Morgunblaðið - 06.02.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.02.1964, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 6. febr. 1964 MORGllH*l*ÐIÐ 11 Útvarpsráð minnist Fritz Weisshappels 'Á FUNDI í Útvarpsráði s.l. þriðjudag, mirmtist formaður ráðsins, Benedikt Gröndal, Fritz Weisshappels, Benedikt fórust þannig orð: „Við andlát Fritz Weiss- happeis missti Rikisútvarpið eirvn égætasta starfsmann sinn. Hafði hann unnið fyrir stofnunina meir en aldarfjórðung og nýlega tekið við nýju ábyrgðarstarfi, er hann lézt á bezta aldri i sl. viku. Fritz Weisshappel fæddist í Vinarborg 18. júlí 1908 og ólst upp á heimili, þar sem tónlistar- gyðjan sat jafnan í öndvegi. Stundaði hann tónlistarnám að loknu stúdentsprófi, en lagði land undir fót aðeins 19 ára gam all og hélt í norðurátt. Kom hann til íslands til að leika á gistihúsi um skeið, en fékk ást á landi og þjóð og dvaldist leng- ur en ætlað var í upphafi. Weisshappel festi ekki aðeins rætur í hrjóstugum jarðvegi ís- Jenzks tónlistarlífs, heldur gerð- ist ríkisborgari stofnaði farsælt heimili og eignaðist stóran hóp tryggra vina. í>að er í frásögur fært, er hann ferðast til ann- arra landa með íslenzkum söng- mönnum, að þá sótti heimþrá íyrr á hann en félaga hans. Ríkisútvarpið hefur átt megin- þátt í því að færa íslendingum þá dýrmætu gjöf, sem góð tón- list er hverjum manni, er henn- ar fær notið. Hlutur Fritz Weiss happels í því starfi hefur verið mikill og verður seint fullþakk- eður. Hann sótti ekki í sviðs- Ijósið, en vann starf sitt af ein- Btakri tryggð alúð og prúð- mennsku. Hann átti í ríkum mæli þá þekkingu, snilld og smekkvísi, sem verða að fylgja allri góðri list. Kom þetta jafnt fram í konsertsal með einsöngv- urum og kórum sem í hinum mikla hljómleikasal útvarpsins, þar sem öll þjóðin er viðstödd. Síðasta starf hans, framkvæmda- stjórn Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, var að mörgu leyti þýð- ingarmest, og átti hann drjúgan þátt í sigrum hljómsveitarinnar sí&ustu ár. Útvarpsráð þakkar FrKz Weiss happel störf hans tryggð og vin- áttu og vottar fjölskyldu hans dýpstu samúð." Bjarna frá Vogi reist minnismerki Fritz Weisshappel Hondbók bænda 1964 komin út ÚT er komin Handbók bænda 1964 hjá Búnaðarfélagi íslands. Bókin hefst á almanaki, sem hef- ur að geyma stuttar leiðbeining- ar varðandi bústörfin. Almanak- ið er jafnframt handhægt að nota sem dagbók. Greinar eru eftir 30 höfunda í bókinni. Þær snerta nær öll svið búskapar. M. a. eru greinar um holdakjúkl- ina, iUgresiseyðingu, meðferð túngrasa, tilraunastarfsemina, vélar og verkfæri, fóður og fóðr- un, mjaltabása, skógrækt, verð- lagsmálin og mjög ýtarleg greín um helztu sjúkdóma í kúm. Enn fremiur er sérstakur þáttur ætl- aður garðyrkjubændum, ritaður af Óla Val Hannssyni. Þátturinn Húsfreyjan og heimilið hefur Vigdís Jónsdóttir, skólastjóri séð um, en í honum er m. a. birt grein um svefnherbergið eftir frú Kristínu Guðmundsdóttur hýbýlafræðing. Handbókin er 320 bls., bundin í þægilega plast- kápu. Ritstjóri er Agnar Guðna- son. USA viðurkennir stjórn Dahomey Wasihington, 1. febr. NTB # Bandarikjastjórn heíur til- kynnt, að hún hafi ákveðið að viðurkenna nýju stjórnina í Afrikurikinu Dahomey. — Stjórnaxiálasambandi landanna var slitið í okióber s.l., er Hubert Magas forseti var hrak inn frá völdum. STJÓRN Bandalags islenzkra listamanna boðaði blaðamenn á fund sinn í gær til þess að segja frá ákvörðun sáðasta aðalfundar Bandalagsins að reisa Bjarna Jónssyni frá Vogi minnismerki. Formaður Bandalagsins Jón Þórarinsson, tónsikákl, sagði aíS þessi á'kvörðun hefði verið gerð til að heiðrá minningu Bjarna Jónssonar frá Vogi, sem reynzt hefði islenzkum listamönnum mikill haukur í horni, og hefði hann aldrei farið í manngreinar- álit og látið aJJar greinar lista til sin taka. Sagði hann marga listamenn, sem nú væru miðaldra, vera þakkláta Bjarna og teidu hann velgerðarmann sinn. Bjarni frá Vogi var fæddur 13. október 1863, og væri mein- ingin að samkeppninnd um minn- isvarða hans, sem nú yrði aug- lýst, lyki á þeim degi í haust, en þá væru 101 ár frá fæðingiu hans liðin. Jón sagði, að dómnefnd til und ii'búnings þessu verki væri þegar skipuð. Formaður hennar væri Björn Th. Björnsson listfræðing- ur, en aðrir í nefndinni væru sonur Bjarna frá Vogi, Jón Bjarnason hrl. og Þorvaldur Skúlason listmálari. Björn Th. Björnsson upplýsti, að keppnin væri alveg óbundin, hvað við kæmi gerð minnismerk- isins, að öðru leyti en þvi, að minnismenkinu væri ætlað að vera úti og standa í Reykjavík. Hann sagði að það myndi valda væntanlegum keppendum erfiðleikum, að staðarval væri ekki ákveðið, svo að nefndin yrði að velja því stað síðar eftir eðJj verksins. Björn sagði, að eikki væri frek ar verið að óska eítir likneski af Bjarna, fremur en t.d. einhverju táknrænu minnismerki um starf hans, en varðandi staðarval, hefði nefndinni dottið í hug, að minnismerkið yrði á einhvern háitt tengt iramtáðar AlþingiSr húsi þjóðarinnar. Upplýst var á fundinum, að engin sitytta væri til af Bjarna, utan lágonynd greipt í stein i Vogi vestur í Dalasýslu. Auglýsing um samkeppniná mun birtast í dagfolöðunum ein*. ¦hvern næstu daga. Melbourne, 1. febr. NTB. # Sjö börn biðu b<jna í gær, er eldur kom upp í barna- heimili í Melibourne. Tuttugu öðrum brönum var naumlega bjargað. UTSALA - UTSALA Stórkostleg verðlækkun á KARLMy^FðTUM og FROKKUM Aðeins fáa daga — Komið Hmanlega *" IMotið einstakt tækifæri - ANDERSEN & LAUTH hf. Laugavegi 39 — Vesturgötu 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.