Morgunblaðið - 23.05.1964, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.05.1964, Blaðsíða 31
Laugardagur 23. maí 1964 MORCUNBLAÐIÐ 31 Hæstiréttur um !Hiiwood-máli5: Landhelgisbrotið verði dómtekið en ásiglingarákæran ekki að sinni nÆSTIHÉTTUB kvað á mið- vikudag upp þann dóm, að dóm- taka beri á.kæruna á hcndur John Smith, skipstjóra á skozka togaranum Milwood, vegna ólöglegra veiða í fiskveiðiland- helgi íslands hinn 27. apríl 1963. Hæstiréttur taldi aftur á móti, að ekki væri rétt að taka til dóms að sinni ákæruatriðið um að hafa valdið ásiglingu við varðskipið Óðin og skaðabóta- bótakrötfu Ttndhelgisgæzlunnar vegna þess á.kæruatriðis. Hefur Landhelgisgæzlan krafizt 127.700 kr. skaðabóta vegna viðgerðar- kostnaðar. Hæstiféttur hefur því komizt að þeirri niðurstöðu, að hægt sé að dæma um landhelgisbrotið þrátt fyrir fjarveru skipstjóra, 'þar sem hægt sé að rannsaka það að fullu, en hins vegar ekki um siglingalagabrotið, þ. e. ásiglinguna á varðskipið. Segir svo m. a. um ákæruna um ásiglinguna í dómi Hæsta- réttar: „Meginmáli skiptir. er dæma skal ákæru á hendur söku- naut fyrir brot á þessum refisi- ákvæðum, hvert var hugarfar hans á þeim tima, er verknaður sa var framinn, sem saksótt er fyrir. Hugarfar sökunauts verð- ur eigi kannað til hlitar í slíku máli sem því, sem hér er til meðferðar, nema með dómpróf- un á sökunaut sjálfum. Af ákvæði 129. gr. laga nr 82/1961 þykir mega leiða þá meginreglu, ao refsimál skuli svo fremi dæma á hendur sökunaut, sem fjar- vistum er, að málið sé örugglega fullrannsakað og sökunaut hafi yerið veittur kostur á að færa fram vörn óg fá verjanda". Segir síðan, að þar eð ákærði hafi ekki verið dómprófaður, verði að fresta dómtöku málsins um þetta ákæruatriði. Kröfu Landhelgis- gæzlunnar á hendur ákærða um skaðabætur fyrir tjón af völdum árekstrarins beri einungis undir sakadóm í sambandi við refsi- kröfuna, og því séu ekki skil- yrði til að sakadómur dæmi skaðabótakröfuna ag sinni. Um landhelgibrotið segir Hæstiréttur m. a.: „Ætlað brot ákærða gegn fiskveiðilöggjöfinni er hægt að rannsaka að fullu, þótt ákærði, sem eigi hefur sinnt kvaðningu fyrir dóm, sé eigi dómprófaður, enda skipta hugræn atriði hér eigi því máli sem um ákæruatriði það, er í I. að framan getur (þ. e. um áreksturinn), og togarinn, sem brotið er talið hafa verið fram- ið með, og síðar fétrygging, sett í hans stað, er aðfararandlag fyrir fésekt, er ákærða kann að verða dæmd“. „Prímadonnu“-skipti í Þjóðleikhúsinu ALLT UTLIT er fyrir að skipt verði um leikkonu í aðalhlut- verkinu í Sardasfurstinnunni, óperettunni sem nú er sýnd í Þjóðleikhúsinu. Ungverzka söng- konan, Tatjana Dubnovskzky er' ekki sú sem þjóðleikhússtjóri hafði beðið ungverska umboðið um í hlutverkið, og mun hún hætta. Hefur Guðlaugur Kósin- kranz, þjóðleikhússtjóri, sett sig í samband við umboðið í Búda- pest, sem útvegaði söngkonuna, — Málverkasýning Framhald af bls. 8 Ég var hjá bræðrum mínum uppi í Borgarfirði. En ég fór fijótt að smíða og föndra við byggingariðnað. Mér leiddist skepnurnar og mannfólkið líka. Og svo fannst mér landslagið Ijótt. Sem betur fer hef ég ekki neitt átt við listsköpun sjólfur, en ég hef notað ýmislegt í ramm ana, t.d. það sem þú sérð hérna. Þetta er rekaviður, allur maðk- smoginn. Það er raunar mahogni, en þeir vilja þetta ekki sumir. Segjast halda, að maðkurinn lifi ennþá í viðnum. En það er auð- vitað tóm vitleysa. Svo settist Hallsteinn við hlið ina á Görmlu hlöðunni eftir Snorra Arnbjarnar og fór hönd- um um vérk bróður síns, As- mundar, Heybinding. Ég er eiginlega gömul hlaða. Við heybindingu er ég alinn upp. Eg byrjaði líf mitt með tómu heyi, innan um gamlar hlöður og skúra. Leiðinlegustu kofa. > Það verður enginn svikinn á því að sjá þessa sýningu Hall- steins Sveinssonar. Hún angar af lífi og fjölbreytni. og krafizt þess að fá þá söng- konu sem upphaflaga átti að koma og sýngja hlutverkið. Sagði hann í viðtali við blaðið i gærkvöldi að svar við því væri væntanlegt á hverri stundu. Á meðan hefur-Eygló Viktors- dóttir, söngkona, sem áður hefur hlaupið í skarðið og æft til vara í Þjóðleikhúsinu, verið fengin til að byrja æfingar á hlutverkinu. Og tekur hún hugsanlaga við því, þó ekki sé það endanlega ákveð- ið enn, enda æfing að byrja urdir stjórn ungverska leikstjór- ans ag nýjan íslenzkan texba þarf að þýða fyrir hlutverkið, sem ungverska söngkonan söng á þýzku. Eygló stundar nám hjá Maríu Markan og söng nú síðast í Sálumessu Motzarts með Sin- fóníuhljómsveitinni og Filharm- oniukórnum i Háskólabíói við ágæta dóma. Skagfirzki bíllinn eftir slysið. Umferðarslys i Skagafirði: Þrír piltar slasast ALLHROÐALEGT umferðarslys varð á þjóðveginum nálægt Vik í Sæmundarhlið í Skagafirði i fyrrinótt. Þrír ungir menn slós- uðust mikið, en þó mun enginn þeirra talinn í lifshættu, að þvi er Mbl. bezt vissi í gær Fréttaritari Mbl. á Sauðárkróki símaði í gær: Á tólfta tímanum í gærkvöldi (fimmtudagskvöld), varð slys skammt frá Vík í Skagafirði. Fólksbifreiðin K-140 ók þar út af veginum með þeim afleiðing- um, að þrir piltar, sem í bif- reiðinni voru, slösuðust mjög mikið. Piltarnir, sem eru um og inn- an við tvítugt, voru að koma framan úr Skagafirði og á leið. til Sauðárkróks. Við stýn sat eigandinn, Haraldur FriðnkSson, og með honum í framsætinu voru þeir Hallgrímur Ingólfs-sun og Pálmi S. Sighvats. Bíllinn var Ford 1956, og hafði Haraldur orð ið eigandi bilsins þá á fimmtu- dag. Kvikmymlasýnino; um Kennedy í Keflavík í DAG kl. 17.00 efnir Heimir, félag ungra Sjálfstæðismanna í Keflavík til kvikmyndasýningar fyrir almenning í Nýja Bíó í Keflavík. Er öllum heimill ókeýpis aðgangur meðan húsrúm leyfir. Sýndar verða nokkrar kvik- myndir um Kennedyhjónin og ferðalög þeirra til ýmissa landa og heimsálfa. Kvikmyndir þessar hafa hvarvetna hlotið frábærar móttökur. Ein ailasælasta vertíÖ í Ólaisvtk Heildaraflinn orð/nn 8658 tonn ÓLAFSVÍK, 11. maí. — Ólafs- víkurbátar eru sumir hættir veiðum, _ en nokkrir halda enn áfram. Á laugardag var Stapa- fell aflahæst með 1339 tonn í 92 róðrum, Steinunn með 1099 tonn í 90 róðrum, Jón Jónsson 1057 tonn í 77 róðrum, Valafell 925 tonn í 90 róðrum, Jökuli 788 tonn í 71 róðri, Sveinbjörn Jakobsson 753 tonn í 50 róðrum, Hrönn SH 712 tonn í 84 róðrum, Freyr 463 tonn í 52 róðrum, Bárður Snæfellsás 432 tonn í 66 róðrum, Víkingur 246 tonn i 52 róðrum og Þórður Ólafsson 118 tonn í 20 róðrum. Allar tölur eru miðaðar við óslægðan fisk með haus. Heildaraflinn á vertíðinni er þá orðinn 8658 tonn, en var í veiv tíðarlok í fyrra 5942 tonn. Er þetta ein aflasælasta vertíð, sem komið hefur í Ólafsvík. Stærsti róður á vertíðinm var 58 tonn, sem Sveinbjörn Jakobsson fékk. Gengið þefur vel að verka afl- ano. Billinn mun hafa verið á mik- illi ferð, og ökumaðurinn misst vald á honum af þeim sökum. Þegar bíllinn hentist út af vegin um, lenti hann á steinstevptum girðingarstólpa, járnbentum og kubbaði hann í sundur. Síðan virðist bíllinn hafa tekizt á loft og kastazt sjö til átta metra vega lengd, áður en hann nam aftur við jörðu. Síðan mun hann hafa tekizt aftur á loft og fleygzt svip aða vegalengd og áður. Kom hann þá niður á hjciin. Piltarnir sátu allir í framsæt- ir.u, og í loftköstunum þeyttúst tveir þeirra út, en sá þriðji lenti undir aftursætinu og skorðaðist þar. Áhorfendur voru að slysi þessu. Komu þeir undireins á vettvang og hlúðu að hinum slös uðu. Gerðu þeir þegar í stað ráðstafanir til þess að ná í lækni. Kom hann von bráðar á vett- vang. Piltarnir voru fluttir í sjúkra- húsið á Sauðárkróki og hugað að meiðslum þeirra. í dag voru svo tveir þeirra fluttir með flugvél frá Birni Pálssyni til Reykjavík- ur. Eru þeir þar í siúkrahúsi. Piltarnir eru mikið brotnir, t.d. er einn talinn bæði lær- og hand leggsbrotinn. Hinir eru fótbrotn ir, brákaðir, marðir og skrámað- Félagskonur selfa mæðra- blómið HAFNARFIRÐI — Kvehnfélagið Sunna gengst fyrir sölu á Mæðrablóminu hér í bænum á morgun (mæðradaginn) og renn- ur allur ágóðinn til bágstaddra mæðra. Munu félagskonur sjálf- ar bjóða blómið til sölu og er ekki að efa að bæjarbúar munu styrkja vel þetta ágæta málefni. Kvenfélagð Sunna hefir starf- að i rúmlega eitt ár. en tilgang- ur félagsins er að starfrækja orlofsheimili fyrir húsmæður og vinna að mæðrastyrksmálum almennt. Innan félagsins starfar orlofsnefnd og mæðrastyrks- nefnd. Sú fyrrnefnda hefur að visu starfað 10 ár á vegum bæj- arins og haft sumardvalarheim- ili fyrir mæður og börn á hverju sumri, en þagar orlofslögin voru sett, var ekki lengur grundvöllur íyrir því að nefndin starfaði á vegum bæjarins. Var því tekið það ráð að stofna kvenfél. Sunnu, sem hefur styrk frá riki og bæ og hefur nú hafð það starf fyrir bágstadar mæður, sem Hafnar- fjarðarbær hafði áður meö hönd- u,m. G. E. (Ljósm.: Stefán l’edersen). ir, bæði í andliti og annars «tað- ar. Ekki er hægt að fullyrða neitt á þessu stigi málsins, hversu hættuleg meiðslin eru, en vonir standa til, að fyrir utan útlima- brot séu þau ekki m.ög alvarleg. Það skal að lokurr tekið fram, að allir piltarnir eru reglumenn, og er því ekki hægt að setja þetta slys í samband við áfengisneyzlu. — jáa. — Kúba Framhald af bls. 1. Hann sagði, að árásin hefði verið gerð snemma morguns 20. þ.m. en eftir kuikkustundar baráttu hefðu skæruiiðainir hörfað vegna yfirburða Rússa hváð vopnabún- aði viðkom. Vasquez sagði, að árásin hefði misheppnazt, en fimm Rússar fallið. Ekki skýrði hann fram rnannfalli í liði út- laga og ekki kom fram hvort ein hverjir þeirra hefðu verið teknir til fanga. Vasques skýrði frá því, að þeg- ar árásin var gerð hefði Kúbu- her ljóslega taiið, að um meiri- háttar hernaðaraðgerðir væri að ræða, því að öli skip á svæðinu hefðu fengið fyrirskipun um að •stanza og MIG-fiugvélar hefðu verið sendar á vettvang. Her- stöðin, sem skæruliðar gerðu á- rás á væri svo leynileg, að Kúbönskum hermönnum væri bannaður aðgangur að henni. Heimildir í VJashington segj- ast ekki hafa .aðslöðu til að stað- festa fregnirnar um árásina og bæta við, að Bandaríkjamönnnm sé ekki kunnugt um sovézka kaf bátastöð við Hondaflóa. Vasques ír framkvæmdastjóri útvarpsstöðvar 1 Mexíkóborg og fregnir hennar frá Kúbu- hafa flestar reynzt réttar. — Kommúnistar Framtlald af bls, 1. unni um Laos, haldi fund með sér í Vientiane, en það hefur Souvanna Phouma lagt til. __ Fregnir frá Moskvu herma, að Sovétstjór-nin sé ekki eins á- hyggjufull út af ástandinu í La- os og stjórnir Vesturveldanna, þvi að hún telji átökin í landinu innanríkismál, sem hinir strið- andi aðilar géti leyst með samn- ingum sín í milli. Þó hefur And- rei Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, skrifað Souvanna Phouma bréfi, þar sem hann Io,f- ar áframhaldandi stuðningi Sovétstjórnarinnar við sam- steypustjórn hans. Talsmaður utanríkisráðuneyt- is Bandaríkjanna skýrði frá því í dag, að Iitlar breytingar hefðu orðið á stöðu herjanna í Laos síðustú sólarhiinga. Hersveitir tryggar stjórninni undir forystu Kong Lee hershöfðingja, byggj- ust til varnar á hæðum skamnvt frá Krukkusléttu og óttazt væri, að Pathet Lao kommúnistar | vi>ru i árásarhugleiðingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.