Morgunblaðið - 06.02.1964, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.02.1964, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. febr. 1964 * *) IÐ 5 HUNDALIF Undanfarið hefur mikið verið rætt um Það í blöðum og útvarpi, hvað sigarettureykingrar væru skað- legar heilsu manna- Og er það víst, að öll þessi skrif hafa orðið þess valdandi, að ýmsir hafa tekið J npp á því að reykja pipu í staðinn. Svo er einnig um þcnnan fallega hund, sem raunar kemur frá Italíu og er í eigu kvikmynda- leikarans Mastroianni, sem margir munu við kannast. Svona er það stundum, að hundarnir eru herrum sínum vitrari, og mættu margir taka þennan hvutta sér til fyrirmyndar, og það meira að segja i fleiru en einu tilliti. Svo sem sjá má horfir hann af mestu list á sjónvarp, en sumir hópar hér heima eru að bitast um bvo sjálfsagðan hlut eins og sjónvarpið er, og allir hljóta að sjá, að verður almenningseign á íslandi | innan tíðar. Máski er hundurinn að fremja þá óhæfu að horfa á hermannasjónvarp ofan í kaupið? Skyldi | bann spillast? Já, það má nú segja, þetta er hundalíf! STORKURINN sagði! að hann skildi ekkert í því, að blöðin skuli endilega draga- þá ályktun að kona með Krístínar nafni skuli endilega þurfa að vera íslendingur, þó svo að hún eigi 11.000 pund á enska vísu. Meira að segja, sagði storkur- inn, skrifa sum blöðin Christine íyrir Kristínu, og hún er jafn mikill landi eftir sem áður. Máski, að íslendingar fari nú eð gera tilkall til Christine Keel- er, hrópaði Storkurinn og bætti «vo við með hrolli: Ætli það verði ekki næst, að ■talla hennar Mandy Rice-Dav- jes verði nú talin íslenzk og pabbi hennar hafi máski verið hann Davíð gamli á Kálfhamars vik! Og Storkurinn hristi sig og lagði nef undir væng og hnerr- aði. Orð spekinnar Sannleikurinn er svo dýrmæt- vr, að vér æitum að nota hann sparlega. Mark Twain. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. — Katla er á leið til NY. Askja Lestar á Norðurlandshöfnum. Loftleiðir h.f.: Snorri Þorfinnsson er væntanlegur frá NY kl. 07:30. Fer til Luxemborgar kl. 09:00. Kemur til- baka frá Luxemborg kl. 23:00. Fer til NY. kl. 00:30. H.f. Jöklar: Drangajökull er í Vest- mannaeyjum. Langjökull er í Gdynia, fer þaðan til Hamborgar London og Rvíkur. Vatnajökull er í London, fer þaðan til Rvíkur. Eimskipafélag íslands h.f.: Bakka- foss fór frá Gufunesi í gær 5. 2. til Vestmannaeyja og Austfjarðahafna. Brúarfoss kom til Rvíkur 4. 2. frá Hamborg. Dettifoss fór frá Rvík 5. 2. til Keflavíkur, væntanlegur til Rvíkur 1 kvöld. Fjallfoss fór frá Raufarhöfn 2. 2. til Hull, Hamborgar og Finn- lands. Goðafoss fór frá Gautaborg 5. 2. til Rvíkur. Gullfoss fór frá Kaup- mannahöfn 4. 2. til Leith og Rvíkur. Lagarfoss fór frá Rvíkur 4. 2. til Vestmannaeyja og Keflavíkur og það- an til Hull^ Grimsby, Bremerhaven, Cuxhaven og Gdynia. Mánafoss fór frá Seyðisfirði 4. 2. til Gautaborgar og Kaupmannahafnar. Reykjafoss fór frá Kristiansand 2. 2., væntanlegur til Norðfjarðar 6. 2., fer þaðan til Vest- mannaeyja og Rvikur. Selfoss fór frá Dublin 28. 1. til NY. Tröllafoss fór frá Akranesi 5. 2. til Rvíkur. Tungufoss fer frá Hamborg 5. 2. til Hull og Rvíkur. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell fór í gær frá Aabo til Stettin. Arnarfell fer í dag frá Grimsby til Rotterdam, Hamborgar og Kaupm.hafnar. Jökul I fell er á Akureyri, fer þaðan til Húsa- víkur, Sauðarárkróks. Húnaflóahafna, Austfjarða og Faxaflóa. Dísarfell er væntanlegt til Djúpavogs á morgun. Litlafell er í olíuflutningum á Faxa- ! flóa. Helgafell er í Rvík, fer þaðan til Akureyrar í dag. Hamrafell er í | Hafnarfirði. Stapafell er í Rvík. Hafskip h.f.: Laxá fór frá Rotter- | dam 4. þm. til Hull og Hamborgar. Rangá fór frá Fáskrúðsfirði 4. þ.m. til Great Yarmouth. Selá fór frá I Vestmannaeyjum 4. þ.m. til Hull og Hamborgar. Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá j Reykjavík kl. 13:00 i dag austur um land í hringferð. Esja er í Rvik. Her- | jólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 21:00 í kvöld til Rvíkur. Þyrill er í Rvík. Skjaldbreið er 1 Rvík. Herðu breið er á Austfjörðum á norður- j leið. Flugfélag íslands h.f.: í dag er j áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Kópaskers, Þórshafnar og Egilsstaða. Á morgun er áætlað að j fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Vest- ; mannaeyja, safjarðar, Fagurhólsmýr- ! ar Hornafjarðar og Sauðárkróks. GAMALT oc cott Hún er suður í hólunum, heíur gráa skýlu, meira veit ég ekkert um ættina hennar Grýlu. Brekkukot Rétt er að vekja athygli lesenda á því, að það er ekki alltaf, sem þcim gefst kostur á að heyra stórskáld, eins og Halldór | Laxnes lesa úr verkuni sinum í útvarp. Mörgum er enn í fersku minni lestur hans á Þ-olku Völku. Cm þessar mundir les hann Brekkukotsannál, en meðfylgjandi I mynd er af Melkoti, sem talið er að Laxness hafi haft í huga, þegar hann samdi Brekkukotsannál. Radionette Nýlegur Radionette útvarpsfónn með plötu skipti er til sýnis og sölu hjá G. Helgason & Melsteð h.f., Rauðarárstíg 1. — — Hagstætt verð. — Atvinna Stúlka vön karlmannabuxnasaum óskast. GLER hf. Skúlagötu 26. — Sími 13591. TRELLEBORG HANDRIÐAUSTAi 1 í ÞREPA- PALLAUSTAR ■ fjunna'i Sfygeoóóoti h.f. Suðurlandsbraut 16 ■ Reykjavik - Simnefni: »Volver« - Simi 3W00 TÍZKHSKðLl ANDREH Ný námskeið byrja 10. þ. m. Aðeins fimm í flokki. Innritun daglega. Sími 2-05-65. 6-vikna námskeið. Einkatímar. Einkatímar fyrir konur er vilja megra sig. Útsala — Útsala Mikill afsláttur af nýjum vörum. Lítið inn í Lóuna. Barnafataverzlun, Klapparstíg gegnt Hamborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.