Morgunblaðið - 06.02.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.02.1964, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 6. febr. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 13 Kornrómantík og fóðurfræði eftir Gunnar Bjarnason, Hvanneyri ÞEGAR fjallað er um fóðrun bú- fjár í fóðurfræðilegum skilningi, er um að ræða eins konar efna- fræðilegt uppgjör fyrir hvern dag, debet og credit þarf að jafna. Næringarefnum (orkugæfum efn um) er skipt í kolvetni, fitu og próteín (eggjahvxtuéfni). Auk þess eru tveir mikilvægir efna- flokkar, steinefni og fjörefni. Mikilvægasta fóðurfræðilegt við- fangsefni hverrar þjóðar er að afla þessara næringarefna úr heimaframleiddum fóðurtegund- um. A heimsmarkaðinum er pró- teínið langsamlega dýrast. Verð á kolvetnum og fitu er nú svipað miðað við næringargildi, því að dýrafeiti fer ört lækkandi í verði á síðustu árum vegna framleiðslu margvíslegra gerviefna, sem kom ið hafa fram til sápugerðar o. fl. Við erum að mörgu leyti vel settir í þessum efnum, því að við framleiðum svo mikið af prótein- auðugum fóðurtegundum, s. s. síldarmjöl, fiskimjöl, hvalmjöl og mjólkurkaseín. Vegna verðlækk- unar á dýrafeiti hafa margar er- lendar vísindastofnanir rannsak- að notagildi hennar til fóðrunar á alifuglum, svínum og mjólkur- kúm nú á síðustu árum, og hefur sýnt sig, að sé samsetning feit- innar í fóðrinu rétt gerð, má nota talsvert magn af henni með góð- um árangri. Kjarnfóðurblandan fyrir mjólkurkýr virðist t. d. mega hafa allt áð 11% af meltan- legri feiti. Nú er tólg af sauðfé og nautgripum og hrossafeiti verð- lágar vörur í þessu landi og miklu fleygt verðlausu. Það hefur skap- azt nýtt viðhorf í þessum efnum, en fóðurblandendur skulu varað- ir við, því að „kálið er ekki sopið, þótt í ausuna sé komið“, hér er þekkingar og sérstakrar tækm þörf. Kolvetnin hafa valdið okkur mestum vanda fram að þessu. Þar sem við erum ekki kornræktar- þjóð og eigum því ekki afgangs- korn til fóðrunar á búpeningi og kornuppskera hér mjög rýr, höf- um við þurft að leysa vandann með innflutningi á fóðurmjöli, aðallega maísmjöli. Við höfum verið að fálma okkur áfram í þessum efnum síðustu áratugi og helzt einblínt á kornrækt. Við höfum átt svo einstaklega geð- þekkan og dugandi brautryðj- anda í kornyrkju síðustu fjóra áratugi, Klemenz á Sámsstöðum, að umhverfis hann hefur mynd- azt nokkurs konar geislabaugur. Hann hefur skapað 1 landinu róm antíska kornræktarstefnu. Fram á þennan dag hefur kornræktar- 6tefnan verið í námunda við skyn semi og aðeins bólað á hagfræði- legum rökum, sem réttlætti korn- yrkju í stórum stíl til framleiðslu á fóður-kolvetnum. Af þessum sökum hafa jarðræktarfræðingar landsins setið nokkur undanfarin ár með eitt mikið og margbrotið frumvarp til kornræktarlaga. — Þetta hefur þó aldrei orðið að lög um, enda hefði það orðið þjóðinni dýrt, því að það hafa verið áhöld um, hvort þessar blessaðar korn- jurtir eigi heldur að sækja nær- ingu í frónska akurjörð eða skatt- sjóði landsmanna. Hin hagfræði- lega undirstaða framleiðslunnar skyldi byggð á styrkjapólitík. „Melgrasskúfurinn harði“ Við þurfum góðu heilli ekki að bera áhyggjur af þessu máli leng- ur, því að nútímatækni og íslenzk ir orkumöguleikar geta leyst vand ann. Það eru ódrepandi samland- ar okkar og þjónar frá fyrstu byggð landsins, sem korna nú aft- ur fram á sjónarsviðið og bjóðast til að leysa að mestu úr kolvetna- vandræðum okkar, ef við aðeins tökum tækni og vísindi í þjónustu okkar. Það eru vingullinn, snar- rótin og „melgrasskúfurinn harði“, sem ætla nú að máta í fá- um leikjum ýmsar erlendar, kyn- bættar jurtir. Ég ræð ekki við vísuna hans Jóns Helgasonar frá Rauðsgili; hún ryður sér fram í huga minn og minnir á, að seint skyldu íslendingar vanrækja hug boð og hugsýnir skálda sinna. „Séð hef eg skrautleg suðræn blóm sólvermd í hlýjum garði; áburð og ljós og aðra virkt enginn til þeirra sparði; mér var þó löngum meir í hug melgrasskúfurinn harði, runninn upp þar sem Kaldakvísl kemur úr Vonarskarði". Það er grasmjölsframleiðslan, sem leysir úr þessum vanda. Við þurfum að ná næringarefnunum á því vaxtarstigi jurtanna, þegar þau eru mest og auðmeltanlegust, og við þurfum að hirða þau strax og verja þau tapinu, sem gamlar aðferðir við hirðingu og geymslu orsaka. Innan klukkustundar frá því að grasið er slegið þarf það "ð vera orðið að þurru grasmjöli ísett efnum (antioxydöntum) til varnar fóðurgildinu samkvæmt tveggja ára gömlum erlendum rannsóknarniðurstöðum. Hér skal næst sýndur saman- burður á afkastagetu íslenzkra túngrasa annars vegar og inn- fluttra, erlendra byggafbrigða hins vegar. Uppskerumagnið á- ætla ég í samráði við jarðyrkju- sérfræðinga, 1,6 tonn af bygg- korni og 3,8 tonn af grasmjöli af hektara. Af meltanlegum næringarefnum af hverjum hektara gefur: Grasmjöl: Bygg: Kolvetni .... 1690 kg 975 kg Proteín .... 308 kg 136 kg Fita .......... 76 kg 27 kg Næringarefni alls: 2074 kg 1138 kg Ég hef ekki áður séð þessar efnafræðilegu staðreyndir liggja fyrir á prenti og hef heldur ekki orðið var við, að neinn varpaði þeim fram til að upplýsa málin til frekari glöggvunar í umræð- unum. Það er ekki lítið atriði fyrir ráðamenn í búnaðarmálum og landsmálum að fá það upplýst með óhrekjanlegum og fræðileg- um, rökum, að hin árvissu og ó- svikulu, gömlu túngrös okkar gefa um 70% meira af kolvetnum, um 125% meira af proteínum og alls um 80% meira af meltanleg- um næringarefnum en innfluttar byggtegundir. Þar að auki fjöl- breyttari steinefni og fjörefni. Það skeður skemmtileg bylt- ing í íslenzkum landbúnaði, þeg- ar forráðamenn þjóðarinnar stuðla að því, að þessar stað- reyndir fá fjármagn og fram- kvæmdir í þjónustu sína. „Móðir mín í kví kví“ Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem ég beiti mér fyrir grasmjöls- framleiðslu í stórum stíl. Jón heit inn Hannesson flutti með mér til- lögur fyrir einum 10 árum á Bún- aðarþingi um grasmjölsframleiðslu og um rannsóknir á því, hvort nota megi jarðhita til að þurrka mjölið. Það hefði verið fróðlegt að birta nú hina gömlu greinar- gerð. Afgreiðsla málsins í Bún- aðarþingi leiddi til nefndarskip- unar, en svo undarlega brá við, að sá maðurinn, sem hafði mest- an áhugann og frumkvæði í mál- inu, var alls ekki hafður með í þeirri nefnd. Þrír þjóðþekktir menn tóku þarna möglunarlaust annars manns barn í fóstur, þáðu nokkra brauðmola (erlend fræði- rit) í meðgjöf, ýttu barninu á milli sín í nokkur ár og báru það svo út á hjarn. Þeir voru óheppn- ir með dauðastundina, því að nokkrum vikum eftir að málið var dæmt ómerkt og ótímabært kom yfir landið eitt mesta ó- þurrkasumar aldarinnar. Á næsta Alþingi bar málið á góma, og hefði þá verið auðvelt að finna því rök og vilja til að hefjast handa. Síðan hefur útburðarraul valdið mér nokkurri andvöku. Ég fékk 2 ágæta áhugamenn í lið með mér til að íhuga mögu- leika á ræktun í Reykholtsdal og hagnýtingu á Deildartunguhver, en við fengum engan stuðmng ráðamanna, því að „málið var í nefnd“. Þessir menn voru Baldur Líndal og Halldór Halldórsson, arkítekt. Við höfðum ekkert fé og gátum því lítið gert. Samkvæmt rannsóknum, sem norskur prófessor hefur gert í mörgum löndum er um þriðjung- ur af framleiðslukostnaði á gras- mjöli (hráefni ekki meðtalið) HITUNARKOSTNAÐUR. Ég tel mig hér hafa fært fram sterk rök til þess, að þingmenn á Alþingi finni ástæðu til að sam- þykkja, að varið verði nægu fé til að finna leiðir og tæki til að nýta hveraorku til framleiðslu á grasmjöli. Væri ekki nær að verja sjóði Áburðarverzlunarinnar sál- uðu í þetta merkilega rannsókn- arefni fremur-.en að reisa fyrir hann nýja landbúnaðarhöll í Keldnaholti? Væri ekki hægt að losa þessa-peninga aftur úr kjall- ara þessarar byggingar? Enda er nú farið að byggja aðra veglega raunvísindahöll á Melunum í Reykjavík. Búnaðarhallir á mis- munandi stigum bygginga og í vændum eru efni í athyglisverða grein. Seinna hlaut ég ánægjuria af að taka þátt í störfum og baráttu Jó- hanns Frankssonar til að koma á stofn fyrstu grasmjölsverksmiðju á íslandi á vegum SÍS á Hvols- velli. Þetta var sumum framá- mönnum landbúnaðarins svo ann. arleg nýjung, að það var að heyra á ræðum þeirra á vígsluhátíðinni, sem var útvarpað, að þeir vissu varla hvar þeir stæðu, voru lík- astir geimförum, sem hefðu lent á stjörnu, en vissu ekki hvort þeir væru á Venus eða Mars. — Ýmsir þeirra ágætu manna voru forystumenn aftan við fylking- arnar. 70% íslenzkt kjarnfóður Það er rangt, sem fram hefur komið nýlega í umræðum um landbúnaðarmál, að hér á landi sé einhver séraðstaða til að fram- leiða betra eða auðmeltanlegra grasmjöl en hægt sé í öðrum lönd um. Erlendis er grasmjöl (hey- mjöl) aðallega framleitt úr lúz- ernu, sem er tvöfalt afkastameiri túnjurt en íslenzku grösin. Lúz- ernumjöl er ekki eins næringar- ríkt. Danir framleiða nú gras- mjöl úr blönduðum gróðri með grösum og rauðsmára, og mér virðist eftir efnagreiningum og meltingartölum að dæma, að það mjöl sé nokkru næringarríkara en okkar. Þeir reikna með 1,4— 1,5 kg í fóðureiningu af slíku mjöli, og miðað við það tel ég FUNDUR í Starfsmannafélagi vegagerðarinnar á Akureyri bein ir þeirri áskorun til þingmanna Norðurlandskjördæmis eystra, að þeir beiti sér fyrir því að Norð- urlandsborinn, sem nú sinnir verkefni á Húsavík verði að því loknu fluttur til Akureyrar skv. upphaflegri áætlun um verkefni hans á Norðurlandi. Vill fundurinn eindregið mót- mæla þeirri ætlun Jarðhitadeiid- ar Raforkumálaskrifstofunnar að flytja borinn suður þar sem hann var fyrst og fremst keyptur til að þjvjna hagsmunamálum Norð- lendinga. Brottflutningur þessa tækis, sem svo miklar vonir voru bundnar við mundu valda mik- ekki rétt að reikna með nema 1,5—1,6 kg í fóðureiningu af ís- lenzku grasmjöli. Við getum notað grasmjöl að nokkru í svínafóður, mikið í fóð- ur alifugla, og þar sem ýmsir bú- fræðingar hér telja „ekki viðeig- andi“ að nota grasmjöl í fóður- blöndur mjólkurkúa, ætla ég hér að setja saman ágæta fóðurblöndu handa mjólkurkúm úr grasmjöli og öðrum íslenzkum fóðurtegund- um. Ef ég nefni aðeins næringar- efnin og minntist ekki á fóður- tegundirnar, gæti náð græna litn- um og lyktinni í burtu, þá teldu “ þessir menn fóðurblönduna á- gæta. Dæmi um fóðurblöndu til mjólkurframleiðslu: 50% íslenzkt grasmjöl 15% síldarmjöl 5% sauðatólg 28% maísmjöl 2% fáðursölt og fjörefni 100% í þessari blöndu era 95—97 fóðureiningar í 100 kg og samtals 70% innlend framleiðsla. Nú má reikna. Fjörutíu þúsund mjólkurkýr þurfa um það bil 20 þús. tonn af fóðurblöndu. Til þessarar framleiðslu þyrfti 10 þúsund tonn af grasmjöli, og til þess þarf að rækta um 2600 ha. Finni verkfræðingur upp þurrk- unartæknina, en þar treysti ég bezt á Gisla Halldórsson, mætti reisa nokkrar stórar þurrkunar- verksmiðjur á samfelldu landi á jarðhitasvæði á Suðurlandi og framleiða mestan hluta af fóður- kolvetnum og öðrum næringar- efnum, sem við nú flytjum inn til landsins. Við gætum minnkað inn flutt korn í fóðurblöndum frá 80% niður í 30%, en það samsvar- ar um 10 þúsund tonnum af maís. Ætli það kornmagn kosti ekki núna 35—40 milljónir króna. Hér eru á ferðinni stórkostleg verkefni fyrir íslenzka verkfræð- inga og búfræðinga, og grundvöll ur þeirra er fræðilega traustur. Telji einhver hægt að raska þeim grundvelli með fræðilegum rök- um, geri hann það. Aðalrannsóknarefni landbún- aðarins næstu árin ætti að snú- ast um framleiðslu og hagnýtingu grasmjöls til fóðrunar á ýmsum húsdýrum. Það sem ég nefni hér er aðeins dæmi, en hvort hægt er að nota meira eða minna af ís- lenzkum framleiðsluvörum í fóð- urblöndur þarf að rannsaka í til- raunum á fénaðinum sjálfum. Þyrfti að koma upp vel búinni rannsóknarstöð til þess, þar sem hægt er að hafa nautgripi, sauð- fé, svín, alifugla og ef til vill loð- dýr. Sennilega væri bezt að skapa þessa aðstöðu á Hvanneyri. Keldnaholts-höllin byggist á allt öðrum sjónarmiðum; þar er ekki ætlunin að hafa búfé eða til- raunareiti. Það er hugsað sem „skrifstofufjós" fyrir hugsandi „vísindafénað“. Annars er Keldna holtsfyrirtækið algerlega óskýrt mál ennþá. Það er gagnrýnt og gerðar fyrirspurnir, en það virð- ist enginn vita, hver þar ber á- byrgð eða svaraskyldu. illi óánægji.i meðal almennings hér. Jarðvarmi í nágrenni Akur- eyrar hefur aldrei verið rann- sakaður til hlítar, en í augum leikmanna benda allar líkur til jákvæðs árangurs við borun, þar sem heitar laugar eru Þar á fjöl- mörgum stöðum- Verkefni fyrir borinn eru því ótæmandi ag ástæðulaust að leita þeirra til Vestmannaeyja. Treystum við því að þingmenn okkar bregðist drengilega við þessu mikla hagsmunamáli og stuðli þannig að jafnvægi í byggð landsins. Starfsmannafélag vega- gerðarinnar á Akureyri. Melgrasstúfurinn harði Kynbætt kornjurt Gunnar Bjarnason. Vilja tú borinn iii Akureyrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.