Morgunblaðið - 02.06.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.06.1964, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 2. júní 1964 Ódýrar sumarkápur Svampfóðraðar, verð frá kr. 1695,00 Laugavegi 116. íbúð til sölu Við Sólheima er til sölu í 3ja íbúða húsi hæð, sem er 153 ferm., 2 samliggjandi stofur, 3 svefnherbergi, eldhús með borðkrók, bað o. fl. Á hæðinni er og sér jivottahús. Uppsteyptur bílskúr fylgir. Hæðin er nú þegar fokheld. Mjög gott útsýni. — Hita- veita væntanleg. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur — Fasteignasala. Suðurgötu 4. — Sími 14314. Vöraf utnispr mú bílum VESTUR — NORÐUR — AUSTUR Vöruflutningabílar frá Vöruflutningamiðstöðinni ann- ast ódýrustu, skjótustu og beztu flutningana fyrir ykkur, hvort heldur um er að ræða heila farma eða einstakar sendingar, til fyrirtækja og einstaklinga. — Bílar okkar fara nær daglega til flest allra kaup- staða og kauptúna á Vesturlandi, Norðurlandi og á Aust fjörðum, allt austur til Hornafjarðar. Allar nánari upplýsingar í afgreiðslunni frá kl. 8—18 alla daga nema laugardaga til kl. 12 á hádegi. TRAUSTIR BÍLAR — ÖRUGG ÞJÓNUSTA MUFLUnUMIBSTÖeiN Borgartúni 21. — Símar 15113 — 12678. BLAUPUMKT SJénvörp Árgerð 1965 Fyrir bæði kerfin FULLKOMIN ÞJÓNUSTA. Söluumboð: RADIOVER Skólavörðustíg. — Sími 18525. Cunnar Ásgeirsson — Kvennasíða Framhald af bls. 10. úr smíðajárni, kopar og vönd- uðum harðviði. Fyrir öllum gluggum eru sterkir járn- rimlar og hefur þeim tekizt að útbúa rimlana á listilegan hátt svo þeir eru síður en svo til óprýði. Skemmtigarður tilheyrir hverju húsi, en þar vaxa tré, blóm og alskyns hitabeltis- gróður í fjölbreyttu litasikrúði, sem gefur þessum borgarhluta ævintýralegan blæ. Sólin gengur til viðar kl. kortér fyrir sjö, en þá fyllist andrúmsloftig þungum sæt- um blómailmi. Kvöldið og nóttin eru niðdimm, nema þegar gullbryddað tunglið gægist fram úr skýjaþykkn- inu til þess að auka á yndis- leik og töfra sumarnætur- innar í Lima“. ,,I>ér minntust á rimla fyrir gluggum, eru þeir til varnar innbrotum?“ „Já, þarna syðra eru inn- brot og þjófnaðir daglegir viðburðir. Ef húsin eru ekki harðlæst daga og nætur, getur farið illa. Flestir húseigend- ur eiga hund, því innfæddum er í blóð borin hræðsla við hunda. Geri ég ráð fyrir að það standi í sambandi við huadaæði, sem er ekki óal- geng og íbúarnir þekkja af- leiðingar hennar. Varðhund- arnir eru ýmist hafðir úti í garði, upp á þaki, eða inni í húsunum, eins oig nú er al- gengast, því þjófarnir hafa komizt upp á lag með að þagga niður í hundunum úti við, ýmist með kjötbeini eða öðrum brögðum. Einnig getur verið lífshættulegt að fara út einsamall, einkum eftir að rökkva tekur, og þarf ekki myrkur til. Ein kona sem ég kannast við varð fyrir árás í verzlunarhverfinu ekki alls fyrir löngu. Hafði hún verig að gera innkaup á ameríska stórmarkaðinum og gleymdi að læsa bílnum meðan hún var inni að verzla. Hún er ekki fyrr komin af stað aftur en maður rís upp í aftursætinu og skipar henni að aka á tiltekinn stað, tekur af henni allar vörurnar, skart- gripi og skó, en innfæddir sækjast mjög eftir skóm. Þ-ótt- ist konan heppin að sleppa með lífi. Þetta er aðeins eitt dæmi af ótal mörgum". „Hafið þið ekki eitthvað af þjónustufólki?“ „Jú. Fyrstu þrjú árin bjugg um við í íbúð og þá nægði okkur ein stúlka. En nú höf- um vig flutt í einbýlishús og bætt við okkur einni stúlku og garðyrkjumanni. Það þykir ekki mikið þjónustulið eftir því, sem þarna gerist enda ódýr vinnukrafturinn". „Hvað gera þá húsmæðurn- ar fyrst þær hafa þjóna á hverjum fingri?“ „Hefðarkonur í Perú stunda mikið listir og samkvæmis- líf, en auðvitað þurfa þær tíma til þess að sjá um mat- arinnkaup heimilisins og fylgja fast eftir að þjón- arnir vinni sín störf daglega, því að þeir eru yfirleitt heldur latir og fákunnandi. En við höfum verið mjög heppin með okkar þjónustu- fólk og höfum vig haft sömu stúlkuna frá því ég kom, en vistaskipti eru tíð. Þegar við fluttum fenigum við garð- yrkjumann sem hafði verið 14 ár í þjónustu þýzikrar fjöl- skyldu og kunni sitt verk. Hann útvegaði mér systur sína, sem heitir Loisa Muclia og þegar hún kom til mín kunni hún ekki að þvo sér um hendurnar. En nú hefur mér tekizt að kenna henni ýmislegt, fyrir stuttu kenndi ég henni að baka lummur og gefck það prýðisvel. Það er gaman að sjá hve hún verffur hreykinn þegar henni tekzt að nema eitthvag nýtt, þetta ' er eins og að kenna stóru barni“. „Er matræðið ekki frá- brugðið því sem við eigum að venjast?“. „Ojú, en maturinn í Perú er alveg sérstaklega góður og Perúmenn meistarar í mat- argerð. Þeir nota mikið krydd, og ótal grænmetistegundir og ávextir eru ómissandi við hverja máltíð. Fiskurinn þykir mér ekki góður að und- anteknum 2—3 tegundum og svo skelfiski, sem er framúr- skarandi. Og þeir hafa lag á að matreiða skelfiskinn á margvíslegan hátt, bæði risa- stórar rækjur, humar, kú- skeljar og krækling, svo eitt- 'hvað sé nefnt. Skelfiskur er oft matreiddur með osti og sítrónusafa og brugðið inn í ofn andartak. Einn réttur er sérstaklega góður, hann er búinn tij úr mörgum tegund- um af skelfiski." „Oig eru eldihúsin sæmi- lega útbúin hvað heimilis- tæki snertir?“ „Mikil ósköp. Spánverjarnir hugsa vel um heimili sín og hvergi hef ég séð fullkomnari né smekklegri heimili. En lægri stéttin á ekki nema einn pott eða pönnu, enda matargerð þeirra mj.ög frum- stæð og þeir búa oft til mat- inn úti á götu yfir glóðarker- um. Verður af því miki'll reykur. En þetta setur sér- stakan svip á götulífið í Lima. Einn rétt búa þeir mik- ið til að selja heitan á göt- unum. Heitir hann anticucho og upphaflega var hann bú- inn til úr nautahjarta, þó nú sé stundum notað í hann ann- að kjöt. Kjötið er skorið í bita og lagt í bleyti í sér- stakan kryddlög yfir nótt. Næsta dag er kjötið þrætt upp á teina og steikt yfir glóð. Þetta er mjög braigðgott. —. Verzlun fer að mörgu leyti fram á götunum úti og er gaman að gera innkaup. En það verður að vara sig á ýmsu, einkum fersku grænmeti sem getur verið sjúkt af amöbum og fleiru". „Blandið þið dálítið geði við innfædda?“ „Eins of oft vill verðá hóp- ast útlendingarnir saman. Hermann hefur að sjálfsögðn kynnzt Perúmönnum meira en óg, þar sem hann hefur unnið með þeim. Spánverj- arnir halda sig mjög ríkmann- * lega og geta fáir útlendingar haldið til jafns við þá, og þó þeir séu elskulegir, fjörugir og skemmtilegir í viðmóti halda þeir útlendingum i hæfilegri fjarlægð. Við vor- um næstum mállaus þegar við komum, kunnum lítilsháttar í spönsku, og urðum að setjast á skólabekk og læra hana, þvl annars er vonlaust ag búa i landinu”. „Hafið þéí ferðast eitthvað um landið?“ „Já, ég hef farið bæði suð- ur og norður á bóginn m. a. til Cuzco, sem var upphaflega aðalborgin í Perú. En öðrum ríkjum Suður-Amerífcu hef ég ekki kynnzt því starfs- menn Sameinuðu þjóðanna geta ekki farið úr landinu nema með sérstöku leyfc. Það eru ákveðnar reglur um þetta innan samtakanna. Eu konur, sem víða hafa farið um Suður-Ameríku hafa satgt mér að Perú sé bezta ríkið þarna suður frá. En þrátt fyr- ir alla kostina vildi ég ekki skipta á íslandi og Perú fyrir fullt og allt“, sagði frú Alda Snæhólm að lokum. Hg. ÞJOÐHATIÐARNEFND REYKJAVÍKUR OrÖsending Þjóðhátíðarnefnd beinir þeim tilmælum til borgar- búa að þeir taki þátt í hreinsun og snyrtingu borg- arinnar, sem nú er hafin, og leggi þannig sitt af mörkum til þess að þjóðhátíðardagurinn verði sem ánægj ulegastur. i Ennfremur hvetur hún verzlanir í borginni til þess að skreyta glugga sína 17. jún'. ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND REYKJAVÍKUR. BafrelHarsifóri Vanur meiraprófs bifreiðarstjóri óskar eftir góðri, vellaunaðri atvinnu. Hefur mikla tungumálakunn- áttu. Tilboð sendist Mbl. fyrir laugardag merkt: „Reglusamur bifreiðarstjóri — 9750“. Byggitigafélag verkamanna í Reykjavík Til sölu 3 herb. íbúð í 6. byggingafl. Þeir félagsménn, sem vilja neita forkaupsréttar Teggi inn umsóknir sínar fyrir kl. 12 á hádegi 8..þ.m. í skrifstofu félagsins Stórholti 16. STJÓRNIN. Afgreiðslustúlka Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Upplýsingar á staðnum kl. 6—8 í kvöld. Barnafataverzlunin EMMA Skólavörðustíg 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.