Morgunblaðið - 23.05.1964, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.05.1964, Blaðsíða 19
Laugardasrur 23 maí 1964 MORGUNBLAÐIÐ Verkamenn frá Akureyri stafla tunnuefni í húsi á Dagverðar eyrL Tunnusmíðin í fullum gangi. 102 þús. tunnur smíðaiar Erfiðleikar a geymslu AKUREYRÍ, 19. mai. — . Tunnusmíðl í Tunnuverksmiðju ríkisins á Akureyri lauk 9. maL Siglfirðingar höfðu hætt störf- um 30. apríi en þeir unnu allan tímann á næturvagt. Smíðaðar voru samtals rúmlega 102 þús. tunnur. Smíðað var úr hérumbil öllu efninu sem hingað kom, en ekki var hægt að nota efni í 2500 stafi, því að botnaefnið þraut. Mikið óhagræði er af því að ekki skuli vera nein geymsla í nágrenni verksmiðjunnar, þar sem hægt sé að geyma efni og fullunnar tunnur. Fyrir 5 árum var gerð áætiun um smíði stórr- ar geymslu á Akureyri, sem gert var ráð fyrir að kosta mundi rúma milljón króna, en ekkert Siglfirzki verkstjórinn, Rögnvaldur Sveinsson, ræðir við einn af starfsmönnum sínum. varð úr þeim framkvæmdum. Síðan ..efur snöggt um meira fé verið varið í geymsluleigur og flutningskos tnað. Á Dagverðareyri eru geymdar 50—60 þús. turnur í húsum síld- arverksmiðjunnar, sem þar var. 8000 tunnur eru geymdar í nýrri hlöðu á Einarsstöðum í Kræklingahiíð, annað eins í hlöðu hjá Gunnari bónda Krist- jánssyni á Dagverðareyri og í Krossanesi tæpar 15 þús. tunn- ur. Hér í bæ eru geymdár í bröggum um 12 þús. tunnur. Allt efni vtrður að flytja frá skipshlið á Akureyri, til geymslu á Dagverðareyri, þaðan aftur til tunnuverksmiðjunnar, eftir hendinni og loks eru tunnurnar fluttar aftur til geymslu á Dag- verðareyri. Af þessu hlýtur að leiða mikinn aukakostnað. — Sv. P. Botnar og gjarðir. Ferðafólk hagar sér illa í Stykkishólmi f STYKKISHÓLMI voru um ihvítasunnuna fermd 18 ung- menni. Veður var fagurt ekki sólarmikið en milt og hlýtt. Regn skúr um kvöldið. Óhemju mikið var um ferðafólk á Snæfells- nesið um hvítasunnuhelgina eins og undanfarin ár og er straum- urinn heldur vaxandi, t. d. var áberandi meira fjölmenni nú en en í fynra. Hér í Stykkishólmi gistu ferðahópar bæði í hljóm- skálanum, samkomuhúsinu ag skólanum. Litli ferðaklúbburinn var með fjölda manns og má eegja að þeir höguðu sér vel, en aftur á móti var ferðaskrifstofa Úlfars með st.óran hóp og verður ekki sama saga sögð um þann hóp því hann hagaði sér þannig eða mikið af honum að hann vakti hér hneyksli, unglingar ofan í 13 ára voru þar með áfengi og ærsli og gekk þetta það langt að þurfti að setja lögregluvörð um kirkjuna svo fermingarat- höfnin gæti fram farið svo sem venjulega. Nokkrum myndum var náð af þessum unglingum til staðfestingar á framferðinu, en þykir ekki rétt að birta þær að svo komnu má'li. Öll fararstjórn virtist vera í molum bæði þegar farið var út í eyjar og svo eins um nóttina því margir kvörtuðu undan að hafa ekki fengið svefnfrið. Eru það minnstu kröfur, sem hægt er að gera til ábyrgrar ferðaskrif- stofu að hún sjái um að ferða- fólk á vegum þess komi fram með sæmilegri kurteisi, en hér vantaði mikið á svo ekki sé fast- ara að orði kveðið. Nýlega kaus alþingi 7 manna þmgnefnd til að athuga ástand áfengismálanna og úrbætur í þeim og hefði þarna verið kær- komið tækifæri fyrir nefndina til að byrja sína starfsemi svo og öU áfengismál hér í sýslu. Árni Helgason. Blaðið snéri sér til Úlfars Jacobsen og spurði hvað hann vildi segja um ásakanir þær, sem fram komu í bréfi Árna Helgasonar. Úlfar sagði þær uppspuna einan. Hann hefði verið með ferðahóp sinn úti í eyjum, þegar fermingin fór fram, en að vísu verið kominn að landi, þegar fólkið kom úr kirkjunni og fermingarbörnin þá skipt um föt í sama húsinu (bíóhúsinu) og þeir höfðu bæki- stöð sina. Fjarstæða sé að lög- regluvörður hafi verið hafður um kirkjuna vegna framkomu ferðafólksins. Hann sagðist að vísu ekki vilja neita því, að ein- hverjir í hópnum hefðu ef til vill haft vín um hönd en þó aldrei í bílunum. Ferðafólki hefði á hinn bóginn ekki haft frið fyrir heima mönnum, þó einkum unglingum. Svo langt hefði gengið að rúða hefði verið brotin í húsinu, sem þeir. dvöldust í, og þurft hefði að hafa sérstakan dyravörð til þess að bægja frá ágangi. Ætlun- in hefði verið að gista tvær næt- ur í Stykkidhólmi, en vegna ein- dreginna óska ferðafólksins hefði verið haldið þaðan á brott á sunnudag til Grundarfjarðar þar sem gist var næstu nótt i góðu yfirlæti og áreitnislaust. Hefði þegar verið samið um að fá þar inni næsta ár. Blaðið bar þessi ummæli undir Árna Helgason. Heldur hann fsst við það sem segir í grein- inni og segist meira að segja geta bætt þar við. Vöruflutninpr mú bílum vestur — norður — austur Vöruflutningabílar frá Vöruflutningamiðstöðinni annast ódýrustu, skjótustu og beztu flutningana fyrir ykkur, hvort heldur um er að ræða heila farma eða einstakar sendingar, til fyrix-tækja og einstaklinga. — Bílar okkar fara nær daglega til flest allra kaupstaða og kauptúna á Vesturlandi, Norðurlandi og á Austfjörðum, allL austur til Horna fjarðar. Allar nánari upplýsingar í afgreiðslunni frá kl. 8—18 alía daga nema laugardaga til kl. 12 á hád. Traustir bílar, — Örugg þjónusta. VdRUFLUTNIMCAMÍBSIÖBIIU Borgartúni 21 — Símar 15113—12678.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.