Morgunblaðið - 10.05.1964, Síða 8

Morgunblaðið - 10.05.1964, Síða 8
3 MORGUNQLAÐW Sunnudagur 10. maí 1964 Þannig verdur höfnin í Njarðvík. Nýju garðarnir teiknaðir inn i. Höfn í smíðum í IMjarðvik ÞAÐ VAR þröng á þingi i Keflavíkurhöfn sl þriðjudag, siglutré við siglutré er litið var yfir höfnina af hæðinni þar sem stendur skrifstofa hafnarstjóra landshafnar Keflavíkurkaupstaðar og Njarðvíkurhrepps, enda marg ir af bátunum inni og Reykja- fosk við bryggju að lesta. v Ragnar Björnsson, hafnar- ■ stjóri veitir þær upplýsingar að þarna hafi 70 bátar verið aprílmánuð ^g &9 mánuðinn þar á undan, og þar sem meðaltalið er 20 legudagar í mánuði, þá e.r mesta furða hvað tekst að koma bátunum fyrir í ekki stærri höfn. Eink- um þegar svo við bætist að stóru skipin taka mikið rými þegar þau komá. T. d. komu í sl. mánuði 56 stærri skip í höfniha. Það munar um minna yfir hávertiðina. Til viðbótaf hefur svo komið fyr- ir í vondum veðrum, að bátar frá Sandgerði og Grindavík hafa orðið að \leita hafnar í Keflavík. — Svo það er nauð- syn að fá nýju höfnina í Njarð vík eins fljótt og unnt er, seg- ir Ragnar. — Hafið þið þupft að vísa bátum frá? — Nei, þetta er svokölluð landshöfn í Keflavík pða ríkis höfn og við förum ekki út í að láta heimabáta ganga fyrir. 40-50 báta höfn i snvðum I Ytri Njarðvík, örskammt frá Keflavik, er nú verið að gera nýja höfn, þar sem rúm verður fyrir 40-50 báta. Fyrir- tækið Efrafall tók verkið að sér og síðan í nóvember í haust hefur verig unnið þar. Fréttamenn Mbl. skoðuðu hafnarframkvæmdírnar og leituðu frétta um þær hjá verkfræðingnum, Jóni Guð- mundssyni. Þarna skaga tveir gamlir garðar út í sjóinn. Ytri garð- urinn er nú 150 m. langur og á að lengjast um 57 m. fram og 53 m. þvert. Innri garður- inn er nú 150 m. langur, og á að lengjast um 105 m., auk Mennirnir nota hverja stund og spila í kaffitímanum. þess sem 105m. þvergarður kemur við endann á honum. Fjarlægð á milli garðanna er 270 m. Jón segir okkur, að ytri garðurinn verði lengdur með 9 kerum, en innri garðurinn verður byggður úr steinsteypt um blokkum, sem hlaðið er saman. Steypt eru 8 kubikm. stykki og hlaðið upp. Sú að- ferð er algeng við hafnargerð- ir erlendis, og hefur einnig verið notuð hér, t.d. í Kefla- víkurhöfn. Fyrirtaekið Efrafall tók verkið að/sér fyrir 38,5 millj. kr. sumarið 1963. Byrjað var að vinna um miðjan, nóvem- ber sl., en fljótlega urðu tafir vegna desemberverkfallanna. Byrjað var á því að koma upp húsnæði og mötuneyti á lofti í gömlu fiskhúsi og síðaií tek- ið til við undirbúningsvinnu að keragerðinni, komið upp Steypustöð, byggðir pallar fyrir skriðmótin, settur upp krani til að flytja byggingar- efni á sinn stað, gerður slipp- ur til að renna kerunum eftir fram í sjó, og komið fyrjr láréttri braut til að flytja þau á hann. — Við steypum kerin á spori, fyrst botninn, sem dreginn er að skriðmótun um, þar er steypt á hann, og síðan eru þau dregin áfram í slippinn, segir Jón. Nú eru tvö fyrstu kerin í ytri garðinum í smíðum, botn arnir hafa verið steyptir, og skriðmótin komin á annað. Ætlunin er að steyþa fyrst 3 og láta þau síðan fara nokk- uð fljótt í sjóinn til að rýma fyrir þeim næstu. Ekki er far ið að undirbúa staðinn, þar sem á að koma þeim fyrir, en um næstu mánaðamót verð ur byrjag að laga botninn, 25 menn og vantar fleiri Við höfnina í Njarðvíkum vinna nú um 25 manns, trél smiðir og verkamenn, en í sumar verða þar um 40 ,ef hægt verður að fá þá. Erfið- lega hefur gengið að fá menn að undanförnu, hinn mikli afli á vertíðinni hefur séð fyrir því. I skúr standa verkfræðing- arnir og teikna, þeir Jón Guð- mundsson og danskur maður, Erik Raarup. Jón vann í 10 ár hjá Almenna byggingarfélag- inu ,en fluttist til Efrafalls í fyrra. í fyrravetur vann hann við höfnina í Þorláks- höfn. Erik Raarup er búinn að vera á íslandi í ár, vann við veginn um Ólafsvíkurrenni. Langar hann þá ekki heim til Danmerkur? Ojú, stöku sinnum þráir hann að sjá tré, segir hann. — Þú hefur ekki fengið nóg af íslenzku óveðri, fyrst þú réðist til Njarðvíkur eftir að verkinu við Ólafsvikurrenni lauk? — Det er forbandet vejr 1 Ólafsví'k, segir Daninn og bros ir. En ég er hér enn. Og þetta er allt í fínu lagi. Verkstjórarnir eru Kristján Friðriksson, sem stjórnar tré- smiðunum og Hörður Magnús son, sem stjórnar verkamönn unum. Kristján er að vinna á verkstæðinu, sem komið hef- ur verið upp í vinnus(kúr. Ann ars er nær allt unnið úti. Framh. á bls. 12 Slippurinn, sem kerin eiga aS renna eftir út í sjó, liggur meðfram gamla hafnargarð- inum. Verkfræðingarnir Jón Guðmundsson og Eirík Raarup. Það er þróng á þingi í Kclla víkurhöfn. Björnssonar. Bátarnir sjást baki hafnarstjórans, Ragnars

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.