Morgunblaðið - 23.05.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.05.1964, Blaðsíða 10
10 MORGU N BLAÐID Laugardagur 23. maí 1964 ÞAÐ var víðar en hér á ís- landi, sem unglingar hóp- uðust saman með óspektir og slagsmál um hvítasunn- una. í Bretlandi herjuðu flokkar ungmenna haðstaði við suðurströndina, fólk, sem þar ætlaði að njóta sól- arinnar var ekki vært, og lögreglan hafði nóg að starfa. Alls voru handtekn- ir 200 unglingar vegna ó- spekta og dæmdir í sektir og fangavist. Hæstu sekt- irnar námu um 10 þús. ísl. kr., en lengstu fangelsis- dómarnir hljóðuðu upp á níu mánuði. Baögestir íylgjast með er „Mods‘ eítir ströndinni elta „Hockers' 1200 unglingar handteknir í Englandi | vegna óspekta um hvítasunnuna ströndinni dreiít. Þá barst leikurinn til Brighton og þar endurtók sama sagan sig. 78 unglingar voru handteknir. Flestir voru unglingar þessir á aldrinum 15 til 22 ára. Við yfirheyrslur gátu hvorki unglingar úr hópi „Mods eða „Rockers“ gert grein fyrir ástæðunni til ó- eirðanna. Það, sem greinir flokkana fyrst og fremst í sundur er klæðnaðurinn. — „Rockers" klæðast leðurjökk- um, kúrekastígvélum og galla- buxum og ferðast um á afl- miklum mótorhjólum, greini- leg fyrirmynd þeirra er Marl- on Brando eins og hann var útbúinn í kvikmyndinni „The Wild One.“ Þeir hlusta ennþá með mikilli hrifningu á „Rock ’n RoIl“ lö^. „Mods“, sem áttu upptökin að flestum óeirð- anna um hvítasunnuna, eru nýtízkulegri en „Rockers", að minnsta kosti hvað dægurlög- um viðkemur. Þeir hlusta að- eins á „The Beatles" og þeirra líka. „Mods“ er mjög umhug- að um klæðaburð sinn, vilja helzt vera í hreinum og press- uðum fötum, en buxurnar verða að vera þröngar og skórnir támjóir. Margir karl- menn í hópi „Mods“ eru eins hégómlegir og vinkonur þeirra, sem kallaðar eru „Birds“ (fuglar). Sumir pilt- anna nota augnabrúna- og augnaháralit, augnskugga og varalit og ganga aldrei tvær vikur í röð með sömu hár- greiðsluna. Mestar voru óeirðirnar I Margate, Brighton og Bourne- mouth, en þar börðust tveir fjandsamlegir flokkar ungl- inga. Annar flokkurinn nefn- ist „Mods“ en hinn „Rockers". Þessum tveimur flokkum lenti fyrst saman um páskana fyrir tilviljun í baðstaðnum Clac- ton á austurströnd Bretlands. Kom þar til mikilla slagsmála og fjöldi unglinga var hand- tekinn. Þó virðist unglingun- um hafa þótt mikið púður í þessu, því að fyrir hvitasunn- una barst sá orðrómur um London, að gera mætti ráð fyrir endurtekningu þessarar „skemmtunar" í Margate. Það hreif og þúsundum saman flykktust unglingar frá höf- uðborginni til Margate. Borne mouth og Brighton fengu, sem fyrr segir, einnig að kenna á heimsóknum þeirra. Til átaka milli unglingahóp- anna kom á baðströndunum, en þar laust fylkingunum saman vopnuðum stólfótum, hnífum, flöskum og leðurbelt- um. Friðsamar fjölskyldur, sem lágu á ströndinni í sól- baði, flýðu í ofboði og lög- reglan hraðaði sér á vettvang. í Margate voru handteknir 50 unglingar og hópunum á bað- Lögreglan handtckur unglinga í Margate Hvorugur hópurinn virðist neyta áfengis í óhófi og bar lítið á ölvun meðal þessara óeirðarseggja um hvítasunn- una. Hins vegar voru margir úr hópi „Mods“ í annarlegu ástandi af völdum lyfs, sem þeir taka inn í töflum og ger- ir þeim kleift að sleppa úr máltíðum og komast af án svefns. Töflur þessar eru not- aðar við hjartasjúkdómum og hafa fengizt án lyfseðils, en nú verður slík sala stöðvuð. í upphafi réttarhalda yfir hinum handteknu unglingum í Brighton sagði forseti rétt- arins m.a.: „Þessir síðhærðu, andlega trufluðu unglingar, eru eins og rottur. Þeir hafa aðeins hugrekki til að leggja til atlögu margir saman, en ef eitthvað bjátar á, reyna þeir að fela sig að baki fé- laga sinna, svo ragir eru þeir.“ Lögreglan með einn óeirðasegginn Blöð í Bretlandi hafa rætt mikið um óspektir ungling- anna. „Daily Telegraph" tel- ur, að lækna megi óeirða- seggina með því að beita vatns slöngum gegn þeim og dæma þá til líkamlegra refsinga. — „The Times“ leggur til að hætt verði að gefa frí tvo daga í röð á stórhátíðum. „The „Guardian“, sem oft hefur rætt skilningsskort hinna full- orðnu á vandamálum ungling- anna, t.d. vegna upplausnar heimilanna, tekur nú í sama streng og önnur blöð og for- dæmir framferði ungling- anna. Blaðið segir m.a.: „Ekk- ert þjóðfélag getur þolað ó- spektir eins og hafðar voru í frammi um helgina og enginn getur ásakað lögregluna þótt hún grípi til róttækra aðgerða til þess að stemma stigu við þeim.“ Nokkrir þingmenn hafa skýrt frá því að þeir hyggist ræða unglingaóeirðirnar, þeg- ar þingið kemur saman að nýju eftir hvítasunnuleyfið. Einn þingmaður íhaldsflokks- ins í Brighton, Sir William Telling, kvaðst ætla að leggja til við forsætisráðherrann, Sir Alec Douglas-Home, að sett yrðu lög sem heimiluðu að senda slagsmálahunda og óeirðaseggi í þegnskyldu- vinnu í kolanámunum. =3 fÍjlllllllllllltlllllllllllHIIHIIIIIIIHIIIIIHIHIIHIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIHIIIHIIHIHIHIinilH'llllllHIHIHIIHHIHIHHIHiniHIIIHtHIIHHIHIIIIHIHHIIHIIIHHIHIHIIHIHIHIHIIIIHIHIHIIIIIHHIilliMHIHIHIHHHHIHIIIHtHIIHHIHIHIHIHHIIHHIHIHHIHIIHHIHIHIHIHIIHHIHIHIHIHIIHHIHIIIIIIIilU Frjáls spari- merkjakaup í SKATTALÖGUM ákveðins rí'kis eru þessi ákvæði, í laus- legri þýðingu: „Þeir skattgreið- endur sem óska eftir að leggja til hliðar nokkra upphæð mán- aðarlega, til að geta mætt út- gjöldum í lok hvers gjaldárs, geta keypt sparimerki sem seld eru hjá pósthúsum. Ársupphæð- in er um 4000 kr. og greiðist á hana 3.5% vextir, merkin eru frádráttarhæf til skatts“. Mig langar til að vekja at- hygli á þessu atriði, því kannske getum við haft eitthvert gagn af þessu eins og aðrar þjóðir. Hér eru hin lögboðnu sparimerki óvinsæl en í ofangreindu atriði eru þau eftirsóknarverð. Greið- endur geta náð upphæðinni í loik 'hvers árs eftir eigin ósk, eða í janúar, mun það vera mörgum kærkomin fjárhæð eftir hátíð- arnar. Það yrði framkvæmda- atriði hve viðtækt þetta kerfi yrði og hve mörg hundruð miilj ónir af hreinu eyðslufé yrði þannig bundið, í stað þess að auka verðbólgu og öfugþróun í landinu. Þegar þessari hugmynd er komið á framfæri~hér á landi, vona ég að hún verði abhuguð, og framkvæmd ef fært þykir. Viggó Oddsson. ADEN Aden, 21. maí NTB-AP: • Brezkar . orrustuflugvélar af gerðinni Hunter héldu í dag áfram sprengjuárásum á stöðvar uppreisnarmanna í Radfan-fjöllunum. Balfarafélagið stofnar duft- garðasjóð BÁLFARAFÉLAG íslands hefur afhent stjórn kirkjugarða Reykja víkur kr. 95.337.00 til stofnunar sjóðs er nefnist „Duftgarðasjóð- ur“ og á að notast til að skipu- leggja og prýða duftgarðana í Fossvogi. Sjóðurinn skal vera í vörzlu stjórnar kirkjugarðanna og skal nota hann eftir því sem stjórnin ákveður, innan þess ramma sem sjóðnum hefur verið settur. Duftgarðarnir hafa þegar að nokkru leyti verið skipulagðir og það pláss sem þeim er ætlað suð- austan við kirkjuna í Fossvogi er talið að muni nægja langan tíma, sem grafreitur fyrir jarðneskar leyfar þeirra sem brenndir eru. Eins og kunnugt er, lét Bálfara félagið fyrir fáum árum reisa i duftgarðinum líkneski af Krists- mynd Thorvaldsens og færði kirkjugörðunum það að gjöf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.