Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADIÐ Miðvikudagur 3. júní 1964 Húsin sem flutt verða í Árbæ, Bernhöftsbakarí, pakkhúsið og lengra til hægri, hinum megin við Gimli, Gunnlaugssonshús. Blaðamenn ALMENNUR fundur verður hald inn í Blaðamannafélagi íslands í dag, miðvikudag, kl. 2,30 í Nausti (uppi). Á dagskrá eru: 1. Siða- reglur blaðamanna; 2. Pressu- ballið; 3. Nefndarkosningar og önnur mál. — Blaðamenn eru hvattir til að fjölmenna á fund- inn. TWarasölur í ri Bretlandi HALLVEIG Fróðadóttir seldi 1 Grimsby í gær 144 lestir fyrir 7681 sterlingspund. — Víkingur seldi einnig í Grimsby í gær 335 lestir fyrir 17859 pund. Egill Skallagrímsson seldi í Hull 182 lestir fyrir 11688 pund. Júpiter seldi í Hull í gær 163% íest fyrir 13963 pund og Surprise 128,5 lestir fyrir 11658 pund. Bjarni Ólafsson átti að selja I dag í Bretlandi og Fylkir á fimmtudag. Bernhöftsbakarí, Gunnlaugssonshús og geymsluhú sin gefin Árbæ f GfflR var lagt fyrir borgarráð bréf frá fjármálaráð'herra, þar sem ríkisstjórnin býður að gjöf til Árbæjarsafns gömlu húsin, sem standa milli Bankastrætis og Amtmannsstígs, þ. e. gamla Bernhöftsbakaríishúsið, Gunn- laugshúsið ásamt tilheyrandi geymsluhúsum og er boðið að ríkissjóður kosti flutning og upp- setningu húsa þessara. Segir Lárus _ Sigurbjörnsson, forstöðumaður Árbæjarsafns, að með flutningi þessara húsa upp- eftir, ásamt endurbygginigu gamla apoteksins, sem verið er að flytja og byggingu sjóbúðar, sem í ráði er að reisa, séu kom- in sýnishorn í Árbæjarsafn af helztu húsum í Reykjavík frarh yfir miðja síðustu öld. Rómar hann þessa rausnarlegu gjöf rík- issjóðs til safnsins. Rýmt fyrir stjórnarráðshúsi. Bréfig sem Gunnar Thorodd- sen, fjármálaráðherra, sendi borgarráði hljóðar svo: „Eins og borgarráði er kunn- ugt, er fyrirhugað að reisa á næstu árum stjórnarráðshús á lóðum ríkissjóðs á svæði, sem markast af Lækjargötu, Banka- stiæti, Skólastræti og Amt- mannsstíg hér í borg. Gömlu húsin sem standa á lóðum þess- um ,verða að hverfa áður en framkvæmdir hefjast við stjórn- arráðshúsið. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gefa Árbæjarsafni tvö þess- ara húsa, Bernhöftsbakarí ásamt tilheyrandi geymsluhúsum og hús það sem nefnt var Gunn- laugshús eða Smithshús. Ríkis- sjóður mun kosta flutning og uppsetningu húsa þessara við Árbæ. Gert er ráð fyrir að húsin megi flytja á næsta ári oig verð- ur flutningi og framkvæmdum hagað í samráði við forstöðu- menn Árbæjarsafns. Húsin í upprunalegri mynd Mbl. átti tal við Lárus Sigur- björnsson um þéssi hús, sem nú verða væntanlega flutt að Árbæ á nSesta ári, og fékk hjá honum eftrfarandi upplýsingar: Gamla Brenhöftshúsið var byggt árið 1834 sem bakarí af Knudtzon kaupmanni, en skömmu seinna eða 1845 seldi hann það Bernhöft bakara. Hitt húsið, Gunnlaugshús, var byggt af Stefáni Gunnlaugssyni land- og bæjarfógeta. Seinna var sett á það turnbyggingin, sem ekki verður flutt með að Árbæ, þar sem húsin verða flutt í sinni upprunalegu mynd. Ekki fengist rétt sýnishorn af þessum byggingum nema geymsluhúsin fylgi, enda er það stærsta þeirra, tvíloftapakkhúsið, merkilegt hús út af fyrir sig. — f sjálfu sér er það ekki ný til komið að þessi hús fari að Árbæ, sagði Lárus, því þegar nefnd var skipað 1957 til að at- huga hvaða hús skyldu flutt upp eftir, var gerð áætlun um æski- leg hús og í þeirri áætlun voru bæði þessi nefnd. Það var ósk- hyggja þá, sem nú er orðin að veruleika. Stofur, embættisskrifstofa og vinnustofur Og til hvers verða þessi hús notuð í Árbæ? í sjálfu Bern- höftshúsinu mundi reynt að koma fyrir sýnishornum af is- lenzkum húsgögnum frá öldinni sem leið, segir Lárus. í Gunn- laugshúsi hefur mér dottið í hug að mætti hafa sýnishorn af embættisskrifstofu og í pakkhús inu vinnustofu iðnaðarmanna, t.d. skósmíðavinnustofa, prent- smiðju, beykisvinnustofu, tré- smíðaver'kstæði, gullsmíðaverk- stæði, úrsmíðavinnustofu o. fl. Við eigum sjálfir í safninu ýmis- leg gömul verkfæri og tæki. Iðnaðarmannafélagið á merki- legt safn, sem er geymt uppi í I&nskóla og hefur verið sýnt einu sinni. Maður hefur verið að bera víurnar í það og það er e. t. v. meiri von til að það verði latið af hendi ef sómasamlega yrði frá því gengið til sýnis. Md bjóða yður til New York? NÚ ERU aðeins sex dagar þar til dregið verður í hinu glæsi- lega happdrætti Sjálfstæðis- flokksins, og sá sem heppnina hefur með sér, fær ferð um- hverfis jörðu fyrir tvo. Komið verður við í New York, þar sem heimssýningin stendur nú. San Francisco, Honolulu (Hawaii), Tókíó, Hong Kong, Bangkok, Nýju Delhí, Kaíró, Aþenu, Róm, Paris og Lond on. Verðmæti þessa glæsilega vinnings er hvorki meira né minna en 250 þúsund krónur. Þá eru einnig á boðstólum þrír bíiar. Samanlagt verðmæti vinninganna er 700 þús. kr. Skrifstofa Happdrættisins i Sjálfstæðishúsinu er nú op- in til kl. 10 á hverju kvöldi, og er skorað á þá, sem fengið hafa senda miða, að gera skii strax. Miðar fást einnig á skrif stofunni, svo og í happdrættis bílunum í Miðbænum, og kosta aðeins kr. 100,00. Ungverjinn stjórnar á tveímur sýningum enn MISSAGNIR urðu í blaðinu í gær um brottför ungverska leik stjórans og hljómsveitarstjórans í Sardasfurstynnunni. Hann er ekki farinn og stjórnar enn tveimur sýningum í Þjóðleikhús inu, í kvöld og nk. sunnudag. Eftir það tekur Ragnar Björns- son við hljómsveitarstjórninni í óperettunni. Upphaflega hafði ungverski stjórnandinn verið ráðinn til þessa tíma, skv. upplýsingum þjóðleikhússtjóra, en síðar hafði verið talað um það við hann og hann fallizt á að vera út sýn- ingartímann. En á sunnudag var hringt til hans frá Budapest og honum skýrt frá því að þar eð ákveðið hefði verið að óperan, þar sem hann starfar, færi með óperusýningu og ballet á hátíð- ina í Rostock, þá væri nauðsyn- legt að hann kæmi heim til æf- inga strax og samningstímabil hans væri útrunnið. Fer hann því eftir sunnudagssýninguna. í gærkvöldi var svo ákveðið að Ragnar Björnsson tæki við hljómsveitarstjórninni í Sardas- furstynnunni. Söngkonan ung- verska er farin frá Þjóðleikhús- inu, sem kunnugt er, en mun ekki farin af landi brott enn. Skákkeppni Akur- eyriu«[a og Norð- firðinga T Neskaupstað, 2. júní: — UM SL. helgi komu hingað fé- lagar úr taflfélagi Akureyrar og kepptu við menn úr taflfélagi Neskaupstaðar. Keppt var á 13 borðum og sigruðu Akureyring- ar með 11 vinningum gegn 2. Einnig var háð hraðskák- keppni milli félaganna og fóru leikar þannig að Akureyringar sigruðu einnig með 119V2 gegn 49%. Er þetta í fyrsta sinn, sem Akureyringar og Norðfirðingar heyja skákkeppni, en vonandi upphaf að árlegri keppni. — Á.L. Vertíðarafli Hellissandsbáta HELLISSANDI, 1. júní — Vertíð lauk hér um miðjan maí. Heildar afli 5 báta, sem gerðir voru út á Rifi, var 4113 tonn í 376 róðr- um. Auk þess lögðu trillubátar á land 200 tonn. Aflahæstur var Skarðsvík með 1149 tonn í 84 róðrum, skipstjóri Siigurður Kristjónsson, — Næstur var Arn- kell með 835 tonn í 62 róðrum. Þrír bátar eru að útbúa sig á síldveiðar fyrir Norðurlandi, en tveir bátanna fara á humarveið- ar. — R. Ó. Norrænt kven- réttindamót NORRÆNU kvenréttindafélögin halda fund í Danmörku dagana 6.—9. september 1964. Upplýsing- ar um fundinn fást hjá Kvenrétt- indafélagi íslands. f NA /5 hnúfar X SnjóJroma | / SV 50 hnuisr 9 Oii \7 Skúrk Z Þrumur H HmS I Akureyri Sjálfstæðismenn Akureyri! Aðalfundur Málfundafélagsins Sleipnis verður haldinn á skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins, Hafn- arstræti 101 í kvöld 3. júní kl. 21. — Venjuleg aðalfundarstörf. ./oH" 2 i01? H' 7/0/C • g " V 12 -Á’ iOoo v /5 f lOOÓ Sömu veðurgæðin næstu dægrin BLÍÐVIÐRI var um allt land Hæðin yfir landinu og norð- í gær, úrkomulaust, hitinn austan við það er nærri kyrr- 10—12 stig. Á Akureyri voru stæð, svo að sömu veðurgæð- 13 stig um nónbilið. in verða áfram næstu dægrin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.