Morgunblaðið - 23.05.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.05.1964, Blaðsíða 17
Lawgarclagar 23 maí 1964 MORGU N BLAÐIÐ 17 Helgi Ingvarsson yfirlæknir: Kokteiltízkan undirrót að vínneyzlu kvenna og sennilega meginorsök að vaxandi drykkjuskap unglinga FRÁ fornu fari hafði sú skoðun verið ríkjandi, að alkohol hefði hressandi og örvandi áhrif á heila og miðtaugakerfi. Ennþá eimir eftir af þessari skoðun meðal almennings. Alkoholneyt- endur tála líka ósjaldan um að fá sér strammara, hressa upp á sálina, hreinsg blóðið og fleira þess háttar þrugl, sem ætlað er* til þess að villa heimildir á alko- holinu. Mér þykir því ekki úr vegi að rifja upp rikjandi skoð- anir lyfja- og heilsufræðinga á alkoholinu. Schmiedeberg, þýzkur prófess- or, sem stundum hefir verið kall- aður faðir lyfjafræðinnar, færði rök að því fyrir meira en manns- aldri, að alkoholið hafi sljóvg- andi og lamandi áhrif á heilá og miðtaugakerfi, jafnvel þó í hófi ' sé neytt. Skýring Schmiedebergs hressandi áhrif var sú, að í byrjun sljóvgi það fyrst og fremst dóm- greind neytandans og sjálfsmat hans og geti því losað hann við ýmsar hömlur, sem gott uppeldi, siðfágun og sjálfsrýni hafa lagt ár framkomu hans og hegðun. Neytandanum getur því aukizt sjálfstraust, sjálfsáliú og steigur- læti, áður en andlegur sljóleiki verður áberandi. Ekki er langt komið drykkjunni, þegar þeir, sem alkohols neyta finna, að and- ríki þeirra og gáfur njóta ekki óskoraðrar hrifningar þeirra, sem þurrbrjósta eru. Neyzlufé- lagar þeirra láta sér hins vegar vel lika' hæpnar hreystisögur og tvíræða fyndni, serri þeir hefðu ekki nennt að hlusta á, ef að ekki hefði gætt áhrifa alkoholsins Þarna eygir maðúr ástæðuna til þess, að margir drykkjumenn reyna með fortölupi og særing- um að fá hikandi félaga sína til að drekka með sér, og það ósleiti- lega. Tilgangurinn er að jafnaði sá, að þeir sjálfir geti notið sín og verið hetjur dagsins, *meðan þeir hanga á úöppunum. Miklu sjaldgæfara er að alkoholið sé notað til að skaða keppinaut eða til þess að losa um málbeinið á þeim, sem hefir verið trúað fyrir of miklu. Sjálfsagt eru aðrar og fleiri ástæður fyrir cocktailtízkunni, sem diplomatar og aðrir fyrir- menn og konur hafa komið á hér á landi. Eg hygg, að þessi tízka sé undirrót að alkohol- neyzlu kvenna, en hún er senni- lega meginorsök að vaxandi drykkjuskap unglinga. Þessu máli til stuðnings nefnj ég, að við mjög yfirgripsmikla rannsókn á reykingum skólabarna í Kan- ada kom í Ijós, að telpurnar fylgdú jí stórum dráttúm for- dæmi mæðranna, þannig að flest- ar telpurnar, sem reyktu, áttu mæður sem reyktú, og öfugt. Úr því að reykingar mæðranna skapa dætrunum fordæmi, þá má telja víst, að neyzla alkohols geri það ekki síður. Telpa nokk- ur sagði líka nýlega í Morgun- blaðinu eitthvað á þessa leið: Hvernig eigum við unglingarnir að gjalda varhuga við áfenginu, þegaf foreldrarnir gera það ekki? Ég geri ráð fyrir að margt af cocktail-fólkinu hliðri sér hjá að svara slikum og þvílíkum spurn- ingum. Auðvitað dettur mér ekki í hug, að það geri sér eða vilji gera sér grein fyrir, að alkoholið j er ekki hótinu betra en, Önnur þau nautnaly/, sem það yrði gert landrækt eða hneppt í fjötra fyr- ir að veita. Kenning Schmiedebargs um sljóvgandi áhrif alkoholsins sætti í fyrstu harðri gagnrýni. E. Kraepelin, ftægur þýzkur sál- sýkifræðingur, gerði tilraunir á mönnum með hóflegum og litlum áfengisskömmtum. Hann sýndi fram á, að 20—30 grm. af alko- holi höfðu greinilega sljóvgandi áhrif á næmi, skilning og hug- kvæmni manna. Xafnvel 1—2 matskeiðar af 50% alkoholblöndu reyndust auka á hroðvirkni og skekkjur í úrlausnum ýmissa verkefna. Á seinustu áratugum hafa verið gerðar víðtækar og mjög ýtarlegar rannsóknir á á- hrifum alkohols á ökuhæfni, við- bragðsflýti, nákvæmni og dóm- greind. Allar þessar rannsóknir sanna, að ótrúlega litlir skammt- ar af alkoholi spilla ökuhæfni. Að visU geta menn, þó þeir séu undir áhrifum, ekið hratt og allt gengið vel, nema óvænt atvik komi fyrirr sem krefja skjótra úrræða, þá fatast þeim gjarnan. Sama máli gegnir um úrlausnir á verkefnum í reikningi, staf- setningu o. fl. Hraðjnn getur ver- ið óskertur. Villunum fjplgar. Allir vita, að ef um verulega alkoholsneyzlu er að ræða, þá forheimskar hún neytandann og spillir iðulega eigindum hans og háttvísi. Vísindamenn eru því nú orðnir á einu máli um, að alkoholið er ekki hressingarlyf í venjulegri merkingu þess orðs. Þvert á móti hefir það sljóvg- andi áhrif á heila og miðtauga- kerfi. Frægustu lyfjafræðingar Norð- urlanda, þeir E. Poulson og K. Möller, telja áhrif alkoholsins í meginatriðum hin sömu og svefn- og svæfingalyfja. í flokki sevfn- lyfja og annarra deyfilyfja eru mörg nauðsynlegustu lyf, sem læknar nota. Sameiginlegt með öllum þessum lyfjtím er, að með langvinnri og ógætilegri notkun geta þau valdið sjúklegum og meira eðfa minna ómótstæðileg- um ávana. Öll vitum við, að alkoholið er þar engin undan- tekning; Mikillar varúðar er gætt í meðferð og geymslu deyfilyfja, og eru þau ekki afgreidd nema eftir lyfseðlum lækna. Alkoholið er eina undantekningin. Litils- háttar samanburður á alkoholinu og nokkrum öðrum deyfilyfjum, svo og lauslegt ágrip af skað- semi þess á heilsu og þegnskap ófárra neytenda, getur ef til vill fært einhverjum heim sanninn um, að alkoholið verðskuldar ekki þá friðhelgi, sem það nýt- ur. Þó að alkoholið hafi líkar verk- anir og svæfingarlyf, þá er það ónothæft sem slíkt, af því að bilið milli svæfingar- og dauða- skammts af fþví er lítið eða ekk- ert. Sem svefnlyf er aláohol ónot- haéft, bæði vegria ávanahættu og vegna þess, að áhrif þess á svefn geta iðulega orðið öfug við það, sem til var ætlazt. Margir halda, að alkohol sé sett í mixtúrur til lækninga. Svo er þó ekki. í lyfja- blöndur er það sett til að leysa upp efni, sem eru torleysanleg í vatni. Slík efm eru nú nær ein- göngu gefin í töflum. Margir trúa því, að heillaráð sé að hafa meú sér vasapela á ferðalögum í kulda og hrakviðrum. Þetta er kórvilla. Orsök þess er sú, að alkoholið lamar húðæðarnar.' Blóðið streymir til hörundsins og þar kólnar það hratt, ef kalt er í veðri. Blóðhitinn lækkar. Neyt- andinn verður lémagna og leggst fyrir, jafnvel þótt veður sé sæmi- legt og drykkjunni hafi verið stillt í hóf. Slys af þessu tagi voru svo tíð í mínu ungdæmi, að gætnir læknar vöruðu við þess- ari hættu. Steingrímur Matthías- V Helgi Ingvarsson son skrifaði t. d. ýtarlega og fróð- iega grein í Skírni um þetta efni. Nú á bílaöldinni ber það sjaldan við, að menn verði úti, en hins vegar er það óneitanlega ekki fá- títt ,að bílstjórarnir heimti sinn hluta af glaðningnum og engar refjar. Við æðaþrengslum var alkohol áður fyrr allmikið notað. Nú hafa önnur og hættuminni lyf leyst það af hólmi. Alkoholið er því að flestra eða allra lækna dómi úr sögunni sem inntökulyf. Sem nautnalyf telja læknabáekur, að auk sjúklegs og hættulegs ávana, geti það valdið 10—20 sjúkdóm- um. Algengastir þeirra eru lifr- ar-, tauga- og geðsjúkdómar. Sumir þessara sjúkdóma eru banvænir og enn aðrir eru lang- vinnir, einkum sumir geðsjúk- dómanna, og batna ekki, ef komnir eru á hátt stig. Alkoholið getur líka haft skaðleg áhrif á ýmsa sjúkdóma, vegna margvís- legrar vanrækslu, sem það veld- ur, svo og vegna skaðlegra áhrifa á mataræði, efnaskipti og frum- ur líkamans. Nokkur áfeng eiturefni, önn- ur en alkoholið, eru nær ein- göngu t notuð sem nautnalyf. þó einkum cannabis indica. Fyr- ir rúmum 2 árum birti eitt dag- blaðanna (Þjv. 20/8 ’61) alllanga grein, serh var blaðaviðtal við kunnan, enskan rithöfund, sem telur sig og félaga sinn, sem er titlaður prófessor, gera tilraunir á sér og öðrum með efni, sem er náskylt mescalini. Á öðrum vettvangi tekur sami maður fram, að svo geti farið, að það útrými alkoholinu. Ég get ekki neitað, að reynt hefir verið að lækna alkoholista með þessu efni, en eigi það að keppa við alkoholið sem nautnalyf, þá má segja, að þar sækist sér um líkir, mein- vættur þessi og alkoholið. Cannabis indica, haschis, er þekktast hér undir nafninu mari- huana. Uip 1920 telur Poulson að yfir 200 milljónir manna í Asíu og Afríku noti það sem nautnalyf. Hætta af þessu eitri er ekki minni en af alkoholinu, meðan áhrif þess vara. Vitfirr- ing, árásarhneigð og annað ó- fremdarástand getur fylgt báð- um. Hins vegar eru eftirköst og ávanahætta talin miklu minni af haschis en af alkoholi, af því að eiturtegund þessi brennur eða eyðist hraðar í líkamanum en alkoholið. I rannsóknarstofum er tiltölu- lega auðvelt að mæla alkohol- magn í blóði. Slíkar mælingar sýna, að menn þola alkohol, eins og annað eitur, misvel. Sam- kvæmt íslenzkum lögum er öku- maður talinn ölvaður við akstur. ef alkoholmagn í blóði hans er yfir 0,5%. Flestir eru þó ekki áberandi ölvaðir fyrr en alko- holmagnið er komið í 1—2%, og sumir þola meira. Venjulega eru menn dauðadrukknir, ef alkohol- magnið nær 3—4%. Widmark tel- ur,- að venjulega lækki alkohol- magn i blóði 0,1—0,2% á klst. Þessar tölur sýna, að líkaminn er ótrúlega lengi að losa sig vjð alkoholið. Þetta er þá blóð- hreinsunin, sem drykkjumenn- irnir guma af, vel fullir að kvöldi og .meira eða minna slompaðir og rykaðir allan næsta dag og jafnvel lengur,' ef lifrin er farin að bila. Flugmönnum er bannað að neyta alkohols 18 klukkustund- um fyrir flug, svo að öruggt sé, að þeir séu ekki ölvaðir, þegar flug hefst. Vitanlega er ekki síð- ur ástæða til að sams konar á- kvæði næðu til bílstjóra og ann- arra þeirra, sem farartækjum stjórna, bæði á sjó og landi. Svefnlyf og fleiri skyld efni eru stundnum'misnotuð og geta þá valdið ávana. Lyf þessi eru skömmtuð af læknum. Langvinn misnotkun þeirra er þess vegna tiltölulega fátíð. Smygl og ólög- leg d^reifing eiturlyfja er að mestu bundin við meiri æsilyf. Sjúklingar með langvinna svefn- lyfjaeitrun geta verið hvimleiðir og þreytandi, en óskunda gera þeir ekki og sæmilega gengur að lækna þá. Langvinft svefnlyfja- eitrun er því, bæði af þessum sökum og öðrum, víðs fjarri þvi að vera sambærileg við lang- vinna alkoholeitrun. Geðveilt fólk reynir ósjaldan að stytta sér aldur með svefnlyfjum, en oft tekst læknum að afstýra því. Svefnlyf eru sérstaklega hættu- leg ofurölva fólki. í einu dagblaðanna hefi ég séð nafngreindan mann halda því fram, að alkohol sé víst ekki svo eitrað, sem sumir vil^i vera láta. Dauðadrukkinn maður detti út af að kvöldi og rakni tvímæla- laust úr rotinu næsta dag. Kunn- ugir vita, að nokkur misbrestur muni á því vera, en af skiljan- legum ástæðum er slíkt litt í há- mælum haft. Hitt er satt, að drukknir menn setja sig í alls konar hættur, en venjulega deyja þeir ekki úr bráðri alkoholeitr- un einni saman. Segja má, að hpllur er sá, sem hlífir. Venju- lega veltur drykkjumaðurinn um koll, áður en hann nær til að bæta á sig lögginni, sem nægt hefði honum til aldurtila. Samt er alkohol mannskæðara en flest- ir sjúkdómar hins menntaða heims. Próf. Lereboullet (cit. Medical News 13/3 ’64) segir, að alkohol sé þriðja hæsta dánar- mein í Frakklandi. Einungis hjartasjúkdómar og krabbamein hafa hærri dánartölu þar í landi. Opíum, morfín og önnur skyld efni, svo og kokain, eru sérstak- lega hættuleg nautnalyf. Ofnautn þeirra leiðir til taumlausrar ástríðu og fýsnar. Vanti nautna- lyfin, ei^u andlegar og líkamlegar þjáningar svo miklar, að allra bragða er neytt til að sefa lyfja- hungrið. Ástríða drykkjumanns- ins er tæplega eins kynngimögn- uð. Sumir drykkjumenn láta áér þó ekki allt fyrir brjósti brenna, ef vætuna vantar. Við vitum öll, að innbrot, rán og þjófnaðir eru venjulega af þeim toga spunnin. Ekki er það heldur á færi lítil- magnans að taka flöskuna af drykkjumanninum og geymá hennar, þó að full þörf kunni að vera á. Opíumætur eru brjóst- umkennanlegir aumingjar, en þeir eru geðspektarmenn og halda ekki nautn sinni að öðr- um. Stórmennskubrjálæði, of- stopi og tilefnislaus árásarhneigff er ekki til hjá þéim, en eru óneit- anlega ekki fátíð fyrirbæri hjá drykkjumönnum. Það er ekki sízt þess vegna, að í minum augu er alkoholið lakasta og hættuleg- asta nautnalyfið, sem ég þekki. Alkoholframleiðendur, umbjóð endur þeirra og áhugasamir unn- endur þess hafa kappsamlega unnið að því, að breiða hjúp sak- leysisins yfir alkoholið og halda neyzlu þess að fólki. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Jafnvel greint' og gott fólk gleymir að líta í kringum sig og sjá með eigin augum viðurStyggð eyði- leggingarinnar, sem alkoholið veldur. í stað þess að fá skömm á þessu eiturlyfi, fer margt af þvi að gorta af því, að það kunni tökin á þvi. Því er engin hætta búin, það smakkar bara á því í boðum og við hátiðleg tækifæri. Þetta elskulega, sjálfglaða fólk sér ekki út fyrir sína eigin land- steina. Það virðist ekki skilja, að með þessum hráskinnaleik við alkoholið er það að gjalda já- yrði sitt við drykkjutízkunni, en í kjölfar hennar siglir drykkju- sýkin, alkoholisfninn, sem er ó- leyst vandamál í öllum löndum heims og mesta böl ótrúlega margra heimila hér á landi. Frá því söguf hófust, hefir ofdrykkjan fylgt alkoholinu eins og skuggi þess. Sögur af hrika- legum drykkjuveizlum róm- versku keisaranna og landstjóra þeirra eru ennþá efniviður í skáld rit og kvikmyndir. Spilling og úr- kynjun fyrirmanna og borgara hins mikla rómverska ríkis hafa vitanlega átt sinn mikla þátt í niðurlögum þess. Elztu norrænu heimildir hafa sömu sögu að segja. Eitt af Eddukvæðunum, Lokasenna, lýsir drykkjuveizlu, sem Æsir sátu, að Ægis. Kvæðið er prýðilega samið og ort. Mað- ur kynnist yel skapgerð og gáfna fari þeirra persóna, sem við sögu koma. Tveir þjónar ganga um beina og lofa Æsir þá mjög. Loki þolir það ekki og drepur ann- an þeirra. Þá hefst sennan milti Loka og annarra Ása. Loki hrúg- ar þar saman svo miklu klámi og köpuryrðum, að hver brenni- yínsberserkur gæti enn í dag verið fullsæmdur af. Lýsingar á hrottaskap og tilefnislausum mannvígum forföður okkar, Eg- ils á Borg, í drykkjuveizlu í Nor- egi, eru svo alkunnar, að ekki er ástæða til að rekja þær. Afkom- endur hans vega að visu með öðrum vopnum, en eru, sumir hverjir, lálir eftirbátar hans i drykkjusiðum. Hins vegar leikur meiri vafi á, að þeir hinir sömu séu jafningjar hans að höfðings- skip, viti og föðurlegum kær- leika. Á seytjándu öld kastar ofdrykkj an tólfunum. Á alþingi er mál- um frestað, af því að sakaraðilar geta ekki mætt í lögréttu sök- um drykkjuskapar, þó að stadd- ir séu á þingi. Sýslumenn sverja embættiseiða sína ;,sumir með öllu ódrúkknir, sumir með öllu vel drukknir". Jón biskup Árnason sendir kon ungi bænarskrá, þar sem hann fer fram á, að konungur banni flutning áfengis til íslands, vegna geigvænlegs drykkjuskapar presta og almúgans á-íslandi, Ég hefi nú minnzt á örfá atriði úr sögu alkoholsins, til þess' að vekja eftirtekt á, að ofdrykkja, hrottaskapur, eymd og niður- læging hefir fylgt alkoholinu frá því, að saga þess hófst. Með nokkrum dæmum vil ég sýna fram á, að þessi fúla fylgja mannkynsins sé enn í fullu fjöri og haldi áfram að þrúga veruleg- an hluta þjóðarinnar í skjóli öl- kærra menntamanna og annarra fyrirmanna og taumlipurðár og ístöðuleysis almennings. Síðastliðin ár hefi ég haldið saman hrafli af dagblöðum, sem i eru fréttir af glæpum, slysum Framh. á bls. 24 <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.