Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 3. júní 1964 MORGUNBIAÐI& 19 Egill J. Stardal; Hin nýjn nflátssnla T>AÐ VAR einu sinni páfi. Hon- um þótti gaman að fallegum tnunum og var dálítið gefinn fyr- ir skemmtanir oig gleðskap, eins og fleiri af ættmönnum hans þar syðra. Hann langaði til þess að lóta fullgera kirkju, sem hafði verið lengi í smíðum, en hafði sólundað Pétursskatti í partý og skemmtanir og var því blankur. Já, þið þekkið söguna, legátar voru sendir uift allan heim, til þess að * selja fyrirgefningu kirkjunnar á afbrotum gegn Guði, með þeim afleiðingum að menn hófu að mótmæla þeirri fjárspekúlasjón, oig samfélag kristinna hefur ekki borið sitt barr síðan. En Leó 10. af Medici hafði þó það sér til afsökunar, að hann var- í senn að byggja fegursta og mikilfenglegasta guðshúsið á Vesturlöndum. Hafði hann dregið til þeirar iðju snjöll- ustu listamenn, sem þá voru uppi, svo að bygging sú, er hann saðist vilja reisa Júpiter til dýrðar (páfar og guðsmenn á öllum öldum geta átt það til í gamni, að kalla guð kristinna manna hinum fornu nöfnum), en helga heilögum Pétri, skyldi í hvívetna votta smekk hans og stórhug. Forsprakkar ævintýrsins um svonefnda Hallgrímskirkju hafa ekki þá afsökun Leo páfa, að þeir séu að reisa listræna smíð, þó nóg sé byggingin ferleg. Eftir að hafa hlaupið af hólmi í vet- ur, þar sem boðið var til um- ræðufundar um þetta. mál, og sumir af æðstu mönnum kirkj unnar meira að segja hent af sér rykkilíninu og sent mönnum tóninn í blöðum, tímaritum og útvarpi, fundu þeir upp á því að uppdikta eins konar af- mælisdag og ár síra Hallgrími til handa og hefja síðan sam- skotaherferð á hendur þraut- píndum skattborgurum, sam- skotaherferð, sem í munni al- mennings hefur hlotið skop- nafnið „hin nýja aflátssala“. Reyndar dettur vist hvorki seljendum né kaupendum hinna nýju aflátsbréfa í hug að láta nokkra syndakvittun fylgja enda ætti fremur að vera sálarháski en hitt að styrkja svo nauðaljótt fyrirtæki sem byggingunni á Skólavörðuholti er ætlað að verða. Það er ekki úr vegi að athuga á einum stað rök þau, er fram hafa verið tínd af hálfu samskotamanna fyrir . því, að byggingin skuli rísa. En áður en þar verður tiltekið, langar mig að víkja örfáum orðum að ágætri grein, sem mæt kona i Reykjaviik birti, vegna greinar minnar í dagblaðinu Vísi, og undir dulnefni Á. Th. Þessi grein var svo vel rituð, að einn af dagblaðaritstjórum bæjarins hirti yfirlýsingu þess eðlis, að bann óskaði að hafa ritað hana sjálfur, og er það auðskilið, þar sem það er hreint ekki á færi allra ritstjóra að skrifa svona vel. í grein minni kom fram, að fáránlegt væri að reisa Hall- grími minnismerki á Skóla- vörðuholti, því væri honum reist eitthvert minnismerki, ætti það helzt að vera að Saurbæjar- stað, og er reyndar þar upp- risin kirkja í minningu hans. Vakti ég máls á þeirri spurn- ingu, hvaða sögulegan eða trúar- legan rétt ætti Hallgrímskirkja ó Skólavörðuholti. í þessu sam- bandi spyr frú Á. Th. hvaða er- indi Pálskirkja eiigi í miðri Lundúnaborg. Ég álít ekki þörf é að upplýsa Á Th., að höfundi kristinnar trúar, postulum hans og hjáguðum kirkjunnar, voru helgaðar kirkjur um allan heim, en dýrkun helgra manna hefur ekki þótt góð trú á íslandi, síð- an lúterskir menn hjuggu höf- uðið af Jóni Arasyni. Um útlit og fegurð kirkjunnar segir Á. Th. réttilega að lenigi megi deila um það, en bendir á að einn mesti listamaður landsins, Einar Jónsson mynd'höggvari, hafi þótt kirkjan falleg og gefið til hennar listaverk eitt. Þarna fer frá Á. Th. með rangt mál, án efa óafvitandi. Ég hefði ekki kosið, að látnir menn væru leiddir til vitnis í þessari deilu, en eftir eins góðum heimildum Og hægt er að fá í dag, tel ég mér heimilt að fullyrða að fjarri hafi farið, að Einari hafi geðjast að kirkjunni í fyrirhugaðri mynd, þó hann vildi í upphafi styðja þá hugmynd, að síra Hall- grími væri reist listrænt minnis- merki í kirkjullki. í hinum fróð- legu deilum, sem risið hafa í vetur út af fyrirhugaðri Hall- grímskirkju, virðast mér þessar helztu röksemdir hafa komið fram af hálfu byggingarmanna: allir, sem fylgzt hafa með þessu máli, og sóknarpresturinn kannski bezt, að kapella sú, sem reist var á Skólavörðuholti og á að vera kjallari undir kór Hall- grímskirkju, hefur meira en dugað sem sóknarkirkja hvað stærð viðvíkur, svo að þess vegna er óþarft að fleygja mörgum milljóna tugum í sóknar kirkju handa þessum sí minnk- andi söfnuði. Þessi kjallarakap- ella er auðvitað bæði leiðinleg, ljót og ófær sem framtíðarhús- næði. Það sem þennan söfnuð vantar, var falleg kirkja við hæfi, sem gjarnan mátti vera á Skólavörðuholti, og þá kannski taka svip af hinu sérkennilega safnhúsi Einars Jónssonar, í stað þess að yfirgnæfa það og eyðileggja svip þess, eins og fyrirhugag kirkjubákn mun vissulega gera, ef upp rís. Æðstu -'íWer.-" -fft , Líkan af Hallgrímskirkju og umhverfi á Skólavörðuholti. í fyrsta lagi: Mætur látinn menn þjóðkirkjunnar hafa lýst biskup fékjk þá hugmynd ag reisa kirkju í Reykjavík, sem bæri nafn sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar. í öðru lagi: Þjóðina vantar stóra kirkju til trúarathafna, þegar mikið liggur við. Til há- tíðahalda og sorgarathafna, ef voveiflegir atburðir gerðust o. s. frv. í þriðja lagi: Það vantar stóra kirkju til flutnings helztu meist- araverka kirkjulegrar tónlistar. í fjórða lagi: Klængur Þor- steinsson, biskup, byggði á sín- um tíma mikla dómkirkju í Skálholti, sem að grunnfleti var ámóta og fyrirhuguð Hallgríms- kirkja. íslendingar á 20. öld mega e'kki vera kröfuminni i dag, sérstaklega þegar það er nú einnig haft í huga, að Danir um aldamótin 1800 voru svo stór- huga að byggja dómkirkju, sem tók næstum því alla íbúa höfuð- staðarins. í fimmta lagi. Söfnuð svo- nefndrar Hallgrímssóknar vantar kirkju og annar prestur safnað- arins hefur mikla löngun til að messa í síðasta skipti á sinni presttíð í risastórri kirkju. í sjötta lagi: Engin kirkja höfuðstaðarins rúmar jafn margt fólk, eins oig sumir skemmtistað- irnir. í sjöunda lagi: Guðjón Sam- úelsson, fyrsti húsameistari ríkis- ins, teiknaði og gerði líkan af Hallgrimskirkju. Þessi bygging skyldi vera hans magnum opus, og svanasöngur. Það sé því hei- lög skylda landsbúa, löngu eftir að hann er látinn ag reisa þetta hús, hvað sem það kostar. „Eitt rekur sig á annars horn“. I röksemdarfærslu málsvara kirkjunnar, hefur þannig ægt saman svo furðulegum forsend- um, að þær einar ættu að nægja til að þjóðin heimtaði, að tekið væri í taumana, áður en lengra væri farið út í ófæru með þessa dæmalausu húsasmíð. Það vita því yfir i ræðu og riti, að ekki kæmi til mála, að Hallgríms- kirkja eigi að skoðast sem dóm- kirkja, heldur skuli hún aðeins vera tröllaukin safnað«rkirkja, enda mun sannast, að þó hún rísi hátt, sé að sama skapi þröngt innan dyra, því ferlíkið mun eiga að rúma um það bil 1200 manns í sæti þ.e.a.s. aðeins 3—400 fleiri en Dómkirkjan eða Fríkirkjan, og sjá allir af þessu, hversu fjafri fer að kirkjan komi að not- um, sem eitthvert allsherjar- guðshús, eins og Dómkirkjan var í Reykjavík á 19. öld. Dönsk yfirvöld um og fyrir 150 árum sáu nýlendu sinni hér fyrir því nauðsynlegasta að þeirra dómi. Þeir bygigðu yfir landstjórnar- menn sina, síðan kirkju, sem rúmaði allan lýð Reykjavíkur- þorps, og tugthús, sem var svo merkileg bygging, að íslendingar geyma þar ráðherra sína í dag. Að vísu áttu venjulegir utan- tugthúsmenn tæpast neitt, sem kallast mætti nafninu hús. Það voru heldur nær engir spítalar né skólar; engin leikhús eða tón- listarhallir, enda ekki talin þörf slíkra hluta í hjálendum Dana. Þar fengu þó Hallgrímskirkju byggingarmenn hæfilega fyrir- mynd. Stórhugur Klængs! En heppnari voru þeir, er þeir rifjuðu upp stórhug Klængs biskups og birtu samanburð á grunni Klængskirkju og Hall- grímskirkju. Fyrir þá, sem ekki eru kunnugir Biskupasögum, er fróðlegt að slá upp í frásögn Hungurvöku um þetta efni, sem ber Klængi biskupi trúlega eins vel söguna og unnt er. Þar kem- ur í ljós, að þessi heimsglaði biskup sóaði bókstaflega öllu því fé, sem hann komst höndum yfir, svo að kirkja hans mætti rísa, þannig að gætnum mönnum ofbauð. Að kirkjusmíð lokinni sló hann upp allsherjar stór- veizlu þar sem heimilisfólk biskupssetursins var étið út á húsgang. „Urðu tillög með óhæg- indum áður létti“, eru hin lát- lausu orð Hungurvöku um óhóf- ið. Já, það hafa víst ætíð verið til flottræflar á íslandi. Og víst mundi Klængur kallinn una sér vel í röðum Hallgrímskirkju- reisenda í daig, þó að gera megi kannski ráð fyrir, að hann hafi haft hagsýnni arkitekta heldur en þeir. Annars er allur saman- burður við kirkjubyggingar á miðöldum rökvilla og þvætting- ur. Þá var kirkja Vesturlanda nær eina menningartáknið víð- ast, hvort sem mönnum líkaði betur eða ver. Hún hafði næst- um einokun á öllum lærdómi og visindum. Kæmi hallæri leystu menn vandann með áheiti og dóu svo úr hungri. Geisaði drepsótt flykktust menn í kirkju til bæna og breiddu þannig pest- ina hraðast út. En í annan stað var ekki að venda til hjálpar sál eða líkama. Nútímamenn með fulla skynsemi leita á náðir tækninnar í flestum vandamál- um, sem menn ónáðuðu dýrlinga og Maríu guðsmóður með til úr- bóta áður. Menn byggja flutn- ingakerfi og forðabúr til að mæta sóttum, og vel á minnzt, á hverju er mest þörf í dag? Þau rök hafa verið týnd til, að það þyrfti stóra kirkju, ef stór ógæfa dyndi yfir þjóðina, — óviðráðan- leg landfarsótt eða hörmuleg- ar slysfarir, með öðrum orðum, ef þjóðarsorg dyndi yfir, til þess væntanlega að geta grátið sameiginlega. Lifum við á mið- öldum eða hvað? Hvernig væri að verja þessum 40 til 140 millj- ónum, sem Hallgrímskirkju- ævintýrið á að kosta, til þess að efla þjóðina gegn ógæfu, og á annan hátt, en með kirkju, til að _gráta í. Áður hefur verið minnst á að hér standa ófullgerð tvö stór sjúkrahús, vegna skorts á fjár- maigni, til stórháska fyrir þjóð- ina, enda dæmi þess að fólk deyi vegna skorts á sjúikraplássi. Hvernig væri að koma upp birgðastöð, til að mæta alvar- legri þjóðarógæfu, landsjálfta, drepsóttum, ógurlegum elögos- um með nýjum móðuharðind- um og því um líku, þar sem geymd væru viðhlítandi tæki, lyf og annað til að mæta slík- um feiknum, sem geta dunið yfir hvenær sem er. Það er hægt að krjúpa til bænaákalls hvar sem er, koma til messu undir beru lofti, otg koma guðsorði til allra landsmanna með útvarpi, eu vandasama læknisaðgerð gerir enginn í göturæsinu. Meira að segja nauðsynlegustu bráða bingðahjálp á voveifilegum tíma kostar mikið fé. Svari nú hver fyrir sig, hvort sé nauð synlegra syngjandi klerkur í kirkjugímaldi eða hvítklæddur læknir, nauðsynleg tæki og 'hjálpargögn ef svo stendur á. Vettvangur tónlistar!! Ein skemmtilegasta röksemd- in er þó sú, að Hallgrímskirkja eigi að verða vettvangur fyrir flutning tónlistar, þá auðvitað einkum kirkjutónlistar. Satt að segja sárvantar sívaxandi höfuð- borg íslands tónlistarhöll, byggða sem slika, höll sem rúm- aði 1500—2000 áheyrendur. Mætti flytja þar jöfnum hönd- um kirkjutónlist sem veraldlega. Enginn, sem hefur þó ekki væri nema hálft gripsvit, lætur sér í hug detta, að steinsteypubákn, sem teinkað er og hugsað utan frá og síðan holað að innan, fái þann hljómburð, sem þarf til að hluta á og flytja jafn við- kvæma tónlist eins og klassíska kirkjutónlist. Kirkjur Guðjóns Samúelssonar, sem og aðrar byggingar hans, eru auk þess betur þekktar fyrir bergmál, ekko, en hljómburð, akkustik. í Kaþólsku kirkjunni má ekki leika nema með hálfum styrk- leika vegna of mikils endur- kasts, og þó því aðeins, að hún sé troðfull af fólki. í Akureyrar- kirkju urðu í upphafi ekki greind nein orðaskil predikar- ans fyrir bergmáli, þó nú kunni úr að hafa verið bætt. En Guð- jón Samúelsson yrði ekki lofað- ur né Jastaður fyrir akkustik Hallgrímskirkju af ástæðum, sem brátt skal greint frá. Rús- ínan í pylsuendanum er nefni- lega sú röksemd, að vegna hins lótna arkitekts beri oss heilög skylda að reisa þetta síðasta stórvirki anda hans og óleyfi- legt sé að breyta hinum minnsta drætti. Ójá, það er satt, lista- verk, jafnvel léleg listaverk, ættu að vera friðhelg. Ekki verk Guðjóns Samúelssonar. En vilja menn einfaldlega at- huiga þá napurlegu staðreynd, að Guðjón Samúelsson lét eftir sig tvö líkön af aðeins ytra út- liti Hallgrimskirkju. Því hefur í fyrsta lagi aldrei fengizt svar- að eftir hvoru þessara líkana skyldi reist. í öðru lagi, hafa engar innanhússteikningar fund- izt, og sennilega aldrei verið til. En til þess að listaverkið mætti risa í „óbreytanleik“ sínum, hef- ur verið ráðinn maður hjá húsa- meistara rikisins, árum saman, til þess að reyna að fullgera innanhústeikningar, skreytinga- uppdrætti o. s. frv. Mun hann eiga að fást við það í minnsta kosti tíu næstu ár, að reyna að finna einhverja lausn og sam- ræmi milli ytra útlits og innra notagildis þessa óbreytanlega meistarastykkis hins látna húsa- meistara. Verður þá þetta lista- verk hans G. Sam. þegar til alls kemur ekki nema að nokkrú leyti hans eigið verk. Ætti því auðvitað að snúa forsendunum við og banna algjörlega að reisa í nafni Guðjóns Samúelssonar þetta verk, sem honum entist ekki aldur né þrek til að ljúka. Hin umdeilda fegurð. Formælendur kirkjusmíðar- innar hafa verið allsendis ófeimn ir við að lýsa fegurðarsmekk sínum, er þeir hafa verið að lofa reisn og tign hins fyrir- ferðamikla kirkjubákns, þó að þeir játi sumir, að um fegurð- ina megi deila! Menn hafa ný- lega séð í Lesbók Morgunblaðs- ins, hvernig einn íslenzkur arki- tekt, Sigurður Guðmundsson leit á málið á sinni tíð, og hægt er að fullyrða, að undir þá skoðun, að bygging Hallgrímskirkju sé byggingafræðilegt hneyksli taki vel flestir arkitektar, verkfræð- ingar, listamenn og fagurfræð- ingar landsins. Hafa landsmenn nútiðar og framtíðar í raun og veru leyfi til þess að lita með tómlæti á álit þesara manna og leyfa fáeinum trúmála ofstækis- mönnum að vinna skemmdar- starfsemi sína óátalið, unz of seint er orðið að hindra hana? Arkitektur er einhver mikil- vægasta og mikilfenglegasta list- grein mannsandans og höfund- ur þessara lína, ætlar sér alls ekki út á þá hálu braut að ræða frá tæknilegu sjónarmiði hluti, sem hann er ófróður um. En hægt er að benda á hluti, sem augljósir eru hverjum leikmanni með augun opin. Hinn tröllaukni turn mun algjörlega bera kirkju- skipið sjálft ofurliði. Lækkandi og niðurdregnar línur „skötu- barðanna", fyrirgefið hins „stíl- færða stuðlabergs", munu í fjarlægð gefa kirkjunni lúðan svip, sem minnir á sviplausa strýtu. í nálægð munu engin augu líta kirkjuna undir því horni, sem líkan hennar er oft- astnær ljósmyndað, svo að „feg- urðin“ njóti sín, nema flug- menn og dúfur þær, sem í fram- tíðinni munu á stallana drita, heldur blasa við augum vegfar- anda ihismunandi stórir gráir og gluggalitlir sementsfletir með skörðóttum brúnum. Glugga- leysið er eitthvert ömurlegasta einkenni byggingarinnar. Á Framh. á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.