans sýndist afskræmt. Ég varð skelf ingu lostin. Hann ýtti mér á undan sér inn í íbúðina og hrinti mér upp ó borð í forstofunni. Síðam tók hann mig upp og bar mig inn í svefnherbergið. Hann leit út eins ög tröllaukinn glimumaður. Hann batt hendurnar á mér fyrir aftan bak og batt öklana saman með nælonsokk. Þetta var mjög sárt. Síðan reif hann dem- antshringa af fingmm mér og úr af úlnliðnum. Þá fleygði hann fötum ofan á mig, og ég heyrði hann ganga ruplandi um íbúð- ina. Hið eina, sem hann sagði við mig, var: „öskraðu ekki neitt, og þó meiðirðu þig ekki neitt“. Eftir nokkum tíma heyrði ég hann fara, og hurðin skall í lós“. Frú Bungay lá bundin og kefld í klukkutima. Þá kom vinkona hennar, sem hún býr með, heim, frú Dorothy Foxon. Með aðstoð dyravarðar tókst Dorothy að leysa Christine og hringja á lög- regluna. Christine Bungay er fædd í Reykjavík og hét Christine Pet- ers. Hún fór frá íslandi með for eldri sínu, þegar hún var eins árs gömul, og fór til Þýzkalands. Þar bjó hún í Berlín. Hún giftist í Berlín og fór til Englands fyrir níu árum. Hún er nú fráskilin. Christine heldur ekki, að hún eigi nokkra ættingja á lifi á ís- landi. Afi hennar var smiður í Reykjavík og hét August Peters (Ágúst Pétursson?) í samtali við fréttamann i gær kvaðst frú Bungay ekkert vilja segja frekar um þessi mál; hún hefði skýrt frá því, sem hún vildi segja, og hefði engu þar við að bæta. Aðspurð hvort hún væri viss um að hún væri af íslenzk- •um ættum, svaraði hún því ját- andi. Það væri alveg öruggt. Hún hefði flutzt til Þýzkalands, lengst af búið í Berlín, og m.a. verið þar á stríðsárunum, þá þýzkur ríkis- borgari. Hún kvaðst hafa flutzt til Englands fyrir 8—9 árum Og væri nú brezkur ríkisborgari. Aðspurð um skyldmenni hér á íslandi sagði frúin að það væri öruggt mál að öll skyldmenni hennar væm látin. Afi sinn hefði heitið Ágúst Peters. Hann væri dáinn og allir hennar ættingjar; hún væri nú ein eftir. Fréttamaður vék að því að hún væri skilin, og spurði um nafn eiginmanns hennar fyrrverandi. Spurði frúin þá: „Hvern þeirra?" (Whioh one?) og bætti síðan við: „Þér sjáið af þessu hvers vegna ég vil ekki meira tala um þetta mól. Ég kæri mig ekki um að það verði þyrlað upp neinu ryki í sambandi við þetta“. Loks sagði frúin að hiún hefði áíhuga á því að heimsækja ís- land, en nú stæði hún uppi pen- ingalaus eftir ránið. Hún bætti því við að hún ætti hárgreiðslu- stofu, þar sem viðskiptavinir væru hundar fyrirmenna, sem kæmu með þá í „lagningu". Kópavogur SPILAKVÖLD Sjálfstæðisíélag anna i Kópavogi er annað kvöld og hefst kl. 20,30 í Sjálfstæðis- húsinu í Kópavogi. Fleiri farþegar í áætlunarflugi F.l. en nokkru sinni fyrr FLtJGVÉLAR Flugfélags ís- lands fluttu árið 1963 fleiri far- þega á áætlunarflugleiðum en nokkru sinni fyrr, bæði á flug- leiðum innanlands og milli landa en minnkuðu innanlands, en tvisvar á árinu lamaðist starf semi vegna verkfalla. íslendingar eru 186,525 MORGUNBLABINU hafa borizt bráðabirgðatölur frá Hagstofu Islands um mannfjölda á íslandi 1. des. 1963. Skv. þeim er mann- fjöldi á landinu öllu 186.525; 94.292 karlar og 92.233 konur. í Reykjavík voru 38.976 kon- ur og 37.081 karl, samtals 76.057 manns. í kaupstöðum utan Reykjavíkur bjuggu: í kaupstöð- um 50.080, í sýslum 60.273, og óstaðsettir voru 115. Ibúatala í kaupstöðum voru sem hér segir: Reykjavfk ............. 76.057 Aiureyri ................ 9.3Ö0 Kópavogur ............... 7.652 Hafnarfjörður .......... 7.615 Keflavik ............... 4.011 Vestmannaeyjar .......... 4.803 Akranes ............... 4081 ísafjörður ............. 2.722 Siglufjörður ............ 2.574 Húsavík ................ 1.754 Neskaupstaður .......... 1.441 Sauðárkrókur ........... 1.317 Ólafsfjörður ............ 1.030 Seyðisfjörður ............. 785 Mannflestu sýslurnar voru Ár- nessýsla (7.288), Gullbringusýsla (6.038; með Kjósarsýslu 8.852) og Suður-Múlasýsla 4.604. Mann- fæstu sýslurnar eru Austur- Barðastrandarsýsla með 523 íbla og Vestur-Skaftafellssýsla með 1.348 íbúa. Mannfæstu hreppam ir eru Grunnavíkurhreppur (7) og Loðmundarfjarðarhreppur (11). • Millilandaflug Á flugleiðum félagsins milli landa flugu 28.937 arðbærir far- þegar á móti 25.750 árið áður. Aukning 12.3%. Arðbærir vöru- flutningar milli landa námu 332.5 lestum á móti 286.5 lestum árið á undan og varð aukning 16%. Þá jukust póstflutningar einnig, námu 90,6 lestum á móti 72 lestum árið á undan. Aukning 25,7%. Innanlands voru arðbærir farþegar á áætlunarleiðum fé- lagsins 62.056 á móti 61.554 árið áður. Aukning 0.8%. Vöruflutn- Fornleifa- fundur * í Israel LEIÐANGUR fornleifafræð- inga hefur að undanförnu unnið við uppgröft í Masada í ísrael, þar sem Heródus mikli byggði hallarvirki við Dauðahafið. Hafa þeir þar fundið ýmsa fornmuni, en auk þess slitur af biblíuhandriti. Er það hluti af fjórða til sjötta kafla fyrstu bókar Móses. Forstöðumaður leiðangurs- in er Yigael Yadin prófessor, og skýrir hann svo frá að fund izt hafi ýmsir gripir bæði frá tímum Heródusar í Masada og frá þvi þegar Gyðingar gengu í dauðann er Rómverj- ar bertóku borgina árið 73 e. Kr. Þá hafa fundizt um 1000 peningar, sumir þeirra mjög fágætir. Tveir Eyjabátar kærðir fyrir ólöglegar veiðar X V E IR Vestmannaeyjabá.tar voru teknir að meintum ólögleg- um veiðum innan landhelgi á þriðjudagskvöld. Um kl. ellefu á þriðjudags- kvöld kom varðskipið Ægir að vb. Gullþóri, VE. 39, að veiðum 8.2 sjómílur innan fiskveiðimark anna undan Ingólfshöfða. Fylgd- ust skipin að til Vestmannaeyja; komu þangað rétt fyrir hádegi í gær; og síðan hófust réttarhöld. Játaði skipstjóri brot sitt. Var honum gert að greiða 20.000 kr. í sekt. Afli var gerður upptækur; svo og veiðarfæri. — Sagt er í Eyjum, að þegar skipstjóri hafi játað brot sitt, hafi hann bætt við: En ég gat hvergi fiskað ann- ars staðar. __ i 35. sýning á Gísl í K V Ö L D, fimmtudag, verður leikritið Gísl sýnt í 35. sinn í Þjóðleikhúsinu. — Þessi sjónleikur hefur orðið vinsæll og aðsókn að leiknum mjög góð. Lekritið verður sýnt í örfá skipti ennþá. Rétt er að benda á það að lögin, sem sungin er-j í leiknum, eru nú sungin og leikin á mörg- um skemmtistöðum í bænum og eru mörg af þcim nú á allra vörum. Flugvél Landhelgisgæzlunnar, Sif, kom að vb. Sindra, VE 203, þar sem hann var að ólöglegum veiðum, skv. staðsetningu Land- helgisgæzlumanna, undan Vík í Mýrdal. Málið kom fyrir Saka- dóm Reykjavíkur í dag, þar sem framburður áhafnar flugvélar- innar Sifjar var staðsettur. Mál- ið var síðan sent til bæjarfóget- ans í Vestmannaeyjum. • VERZLUNARMENN Kaffifundur verður í kvöld kl. 20.30 með skrifstofu og verzl- unarfólki. Heimdallarfélagar meðal verzlunarfólks hvattir til að mæta. • MENN MEINSVARA! Skyldi kommúnistaþingmað urinn, er hvatti landslýð til þess fyrr í vetur, að virða ekki lög Alþingis, hafa gleymt því, að hann lagði eitt simn eið að Stjórnarskrá íslands? • SKÁKÁHUGAMENN Hraðskákmót verður haldið í Valhöll sunnudaginn 9. febr. Skráið ykkur til þátttöku á skrif stofu Heimdallar. Simi 17102. ingar og póstflutningar urðu hinsvegar minni en árið á undan; fluttar voru 973.7 lestir af vör- um á móti 1109.6; rýrnun 12.2% og 117.4 lestir af pósti á móti 126.9 lestum árið áður, sem er 7.5 % minna. • Leiguflug og aðrir farþegar Farþegar í leiguflugi voru á árinu 6510 á móti 8000 árið áður. Arðbærir farþegar í áætlunar- flugi og leigufiugi voru samtala 97.503 á árinu. Auk arðbærra farþega fluttu flugvélar Flugfé- lags íslands svo sem jafnan íyrr, allmarga farþega milli staða ínn anlands og milli landa og er þar um að ræða hópa ferðaskrifstöfu manna, blaðamanna og sjón- varpsmanna, sem FlugfélagiS bauð hingað til þess að kynna Island og starfsemi sína á fer- lendum vettvangi, svo og starfs- menn o. fl. Alls flugu með Flugvélum Flugfélagsins á árinu 103.615 ea 104.043 árið áður. Þess ber að gæta í þessu sam- bandi, að á árinu lamaðist rekst- ur félagsins tvisvar sökum verk falla x júní og desember, og hef- ir það óhjákvæmilega áhrif á far þegafjöldann og afkomu félags- ins í heild. — Deferre Fraxnhald af bls. 1. að hann væri í grundvallaA. atriðum fylgjandi slíkum fundi. Deferre, sem nú er borgarstjóri í Marseille, svo sem kunnugt er, sagðist hafa mikinn áhuga á að hitta þessa tvo menn að máli hið fyrsta, því að báðir væru þeir frambjóðendur flokka sinna í mikilvægum kosningum á næst- unni — Willy Brandt, frambjóð- andi sósíaldemókrata til kanzl- araembættisins í Vestur-Þýzka- landi, og Wilson, frambjóðandi brezka verkamannaflokksins til embættis forsætisráðherra i næstu kosningum í Bretlandi. nMHHMRHHHMHfH Teresjkovo í ófaeyrn Eng- landsdrottn- ingar London, 5. febr. NTB. • SOVÉZKI geimfarinn, Val entína Teresjkova, kom til London í gær, þriðjudag, í þriggja daga heimsókn. í dag gekk hún á fund Elísabetar Englandsdrottningar og rædd ust Þær við með aðstoð túlks í nær hálfa klukku- stund — um heima og geima, að því er fréttir frá London segja. Ekki er þess getið, hvort þær ræddu um sameiginlegt á- stand Þeirra, — sem kunnugt er á drottningin von á bami í næsta mánuði og Teresjkova í sumar, að sagt er. Viðstadd- ur fund þeirra var sendiherra Sovétríkjanna í London, A.A. Soldatov. Á leiðinni til Buckingham hallar var Teresjkovu fagnað af miklum mannfjölda, er hafði safnazt þar saman. í dag var hún heiðursgestur í miðdegisverðarboði Julian Amery, flugmálaráðherra Bretlands og í gærkveldi var hún sæmd heiðursmerki brezka geimrannsóknafélags- ins fyrir ferðalag sitt um- hverfis jörðina 49 sinnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.