Morgunblaðið - 23.05.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.05.1964, Blaðsíða 21
f' MORGUNBLAÐIÐ 21 Laugardagur 23. maí 1964 „MELKA“ Gold Express sky rtan er sænsk úrvalsframleiðsla. Ótrúlega endingargóð. — Flibbi og líningar haldast stíft, þrátt fyrir marga þvotta. „MELKA“ trygging fyrir beztu herraskyrtum. — Kokteiltízkan H -sxq jb -quiBJj og ávirðingum vegna drykkju- skapar. Ég hefi ekki gert það til að halda slíkum ófremdarsög- um á lofti, heldur til að komast að raun um, hvort liðsmenn alko- holsins hafa nokkuð lært eða nokkru gleymt. í fyrrnefndum blöðum getur að líta fréttir af morðum, sjálfsmorðum, nauðg- unum, lúalegum árásum á börn, gamalmenni og skynlausar skepn ur, innbrotum, ránum og þjófn- uðum, sem drukknir menn fremja. Ekki má gleyma um- ferðarslysunum. Hlutdeild alko- holsins í þeim þekkja allir. í þekktasta riti þýzkumæl- andi lækna (DMW. 15/8’61) seg- ir í ritstjórnargrein: í Þýzka- landi stafar 20% af umferðar- slysum af ölvun við akstur, og árekstrar vegna ölvunar eru að jafnaði óvenjulega harðir og valda því oftar stórslysum og dauða en árekstrar almennt. — í sömu grein segir, að þótt alko- holneyzla sé minni en svo, að ölvun sjáist á þeim, sem þola áfengi sæmilega, þá geti hún spillt ökuhæfni þeirra um 85%. Alþjóða heilbrigðismálastofn- unin (W.H.O.) segir í einni frétta tilkynningu sinni, að helmingur dauðsfalla vegna umferðarslysa, stafi af ölvun ökumanna og/eða vegfarenda. í dagblöðum okkar sjáum við, að lögreglan í Reykjavík kærir 500—600 ökumenn á ári fyrir ölvun við akstur. Margir efast um, að þar komi öll kurl til grafar. f fangageymslum lögregl- unnar í Reykjavík gista a.m.k. 4000—6000 drukknir menn árlega. Oft er þó talað um, að ekki sé pláss fyrir alla, sem þörf væri á að hýsa. Um 400 drykkjusjúkl- ingar leituðu árlega á náðir hjúkrunarheimilisins Bláa bands ins, meðan það starfaði, en auk þess voru slíkir sjúklingar vist- aðir í öðrum dvalarheimilum, sjúkrahúsum og hælum. Blöðin skýra einnig frá hrikalegum hóp- drykkjum á skemmtistöðum, bæði í kaupstöðum og ekki sið- ur í sveitum landsins. Sum blöð- in nefna hundruð og önnur þús- undir drukkinna manna á einu og sama mótinu. f sambandi við eitt slíkt mót tala blöðin um þjóðarsýki og þjóðarskömm, enda eru lýsingar blaðanna á atferli þessa fólks svo ferlegar, að hugs- andi fólk xekur í rogastanz. Ekki er þagað yfir hinu, að hægt er að skemmta sér án alkohols. Um 700 bindindismenn sóttu skemmt- un að Reykholti. Blöðin róma glaðværð þar. Stórmót sambands ungmennafélaga eru talin öllum hlutaðeigandi til sóma. En það er margt, sem blöðin ræða ekki. Þau segja sjaldan frá örlögum drykkjumanna. Dálítinn forsmekk fékk maður af þessu í fikýrslum heilsuyerndarstöðvar- innar og skýrslum um réttar- krufningar. En flestir hverfa þeir sjónum samferðamanna þegj andi og hljóðalaust, saddir líf- daga, og allir kunnugir búnir að fá sig fullsadda á þeim. Sálar- etríð þeirra þekkja fáir. Þegar af þeim bráir, harma þeir sáran hlutskipti sitt, en hafa alltof ejaldan þrek til að breyta því. Fæstir vita líka um ástandið á heimilum drykkjumanna. í greininni Áfengisböl (Mbl. 29/10 ’61) segir Gísli Jónsson al- þingismaður á þessa leið: Djúp- ar sorgarrúnir eru ristar í sálu og sinni foreldra, sem sjá glæstar vonir bresta, af því að nautnin varð viljanum yfirsterkari, vald eyðileggingarinnar sterkara en vald viljans. Og enn segir hann: „Misnotkun áfengis er ekki ein- asta þjóðarböl, heldur er það líka langmesta bölið, sem þjóðin á nú við að stríða.“ Lúðvík Jós- epsson alþingismaður segir (Þjv. 29/10 ’61): „Áfengisbölið kostar okkar litlu þjóð hundruð millj- óna á ári hverju og auk þess tjón, eem aldrei verður metið til pen- inga. Þúsundir vinnustunda fara forgörðum, truflanir verða á rekstri, slys verða á götum, bátar farast vegna áfengisneyzlunnar." Böl og eyðilegging alkoholsins að dómi þessara landskunnu manna og fleiri annarra merkis- manna, krefst rannsóknar á því, hvort hér sé aðeins um orðagjálf- ur hugsjúkra manna að ræða. Sé svo ekki, þá þarf hér stórt, skipu- lagt og markvisst átak, en til þess þarf að gera sér sem gleggsta grein fyrir, hversu víð- tækt vandamálið er. í Bandaríkjunum telja flestir fræðimenn (R. Fox, W. Ross, o. fl.), að alkoholistar muni vera 4 milljónir, en það svarar til þess, að alkoholistar hér á landi væru 4 þúsundir. Sanngjarnt þykir að áætla hverjum alkohol- ista 5 manna fjölskyldu. Ljóst er því, að alkoholið er mikið vandamál í Bandaríkjunum og vafasamt, hvort það er minna hér. Við þetta má bæta, að W. Ross (Psychiatrie f. industr. physicians) telur, að áætlaður fjöldi alkoholista sé almennt of lágur. Hjá nafngreindu risafyrir- tæki voru 70 starfsmenn taldir drykkjusjúklingar, en reyndust við nákvæma rannsókn um 300. Ross telur, að drykkjumenn mæti illa, afköst lítil eftir drykkjulot- ur. Þeir tefja félaga sína. Stór- aukin slysahælta á vinnustað. Konur drykkjumanna forfallað- ar og lélegar til vinnu eftir næt- urvökur og önnur vandræði. Auð vitað gildir þetta um alla vinnu hér á landi og annars staðar. Þá kem ég að mjög mikilvægu atriði, en það er hverjir verða alkoholistar. Ýmsir fræðimenn hafa haldið því fram, að geðveil- ur séu undirstaða undir ofdrykkj unni. Rannsóknir í þessu efni eru oftast gerðar á úrkynjuðum drykkjumönnum og því ósjaldan ruglað saman orsök og afleiðing- um. Svokallaðir hófdrykkjumenn og aðrir dáendur alkoholsins hafa miklað þessar kenningar og ó- spart haldið á lofti, að þeir einir verði alkoholistar, sem séu and- lega bilaðir, skorti siðferðilegt þrek og séu viljalausir. Þetta er að minni hyggju háskaleg skoðun. Annars vegar skapar það þeim, sem. þessu trúa, hættu- legt ofmat á sjálfum sér. Þeir eru engir andlega volaðir aum- ingjar, þá vantar ekki þrek og vilja, þeim er engin hætta búin. Hins vegar er það rothögg fram- an í drykkjumanninn, sem reynir að bæta ráð sitt að finna, að hann sé álitinn að eðlisfari guðs- volaður aumingi og því í engu treystandi. Það hefir komið í minn hlut að eyða ekki óveru- legum hluta ævi minnar í að kynnast og sinna fólki með margs konar hugsýki, ugg og ótta. Mig hefir oft furðað á því, hversu margt af þessu fólki hef- ir sneitt hjá alkoholi. Það hefir réttilega fundið, að alkoholið verkar á vanheilindi þess eins og olía á eld. Allt frá æskuárum mínum og fram á efri ár hafa félagar mín- ir verið að heltast úr lestinni vegna drykkjuskapar. Þegar ég lít til baka, man ég ófáa ungl- inga, sem lögðu inn á mennta- brautina, en komust aldrei á leið- arenda, af því að þeir villtust inn á refilsstigu alkoholsins. Ekki álít ég, að piltar þessir væru neitt geðveilli eða verr af guði gerðir en við hinir. Sérstaklega er mér einn þeirra minnisstæður. Hann var sjálfkjörinn foringi okkar og hafði hvers manns traust og trún- að. Hann lauk ekki námi. í lok skólaáranna lenti hann í hópi drykkfelldra félaga. Alkoholið batt enda á giftu hans og frama. Þeir eru fleiri, óskmegir íslands, sem hafa orðið að lúta í lægra haldi fyrir alkoholinu, þó að mér þyki ekki hlýða að rekja sögu þeirra hér. Það er fleira, sem mér virðist benda til þess, að drykkjumenn geti menn orðið, þó að andleg- um veilum sé ekki til að dreifa fram yfir það, sem gerist hjá öll- um þorra fólks. Hætta á drykkju skap er ekki hin sama hjá veit- ingamönnum og kennurum, sjó- mönnum og bændum, svo að dæmi séu nefnd. Hún er ekki sú sama hjá nágrannaþjóöum á sama menningarstigi og hún hef- ir til skamms tíma verið ólík hjá konum og körlum. Einnig má nefna, að ófáir. drykkjumenn og jafnvel langt leiddir drykkju- sjúklingar taka sig á og hætta að drekka. Mér virðist, að um drykkjuskap ráði tízka, almenn- ingsálit og félagsskapur mestu. Enn fremur vil ég og benda á að ef eitthvað hefir verið bogið við skapgerð ofdrykkjumannanna, þá finnst mér það ekki eiga síður við um hófdrykkjumennina, sem þurfa deyfilyf til að geta skemmt sér og blandað geði við fólk. Ég hefi reynt að sýna fram á, að drykkjuskapurinn hér á landi er allt í senn þjóðarvoði, þjóðar- böl og þjóðarskömm. Margar til- lögur hafa komið til úrbóta. Fátt af þeim verður rakið hér. Alko- holsinnar álíta happadrýgst að hafa sem víðast og sem flestar tegundir af alkoholblöndum á boðstólum og helzt í litlum um- búðum. Þá þurfi fólk ekki að torga eins miklu í senn. Mér virð- ist, að þeir, sem gæða sér á alko- holi, kveiki í sér með litlu og þurfi svo gjarnan meira og meira. í erlendum skýrslum hefi ég séð, að þjónum og veitingamönnum sé ekki síður hætt við drýkkju- skap en öðrum. Varla er það blöndunni eða stærð ílátanna að kenna. í París heflr til skamms tíma verið talið, að ein alkoholkrá kæmi á hverja 180 íbúa. í Reykja vík ættu þær þá að vera um 400. Reynslan í Frakklandi er ekki betri en svo, að gerðar hafa verið ráðstafanir til að fækka krám þessum. Alþjóðaheilbrigð- issttofnunin (W.H.O.) skýrir frá því (Mbl. 1/2 ’62), að Frakkland hafi algera sérstöðu að því er tekur til dauðsfalla af lifrarveiki þeirri, sem mikil alkoholneyzla á oftast sök á. Ekki þýðir að rökræða við fólk, sem vill ekki skilja, að þetta er rothögg á kenninguna, að barar og krár á hverju götu- horni dragi úr drykkjuskap. Margir trúa því, að aukið eftlt- lit og ströng viðurlög séu líkleg til að draga úr drykkjuskap. Vafalaust er það að vissu marki rétt. Refsingum eru þó skorður settar. Ekki bætti „Stóri dómur“ siðferðið á sinni tíð. Ýmsir áhugamenn vilja að- flutningsbann á alkoholi. Vitan- lega verður að stefna að því, að alkohol hlíti sömu lögum og önnur áfengin nautnalyf. Ég trúi því líka, að svo fari, að allir, sem hugsa málið í ró og næði skilji, að alkohol, sem drykkj- arvara ,er algerlega ósamrýman- legt stórstígum framförum í heil- brigðis- og félagsmálum. Ég hugsa mér, að fjórði hver maður, sem kominn er til vits og ára, álíti alkoholneyzlu eins mikla fjarstæðu eins og tilefnislausa notkun annarra deyfilyfja. Helm- ingur þjóðarinnar hefir enga skoð un á málinu. Ófátt af því fólki, hefir orðið óhugnanlega fyrir barðinu á alkoholinu og þykist þess vegan andvígt því, en held- ur samt áfram að neyta þess í samkvæmum og boðum og veitir þannig drykkjutízkunni brautar- gengi og þeim fjórða hluta þjóð- arinnar, sem heimtar sitt alko- hol, þó að það kosti heill og heið- ur og hamingju álitlegs hundr- aðshluta þjóðarinnar. Bann er tilgangslaust, nema allur þorri fulltíða fólks sé því heilshugar fylgjandi. Ölkærir áhugamenn tönnlast á, að fjarstæða sé, að hægt sé að útrýma alkoholinu, það hafi fylgt mannkyninu frá vöggu þess. Eina ráðið sé att kenna öllum hófdrykkju. Undar- leg röksemdarfærsla. Ofdrykkjan er jafngömul alkoholinu. Sé hægt að útrýma henni, glldir sama um alkoholið. Vitanlega fer það líka veg allrar veraldar eins og drepsóttirnar, sem fylgt höfðu mannkyninu frá upphafi vega, en eru nú undir lok liðn- ar. Ef við göngum út frá, að óvið- ráðanlegur drykkjuskapur sé sjúkdómur, en ekki siðleysi illa uppaldra og illa gerðra mann- tegunda, þá verðum við að taka Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.