Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagtrr 3. júní 1964 Útgefandi: Hf. Árvakur, Keykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstraeti 6. Auglýslngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. INNANLANDS- FLUGIÐ Tnnanlandsflugið er orðið svo'f’ ríkur þáttur í samgöngu- málum íslendinga að engri furðu sætir, þótt rætt sé um nauðsyn bættrar aðstöðu þess á ýmsa vegu. Víðs vegar um land eru flugvellir ófullkomn ir og víða vantar flugvelli, þannig að einstök byggðarlög njóta flugsamgangna af skorn um skammti. En árlega er varið verulegu fé til þess að endurbæta lendingarstaði flugvéla og gera nýja í öllum landshlutum. Ennfremur er lögð áherzla á að afla sem mestra og beztra öryggis- tækja í þágu flugsins og setja þau upp, þar sem nauðsyn ber til. Mikið hefur verið rætt um Reykjavíkurflugvöll og fram- tíð hans. Nú síðast hefur flug- málastjóri lýst þeirri skoðun sinni að byggja beri nýjan flugvöll á Álftanesi, ekki sízt ef Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður. Sú skoðun hefur áður verið sett fram hér í blaðinu, að fá- sinna sé að fara nú eða alveg á næstunni að ráðast í gerð nýs flugvallar á Álftanesi, flugvallar sem áreiðanlega mundi kosta mörg hundruð milljónir króna að byggja. Skynsamlegra væri að nota Reykjavíkurflugvöll áfram næstu áratugi fyrir innan- landsflugið en færa allt milli- landaflug til Keflavíkurflug- vallar ,eins og Loftleiðir hafa nú þegar gert, að því er varð- ar starfsemi sína. Sannleikurinn er sá að svo mörg önnur verkefni eru ó- leyst hér á landi, bæði á sviði flugmála og annarra mála, að þjóðin hefur ekki efni á því að kasta mörg hundruð millj- ónum króna í nýjan flugvöll á Álftanesi, meðan hún hef- ur Reykjavíkurflugvöll til þess að reka frá innanlands- flugið og Keflavíkurflugvöll fyrir millilandaflugið. íslend- ingar verða að kunna sér eitt- hvert hóf og kunna að sníða sér stakk eftir vexti. En á það virðist alloft bresta. SIÐLAUS ■ BLAÐASKRIF orskveiðar með nót eru eins og kunnugt er nýj- úng hér á landi. Þess vegna voru í samningum milli sjó- manna og útvegsmanna engin bein ákvæði um skipti á slík- um veiðum. Hefur því risið deila um hvernig þeim skuli hagað. Mál þetta kom til úrskurð- ar dómstóla og hefur nú und- irréttardómur verið felldur í því. Viðurkennir dómurinn sjónarmið útvegsmanna í málinu og er skýrt frá niður- stöðu hans á öðrum stað hér í blaðinu. Kommúnistar hafa haldið uppi stórfelldum árásum á Landssamband ísl. útvegs- manna og einstaka útgerðar- menn vegna þess að þeir hafa beðið eftir fyrrgreindum dómsúrskurði um það, hvort gera eigi upp við sjómennina vegna þorskveiða í nót skv. samningum um síldveiðar eða þorskveiðar í net. Hefur kommúnistablaðið gengið svo langt ,að það hefur brigzlað útvegsmönnum um þjófnað og ofbeldisaðgerðir gagnvart sjómönnum. Um þessi skrif kommúnista verður ekki annað sagt en að þau séu í senn siðlaus og raka laus. Þorskveiðar í nót eru al- ger nýjung hér á landi eins og fyrr segir, og það var því al- gert álitamál hvernig skipti ættu fram að fara á þessum veiðum, þar sem engin á- kvæði voru um það í samn- ingum. Þess vegna var eðli- legt að úrskurður dómstóla gengi í málinu. En þannig er málflutning- ur kommúnista ævinlega, rakalausar fullyrðingar og persónulegar svívirðingar eru þeim alltaf tiltækari en sann- gjarnt mat á mönnum og mál- efnum. LEIÐTOGI INDVERJA 17' ongressflokkurinn ind- verski hefur nú kjörið eftirmann Nehrus. Lal Bad- hadus Shastri var kjörinn leiðtogi flokksins og forsætis- ráðherra með samhljóða at- kvæðum flokksstjórnar- manna. Sýnir það styrk Kon- gressflokksins, sem þó er byggður upp af fólki með all- ólíkar skoðanir, að hann skuli geta sameinazt þannig um kjör leiðtoga síns, að ástsæl- um og mikilhæfum leiðtoga látnum. Indverjar eru önnur fjöl- mennasta þjóð heimsins. — Munu þeir nú vera 400—500 milljónir. Mikið veltur á því að þessi mikla þjóð njóti traustrar og góðrar forystu. Indverjar hafa valið leið lýð- ræðis og frelsis. Kommún- isminn hefur aldrei náð að Brezkur flugmaður hand-| tekinn á Kýpur IHótmælaaðgerðir gegn Bretum á eyjunni MIKÍjAR mótmælagöngur gegn Bretum hafa verið farn- ar á Kýpur að undanförnu. Hófust þær þegar fréttist um handtöku hrezks flugmanns, sem sakaður er um að smygla vopnum til tyrkneskumæl- andi manna á eyjunni. Mað- ur þessi Keith Marley, 24 ára, kom fyrir rétt um helg- ina ásamt konu sinni, þau voru ekki dæird í þetta sinn, en eftir viku koma þau aft- ur fyrir rétt. Hjónin eru í gæzluvarðhaldi. Flugmaðurinn var í brezka hernum og grískumælandi menn sökuðu alla brezka her menn á Kýpur um að vera hlynntir Tyrkjum og kröfð- ust þess að þeir yrðu sendir heim þegar í stað. Brezka stjómin sendi Kýp- ur stjórn orðsendingu eftir að hún heyrði þessi uimmæli, sem rituð voru á kröfuspjöld, er grískumælandi menn báru í Nicósíu. Sagði brezka stjórn in hlægilegt að ímynda sér, að allir brezkir bermenn á Kýpur væri flækt í smygl- mál eins manns. Stjómin sagði, að henni væri ekki kunnugt um hvort kæra grískumælandi manna á hend ur Marleys væri á rökum reist, en brezki flugherinn rannsakaði nú mál hans og allt yrði gert til þess að kom- ast að hinu sanna. Grísk yfirvöld segja, að Marley hafi notað litla flug- vél til þess að smygla vopn- um til Tyrkja á Kýpur. Ekki hefur verið skýrt frá því hvaðan Grikkir telja að Mar- ley hafi flutt vopnin. Mótmælaaðgerðir grísku- mælandi manna hófust á mörgum stöðum á Kýpur skömmu eftir að spurðist um handtöku brezka flugmanns- ins. Báru Grikkirnir spjöld þar sem þess var krafizt, að allir Bretar yrðu á brott frá Kýpur, Bretar voru sakaðir um að draga taum Tyrkja og framkoma þeirra á Kýpur sögð óverjandi. Bretar eiga, sem kunnugt 3 er, aðild að gæzluliði Sam- || einuðu þjóðanna á Kýpur. || Þegar óeirðir hófust á eyj- 3 unni um jólin, reyndu brezk- 3 ir hermenn að ganga á milli s og stilla til friðar, og stjóm 3 Kýpur fór þess á leit við s Bretastjórn, að hún sendi liðs = auka til eyjarinnar. Varð 3 stjórnin við beiðninni. Þegar 3 ákveðið var að lið frá SÞ = annaðist gæzlu á eyjunni, = var hluti brezku hermann- 3 anna sendur heim, en hluti 3 varð eftir og var settur und- 3 ir stjórn SÞ. Það eru þessir 3 Bretar, sem grískumælcuidi 3 rnenn vilja nú úr landi. Brezki flugmaðurinn Keith Marley og kona hans tóku bam sitt með sér í réttarsalinn. iriiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiimiimiiiiiiiiiiimiiiimiiiimiiimiHiiiiimiiiiiiiiiiiiHiiiihmi iiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiííiiiiiiiíiiikíiiiiu Unnið að stofn- un radíoskóla Frá aðaífundi félags loftskeytamanna AÐALFUNDUR Félags Is- lenzkra loftskeytamanna var haldinn fyrir nokkru. Fundar- stjóri var kosinn Kristján Júl- festa rætur í Indlandi svo telj- andi sé. Sterk forysta þeirra Mahatma Gandhis og Jawar- erilal Nehrus á vafalaust rík- an þátt í því að bægja komm- únistahættunni frá Indlandi. Það er hinum frjálsa heimi ómetanlega mikils virði að lýðræðið nái að þroskast og rótfestast meðal hinnar geysi fjölmennu indversku þjóðar. Indverjar eru í dag fátæk þjóð, þrátt fyrir mikil nátt- úruauðævi landsins. En þar er haldið uppi miklum fram- kvæmdum og uppbyggingu, íusson og fundarritari Pálmi Ingól'fsson. Formaður félagsins Guðmund ur Jensson minntist tveggja fé- laga er látizt höfðu á s.l. ári sem stefnir að því að bæta lífskjör fólksins, þannig að þau verði svipuð og gerist meðal lýðræðisþjóða Evrópu og Ameríku. Frjálst, lýðræð- islegt og þroskað þjóðfélag í Indlandi er lífsnauðsynlegt til þess að hindra útbreiðslu kommúnismans í Asíu og sókn ofbeldisins vestur á bóginn. Það er hið mikla hlut verk hins nýja leiðtoga ind- versku þjóðarinnar að hafa forystu um stórfellt úppbygg- ingarstarf heima fyrir og aukna þátttöku Indlands í al- þjóðlegu samstarfL þeirra Helga Jóhannessonar og Jóns Sigurðssonar. Vottuðu fund armenn hinum látnu virðingu sína með því að rísa úr sætum. Formaður flutti síðan skýrslu stjórnarinnar. Ræddi hann kjara mál stéttarinnar og sagði, að þau hefðu tekið sömu breyting- um og hjá öðrum yfirmönnum, bæði á skipum og flugvélum, enda samstaða með tilsvarandi félögum. Þá gat hann þess að starfandl væri nefnd manna frá F.Í.L. og Landssíma íslands varðandi möguleika á að stofnaður verði Radioskóli íslands, en Landssím- inn hefir starfrækt Loftskeyta- skólann undanfarin ár. Fundar. menn létu mikinn áhuga í ljós á væntanlegum radiosikóla og fói félagsstjórninni að vinna ötul- lega að framgangi málsins. Gjaldkeri félagsins Lýður Guð mundsson las upp endurskoðaða reikninga félagsins og útskýrði þá. Er hagur félagsins góður. Aðstaða félagsins betfir batn- að mjög við að fá herbergi i húsi sambandsfélaganna að Eáru götu 11 fyrir starfsemi félagsins, Þá fór fram stjórnarkosning, Formaður var kosinn Guðmund- ur Jensson, en hann hefir verið formaður F.I.L. undanfarin 14 ár. Aðrir í stjórn voru kosnir: Lýður Guðmundsson, Friðþjóf- ur Jóhannesson, Garðar I. Jónj»- son »g Einar Arnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.