Morgunblaðið - 23.05.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.05.1964, Blaðsíða 23
' Laugardafftn' 23 ma' 1 f>R4 WnociíWfií 4ÐIÐ 23 berat vínveitingar og vínveitinga- leyfi. Mér er sagt, að í einu húsi í Reykjavík séu fjórir barar. Ekki veit ég, hvort París býður betur, en eftir þeim tölum, sem hafðar eru eftir próf. Lereboul- et (Med. News), þá er alkohollif- ur ekki mihni drepsótt í París en berklarnir voru á íslandi, þegar þeir náðu hámarki sínu. Vísast er, að allar ráðstafanir til að draga úr ofdrykkjunni verði haldlitlar, nema núverandi drykkjutízku verði komið fyrir kattarnef. — Alkoholvandamálið verður ekki leyst og alkoholböl- inu ekki útrýmt nema með auknu bindindi og auknum skilningi á þvj, að alkoholið er hættulegt nautnalyf, sem hvorki lærðir né leikir geta leikið sér að, frekar en öðrum eiturlyfjum. Það er siðferðileg skylda þeirra, sem við félagsmál fást, að gera sér grein fyrir hversu víðtækt áfengisvandamálið er og haga viðbrögðum sínum eftir því. Og það er lágmarkskrafa til þeirra, sem eiga um sárt að binda vegna áfengisnautnar vanda- manna sinna, að þeir afneiti alko- holinu með öllu, ekki sín vegna, hsldur annarra einstaklinga og þjóðarinnar í heild. Því fleiri, sem þann hóp fylla, því fyrr verð ur komizt fyrir rætur drykkju- tízkunnar, Sem nú gerir gælur við alkoholið. Ég hefi sérstaklega viljað leggja áherzlu á eftirfarandi: Alkoholið er deyfilyf. Ávani og hóflaus notkun hefir fylgt því frá öndverðu og svo er enn. Tjón á heilsu manna, lífi og afkomu allri, auk afbrota og ann- arra vandræða, sem af allcohol- inu stafa, er slíkt, að furðu gegnir ,að nokkur heilvita mað- ur skuli leggja það sér til munns. Það er rangt, að þeir einir verði drykkjusjúklingar, sem séu að eðlisfari andlega bilaðir. Með sama rétti mætti segja, að svokallaðir hófdrykkjumenn væru andlega miður sín, úr því þeir þurfa deyfilyf til að njóta sín á mannamótum. Allar umbætur á alkohollöggjöf inni er kák, nema sem allra flest- ir þeirra, sem ekki eru ánetjaðir alkoholinu, skilji í hvert óefni stefnir og séu samtaka um að afneita því með öllu. Helgi IngvarssoB. Stefán Edelstein. þessu sinni voru veitt verðlaun fyrir beztan námsárangur í III. bekk — ókeypis skólavist á næsta- ári — og hiaut þau Hulda Björg Hákonardóttir. Nótnaverðlaun fyrir beztu tónsmíð í III. bekk og unglingadeiid — tvírödduð lög við vísuna „Hrafninn flýgur um aftaninn1, — hlutu Sesselja Halldórsdóttir, Sigrún Kristjáns- dóttir og Bald'ir Pálsson. Á næstu árum er ætlunin að veita verð'.aun fyrir beztu frammistöðu í öllum bekkjum skólans. Skóiastjóri Tónlistarskól ans hefur heitið sem verðlaun- um ókeypis skóiavist eitt ár í TónlLstarskóIanum þeim, er að áliti dómnefndar, er skólinn skip ar, sýnir beztan árangur í hljóð- íæraieiic í unglingadeiidinni í — Kokteiltízkan Framh. af bls. 21 afleiðingunum. Stækka þarf og fjölga drykkjumannahælum í samræmi við plássþörf slíkra sjúklinga. Sérfróða lækna þarf til að stunda þá. Efla þarf og styrkja AA samtökin eins og SÍBS. Ruth Fox, forstjóri áfengisvarnarráðs Bandaríkjanna telur AA samtök- in bæta 50% af skjólstæðjngum sínum. Beti;a er heilt en bætt. Hvernig á að afstýra drykkjusýk iinni og hvernig er varið út- breiðslu hennar? Við vitum að alkoholneyzlan er undirstaða of- drykkjunar. Fólkið, sem í tíma og ótíma hampar alkoholinu og heldur því að unglingum og ístöðulitlum gestum sínum og félögum, útbreiðir drykkjuskap- inn og þar með drykkjusýkina. I flestum löndum er alkoholism- inn talin meðal nokkurra helztu vandamála í heilsufarslegu tilliti. Þeir, sem breiða út hættulega sjúkdóma vísvitandi eða vegna vítaverðs gáleysis, éru lögum samkvæmt sakamenn. f félagslegu tilliti er alkohol- isminn ekki bara vandamál vegna vinnutjóns og kostnaðar við varn ' ir og lækningu sjúkdómsins, held ur líka vegna afbrota og af- glapahneigðar drykkjumannanna. Ég hefi áður tilfært ummæli nokkurra merkismanna og blaða um þessa hlið mlásins. Við má bæta, að yfirfangavörðurinn í Reykjavík segir svo um skjól- stæðinga sína: „Oftast er vínið með í leiknum. Ungir menn, sem ekki verður annað séð en vilji lifa vammlausu líferni, oft með konu og börn, vinna óhappaverk- in drukknir." (Kirkjur. febr. ’64). Margt mætti nefna. sem dreg- ið gæti úr drykkjuskap, og verð- ur fátt eitt talið hér. Æskulýð landsins þarf að sjá fyrir skemmtistöðum án áfengis. Fullkomnir reglumenn ættu að öðru jöfnu að sitja fyrir lánum og trúnaðarstöðum, enda stafa vanskil oft og fjárdráttur nálega ætíð beint eða óbéint af drykkju- skap. Félög og stofnanir séu hvött til að stofna bindindisfélög innan sinna vébanda. Bindindis- félög í skólum og ökumanna eru mjög til fyrirmyndar. Auknar hömlur þarf að leggja á opin- Barnamúsíkskólanum slitið Verðlaunaveitingar í fyrsta sinn Barnamúsíkskólanum í Reykja vík var sagt upp sunnud. 10. maí sl. við hátíðlega athöfn í Haga- skólanum, þar sem jafnframt fóru fram árlegir nemendatón- leikar skólans. Skólastjórinn, Stefán Edeistein, sagði skólan- um slitið, afhenti nemendum, er tóku burtfaraarpróf, einkunnir og úthlutað verðlaunum. Þetta er í f.vrsta sinn, sem verð laun eru veitt í barnamúsikskól- anum — en á næstunni mun ætl- unin að auka þau verulega. Að Barnamúsikskólanum. Þá er í ráði að veita hijóðfæraverðlaun fyrir góða fram.mistöðu í hljóð- færaleik og úrskurðar dómnefnd hverju sinni, hvort verðfaun skuli veitt eða ekki og þá hverj- um. ★ Nemendur skólans voru í vet- ur 270 — og luku 10 prófi úr unglingadeild. Kennarar voru 10. Skólastjóri skýrði m.a. frá því að í athugun væri að fjölga kennslutímum á öll hljóðfæn frá því, er verið hefði — en sú fyrir ætlun væri eríjð í framkvæmd, m.a. vegna húsnæðiseklu skólans og tímasetnmgar barnaskólanna. í skólaslitaræðu sinni lagði skólastjóri áherziu á, að mark- mið barnamúsikskólans væri fyrst og fremst að gefa nemend- um tækifæri til að iðka tónlist við sitt hæfi, þeim til gleði og ánægju. Hann sagði, að í flest- um mönnum byggju sköpunar- hæfileikar á emhverju sviði og sá þáttur væri ríkur í sálar- lífi barna, — þeim væri ekki nóg að hlusta, tjáningarþörfin væri rík í þerm og hana bæri að efla með öllum ráðum.“ Hann benti á, að m.eð Grikkj- um hefði tóolistin verið skil- greind sem biáiEun andans eða sálarinnar, þar sem íþróttirnar voru aftur á móti þjálfun lík- amans, — og nieð menningarþjóð um teldist æðia tónlistarlíf til sjálfsagðra hluta og tónlistar- nám til almennrar menntunar. Hann sagði að tónlistarnám krefð ist sérstakrar þolinmæði og sjálfs aga. En um leið og sigrazt væ.i á erfiðleikum slíks náms öðlaðist maður það frelsi sem slíkur agi fæli í sér. „Að bera kennsl á þetta innra simhengi milli frels- is og aga, miiii efnis og anda, er það sem geíur tónlistariðkun innri merkingu. Slíkt getur skeð ómaðvitað hjá barni eða með vitað hjá fullorðnum. Það er einmitt hér, sam slík stofnun rétt- lætir tilveru sína,‘‘ sagði Edel- stein og bætri við‘‘ Börn, sem hafa áhuga og löngun til að iðka tónlist, hvort sem þau eru sér staklega tónnæm eða ekki, geta kynnzt þessum þjálfara andans í slíkri stofnun. Og þau kynnast þessum tónaheimi ekki gegnum einhliða hlustun, heldur með pví að gera nlutina sjálf, spila, syngja og skapa. Slík reynsla er dýrmæt og verður veganesti á langri leið og áhrif sllkrar reynslu snerta allt sálarlíf barnsins, ekki aðeins músikalska þætti þess. Það er í þessum skilningi, sem tónlistin hefur almennt menntunargildi. sem nær langt fram yfir þann til- gang og markmið sem almennt er álitið, að slíkt nám hafi‘‘ sagði Stefan Edelstein, skólastjóri að lokum. í DAG verð'ir gerð frá Akur- eyrarkirkju, útför Bjarna Þor- bergssonar trésmiðs, Hríseyjar- götu 14. þar í bæ. En hann lézt þ. 17. maí sl. Bjarni var fæddur 23. marz, 1898 á Klúku í Fífustaðadal við Arnarfjörð. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Sveinsdóttir og Þorbergur Bjarnason, bæði ættuð úr Arnarfirði. Þeirra börn voru auk Bjarna, Guðrún, Sveinn, Guðmundur og Elisabet. Það kom snemma í ljós hve dverghagur Bjarni var við allar smíðar. Ung- ur fór hann tii Patreksfjarðar, lærði þar trésmíði og lauk sveins prófi í þeirri iðn. Eftir það fluttist hann tii Bíldudals og stundaði þar smíðar í nokkur ár. Vann meðal annars með Gísla Jóhannssyni skipasmið á Bíldu- dal. Þar völdust saman tveir dugnaðar og hagleiksmenn, hand bragð þeirra var rómað um alla Vestfirði og víðar. Árið 1926 kvæntist Bjarni eftir lifandi eiginkc-nu sinni, Guð- rúnu Guðmundsdóttur frá Fífu- stöðum og er óhætt að segja að þar hafi góð kona gefist góðum manni. Þau stofnuðu heimili á Bíldudal, en árið 1934 réðist Bjarni starfsmaður við verk- smiðjuna á Dagverðareyri og fiuttust þau þá til Akureyrar og áttu þar heimili síðan. Jafn- framt starfi sínu á Dagverðar- eyri stundaði Bjarni trésmíðar á Akureyri um árabil. Fljótlega reistu þau hjón sér íbúðarhús við Hríseyjargötu 14. Þetta hús smíðaði Bjarni að öllu leiti einn, enda var hann óvenju mikill dugnaða- og atorkumaður, sem aldrei féil verk úr hendi. Á lóðinni við húsið sitt byggði hann sér verkstæði. Þar sannaði hann enn einu sinni ágæti sitt til allra verka. Hann smíðaði allar tré- smíðavélar sínar sjálfur ásamt miklum hluta af handverkfær- um. Margar af þessum vélum voru þá algjör nýjung og óþekkt hér á landi fyrr en mörgum ár um síðar, er þæi voru fluttar inn erlendis frá Hann hélt stöðugt áfram að fegra og bæta heimili sitt. Alit uan húss og innan bar vott um hagleik hans og hugkvæmni Starfið var honum lífið sjálft. En svo áttu forlögin eftir að leika þennan starfsgiaða mann svo grátt að hann gat ekki snert verk s.l. 15 ár og var hann þó aðeins 66 ára er hann lést. Árið 1946 kenndi Bjarni fyrst sjúk- dóms þess er leiddi hann til dauða eftir nær tveggja áratuga þrotlaust stríð. Hann barðist við þennan ólæknandi sjúkdóm ^f slíkri karlmennsku að öllum verð ur ógleymaniegt er því kynntust. Aldrei heyrðist í einu orði að hann væri öðruvísi en hann vildi vera og ef hann mátti af sér bera fyrir kvöium sagði hann manni sögur a‘ ýmsu skemmti- legu sem fynr hann hafði borið í lífinu. Maður stóð orðlaus gagn vart slíkum sálarstyrk og kjarki. En hann stóð ekki einn í þessu stríði. Hann átti góða konu í orðsins fyllstu merkingu. Öll þessi löngu ár, stóð hún við hlið hans örugg og sterk umhyggja henn- ar og fórnfýsi átti sér engin tak- mörk. Það sýndi best gáfur henn- ar og mannkærleik að aldrei, þótt maður hennar væri' ósjálf-; bjarga án hennar, var tekin á- kvörðun um neitt á heimili þeirra án þess að leitað væri álits hans og fullt tillit tekið til hans í einu og öllu. Hans viji var henn- ar. Hún verndaði hann til hinztu stundar í sínum stóra kærleiks- ríka faðmi. Bjarni Þorbergsson hafði 6- venjulega sterka og trausta skap gerð. Hann var slíkt prúðmenni til orðs og æðis að ekkert ó- hreint gat fes; rætur í nálægð hans, hvorki í andlegum né ver- aldlegum skilr.ingi. Á heimili hans þróaðist sú sanna hamingja þar sem gagnkvæm ást og skiln- ingur ríkir. Maður fór þaðan betri maður. í þessum anda mót- uðust og synir þeirra, en þeir voru þrír: Guðmundur skipasmið ur, Gísli bifvéJavirki og Elias, sem lærði trésmíði hjá föður sínum. Á unga aldri tók Elías þann sjúkdóm er hann lézt úr, aðeins 29 ára gamall. Þeir sem kynntust þeim indæla unga manni gleyma honum aldrei. Minningin um hann er svo heið og treginn svc ljúfsár að það líkist fögru ljóði. Öll sín veikindaár fvlgdist Bjarni óvenjuvel með öllum at- vinnumálum í sínu byggðarlagi, ekkert var honum óviðkomandi, hvorki aflabrögð né iðnaður, enda var hann greindur maður ug glöggur í bezta lagi. Þegar Framhald á bls. 24 Bjarni Þorbergsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.