Morgunblaðið - 06.02.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.02.1964, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐW Fimmtudagur 6. febr. 1964 Frá Féiagi stóreigna- skattsgjaldenda 1 27. TBL. Tímans er frásögn af nýju stóreignaskattsmáli, setn blaðið skýrir frá að komi fyrir Hæstarétt þan.n 7. febrúar nk. Er frásögn þessari að ýmsu leyti ábótavant, að því er virðist vegna ókunnugleika á málavöxt- um, og vill félag okkar þvi bæta úr þessu með því að rifja upp gang þessara mála, sem nú hafa verið á döfinni í tæp sjö «r. I. Frumvarp til laga um skatt á stóreignir var samið af þeim fjórmenningunum Halldóri Sig- fússyni skattstjóra, Haraldi Jó- hannssyni hagfræðing, Kristni Gunnarssyni viðskiptafræðing og Skúla Guðmundssyni fyrrv. kaupfélagsstjóra. Var fyrir þessa menn lagt að leggja skatt á þá, sem mest höfðu grætt á verðbólgu áranna 1950— 1956. f*ar sem tveir menn með hag- fræðimenntun voru í nefndinni treysti Alþingi því, að þar væri unnið eftir grundvallarkenning- um hagvísindanna, en því miður virðast sjónarmið hafa orðið of- an á við nefndarstörfin, því rannsókn, sem félag okkar lét gera á verðbólgugróðanum, leiddi í ljós fullkomið handabóf við lagasetninguna. Var rann- sókn okkar byggð á gögnum, serm Ólafur Tómásson, viðskipta- fræðingur hjá Hagfræðideild Landsbanka íslands útvegaði, en nefndin hafði eigi hirt um að afla neinna gagna frá deildinini við störf sín. fermetra, en það dugir ekki einu sinni fyrir viðhaldi og fasteigna- gjöldum. Sum hlutabréfin gefa 10% arð af nafnverði, önnur engan arð. Gjalddagi skattsins var 15. ágúst 1958. Ætti að vera búið að greiða röskan helming skattfjár- hæðarinnar í dag. Spurningin.sem allt veltur á í fyrnefndu máli er því þessi: „Er samtimis hægt að meina mönnum að hafa tekjur af eign- um sínum og skattleggja þær jafnframt urn allt að 50% á sjö ára tímabili? III. Eðlilegt er, að erfiðlega gangi að innheimta stóreignaskattinn, enda m.un aðeins hafa verið greiddur af honum örlítill hluti. Fyrir utan málið, sem tekið verður fyrir í Hæstarétti þann 7. febrúar nk. er annað mál fyrir réttinum, sem mikil vinna hefur verið lögð í og reynir þar á mörg atriði, sem eigi verða rædd í fyrra málinu. Fyrir bæjarþingi Reykjavíkur eru svo um 40 mál, sem áfram verður haldið með, ef þörf krefur. Lögtök hafa verið gerð hér í Reykjavík fyrir sköttum þeirra, sem eigi vildu undirrita skulda- bréf fyrir skattinum. Víðast utan Reykjavíkur voru hins vegar engin lögtök gefð, m. a. í Vestmannaeyjum og er þar talið, að nokkrar milljónir af stóreignaskatti Eyjaskegigja séu endanlega fyrndar. Fer þá að verða erfitt um inn- heimtu skattsins í öðrum byggð- arlögum. Lofsverður er áhugi Tímans á verndun stjórnarskrárinnar, og væri ágætt, að blaðið skýrði lés- endum sínum einnig frá mála- ferlum þeim, sem nú eru hafin út af stjórnskipulegu gildi skatts bænda til Stofnlánadeildar Land búnaðarins og væntanlegra mála ferla út af Bændahallarskattin- um svo nefnda. í>að ríkti mikil gleði í hugum landsmanna, er ný stjórnarskrá var þeim afhent á Þingvelli 1874. Enn meiri gleði ríkti, er algert sjálfstæði fékkst með stofnun lýðveldis á Þingvelli 1944. En datt þá nokkrum manni í hug, að þegnarnir þyrftu að standa í áratuga málaferlum við innlent ríkisvald, til þess að hin langþráða stjórnarskrá, sem bar- izt var fyrir í tæpar sjö aldir, yrði haldin. í næstu viku mun Hæstiréttur skera úr um það, hvers virði hún er Þingvallasknain frá 17. júní 1944. — Á því mun framtíð landsins velta. Reykjavík, 4. febrúar 1964. í stjórn Félags Stóreignaskattsgjaldenda Leifur Sveinsson. Stefán Aðalsteinsson Gunnar Bjarnason Stúdentafundur um landhúnaðarmál EINS og kunnugt er, hafa verið miklar umræður á opinberum vettvangi um framfaramál land- búnaðarins. Af því tilefni hefur Stúdentafélag Reykjavíkur ákveð ið að efna til umræðufundar um efnið: „Ástandið í íslenzkum land búnaði". Frummælendur á fundi þessum, sem haldinn verður n.k. laugardag í Lídó, verða Gunnar Bjarnason, kennari á Hvanneyrt og Stefán Aðalsteinsson, ráðu- nautur. Öllum er heimill aðgangur að fundi þessum, sem hefst kl. 2 e.h. BLIIMDHRÍÐ Amarillo Texas, 4. febr. AP. BLINDHRÍÐ gekk yfir stór svæði í Texas og Nýja Mexi- kó í Bandaríkjunum á þriðju- dag, og varð a.m.k. þremur mönnum að bana. Víða sóp- aðist snjórinn i tveggja metra skafla og stöðvaði alla um- ferð. Bændur í nágrenni Amarillo eru hinir ánægð- 7 ustu, og kalla úrkomuna „milljón dollara snjóinn". — Segja þeir snjóinn til mikilla hagsbóta fyrir hveitiuppsker- una i vor. Má telja eins dæmi í sögu Alþingis, að fyrir það hafi verið lagt frumvarp, er samið væri á svo vafasömu/m forsendum og lög nr. 44/1957. Þó illa tækist til með hag- fræðiihlið málsins, fór þó hálfu verr með lagahliðina, enda eng- inn löglærður maður í nefnd- inni. Frumálagning skattsins varð 136 milljónir, en eftir að Hæsti- réttur ógilti reglur þær í 1. mgr. 4. gr. laganna, uim skattmat á hlutabréfum, þar sem þær sam- rýmdust eigi 67. gr. stjórnar- skrárinnar, lækkaði skatturinn niður í 66 milljónir. Síðian hefur Eimsikipafélag ís- lands hf. unnið mál fyrir Hæsta- rétti, þar sem skattur félagsins er lækkaður um 95 % frá upphaf- legri álagningu. Við þann dóm raskaðist allt hl'Utabréfamat skattyfirvalda, því fyrri matsreglum var þar öllum hrundið. Er því engin stóreigna- skattsskrá til eins og stendur, sem telja megi lögmætan inn- heimtugrundvöll, og frekari inn- heimta hefur því stöðvast. n. 1 máli því, sem kemur fyrir Hæstarétt 7. febr. nk.: Tollstjór- inn í Reykjavík gegn Dánarbúi Soffíu E. Haraldsdóttur, verður þeirri spurningu m. a. beint til Hæstaréttar, með hvaða tekjum dánarbúið ætti að greiða stór- eignaskatt þann, sem því er gert að greiða. Eignir búsins eru að mestu í íbúðarhúsnæði og hlutabréifum. Skv. lögum nr. 30/1952 er bú- inu óheimilt að leigja húseignir , sínar nema á kr. 7—11,00 kr. pr. I Beðið eftir kjósendum! Á síðasta ári var komið upp beinu símasambandi milli Hvíta hússins og Kreml til þess að reyna að koma í veg fyrir óþarfa árekstra. Þetta ættu flugfélagsmenn og flugmála- stjórnin líka að athuga. Beint samband yfir flugvöllinn gæti e. t. v. komið í veg fyrir hávær ar blaðadeilur um það, hvort einhver hefði farið í þorrablót eða ekki. Þessi skrif um þorrablót og sandburð eru hálf kalda-stríðs- leg, því menn fara ekki í þorra blót nema einu sinni á ári og ástæðulaust væri að gera veð- ur út af því. Hver veit nema að flugvöllum út um heim sé lokað á meðan farið er í þorra- blót? Ekki erum við eftirbátar útlendra. Hins vegar fullyrðir flug- málastjóri, að menn hans hefðu ekki blótað umræddan dag og því virðist ástæðulaust að tengja saman þorrablót og sandburð. Þetta er hvort sem er ekki í fyrsta sinn, að fólk bíður í hrönnum eftir Flugfé- lagsvélum úti á landi. Það gera menn allan ársins hring án tillits til matmálstíma. En í umrætt sinn ætlaði allt af göflunum að ganga vegna þess, að nú voru það þingmenn, sem biðu. Oft hafa kjósendur mátt bíða lengi eftir þing- mönnum, en á Egilsstöðum biðu þingmenn aðeins nætur- langt eftir kjósendutn. Hafsteinn Þorsteinsson, rit- stjóri símaskrárinn; r sendir eftirfarandi bréf að gefnu til- efni: „í þætti Velvakanda í Morg- uniblaðinu 31. jan. s.l. birtist brétf frá Hr. Stefani O. Björns- syn tollverði, þar sem hann kvartar yfir þjónustu símans Og fyrirspurn frá Velvakanda sjálf um „Hver ber ábyrgð á nýju símaskránni?“ í þvi sambandi leyfi ég mér að biðja Velvak- anda að birta eftirfarandi: Skömmu eftir að símaskráin fyrir árið 1964 kom út í októ- ber s.l. hringdi Stefán O. Björns son til mín og k\ artaði um, að nafn hans hefði fallið niður úr símaskránni og var mjög óá- nægður, sem vonlegt er. — Hokikru seinna kom hann að máli við mig Og fór fram á að afnotagjald af síma hans yrði fellt niður, þar til að næsta símaskrá yfir gefin út. Ég harm aði þessi mistök en taldi engar lfkur á að afnotagjald af síma hans yrði fellt niður vegna for- dæmis. Þess skal getið að síðan síma skráin 1964 var prentuð hafa 390 nýir símnotendur bætzt við, þeir greiða fullt afnotagjald, þótt þeir séu -kki í síma- skránni. Að sjálfsögðu gefa 03 upplýsingar um símamúmer notenda. Bæjarsímanum barst bréf frá lögfræðingi Stefans, dags. 15. þ.m. mótt. 20. þ.m., bréfinu var svarað 24. þ.m., svohljóðandi: „Með tilvísun til bréfs yðar, dags. 15. þ.m. varðandi mistök, er orðið hafa við prentun síma- skrárinnar fyrir árið 1964, að nafn Stefáns O. Björnssomar, Hringbraut 112, Reykjavík, hef ur fallið niður, vill bæjarsím- inn upplýsa eftirfarandi: Ritstjórn símaskrárinnar harmar þessi leiðu mistök, er urðu við breytingar í þriðju og seinustu próförk, að nafn Stefáns G. Björnssoriar er sett og prentað tvisvar, en nafn Stefáns O. Björnssonar tekið út í ógáti. Þessi mistök verða leið- rétt í væntanlegum viðauka við símaskrána 1964, sem verður prentaður á næstunni. Afslátt eða niðurfellingu á af notagjaldi er ekki hægt að veita, enda ber landssiminn entga ábyrgð á villum, sem kunna að vera x simaskranni, samanber XI. kafli E í Gjald- skrá og reglum fyrir landssím- ann“. Að síma Stefáns var lokað 29. þ.m. stafar af því, að þann dag var lokað yfir 1000 númeruim vegna skulda, og mun númer Stefáns hafa verið á lista inn- heimtugjaldlkera yfir þau núm er, sem loka skyldi í janúar. Símnotendur ættu að athuga vel að gjalddagi símareikninga er 1. til 10. hvers mánaðar, þó er aldrei lokað fyrr en eftir 20. hvers mánaðar, eftir ítrekaðar aðvörunarauglýsingar í útvarp inu. Það er ekki gert með glöðu geði að - loka símanúmerum, gert af nauðsyn og aldrei lokað fyrir lægri upphæð en kr. 100,00. Varðandi fyrirspum Velvaik- anda er rétt að benda á, að á kápu og titilblaði símaskrárinn ar er prentað, að póst- og síma málastjómin sé útgefandi og ber að sjálfsögðu ábyrgð á út- gáfurvni. Að bera ábyrgð á prent villum er allt annars eðlis, það eru margir sem vinna verkið. Það er mannlegt að skjátiast en að sjálfsögðu er reynt til hitvs ítrasta að gera allt rétt. Nýjar villur koma stundum fram I seinusu próförk. Þess skal að lokum getið að í erlendum sima skrám er tekið fram, að ekki sé borin ábyrgð á villum, sem kunna að vera í skránum. Með þökk fyrir birtinguna. Hafsteinn Þorsteinsson.*4 Þettasegir Hafsteinn. Það er sem sagt ljóst, að síminn ber ábyrgð á því, sem rétt er með farið í símaskránni, en ekki á villunum. ÞURRHLÖÐUR ERU ENDINGARBEZTAR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgötu 3. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.