Morgunblaðið - 06.02.1964, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.02.1964, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐID Fimmtudagur 6. febr. 1964 ________ Skoblikova með gullverðlaunin sín fjögur. Þrí r norskir f ánar — yfir innsbruck, einstæður sigur fyrir smóþjóð Stigin ííORÐMENN eiga sérstakan heiðurssess ef litið er til baka til afreka unninna á Vetrar Olympíuleikjum frá upphafi. Það hefur því ekki verið lítil gleði í gær meðal Norðmanna er þrír Norðmenn stóðu á" verðlaunapalli og tóku við gulli, silfri og bronsi fyrir 5000 m. skautahlaup. Stærri þjóðir en Noregur vildu gjam an hafa átt fulltrúa á þeim palli. Norðmenn eru efstir á lista í óopinberri stigakeppni OL- leikanna fyrir karla. Þeir hafa 43 stig, Sovét 37.5, Þýzka land 32.5, Finnland 25, Aust- urriki 19, Frakkland 15, USA 11,5, Svíþjóð 11, Ítalía 9, Kanada 7, England 7, Sviss 7, Tékkóslóvakía 3, Pólland 2, Rúmenía 2, Japan 2. í keppni kvenna er Sovét efst með 71.5, Frakkland 28.5, Þýzkaland 20, Austurriki 16, USA 14.5, Finnland 14 o. s. frv. ÞRJÚ norsk flögg hærðust fyrir vindinum. Norðmenn — einasta þjóðin utan Rússlands, sem unnið hafði öll verðlaunin þrjú — fagnaði sigri. Og hvílíkur sigur. Norðmennimir höfðu rað- að sér á fyrstu 3 sætin í 5 km hlaupi á skautum og það er fá- gætt að smáþjóð sem Noregur geti sýnt slíka yfirburði yfir milljónaþjóðum sem USA og USSR sem allt leggja í sölurnar fyrir íþróttimar. Þetta er dýrasti og verðmæt- ast'i og sá peningur er ég met mest, sagði Knut Johannesen að unnum sigri. Knut er reyndur skautamaður, hefur unnið bæði Evrópu og heimtitil var eigin- lega hættur en byrjaði aftur til að keppa á þessum leikum. Þar hefur hann og verið stærstur og í VETUR var komið á bikar- keppni í körfuknattleik milli úr- vals Bandaríkjamanna á Kefla- víkurflugvelli, og úrvals úr Reykjavíkurliðunum. Fremur hljótt hefur verið um þessa mestur Norðmanna og að verð- launin höfnuðu um háls hans er engin tilviljun. Það óskuðu og bjuggust margir við því. — Að vinna gull í Squaw Valley var skylda, segir Knut. En hér — ég er fjórum árum eldri og........ keppni, einkum vegna þess að ekki var að fullu ákveðið hvernig henni skyldi háttað. Nú hefur verið ákveðið að það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki af fimm, eða fjóra leiki af sjö, telj- ist sigurvegarar. Hvort leikirnir verða fimm eða sjö er ekki full- ráðið enn. Þegar hafa farið fram þrír leikir í keppninni. Sá fyrsti fór fram í íþróttahúsi f-lugvallarins og únnu heimamenn þá naum- lega í framlengingu. Annar lei-k- urinn fór fram að Hálogalandi og sigruðu Reykvíkingar með tíu stiga mun. Þriðji leikurinn fór svo frarn ekki al'ls fyrir löngu á Reykjavíkurflugvelli og lauk með sigri Reykjavíkurúrvalsins 83 gegn 82 eftir geysiharða og spennandi keppni. Fjórði leikurinn fer fram á Snjóar í Innsbruck NÚ eru Austurríkismenn hættir að hafa áhyggjur af snjóleysi. Það snjóar á hverj um degi og útlit fyrir að snjó koma ráði mestu um tvær síðustu göngukeppnirnar, boð göngu kvenna og karla á laug ardag og sunnudag. Að minnsta kosti hafa for- ráðamenn ekki lengur áhyggj ur af því að fá hermenn til að bera snjó í körfum í braut- imar. — Ég bjóst ekki við gulli fyrr en eftir æfingu í gær, hélt Kunt Joha'nnesen áfram. Þá fann ég að þjálfun mín var á hápunkti. Við Per Ivar Moe fengum að draga um það hvort okkar skyldi hlaupa í fyrsta ráspari. Mig lang aði til að hlaupa fyrstur, en Per Ivar dró þann seðil og ég varð að beygja mig — en það var til góðs. föstudag að Hálogalandi. Þar eð annað liðið þarf annað hvort að vinna þrjá eða fjóra leiki, og íslendingarnir hafa tvo unna gegn einum flugvallarmanna, gæti svo farið að leikurinn á föstudaginn yrði úrslitaleikur- í keppni þessari. Verður án efa um geysispennandi keppni að ræða því Bandaríkjamönnum þykir mikil hneisa að tapa leik í þessari þjóðaríþrótt þeirra, og íslendingarnir hafa sýnt að þeir láta ekki sinn hlut baráttulaust. Á undan úrvalsleiknum fer fram forleikur milli Verzlunar- skólans og skólaliðs Gagnfræða- skólans (High School) á Kefla- víkurflugvelli. Vitað er að Verzl unarskólaliðið er mjög gott, hefur tveim landsliðsmönnum á að skipa auk annarra þekktra meistaraflokksmanna. Gagn- fræðaskólaliðið hefur verið mjög gott undanfarin ár og nú í vetur hefur það staðið sig með prýði gegn islenzkum liðum. Fertugur Svíi vann - Svíar áttu 12. og 4. mann Bandaríkjamenn berjasf við Reykvíkinga ÞAR kom að því að Svíar unnu og þeir gerðu það líka duglega. í einni af erfiðustu grein OL- 07 4* re leikjanna 50 km göngu áttu Svíar 1., 2. og 4. mann. Slík afrek tala fyrir sig sjálf. Finninn Mæntyrana sem unn- ið hefur tvö gull í göngu hafði forystuna framan af. Eftir hálfn- aða göngu 25 km var hann mín- útu á tmdan Svíanum Sixten Jernberg. En Svíinn átti allt sitt bezta eftir en Finninn var út- keyrður. Svo fór að Jernberg vann en Mæntyranta varð 9. Sixten Jernberg er rúmlega fertugur að aldri og hefur áður skrifað sérstakan kapitula í sögu Olympíuleikanna. En sigur hans nú í 50 km göngu, fertugs manns, er met sem áreiðanlega mun standa AÖalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn í Hótel Sögu fimmtudaginn 13. febrúar nk. kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórn VR. lengi. Keppnisvilji, keppnisskap, áhugi, geta, hæfileikar hafa vart sameinast betur en hjá Sixten Jernberg. Jernberg var fjórði að tíma til eftir 10 km. Við hálfnaða vega- lengd var aðeins Finninn Hæmæl æinen á undan honum. Er Jer- berg kom í mark var hann mín- útu á undan næsta manni — sem þar ofan í kaupið var landi hans, Svíinn Assar Rönnlund. Finninn Arto Tianininen varð fjórði en síðan kom þriðji Svíinn Janne Gustafsson. Að eiga 3 af fjórum í 50 km göngu er ein- hver mesti sigur sem eitt land getur unnið. Það áttu Svíar í gær. Úrslit í 50 km göngu 1. Jernberg Svíþjóð 2.43. 52.6 2. Rönnlund Svíþjóð 2.44.58.2 3. Tiainen Finnland 2.45.30.4 4. Stefansson Svíþjóð 2.45.37.0 5. Stensheim Noregi 2.45.48.0 6. Grönningen Noregi 2.47.04.0 7. Östby Noregi 2.47.20.6 8. Eilefsæter Noregi 2.47.46.0 9. Mæntyranta Finnl. 2.47.48.0 10. Risberg Svíþjóð 2.48.03.0 UM hádegisbilið í gær var kominn suð-vestan strekking- ur við vestur- og norður- ströndina, farið að þykkna upp og orðið frostlaust. En á Suður- og Austurlandj var ennþá kyrrt veður og léttskýj að með talsverðu frosti víða mest 15 stig á Hellu og Þing- völlum. Hitaskilin suður af landinu voru á norðurleið, svo að í dag mun hlýtt hafloft komið norður yfir sunnan og vestan vert landið og í fylgd með því lítilslháttar súld eða regn og krap á götum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.