Morgunblaðið - 02.06.1964, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.06.1964, Blaðsíða 27
í’riSjudaírur 2. iúní T964 MORGUNBLAÐIÐ 27 Kennaraskólanum gefið barnabókasafn Frá skólaslilum í Kennaraskóla íslands. (Ljósm. Myndiön). Kennaraskóla islands siitið Vlt) slit Kennaraskóla íslands sl. laugardag færðu tíu ára nemend- ur, kennarar, sem brautskráðust vorið 1954, skólanum að gjöf barnabókasafn. Safnið er mikið að vöxtum; telur á tíunda hundr- að binda, og reyndu gefendur að ná til allra barna- og unlinga- bóka, er hér hafa komið út. Sagði skólastjóri, dr. Broddi Jóhannes- son, Mbl. í gær, að gjöf þessi væri skólanum geysimikils virði. í gjafabréfinu segir svo m.a.: „Bókasafn þetta er ætlað til af- nota fyrir nemendur við Kenn- axaskóla íslands. Hugmynd gef- enda er, að með safni þessu gef- ist þeim kostur á að kynnast liokkru af því lesefni, sem út hef- ur verið gefið fyrir börn og ungl- inga á íslandi undanfarin ár. Það «r von þeirra, sem að gjöfinni standa, að safnið megi verða vís- Framhald af bls. 26. ÞaS er svona jákvætt spil eins og Valur sýndi þetta kvöld, sem vantar í íslenzka knatt- spyrnu og áttu áðurnefndir 3 menn mestan heiður af þvi, og var Reynir Jónsson bezt að úr sínu, og fer mjög óvenju lega vel með knött. Var þctta bezti leikur hans til þ~3sa. Forysta Fram. Fram skoraði á 3. mín. og var Helgi Kúmason þar að verki með skalla af stuttu færi eftir góða fyrirsendingu Ásgeirs. Fyrir utan tvö mjög hættuleg færi er Jóhannes Atlason bakv. bjargaði á marklínu Frammarks ins átti Fram mun meira í leikn- um fyrsta hálftímann. En við hin hættulegu Vals konut í ljós stóru veilurnar í vörn Fram — kyrrstöðu hennar og silahætti og var þá garðurinn lægstur'í mark inu sjálfur, enda er Hallkell ung ur og skortir reynslu í svona leik fuliorðinná. ■Jt Markaregn. Á 31. mín. jafnaði Hermann fyx-ir Val með góðu skoti enda lagði Reynir vel fyrir hann. Berg steinn átti upphaf þessarar góðu sói-nar. Á sömu mínútu nær Valur for ystu. Hermann náði knettinum eftir upphafsspyrnu Fram og sendi langa sendingu fram. Berg ur hljóp sérlega rösklega á eftir og úr varð laglegasta mark. Á 36. mín. skorar Hermann 3:1. Upphlaupið var fallegt og Reynir lagði meistaralega fyrir fætur Hermanns. Skotið gat ver ið betra en markvörður Fram var illa staðsettur og átti klaufa- lega tilburði. Á 41. mín. skorar Reynir 4:1. H’rmann sendi fyrir frá hægri yfir til Bergs á vinstri væng. Hann sendi inn í teiginn til Reyn is, sem vann návígi og skoraði örugglega. Þetta var 4. markið á 10 mín. hjá Val. Svo virtist sem sama velgengn in ætlaði að fylgja Val í síðari hálfleik. Á 14. mín. skorar Hermann 5:1. Reynir brauzt laglega í gegnuin i *~ *~ *~ *~ *~ ^ m m ^ m m Staðan ! / /. deildl Staöan í 1. deild er eftir þessa helgi þannig: Keflavík .. 2 2-0-0 8:5 4 Akranes .. 3 2-0-1 6:5 4 KR 1 1-0-0 2:1 2 Valur .... 3 1-0-2 10:9 2 Þróttur 2 1-0-1 5:5 21 Fram .... 3 0-0-3 10:16 01 ir að veganesti fyrir kennara, er þeir hefja starf, sem meðal ann- ars er fólgið í vali bókmennta til lestrar fyrir íslenzka skólaæsku. Safninu fylgir spjaldskrárskáp- ur og spjaldskrá fyrir 900 bækur, sem í því voru á afhendingardegi. Af gefenda hálfu fylgja engar kvaðir gjöf þessari aðrar en þær, sem um auðkenni og afnot fjalla og þegar hafa verið teknar fram. Bekkjarfélagið áskilur sér þó rétt til að bæta við safnið á kom- andi ái'um, ef tækifæri gefst. Á sama hátt er það ósk þessa hóps, að aðrir aðilar, sem kunna að gefa Kennaraskóla íslands bækur, ætlaðar börnum og' unglingum, tengi gjafir sínar safni þessu, þannig að stofnuninni megi auðn- ast að eignast smám saman heil- steypt safn íslenzkra bai'nabók- mennta“. vörnina á hægri væng og lagði fyrir fætur Hermanns i dauða- færi á stuttu færi. Á 26. mín. brýzt Hermann einn upp frá miðju. Framvörnin treysti á rangstöðu, sem var alls ekki fyrir hendi og Hermann skoraði af stuttu færj. Þrátt fyrir þetta markaregn börðust Framarar og náðu mjög oft upphlaupum að vítateig Vals, en síðasta sendingin var aldrei nákvæm, sem fyrr segir og rann allt út í sandinn. Framverðirnir tóku þá af skarið og reyndu lang skot utan af velli. Á 32. min. skorar Guðjón Jóns son af 30 m. færi 6:2. Gylfi mark vörður Vals rann til í markinu og náði ekki skotinu. Á 38. mín. skorar Bergur 7. mark Vals með fallegu skotj, sem snerti þó varnarmenn og breytti stefnu og lenti út við stöng. Á 39. mín. bindur Þorgeir Lúð víksson framv. Fram endi á markaregnið. Af 25—30 m. færi skaut hann á márkið, skotið fleytti kerlingar af bak Vals- manns upp í fnarkið 7:3. Eftir þetta sóttu Framarar fast en varð ekki ágengt, og geta fyrst og fremst kennt silalegri vörn og lélegri markvörzlu um að iið ið er eina stiglausa félagið í 1. deild eftir 3. leiki. Framverð- irnir Guðjón og Þorgeir voru beztir svo og Hallgrímur Schev- ing. — A. St. F’ói'r Ielkir í 2. deild KEPPNI í 2. deild knattspyrnu manna hófst fyrir helgina og er nú lokið 4 leikjum. Úrslit hafa orðið þessi: FH — Víkingur 4:0. Vestm.eyjar — Breiðablik 2:1. Vestm.eyjar — Víkingur 3:2. ísafj. — Siglufjörður 3:2. FH vann öruggastan sigurinn, en Vestmannaeyingar hafa átt heppni að fagna, því Breiðablik og Víkingar áttu sízt minn" í leikjunum við þá. Knattspyrnumót Hafnarfjarðar KNATTSPYRNUMÓT Hafnar- fjarðar hefst kl. 6 í kvöld á knattspyrnuvellinum með leik i 5. flokki, en síðan keppa 3. fl. og 1. fl. Þátttakendur í mót’nu eru Hafnarfjarðarfélögin ÍH og Haukar og sér FH, um mótið að þessu sinni. — Mótið heldur svo áfram á morgun og verður þá keppt í 4. og 2. aldursflokki og hefst mótið kl. 7,30 e.h. KENNARASKÓLA fslands var slitið á laugardaginn var. AUs brautskráðust 62 nemendur, þar af helmingur stúdentar. 297 nem endur voru i kennáradeild skól- ans, en hátt á annað hundrað börn í æfingardeild hans. Um 50 kennarar kenndu við skólann að stundakennurum meðtöldum. Upplýsingar þessar komu fram í skólaslitaræðu skólastjóra, dr. Brodda Jóhan.nessonar. Hann fcvað skólastarf i vetur hafa geng ið vel, en þó háði það nokkuð starfinu, að nemendur þurftu að sækja ailar íþróttaæfingar út í bæ, þar eð leikfimisalur er ekki enn kominn upp í hinum nýjá húsi skólans við Stakkahlíð. Skemmtana- og félagslíf1 var gott, þótt samkomusalur sé ekki enn tilbúinn. Að lokinni ræðu skólastjóra, voru skólanum færðar margar og rausnarleger gjafir. Freysteinn Gunnarsson, fyrr- verandi skólastjóri Kennaraskóla íslands, afhenti skólanum að gjöf málverk af fvrsta skólastjóra skólans, séra Magnúsi Helgasyni frá Birtingaholti. Örlygur Sigurðs son, listmálari, málaði myndina, Honolulu, Vientiane og Washington, 1. júni (AP) DEAN RUSK, utanrikisráðherra, Macnamara, varnarmálaráðherra, og aðrir helztu sérfræðingar Bandarikjanna í málefnum Suð- austur-Asíu, hófu í dag tveggja daga leynilegar viðræður í Hono- lulu. Er tilgangur fundarins að reyna, samkvæmt fyrirmælum Johnsons forseta, að ganga úr skugga um á hvern hátt sé unnt að stöðva framsókn kommúnista i Laos og Suður-Vietnam. Skömmu áður en ráðstefnan hófst lýstu Pathet Lao kommún- istar því opinberlega yfir að þeir styddu ekki lengur samsteypu- stjórn landsins og að Souvanna Phouma væri því ekki lengur réttkjörinn forsætisráðherra. — Hefur rikisstjórn Bandarikjanna hinsvegar lýst þvi yfir að ákvörð- un Pathet Lao hafi engin áhrif á löggilda stjórn landsins. í tilkynningu stjórnarinnar i Vientiane segir að flugvélar flug- hersins i Laos hafi ráðizt á her- flutningalest frá Norður-Viet- nam, eyðilagt tiu flutningabila, sem voru fullir af hermönnum og einnig tvær brynvarðar bifreiðir. Lítið fréttist af fundarhöldun- um í Honolulu. og ekki búizt við að neitt verði látið uppi um þær fyrr en eftir að Johnson forseta hefur verið gefin skýrsla um niðurstöðurnar. Auk þeirra Rusk ög Macnamara sitja fundinn sendi I og var hann viðstaddur afhend- inguna. Nemer.dur, sem burt- skráðust árið 1913, höfðu for- göngu um gjöfina Þrjátíu ára nemendur gáfu skólanum alfræðabók, Nordisk Konversationsieksikon, og hnatt- líkan. Hafði Sigfús Sigmundsson orð fyrir gefendum. Tuttugu og fimm ára nemend- ur gáfu kvikmyndatökuvél. Hafði Gunnar Markússon skólastjóri í Þorlákshöfn, orð fyrir gefendum. Pálmi Pétursson tilkynnti fyr- ir hönd tuttugu ára stúdenta, að þeir ætluðu að gefa skólanum málverk af Isaki heitnum Jóns- syni, skólastjóra. Örlygur Sigurðs son, listmálaii, mun mála mynd- ina. Hinrik Rjarnason hafði orð fyrir tiu ára nemendum. Gáfu þeir skólanum mjög fullkomið barnabókasafn, sem telur á tí- unda hundrað bindi, ásamt spjald skrá og spjaldskráskápu. Er nán- ar frá gjöf þeirri skýrt annars staðar í blaðinu. Þá var afhentur stimþill með merki skólans, sem þrjátíu ára nemendur gáfu skólanum i fyrra, en var þá ekki tilbúinn til af- herrar Bandaríkjanna í Suðaust- ur-Asíu og Maxwell Taylor, for- seti herforingjaráðsins. Eiga þeir að kanna hvort núverandi að- gerðir Bandaríkjanna nægja til að stöðva aðgerðir kommúnistaj eða hvort þörf sé nýrra og rót- tækari aðgerða. Auk þess að neita frekari stuðn ingi við Souvanna Phouma, hafa Pathet Lao kommúnistar sakað Indverja um brot á Genfarsátt- málanum írá 1962 með þvi að senda sveit lækna og hjúkrunar- kvenna til Laos. Segja talsmenn Pathet Lao að læknarnir eigi að aðstoða hermenn stjórnarinnar og flóttafólk frá svæðum, sem kommúnistar hafa náð á sitt vald. Indverjar háfa lýst því yfir að læknarnir séu sendir til Laos sam kvæmt ósk Souvanna Phouma, en kommúnistar segja að ráðherrann hafi enga heimild til að koma fram í nafni þjóðarinnar. í orð- sendingu frá Pathet Lao i dag segir m.a.: „Souvanna Phouma, prins, hef- ur varla nokkur völd lengup og enn minní rétt til að nota titilinn forsætisráðherra sambandsstjórn- arinnar í Laos iþeim tilgangi að biðja um aðstoð erlendis frá“. Lítið hefur verið um árekstra milli stjórharhersins og kommún ista í dag, en loftárás flughers stjórnarinnar voru gerðar sl. föstudag, þótt ekki hafi verið skýrt frá þeim fyrr en nú. Segir hendingar. Verðlaun voru nú í fyrsta skipti veitt úr ástundunarsjóði, sem fimm ára nemendur gáfu í fyrra. Stefán Árnason, netpandi í 3ja bekk hlaut verðlaunin. Ólaf ur Proppé hlaut verðlaun fyrir störf að félagsmálum kennara- nema. Hæstu einkunn á kennaraprófi hlaut Þóra Guðmundsdóttir í IV. bekk, 8,92. í stúdentadeild var Hólmfriður Gunnarsdóttir efst, hlaut 8,S1. Hæstu einkunn í skól- anum fékk Jóna Þorsteinsdóttir i handavinnudeild 9,0. í almennu deildinni var Páiína Pétúrsdóttir efst, hlaut 8,95. Umsóknarfrestur um skólavist næsta vetur rennur út nú í júní- lok. Umsóknarfrestur í kennaraskólann ÞEIR NEMENDUR, sem hyggj- ast stunda nám í Kennaraskóla Islands á vetri komanda, þurfa að hafa skilað umsók’ium fyrir lok júnímánaðar. Suðaustur Asíu í tilkynningu stjórnarinnar að flutningalestin frá Norður-Viet- nam hafi verið rétt innan landa- mæra Suður-Vietnam þegar árás- in var gerð, og á leið til Krukku- sléttu. V Háskólafyrir- lestrar Borgströms CARL Hjalmar Bongström, pró- fessor í samanburðarmálfræði við háskólann í Osló, er staddur hérlendis í boði Háskóla íslands og flytur fyrirlestra við háskól- ann sem hér segir: Þriðjudaginn 2. júní: „Noen nyere synspunkter om indo- europæisk sproghistorie, særlig avlyden". Miðvikudaginn 3. júní: „Nor- disk sproglig pávirkning pá skotsk-gelisk“. Fyrirlestrarnir verða haldnir í I. kennslustofu háskólans og hefjast kl. 5.30 síðdegis. Ollum-er heimill aðgangur. Akureyri Sjálfstæði.smenn Akureyri! Aðalfundur MáJfundafélags- ins Sleipnis verður haldinn ^ skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, Hafnarstræti 101 miðvikudaginn 3. júlí kl. 21. — Venjuleg aðal- fu.idai'störf. Bandarískir ráðherrar og sér- fræðingar á ráðsteínu í Honolulu Athuga þörf á róttækari aðgerðum í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.