Alþýðublaðið - 14.07.1920, Page 1

Alþýðublaðið - 14.07.1920, Page 1
Alþýðublaðið Gefið út af Alþýðuflokkiram. Miðvikudaginn 14. julí I58.'tölubl. Skósmíðavinnustofu hefi eg undirritaður opnað á Hverfisgötu 76 B. Ábyggileg vinna. Fijót afgreiðsla. Virðingarfylst Þorlákur Guðmundsson. 1920 Spa-jmaÍRrfam. Gilleleje, 13. júlí. Símað er frá Spa, að skipuð áaS verið skaðabótanefnd til að ákveða koia- og fjárbætur Þjóð- verja. Bandamenn krefjast 20l/z sinn- -m meiri kola, en Þýzkaland vill af hendi láta. Millerand hefir stungið upp á því, að Frakkar fái forkaupsrétt að kolaframleiðslu Þjóðverja, og að kolaeftirlitsnefnd bandamanna hafi aðsetur sitt í Berlín. Hvað veríur ofan á? Gilieleje, 13. júlí. Símað er frá París, að banda- tnenn hafi stungið upp á því við Sovjet-stjórnina, að hún semji vopnahlé við Pólverja. Skilmálar þeir, að Pólverjar hörfi aftur til hinna löglegu landamæra. Gangi boísivíkar ekki að þessu, ætla bandamenn að vcita Pólverjum 'íulíkomna hjálp. [Mjög sennilegt sr að vopnahléð verði ofan á.] jfienðingarnir. Gilleleje, 13. júlí. Símað er frá Helsingfors, að Alendingarnir hafi nú verið látnir lausir, unz dómur er failinn í máli þeirra. pólverjar á ringnlreið. Gilleleje, 13. júlí. Símað er frá Kowno, að Pól- ’^erjar hörfi burtu úr herteknum héruðum Litháalands. Litháaher sækir til Vilna (höfuðborg Lithá). Pólverjar flýja burtu úr borginni. Sfrflil í Xiu. Gilleleje, 13. júií. Símað er frá Peking, að upp- reisnarherinn sæki til borgarinnar, og sé hún lýst í umsátursástandi. [Fyrir nokkru kom skeyti um það, að Norður- og Suður-Kína ættu í höggi saman.] Xeisaraekkja tátin. Giileleje, 13. júlí. Símað er frá London, að Euge- nie, ekkja Napoleons III. Frakka- keisara, sé látin á Spáni. [Eugenie var fædd í'Granada á Spáni 1826 og var af háum ættum spönskum. Hún giftist Napóieon árið 1853 og hafði mjög mikil áhrif á hann, einkura í utanríkismálum. Réði hún meðal annars til herferðar- innar til Mexico, sem mistókst algeriega, og stríðsins árið 1870, sem telja má að sumu leyti orsök til heimsstyrjaldarinnar miklu. Hún hélt á braut úr Frakklandi árið 1870 og bjó Iengi f Englandi undir naíninu Greifinjan af Pjerre- fouds. Sonur hennar, Louis Napó- leon, dó árið 1879.] Alþbl. er blað allrar alþýðul psnæðisvanðrælin. Eins og skýrt hefir verið frá áður hér í blaðinu, er nú búið að selja vélarnar úr Iðunnarhúsinu. Margir munu kannast við húsið og vita að það er geisi .stórfc. ekki er oss kunnugt hvort borg- arstjóri hefir athugað hvort til- tækilegt væri fyrir bæinn að fá húsið keypt, eða hvort þarna væri leið tii þess að bæta lítið eitt úr núverandi húsnæðisvand- ræðum; hitt vitum vér með vísu, að honum hefir verið bent á þetta. Má það furðu gegna, ef hann er ekki svo framsýnn að sjá, að all- mikil bót yrði að þvf, að breyta Iðúnnarhúsinu f íbúðarhús, og ail- miklu vistlegri íbúðir yrðu þarna, en í hinum illræmdu »Pólum“, sem Knud, með atfylgi meirihluta bæjarstjórnar, hefir, illu heilli, látið reisa enn á ný. í þessu'húsi mætti búa ti! 15 til 20 íbúðir, ef vel væri á haldið. Og fleira mætti telja, sem mælir með því, að feærinn kaupi húsið, ef það er falt fyrir sæmilegt verð, t. d.: að lóðin, sem því fylgir, mun tengja saman Sjávarborgar- eignina og Gasstöðina; hún liggur að minsta kosti rétt við hiiia fyr nefndu eign. Borgarstjóri og bæjarstjóra mega eklcert tækifæri láta ónotað, sem bætt gæti, þó ekki væri nema að örlitlu leyti, úr húsnæðisvand- ræðunum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.