Morgunblaðið - 06.02.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.02.1964, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 6. febr. 1964 — Alþingi Framhald af 1. síðu. Tæknilegar athuganir á stórvirkjun „Háttvirtur 3. þingmaður Reyk víkinga, hefir borið fram fyrir- spurn til ríkisstjórnarinnar í tveim liðum á þingskjali 200, varðandi aluminíumbræðslu og olíuhreinsunarstöð. Fyrri liður þeirrar fyrirspurn- ar, sem nú er hér á dagskrá, fjall- ar um samningaumleitanir við Alþjóðabankann og erlend alum- iníumfélög viðvíkjandi raforku- veri og aluminíumbræðslu hér á landi, og skal ég fyrst svara honum. Eins og áður hefur komið fram hér á Alþingi, hefur ríkisstjórn- in nú um nær þriggja ára skeið beitt sér fyrir athugunum og við- ræðum varðandi byggingu stór- virkjunar og aluminíumbræðslu hér á landi. Athuganir þær, sem ríkisstjórnin hefur látið gera, falla í tvo meginflokka. Annars vegar eru tæknilegar athuganir á möguleikum til stórvirkjunar hér á landi og kostnaði við hana og tæknileg atriði varðandi staðsetningu aluminíumbræðslu. Hins vegar eru athuganir á því, hvort unnt verði að semja við erlend aluminíumfyrirtæki um byggingu og rekstur aluminíum- bræðslu hér á landi með kjör- um, sem íslendingum væru að- gengileg. Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og á hennar vegum hafa tveir aðilar unnið að athugun þessara mála: Stóriðjunefnd, sem svo hefir verið kölluð, og raforku- málastjórn ríkisins. Stóriðjunefnd var skipuð af þáverandi iðnaðar- málaráðherra Bjarna Benedikts- syni með bréfi dags. Nefndarmenn hafa verið: Dr. Jóhannes Nordal, Seðla- bankastjóri, formaður, Eiríkur Briem, rafmagnsveitustjóri, Pét- ur Pétursson, forstjóri, Sveinn Valfells, forstjóri og Jóhann Hafstein, þar til í nóvember sl. að hann vék úr nefndinni, en Magnús Jónsson, bankastjóri, var þá skipaður í hans stað. 105 þúsund kílóvött Unnið hefur verið að því kapp- samlega að rannsaka til hlítar möguleika til byggingar hag- kvæmrar stórvirkjunar, annað hvort við Búrfell í Þjórsá eða Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum. Hafa þessar athuganir beinzt að því jöfnum höndum að kanna, hvernig bezt megi leysa úr raf- orkuþörf til almenningsnotkunar hér á landi á næstu árum og hvar og með hvaða hætti sé hagkvæm- ast að framleiða það orkumagn, sem aluminíumbræðsla þyrfti til starfsemi sinnar. Hafa þessar virkjanir verið bornar saman við smærri orkuver, svo sem gufu- virkjun í Hveragerði og vatns- virkjun í Brúará í því skyni að leiða í ljós, hvaða leiðir séu hag- stæðastar frá sjónarmiði neyt- andans hér á landi. Þær athug- anir, sem gerðar hafa verið til þessa, benda til þess, að 105 þús. kw. orkuver við Búrfell í Þjórsá muni vera hagkvæmasta lausnin bæði frá sjónarmiði raforkufram- leiðslu til almenningsnota og til aluminíumbræðslu. Mundi þá helmingur orkunnar verðá not- aður til aluminíumbræðslu, en helmingur til almenningsþarfa. Slík virkjun mundi kosta rúm- ar 1100 millj. kr. ásamt há- spennulinu til Reykjavíkur. Síð- ar yrði hægt að auka afl þess- arar virkjunar um helming eða upp í 210 þús. kw. á mjög hag- kvæman hátt, og mundi kostnað- ur við þá stækkun, sem gera mætti í áföngum, kosta um 600 millj. kr. Með þessu orkuveri væri tryggð næg ódýr raforka hér á landi langt fram í tím- ann. Orkuver við Búrfell er mjög vel staðsett, þar sem það er nærri meginmarkaðnum fyrir raforku hér á landi í Reykjavík og á Suð- Vesturlandi. Jafnframt getur orð ið hagkvæmt að leggja háspennu línu frá Búrfelli norður til Ak- ureyrar og tengja þannig saman raforkukerfi Norður- og Suður- lands. Um staðsetningu aluminí- umverksmiðju er það að segja, að athuganir hafa leitt í ljós, að ódýrast og hagkvæmast sé að staðsetja hana við sunnanverð- an Faxaflóann. Hins vegar er einnig verið að athuga mögu- leika á því að aluminíumbræðsl- an yrði staðsett við Eyjafjörð, ef háspennulína yrði lögð frá Búr- felli til Akureyrar. Stækkun verksmiðjunnar í framtíðinni mundi þá byggjast á raforku fré virkjun við Dettifoss. Viðræður við erlenda aðila Ég skaí nú víkja að hinu atric inu, viðræðujn við erlend alum- , iníumfyrirtæki. Eins og kunnugt , er, hafa á vegum ríkisstjórnar- ] innar átt sér stað síðustu þrjú árin viðræður við ýmis alumini- umfyrirtæki um möguleikana á því, að þau settu upp aluminíum- bræðslu hér á landi. Hér hefur eingöngu verið um könnunarvið- ræður að ræða, þar sem skipzt hefur verið á skoðunum um hugs- anlegan samningsgrundvöll, en engar skuldbindingar gefnar af hálfu aðila. Viðræður þessar hafa reynzt jákvæðar að því leyti, að nú virðist útlit fyrir, að tvö aluminiumfyrirtæki, ann- að svissneskt en hitt amerískt, hafi áhuga á því, að reisa hér i sameiningu aluminíumbræðslu. Virðist útlit fyrir, að samnings- grundvöllur geti orðið fyrir hendi, en úr því getur ekki feng- izt skorið, fyrr en á síðara stigi málsins. í væntanlegum samningum við aluminíumfyrirtækin skiptir það höfuðmáli fyrir íslendinga, að unnt reynist að semja um viðun- andi tekjur af aluminíumbræðsl- unni fslendingum til handa, en þar er raforkuverðið mikilvæg- ast. í öðru lagi er nauðsynlegt, að hægt verði að gera bindandi samning við aluminíumfyrirtæk- in um það, að þau ábyrgist kaup á tilteknu magni raforku í lang- an tíma með föstum orkusölu- samningi. Slíkur orkusölusamn- ingur er ómetanlegur grundvöll- ur þess, að íslendingar geti aflað fjármagns til virkjunarinnar, en um leið taka aluminíumfyrirtæk- in á sig alla áhættu að því er varðar framleiðslusveiflur í fram tíðinni. Margvíslegar fyrirmynd- ir slíkra samninga má finna í öðrum löndum. Rætt við Alþjóðabankann Með tilliti til hins jákvæða árangurs af virkjanarannsóknun- um og viðræðum við aluminíum- fyrirtækin, þótti ríkisstjórninni tímabært nú fyrir skömmu að taka upp viðræður við Alþjóða- bankann í því skyni að kynna honum málið. Verða nú á næstu mánuðum lögð fyrir bankann öll tæknileg gögn, sem fyrir liggja, svo að hann geti metið málið i heild. Eins og af þessu má sjá, er hér enn eingöngu um könn- unarviðræður að ræða, og munu raunverulegir samningar um lánsútvegun ekki hefjast fyrr en á síðara stigi málsins. Ríkisstjórnin er eindregið þeirrar skoðunar, að stórvirkjun sú, sem hér hefur verið rædd ásamt byggingu aluminíum- bræðslu, sé framkvæmd, sem geti haft stórkostlega þýðingu fyrir þjóðarbúskap íslendinga. Með þessu móti mundi íslendingum opnast í fyrsta skipti leið til þess að nýta hinar geysimiklu orku- lindir, sem þjóðin á ónotaðar í stórám íslands. Stórvirkanir á borð við Búrfellsvirkjun og Dettifossvirkjun eru svo mikil fyrirtæki, að enn mun líða lang- ur tími, þangað til íslendingar geta ráðizt í þau af eigin ramm- leik, nema til komi samtímis nýr iðnaður, sem getur orðið kaup- 'andi að miklum hluta orkunnar. Takist okkur hins vegar að kom- ast yfir fyrsta hjallann, má telja víst, að framhaldið verði auð- veldara, svo að ódýr orka til iðnaðar ag almenningsnota geti orðið einn af hyrningarsteinum bættrar afkomu íslenzku þjóð- arinnar. Auk þeirrar þýðingar, sem aluminíumbræðslan mundi hafa fyrir þróun stórvirkjana hér á landi, mun rekstur hennar gefa þjóðarbúinu drjúgar tekjur í framtíðinni. Ef reiknað er með 30 þús. tonna verksmiðju, eins og gert hefur verið í viðræðum að undanförnu, mundi aluminíum- bræðslan skapa 250—300 manns atvinnu, en auk þess er ástæða til að ætla, að frekari aluminíum iðnaður muni vaxa hér upp á grundvelli þess hráefnis, sem frá aluminíumbræðslunni mundi koma. Mikið verk hefur verið unnið Vilji fslendingar nota þá mögu- leika ,sem hér eru fyrir hendi, er ekki um aðrar leiðir að ræða en að semja við erlent aluminíum félag, sem býr yfir þeirri þekk- ingu, fjármagni og markaðsað- stöðu, sem nauðsynleg er í þess- ari framleiðslugrein. Um 30 þús. tonna aluminíumbræðsla mun kosta um 1100 millj. ísl. króna, svo að það er augljóst, að í slíkt fyrirtæki mundu íslendingar ekki geta lagt af eigin rammleik, jafn- vel þótt þeir væru fúsir til þess að taka á sig þá áhættu, sem í því mundi felast. Sú leið, sem hér hefur verið rætt um að fara, felst hins vegar í því, að aluminíum- fyrirtækin leggi fram allt fjár- magn til aluminumbræðslunnar og taki á sig alla áhættu af rekstri hennar. Hins vegar verði hagsmunir íslendinga tryggðir eins vel og verða má með löngum samningi um orkusölu, er geti orðið undirstaða fjáröflunar til fyrstu stórvirkjunar á íslandi. Eins og hér hefur komið fram, hafa þær viðræður, sem áfct hafa sér stað til þess, ein- göngu beirvst að því, að kanna málin, hugsanlega aðstöðu og möguleika. Mjög mikið verk hef- ir hins vegar verið innt af hönd um og margþættar athuganir far ið fram, sem allt er mjög mik- ilsvert og forsenda þess, að stórmál, sem hér um ræðir, og á áður ótroðnum slóðum af hálfu íslendinga, geti orðið far- sællega til lykta leitt. Þykir mér rétt, að fram komi, að dr. Jó- hannas Nordal, formaður Stór- iðjunefndar hefir haft mjög öfcula forgöngu í málinu, af miklum dugnaði og skarp- skyggni. En mun nokkur tími líða, áð- ur en raunverulegar samninga- viðræður. geti hafizt. Þegar að því kemur mun Alþingi að sjálfsögðu verða skýrt rækilega frá gangi málsins, svo að það geti tekið afstöðu til mála, eftir því sem framvinda samninganna gefur tilefni til, og í þess hönd- um yrði að sjálfsögðu að marka framtíðarstefnu íslendinga í þessum sfcóriðju- og stórvirkjana málum. Olíuhreinsunarstöð undirbúin. Síðari liður fyrirspurnarinnar, sem hér liggur fyrir, fjallar um olíuhreinsunarstöð og er spurt um, hvaða samningar muni hafa farið fram í því máli og hvaða kosti það sé talið haÆa, að byggja slíka stöð hér á landi. Upphaf þessa máls er það, að FUNDUR var í gaer í samcin- uðu Alþingi. Á dagskrá var ein fyrirspurn og 15 þingsályktunar- tillögur. 11 þeirra voru teknar af dagskrá. Einar Olgeirsson flutti fyrir- spurn sína um alúminíumbræðslu og olíuhreinsunarstöð og urðu um hana nokkrar umræður (sjá frétt hér í blaðinu). Þá var ákveðin ein umræða um þingsályktunartillögu Hanni- bals Valdimarssonar um ábyrgð- artryggingar atvinurekenda á starfsfólki þeirra. Þingsályktunartillaga þeirra Björns Pálssonar (F), Gunnars Gíslasonar (S) og Benedikts Gröndals (A) um iðnrekstur í kaupstöðum og kauptúnum, var urnræðulaust vísað til 2. umræðu og nefndar. Umræðu um þingsályktunartil lögu Þórarins Þórarinssonar (F) og Ingvars Gíslasonar (F) um kaup Seðlabankans á víxlum iðn aðarins var frestað og málinu vísað til nefndar. UMRÆÐUR UM RAFORKU- ÁÆTLUN. Skúli Guðmundsson (F) hafði framsögu fyrir þingsályktunartil lögu sinni og 7 annarra flokks- bræðra um nýja rafvæðingar- áætlun. Tillagan fjallar um að skora á ríkisstjórnina að fela raforkuyfir völdunum að láta gera áætlun um rafvæðingu allra heimila á landinu, sem ekki hafa fengið eða fá skv. 10 ára áætluninni og ekki hafa raforku frá sérstökum vatnsaflsstöðvum. Þá skuli gera kostnaðaráætlun um uppsetn- ingu diselstöðva fyrir heimili, eitt eða fleiri, sem eru svo af- skekkt, að ekki þyki fært að leggja til þeirra rafmagnslínu. Skal við það miðað, að þessum framikvæmidum sé lokið 1968. Ingólfur Jónsson, raforkumála ráðherra, tók næstur til rnáls. Sagði hann að 10 ára raforku- áætluninni yrði lokið á þessu ári og þá tímabært að fram- haldsáætlun kæmi til fram- kvæmda. Taldi hann mögulegt að ljúka rafvæðingu skv. þeirri áætl un 1970. Skúli tók aftur til máls og síð an raforkumálaráðherra. Ráð- herrann sagði framsögumann virðast vera sér sammála í meg- inatriðum um framkvæmd þessa máls. Umræðunni var síðan frestað og málinu vísað til nefndar. TVEIM þingmannsfrumvörpum var dreift á Alþingi í gær. Frá Jóni Þorsteinssyni, um sparifjár myndun ungmenna. Fjallar frum varpið um það, að hverju ís- lenzku barni, fæddu eftir 31. des. 1964 skuli afhent sparisjóðsbók með 200 kr. innistæðu frá Lands- banka íslands. Hverjum sem er, sé heimilt að greiða inn á bókina, án þess að hafa hana með hönd um. Að óheimilt sé að greiða út úr bókinni fyrr en eigandi verður 21 árs, nema fyrr gangi í hjú- skap. Féð, sem safnast í oækurn ar, skal ávaxta í vísitölutrygigð- um skuldabréfum húsnæðismála stjórnar. Um tilgang frumvarpsins segir í greinargerð, að hann sé að efla sparnað og draga úr eyðslu- semi æskufólks. Jafnframt að tryggja, að sparifé unga fól'ksins rýrni ekki vegna sífellt aukinnar verðbólgu. Hannibal Valdimarsson hefur borið fram frumvarp til laga um jarðgöng gegnum Breiðdalsheiði. ýmsiir aðilar hafa undanfarin tvö ár gert sér grein fyrir því, að olíuhreinsunarstöð færi að verða arðbært fyrirtæki hér á landi. Kemur þar tvennt til, annara vegar ört vaxandi notkun benz- íns og olíu vegna aukinnar vél- væðingar, en hins vegar tækni- þróun í olíuhreinsun, sem gert hefur minni hreinsunarstöðvar en áður arðbærar. Eir nú svo komið, að olíuhreinsunairstöðv- ar hafa verið byggðar í öllu.m löndum V. Evrópu nema íslandi og Luxembourg, og fjöldi smá- þjóða utan Evrópu, sem ekki hafa stærri heimamarkað en ís- lendingar, haifa þegar fengið olíu hreinsunarstöðvar. Alvarlegar at hu.ganir á þessu máli hér á landi hófust vorið 1983, er erlendur aðili lét í ljós áhuga á því að beita sér fyrir stofnun olíuhreins unarstöðvar á íslandi. Átti hann viðræður við hóp áhugamanna um þetta mál, en ríkisstjórnin átti á því stigi ekki aðild að þeim viðræðum, sem fram fóru. Þessar byrjunarviðræður hafa borið sæmilegan árangur, enda leiddu þær til þess, að í ágúst- mánuði kom hingað til lands fulltrúi amerískrar fjárfestingar stofnunar, J. H. Whitney & Co. í New York, er tjáði sig reiðu- búinn til þess að hafa forgöngu um stofnun olíuhreinsunarstöðv- ar og útvega fjármagn til henn- ar. Lagði þessi fulltrúi fyrirtæk- isins frma byrjunarupplýsingar um áætlaðan stofnkostnað og rekstur olíuhreinsunarstöðvar. Kostar 300—350 millj. Ríkisstjórnin fékk um þetta leyti málið til meðferðar og hef- ur það m.a. verið til athugunar hjá Stóriðjunefnd. Leitað var eftir sérfræðilegri aðstoð hjá ensku ráðgjafairfyrirtæki, Coop- er Brofchers, sem mikla reynslu hefir í þessum efnum, og hefir það skilað skýrslu um málið, sem byggð er á þeim bráðabirgða upplýsingum, sem fyrir lágu. Það sem ég hef hér um málið að segja, er byggt á þessum upplýs- ingum. Það kemur ótvírætt í Ijós l skýrslu Cooper Brothers, að olíu hreinsunarstöð hér á landi getur orðið arðbært fyrirtæki. Mark- aðurinn fyrir olíuvörur hér á landi er hins vegar þannig sam- an settur, að ekki væri tækni- lega hagkvæmt að byggja olíu- hreinsunarstöð með það fyrir augum að fullnægja honum ein- um. Hefur í áætlununum verið gert ráð fyrir því, að nokkur hluti framleiðslu olíuhreinsun- arstöðvarinnar, einkum benzín og brennsluolía, yrði flutt út, er» á hinn bóginn yrði haldið áfram að flytja inn verulegt magn af gasolíu. Gert er ráð fyrir þvi, að heild arkostnaður við stofnsetningu olíuhreinsunarstöðvar yrði 306— 350 millj. kr„ og á að vera hægt að fá meginhluta þesis fjár að láni erlendis með sæmilegum kjörum. Með í stofnkostnaði fyr irtækisins væru þá taldar all- miklar birgðageymslur fyrir olíu vörur, en það mundi spara ís- lenzku olíufélögunum mikla fjár festingu, sem ella þarf að leggja í á því sviði á næstu árum. Mikill gjaldeyrishagnaður. í skýrslu Cooper Brothers er gerð tilraun til þess að meta þann gjaldeyrissparnað, sem rekstur slíks fyrirtækis hefði 1 för með sér. Sé gert ráð fyrir því, að allur stofnkostnaður sé endurgreiddur á tíu árum, mundi beinn gjaldeyrissparnaður af rekstri stöðvarinnar nema 75 millj. kr. fyrsta árið 88 millj. kr. á fimmta ári, 112 millj. kr. á tíunda ári og 166 millj. á ári eftir fimmtán ár. Olíuhreinsun- arstöðin mundi þannig hafa I för með sér verulegan gjaldeyr- issparnað, og þó sérstaklega, ef reiknað er með því, hve lítinn mannafla þarf til starfsemi henn ar. Gert er ráð fyrir, að heild- armannaflinn, sem reksturinn útheimtir. verði um 100 men Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.