Morgunblaðið - 06.02.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.02.1964, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADIÐ Fimmtudagur 6. febr. 1964 Tillögur bænda á Austurlandi Sambyfektir bændafundar, sem baJdinn var á Egilsstöðum þann 31. jan. 1964 á vegum Bænda- íéSags Fljótsdalshéraðs. Fundur í Bændafélagi Fljóts- dalshéraðs 31. jan. 1964 telur að uppskerubrestur af túnum, ökr- um og garðlöndum á Héraði síðustu tvö árin hafi valdið bændum stórtjóni. Fjárhagur bænda er svo þröng ur m.a. af því tjóni, sem þeir hafa orðið fyrir vegna kal- skemmda og annarra afleiðinga hinnar erfiðu veðráttu, sem verið hefur s.l- tvö ár, og aðstaða þeirra svo erfið að margjr hljóta að hætta búskap á næstunni, ef ekki koma ný úrræði til. Fundurinn telur að byggð eigi að haldast og bújörðum megi ekki fækka, því Þurfi nú að fara fram athugun á eftirfarandi: 1. Fjárhag bændanna, m.a. vegna þessara áfalia. 2. Aðstöðu til búskapar á jörðun- um, svo sem byggingum, rækt- un, véiaeign, bústofni, vega- sambandi, rafmagnsdxeifingu o. fl- >ví ákveður fundurinn að senda þingmönnum kjördæmisins tilmæli um að þeir hlutist til um að alþingi og ríkisstjórn láti nú þegar fara fram athugun á fyrrgreindum atriðum, og geri síðan raunhæfar ráðstafanir til aðstoðar við bændurna svo byggð megi haldast og búnaður blómg- ast Um rafmagnsmád: Fundurinn áryktar um raf- magnsmál. Ef byggð á að haidast á Héraði, verður m.a. að dreifa rafmagni um byggðir þess. Þegar jörð losnar úr ábúð, byggist hún ekki aftur ef rafmagn er ekki á býl- inu. Það sýnir reynsla síðustu ára. Engin jörð hefur farið í eyði á Héraði, sem hefur fengið rafmagn. Því ákveður fundurinn að beina því til þingmanna kjör- dæmisins og fulltrúa á Búnaðar- þingi að beita sér af alefli fyrir þvi að rafmagni verði dreift um sveitir Austuriands sem fyrst, enda verði séð fyrir nægilegri raforku til dreifingar um allt Austurland. Um vegamál: Fundur í Bændafélagi Fljóts- dalshéraðs 31. jan. 1964 átelur það hve seint gengur með endur byggingu veganna- Slitlag sést ekki víða og enn eru sumir aðal- vegir niðurgrafnir ruðningax. Fundurinn leggux áherzlu á að akvegum um byggðir Héraðsins sé haldið akíærum allt árið. Fundurinn telur lífsnauðsyn fyrir atvinnurekstur á Héraði og framtíð þess að vegir verði á næstu árum byggðir upp, þannig að þeir séu færir allan ársins hring. Fundurinn beinir því til þing- manna kjördæmisins, að þeir standi saman að krefjast úrbóta á Því ástandi sem nú er. Greinargerð með tillögum er sa mþykktar voru á bændafundi, s em haldinn var 31. jan. á Egils stöðum VIÐ, SEM kjömir vorum til að undibúa þennan fund töldum að rétt mundi vera að gera nokkra grein fyrir viðhorfum í landbún aði hér á Héraði eins og þau eru um þessar mundir. Við töldum rétt að hafa til hliðsjónar þau tvö sl. ár, sem valdið hafa miklum erfiðleikum í búnaði hér um slóðir, en það em árin 1962 og 1963. Vorið 1962 var erfitt hér um slóðir, og mátti segja að það kæmi aldrei í eiginlegum skiln- ingi. Kuldatíð og gróðurleysi hélzt mestan hluta júni sem kunnugt er. Kal í túnum var mik ið og olli því að heyfengur varð %—14 minni en í meðalári og sumir fengu sáralítið af túnuim sínum. Sumarið var óhagstætt til hey- skapar á köflum og nýting því misjöfn. Um miðjan september gerði hörku frost svo kartöflur eyðilögðust í görðum. Kom lam aðist af frosti og jarðargróður sölnaði í fyrra lagi. Mikið hvass viðri geisaði um það leyti sem kornþresking átti að fara fram, og urðu bændur fyrir gífurlegu tjóni af völdum þess. 14. júní gerði afspymu veður af austri og síðan norð-austri, með gífurlegri úrkomu. Snjór var þá mikill í fjöllunum. Ár hlupu fram og smálækir urðu sem belj andi flaumur. Vatnið flæddi um jörðina og skolaði*karftöflum úr görðum, stórskemmdi sáðsléttur og áburður rann til þar sem breitt hafði verið. Fénaður fórst í árgiljum og grafningum og á sléttlendi út á Héraði. Það veit því enginn í raun og veru hve mikið tjón hlauzt af veðri þessu. Laust fyrir veturnætur brast á austan og síðan norð-austan af- spyrnu veður með gífurlegri fann komu og olli talsverðu tjóni á fénaði og skapaði erfiðleika. Það sem að framan er sagt olli því að margir urðu að lóga fén- aði og nautgripum, sem ætlað var til viðhalds og aukningar á bú- stofni, og sumir lóguðu öllu fé. Fóðurbætisgjöf varð mikil um veturinn og vorið 1962, sem sog aði bændum niður fjárhagslega. Þetta ár varð því mjög erfitt landbúnaði hér um slóðir og ligg ur enn óbætt hjá garði. Árið 1963 varð mjög óhagstætt hér um slóðir. Vorið var kalt fram að mánaðarmótum maí júní, kalið minnkaði ekki og óx víða. Háar vöxtur var rýr vegna kulda. Kartöflur brugðust vegna þess að kartöflugras féll laust eftir mitt sumar. Korn náði ekki þroska vegna kuldatíðarinnar. Sumarið várð því óhagstætt bændum hér um slóðir, og varð enn til að þyngja róðurinn. Þessi ár samanlögð hafa því gert það að verkum að mjög hallar undan fæti fyrir bændum og búaliði hér um slóðir. Þeim er því ekki unnt að greiða af lánum og standa straum af skúld bindingum sínum nema annað komi til. Þar sem þessum málum hefur verið hreyft hér á bænda- fundum á þennan veg, þá þótti hlýða að reifa þessi mál í viður vist þingmanna kjördæmisins og freista þess að vekja athygli al mannavaldsins á þeim vanda sem vði er að etja. Það hefur ekki verið háttur bændastéttarinnar að kveina og kvarta og er ekki enn. En við lít- um svo á að þar sem við liggur að heil byggðarlög geti farið í eyði vegna náttúruhamfara, að velferð þessa héraðs geti á því oltið að skjótt verði brugðizt við til bjargar hér heima og að heim- an. Því leggjum við þetta mál fyrir þennan fund til umræðu og ályktunar, og teljum þar sem Alþingi og rikisstjórn hefur þessa dagana fjallað um frumvarp til laga til bjargar togurum og frysti húsum og raunar fleiri þáttum í atvinnulífinu, teljist það líka skylda að koma landbúnaðinum til hjálpar er hann verður að bera einn sínar byrðar á hverju sem gengur. Því er óhætt að treysta að bændur og sveitafólk fer ekki fram á stuðning frá almannavald- inu að ástæðulausu. Það ætlast aðeins til þess að elzti, reyndasti og annar mikilvægasti atvinnu- vegur þjóðarinnar íái að njóta sannmælis og þeirra réttinda að vera metinn að verðleikum og fái sinn hlut til aukinnar hag- sældar, og viðurkennt sé að land- búnaðurinn sé hinn nauðsynlegi þáttur í uppeldi og lífsframvindu þjóðarinnar. Við viljum að síðustu minnast á þrjú atriði sem vert er að í- huga í sambandi við þennan fund. Hér á Héraði þarf að leggja rafmagn og hraða því sem mögu- legt er. Við sem höfum þegar fengið þau þægindi getum ekki á það horft að megnið af bænda- býlum hér, sitji í myrkrinu með- an aðrir ylja sér og njóta þeirra þæginda sem raforkan veitir. Vegi þarf að byggja upp um allt Héraðið svo greiðar samgöng- ur verði frá öllum hreppum þess. Á vegum bændafélagsins er starf- andi iðnaðarnefnd sem skilaði áliti á fundi í vetur leið um nauð- syn þess að komið yrði upþ iðn- aði hér í Egilsstaðakauptúni og raunar víðar um Austurland. Þetta mál er svo mikilvægt fyrir byggðirnar að ekki má dragast úr hömlu að af framkvæmdum verði. Á því getur oltið hvort við höldum búsetunni eða ekki. Við getum ekki haldið í við hina miklu kraftblökk við Faxa- flóa nema við þjöppum okkur saman um það sem leysa þarf hér heima. Þessvegna er okkur nauð- synlegt að þessi fundur sýni sam- hug og samstillingu um þau mál sem við hljótum að vera sammála um, þá er meiri von um árangur. Það er mikils virði að þingmenn kjördæmisins séu hér meðal okk- ar, svo þeir geti heyrt hvað við höfum fram að færa. Þessvegna er það áriðandi að þær tillögur sem héðan verða sendar séu þannig úr garði gerðar að þeim sé falið í sameiningu að koma þeim á framfæri og láta þær verða að veruleika. Við verðum samt að vera á verði og láta ekki undan síga. Þessi fundur nægir ekki einn, hann gæti aðeins orðið veg- vísir að því hvernig okkur ber að vinna að málum framvegis. Látum samstöðu og samheldni marka afstöðu okkar til málefn- anna. Þannig vinnum við bezt að því að byggðarlög okkar biómg- ist og blessist. Við erum í varnar- aðstöðu eins og er, en höfum ekki tapað leiknum. Nú er að sækja fram og sigrast á erfiðleikunum, það getum við gert ef við stöndum saman um málefni byggðarlaganna. í undirbúningsnefnd Bænda- fundar Fljótsdalshéraðs, 31. jan. 1964: Einar O. Björnsson, Sigurður Magnússon, lóhann Magnússon. SOFFÍA PÉTURSDÓTTIK Nóatúni 25 verður jarðsett föstudaginn 7. febrúar kl. 10,30 frá Fossvogskirkju. — Athöfninni verður útvarpað. — Fyrir hönd fjarstaddrar systur og vandamanna. Margrét Jónsdóttir. Utför eiginkonu minnar og fósturmóður okkar, KRISTJÖNU IIELGADÓTTUR fer fram frá ísafjarðarkirkju föstudaginn 7. febrúar. Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hinnar látnu kl. 2 e. hád. Óskar Þóarinsson og fósturbörn. Útför JÓSTEINS KRISTJÁNSSONAR fyrrverandi kaupmanns á Stokkseyri fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík laugardaginn 8. febrúar nk. kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarp- að. Jarðsett verður frá Stokkseyrarkirkju kl. 15 sama dág — Lagt verður af stað austur kl. 13, frá BSÍ og þeim sem óska séð fyrir farrými. Ingibjörg Einarsdóttir, börn og tengdabörn. Innilegar þakkir færum við öllum sem auðsýndu okk ur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför bróður okkar og mágs KLEMENZAR BJÖRNSSONAR Sérstakt þakklæti viljum við færa læknum og starfs- fólki Landsspítalans. Gunnþóra Björnsdóttir, Kristján Gamalielsson, Kristín Björnsdóttir, Ólafur Grímsson. Þökkum innilega öllum, fjær og nær, auðsýnda sam- úð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa HALLDÓRS M. GUÐMUNDSSONAR Grund, Súðavík. María Helgadóttir, dætur, tengdasynir og barnabörn. IJTSALA Mislitar drengjaskyrtur. Stærðir 6—16, áður kr. 197,00. Nú kr. 98. og 110 Drengja og telpna smekkflauelsbuxur. Áður kr. 191,00. Nú kr. 98 Sísléttar kvenblússur. Ailar stæröir. Áður kr. 337,50 Nú kr. 145 Sísléttar röndóttar karlmannaskyrtur. Áður kr. 324,50. Nú kr. 175 Hvítar karlmannaskyrtur. Áður Kr. 218,00. Nú kr. 150 Einstakt tœkitœri að fá fyrsta flokks vörur fyrir um Vz virði Margt fleira á ótrúlega lágu verði Austurstræti 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.