Morgunblaðið - 23.05.1964, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.05.1964, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐiO Lauffardagur 23 maí 1964 * OSafur Ragnars: Berlinarbréf SPERRUR, múrap qo gaddavír eru orðin symbol eins stjórn- málakerfis. Sá sem vill losna ÚX paradísinni, verður miskun- arlaust skorinn í sundur með vélbyssum. feað hlýtur að standa mjög iíia á fyrix- slíku kerfi, sem full yrðir yfirburði sína frammi íyrir alheim, en verður að byggja hindarnir og reisa varð- turna við landamæri sín, til þess að hindra eígin borgara í að yfirge^fa sitt eigið land. Er sá íiótti glæpur? Fólk sem vill yfir gefa land, þar sem stjórnin, sem ekki einu sinni er kosin af því sjálfu, heldur er komið inn af utanaðkomandi áhrifum, er ekki þess meignug að búa þeim viðutíandi skilyrði og lífsaf- komu. I mannréttindayfirlýs- ingunni stendur: ,.Hver maður hpfur rétt á að fara frjáls ferða sinna, og er frjáist um val bú- setustaðar innan ríkisins, sér- hver maður hefur rétt til að yfirgefa hvaða land sem er, að sinu eigin meðtöldu, svo og að koma aftur í sitþ eigið land.“ Svo eru þau orð, svo sjálfsögð og eðlileg, að okkur frjálsum mönnum þykir kannske ekki mikið til þeirra koma ,þar sem við eigum því láni að fagna að búa í írjálsu landi. En því miður er ekki þannig farið með okkur öll, milljónúm manna er haldið undir járnhæl kommúnista, sem kenna si<g við jafhrétti og heimsfrið, þannig er það í Austur-Þýzkalandi. Austur-feýzkaland, hið skil- getna afkvæmi Ulbriehts-klík- unnar og Kreml, og þeir kalla „D:D.R.“, þ.e. Deutsche Demo- kratische Republik, (ætti betur við Deutsche Diktatorische Repu blik) er plat-lýðveldi, sem komið ex upp eftir alls ólöglegum leið- um. Á fundi sem haldinn var í London 12. september 1944, þeg- ar auðséð var fyrir endan á seinni heimstyrjöldinni, var á- kveðið að Þýzkalandi yrði skipt í fjögur svæði. eitt fyrir hvern sigurvegara og sérsvæðið Berlin. (Frakkland kemur eklrí inn í þetta fyrr en á Jalta-ráðstefn- unni). Um Berlín, þ.e. borgin heil otg óskipt, er skýrt tekið fram að hún tilheyri ekki rússneska svæð inu, þótt hún sé staðsett á her- setusvæði Rússa, heldur skuli hún vera sér svæðli sem sigur- vegararnir skipti síðan með sér. I fyrstu er skipting Berlínar þannig, að dregnar eru aðeins hugsaðar línur, eins og er í dag niilli svæða Vesturveldanna, og Skuli skiptingin vara meðan ver- ið sé að koma ástandinu í eðli- logt horf, ag skuli vera frjáls að- gangur milli hinna sérstöku hluta hennar. En strax fóru Rúss ar að koma upp bæjarráði eftir eigin höfði, þar sem helmingur þess samanstóð af kommúnistum, 9 af 18. Siðan gefa þeir út lög, þar sem fjórir stjórnmálaflokkar eru leyfðir, en þeir voru: Komm únistaflokkurinn (K.P.D., Sósíal- demokratar (S.P.D.), Kristilegir demokratar (C.D.U.) og Frjáís- lyndir demókratar (F.D.P.).t Ekki fékk komrrnánistaflokkur- inn mikinn hljómgrunn hjá íbú- unum ,svo Rússar stinga uppá að S.P.D. (stærsti stjórnmálaflokk- ur Berlínar) slái sér saman við K.P.D. Þessu var harðneitað, en þá var slofnaður S.E.D. flokkur- inn, en í þeirn flokk hafa Rússar öll tögl og haldir, þótt rússalepp urinn Ulbricht oig hans hyski standi skrifaðir fyrir honum. Síðán kommúnistar yfirtóku þannig Austur-feýzkaland og A- Berlín, hefur ríkt þar hið ramm- asta. flokkseíni æði og afturhald, serK< haía cwðið ag styðja sig við rússneskar byssur, svo að sli'kt þekkist ekki i Evrópu nú á tim- um. Til að koma í gegn áform- um sínum, hefur öllum helztu rr.annréttindum verið svipt af fólkinu. Skólar og aðrar uppeldis stofnanir eru í höndum flokksins, háskólarnir taka við nemendum samkvæmt ábendingu frá flokkn um, lærifeðurnir eru einnig sam kvæmt ábendingu flokksins, og svo mætti lengi telja. I öllum háskólum hins frjálsa heims geta prófessorarnir rætt um hin ýmsu pólitis'ku vanda- n:ál á breiðum grundvelli. Kol- legar þeirra bak við Járntjaldið fa þetta aftur á móti skammtað uppúr kokkabókum Pankow- stjórnarinnar, og verður mikið fjaðrafok ef þeir bregða út af þeirri línu, eins og reyndin varð með próf. Havemann, þegar hann var að skilgreina frelsi fyrir nem endum sínum fyrir skömmu, við Humbolt-háskólann í A-Berlin. Fyrirlestur hans kom við kaun in á flokknum og daginn eftir var próf. Havemann horfinn úr pontunni. Fróðlegt verður að vita hvað verður um prófessor- inn, fyrst verður reynt að fá hann til að viðurkenna „mistök“ sín, þeir verða að fara vel að honum, því hann var hátt skrif- aður hjá flokknum og nemend- um, auk þess í háu áliti hjá Þjóð verjum yfirleitt sem fræðimaður Prófessorinn hefur enn ekki horf ið frá skoðunum sínum, og gerir sennilega aldrei sjálfvi'ljugur. Þá verður kannske reynt að fá hann til að fara til V-Þýzkalands, og þegar hann er kominn þang- að, þá að stimpla. hann sem glæpamann, landráðamann eða svikara við friðinn og sósíalism- an. Hann fer sennilega heldur ekki yfir til V-Þýzkalands, af fyrrgreindum ástæðum. Það sem mér dettur helzt í hug að verði um prófessor Havemann í framtíðinni, er að hann finnst einhversstaðar í litlú þorpi, kom ir.n á eftirlaun, svona í hálf- gerðu stofufangelsi ,en í algert fangelsi þora þéir aldrei að setja hann vegna vinsælda hans hjá íilþýðu manna. Þannig hefur farið fyrir mörg- um menntuðum mönnum, sem ekki hafa viljað fylgja línu flokksins. Þetta leiðir auðvitað tii þess, að stjórnina vantar allt af meir og meir menn, sem eru færir um að stjórna bæði skól- ura og alls konar fyrirtækjum. Þetta kemur hvað harðast niður a iðnaði og landbúnaði. Þar sitja í hásæti mýgrútur af hinum svo- kölluðu ,,fúnksjónarum“, en það eru menn sem þekkja ekki haus né hala á því sem þeir eiga að gera, en eru tryggir flokknum og línunni. Nú er Ulbricht farinn að sjá að kannske sé betra að hafa þetta eins og þar sem frjálst framtak nýtur sín, oig láta þá sem færastir eru njóta sín,_en hina víkja úr vegi. ('Survival of the fittest). Hann er farinn að gera tilraunir með þetta í þrem fyrirtækjum, enda nauðbeygður til, því all ströng vöruskömmtun ríkir enn sem fyrr. Að vísu setur hann þessum mönnum þrenn skilýrði; að vera gáfaðir, heiðarlegir og — tryggir flokknum — en þess- um þrem kostum er illmögulegt fyrir menn að vera klæddir, að mínu viti geta menn aðeins náð tveim þeirra. Það verður erfitt fyrir Ulbric'ht stjórnina að stjórna A-Þýzka- landi á komandi árum, og eilga þeir eftir að leysa óteljandi verk efni, sem verða þeim ofviða, vegna þess að hið svokallaða ,,D.D.R.“ á ekki til neina ríkiseig inleika. Fyrst er hægt að stjórna ríki og fá það viðurkennt þegar stjórnarvöid eru mynduð innan ríkisins. Ennþá hefur Ulbricht engin völd innan sovétska her- námssvæðisins, enn eru öll völd í höndum Rússa. Ef herlið Rússa hyrfi úr A-Þýzkalandi myndi þetta strax koma í ljós. 17. júní 1953, þegar verkamen ngerðu uppreisn gegn óstjórn kommún- ista, og fóru fram á jafn sjálf- sagðan hlut oig sjálfsákvörðunar- rétt, hékk Ulbricht uppréttur, en aðeins fyrir tilstuðlan rússneska skriðdreka og vélbyssna, án þeirr at' íhlutunar þá, hefði Ulbricht og hans áhangendur horfið á nokkrum klukkustundum án mik illa átaka. Kommúnisminn í A- Þýzkalandi er búinn að bíða ósig ur hvað eftir annað, draumurinn um alsherjar-rautt-Þýzkaland „óskaland alþýðunnar" nær ekki fram, þeir eru búnir að gefa þá hugmynd upp á bátinn a.m.k. í bili að ná undir sig V-Berlín, all ir vita hvernig þeir hafa látið út af henni, bæði þegar þeir ætl- uðu að svelta íbúana til hlýðni, en Vesturveldin björguðu þeim með myndun loftbrúarinnar, og hótanir Krúséffs viðví-kjandi sér-samninigum við Ulbricht- stjórnina. Nú reyna þeir að halda A- Þýzikalandi, en það tekst þeim ekki heldur. Hvag heldur fólk um ríki, þar sem 1/4 hluti íbú- anna eru þegar flúnir? Það gerðu fjórar milljónir A-Þjóðverja, sú tala samsvarar rúmlega tutt- ugu og tvöfalldri í'búatölu Ís- iends. Athyglisvert er einnig. hve margir af þeirn mönnum, sem ætlað var í upphafi að halda íólkinu inni, hafa flúið. Síðan múrinn var hlaðinn ,eru um 2000 vopnaðir verðir flúnir yfir hann og allt í allt 22000, — tutt- ugu og tvö þúsund — manns, sem áttu að gæta landamæra ,,D.D.R“ frá því kommúnistar, sölsuðu undir sig völdin, fyrir fjórtán ár um. Þessi háa tala liðhlaupa er algert heimsmet á friðartímum. Til þess að stöðva. þennan „ieka eigin manna“ vestur yfir, reyna kommúnistar með öilum ráðum ag hræða hina ungu menn sem gæta landamæranna, en vit ao er að margir gefa sig til þessa starfa, beinlinis til að flýja. Stundum mistekst þessum mönn um fióttinn, og er náð lifandi.. Þá eru þeir .dregnir' fyrir „rétt“ og dæmdir all hart, og hika „dóm ararnir" ekki við að ná í fölsk sönnunargögn til að geta dæmt til dauða .hinum til viðvörunar, eins og eftii-farandi saga leiðir í ljós, Landamæravörður reyndi fyr- ir nokkru síðan að flýja yfir til V-Þýzkalands, við Spáthbrúcken in Britz, og var inni í miðju ein- skismannslandi, þegar „íélagarn- ir“ austanmegin urðu hans varir og skutu að honum. Eins oig af eðlisávísun fleygir maðurinn sér niður og mundar vélbyssu sina sér til varnar, en hleypir ekki af, enda mótspýrna þýðingarlaus, gefst upp, og stefnir aftur austur yfir. Urðu margir V-þýzkir landa ntæraverðir, svo og borgarar vitni að þessu atviki. „Réttvísi" Ulbrichts fannst þetta tilvalið í lei'khúnréttarhöld, og til að gera viðvörunina enn hroðalegri, ákváðu þeir að bæta á „sönnun- argögnin" frá eiigin brjósti. Dag- inn eftir, sjá vestur-þýzkir tvo A-þýzka offisera koma á staðinn, þar sem maðurinn sneri við dagr inn áður, og fara að róta í snjón- um. Vestanmenn vissu strax hvað klukkan sló, og kalla til þeirra: „Þið þurfig ekki að leita þarna maðurinn skaut ekki einu skoti í gær, og þið finnið eng- in skothylki". Þá rétti annar offi serana sig upp ,heldur út hend- inni, > opnar lófan, en í honum liggja þrjú skothylki. Án þess að blikna kallar hann til baka: „Við böfum þegar fundið þrjú. Það hggja fleiri hér, en þetta næigir okkur til að byrja með.“ Síðan hurfu þeir aftur austur yfir, með sín „sönnunargögn" og þarf ekki að segja frá endalokum fórnarlambsins. Vestur-þýz'k vitni voru að sjálfsögðu ekki kölluð fyrir rétt, enda búið að akveða ,,dóminn“ áður en réttur var settur. Þetta er aðeins ein sOrgleg saga af mögurn, en hún talar ljós lega máli sínu. Fangelsin í Austur-Þýzkalandi eru yfirfull af pólitískum föng- um, og er það sérstaklega sláandi hve mikið er af ungu fóliki, og er ákæran yfirleitt hin sama; flótti eða flóttahjálp. Oft liða mánuðir eða jafnvel ár áður en réttarhöld hefjast. All mi'kill áróður gegn hinum frjálsa heimi kemur frá málpjp- um kommúnista. Orð eins og hefndarsinnar, nýnasistar, hern- aðarsinnar, heimsveldissinnar og Hitlersgeneralar, má lesa o.g heyra daglega í blöðum og út- varpi kommúnista, og er þar sér staklega átt við Vestur-Þjóð- verja. Þannig málandi skrattann á veigginn, yfir vígbúnaði ann- arra, láist þeim að líta í eigin barm. Her Vestur-Þjóðverja var í árslok 1983 um 404 þús. manns, en íbúar Vestur-Þýzkalands eru um 53 milljónir. Ef litig er í töi- ur sem segja til um hve margir eru í Austur-þýzka hernum, kem ur í íjós að sá her er um þrisvar sinnum stærri en sá Vestur-þýzki miðað við íbúafjölda. Þar að auki er ógrynni rússneskra her- sveita um gervallt landið. Þann- ig er það sem oftar með kommun ismann, það er ekki nóg að taia um frið og afvopnun, ef ekki gætir samræmis í orði og verki. Nazismi hefur verið all við- kvæmt orð í Þýzkalandi frá því að bandamenn stöðvuðu stríðs>- brjálæði Hitlers. Ég efast ekki um að enn finnast menn í Þýzka- landi, sem bendlaðir voru við hryðjuverk nazista. Maður les dagleiga um menn sem stanc.a fyrir rétti og eru dæmdir, enda gerir Vestur-þýzka stjórnin mik- ið til að hreinsa sig og vinna áiit útávið. ■ í Austur-Þýzkalandi ,er eflaust hreinsað til líka, en þeir þreytast aldrei á að taka fyrir háttsetta menn á Vesturlöndum, meira að segja er Dr. Werner von Braun stríðsglæpamaður og eftir því sem þeir segja fékk hann sinn doktorstitil út á fylgi sitt við Hitler, en ekki vegna kunnátlu. Þetta er ákaflega barnaleigur áróður, og má oft lesa greinar í Þjóðviljanum, beint þýddar upp úr áróðursvélum Ulbrichts-Opp- atatsins. Ekki vil ég leggja dóm á hve mikið má setja Ulbrieht- stjórnina í samband við nazisma. Ætla ég þó, að einhver vínátta hafi verið þar á mil'li, ef marka má grein sem Ulbrigcht skrifaði í blaðið „Die Welt“ sem kom út í Stokkhólmi 9. febrúar 1940. Greinin hét „Hilferding und der Sinn des Kriges.“ Þar lýsir-Ui- bric'ht Bretum sem friðspillandi höfuðóvinum, og um leið„sympati serar“ hann með Hitlers-ÞýZka- landi cig kallar þá friðelskandi. Ekki vil ég heldur segja að Ul- bricht sé neinn lítill Hitler, en ekki hefur þann hikað við hing- að til að bregða fyrir sig stór- lygum, ef það hefur verið flokkn um hagstæðara (eins og Hitler) eða sagði hann ekki orðrétt einu sinni á alþjóðlegum blaðamanna fundi: *Byggingaverkamenn í Austur-Berlin hafa nóg að gera við að byggja hús, í það fara allir þeirra kraftar. Enginn hefur í huga að byggja múr.“ Átta vikum siðar var múrinn illræmdi kominn upp, og smiðs- höggið rekið á að hneppa 17 miilj ónir Þjóðverja í risa-famgabúðir. Svo má nú finna ýmislegt sam eiginlegt með kommúnistum í Austur-Þýzkalandi og nazistum. Til að finna samstæðu við „Hitl- er-Jugend“, sem allir vita hvað var, nægir að fara austur vfir minnismerki hins kommúnis- tiska ráðaleysis, smánarmúrinn. Þar eru þeir búnir að koma upp félagsskap, sem nefnist „Freia deutsche Jugend“, og er munur- inn á honum og Hitlers æskunni emginn. Að lokum er rétt að minnast á mann einn, sem er hátt skrifaður hjá stjórn Ulbrichts. Heitir sá Erich Millke. Hann varð að flýja frá Þýzkalandi, vegna launmorðs á tveim lögregluþjónum, þeim Anlauf og Lenk, 8- ágúst 1931, (fyrir Hitlerstímabilið). Hann flúði til Rússlands, þar sem hann var skólaður upp, slóð hans ligg- ur til Spánar 1936, þar sem hann var meðlimur í hinum svoköll- uðu „hnakkaskotsveitum.“ Eitt- hvað var hann í Frak'klandi 1940. er. varð að flýja aftur til Rúss- lands, þar sem hann var þjálfað- ur> fyrir sitt næsta stóra h'lutverk Framhald á bls. 25 Þetta er austur-þýzk fjölskylda, sem hætti lífi sínu til þess aff komast vestur fyrir járntjaldiff.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.