Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADIÐ Miðvikudagur 3. júní 1964 Til sölu fokheldar lúxusíbúðir íbúðirnar eru í algerum sérflokki, 100 fermetrar að stærð í þríbýlishúsi á bezta stað við Melabraut á Seltjarnarnesi. Stórkostlegt útsýni, 1000 ferm. lóð. íbúðirnar eru allar með sér þvottahúsi, sér hita- lögn, sér inngangi og bílskúrum. Tilbúnar til afhendingar 1. ágúst næstkömandi. Teikningarnar til sýnis í skrifstofunni. SKIPA OG FASTEIGNASALAN (Jóhannes Lárusson hrl.) Kirkjuhvoli — Símar 14916 og 13842. Lögtaksúrskurður Samkvæmt ósk bæjarritarans í Kópavogi vegna bæjarsjóðs Kópavogs úrskurðast hér með lögtak fyrir gjaldföllnum en ógreiddum útsvörum 1964 til bæjarsjóðs Kópavogskaupstaðar þ. e. útsvörum þeirra gjaldenda sem eigi greiða reglulega af kaupi og hafa vanrækt greiðslur á réttum gjalddögum sbr. 47. gr. laga nr. 62/1962 um tekjustofna sveita- félaga og fer lögtakið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa ef skil verða ekki gerð fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 1. júní 1964. Sigurgeir Jónsson. — Aflátssala Framh. af bls. 19 skipinu eru þeir langar og mjó- ar rifur, bornar ofurliði af stöllunum millum þeirra, þar undir er svo að finna örlitla ljóra. í félagsheimilisálmunum og skemmtisölunum, eða hvað þar skal vera í Hallgrímsminn- ismerkinu, virðist enginn gluggi, nema þá að rifur eru á vegg og myndar horn á aðalskipið. Gluggaborur turnsins mirma á skotraufar miðaldakastala. fyrr en efst er komið, þar sem eru samkonar fyrirbrigði og á skip- hliðum. Sóknarpresti Hallgrímssóknar fannst þjóðráð að nota turninn sem útsýnisturn, eins og við séum þjóð sem byggi flatneskju Ameríku eða Danmerkur og mun víst ætlast til þess, að menn njóti útsýnisins út um þessa skjái. Þá vaknar kannski sú spurning, er gert ráð fyrir lyft- um í turninn í þeim tilgangi. Stíllinn eða öllu heldur stílleys- ið er þannig allur með þeim einkennum, sem afmarka það tímabil vanþekkingar oig fá- tæktar í byggingasögu okkar, er menn hér álitu, að byggingar- efni nútímans væri sements- steypa, aftur sementssteypa og meiri sementssteypa, í stað þess að menntaðir arkitektar byggðu þá þegar úr gleri, málmum og sementssteypu, og mótuðu stíl sinn eftir þeirri skilyrðislausu kröfu nútímans að fegurð og notagildi haldist í hendur. Harð- stjórum liðinna árþúsunda hélzt uppi meg það framferði að sóa afrakstri sístritandi þegna sinna í tilgangslitlar byggingar yfir heimatilbúna guði, jarðneskar leifar sinna eigin ættmenna og sjálfra sín og annað hismi er þeir vildu hýsa. Pýramídar, gieðihallir, leifar mustera og miðaldakirkjur eru menjar þessa hugsunartiáttar og framferðis, og sumt þessa er ómótmælan- lega gert af hinni mestu list. En hvort sem fyrirhuguð Hallgríms- kirkja á að kosta 40 milljónir eða öllu sennilegra ef bygg- ingaráætlun hennar fer eftir öðrum byggingaráætlunum í 140 milljónir, verður að teljast með ólíkindum, að Reykvíkingar og reyndar landsbúar aðrir láti ginna sig til að leggja fé af mörkum, svo þessi furðusmíð, þetta SÍS-klykkta öfuggrýlukerti nái að rísa sem níðstönig á feg- urðarsmekk og þjóðhagsskilning Islendings nútímans. E J S. — Oscar Clausen varð svo hamingjusamur og nýtur þjóðfélagsþegn, gifti sig og átti böm og dó mið- aldra í slysi. Svo gekk ég með það í 40 ár að koma slíkri fangahjálp á laggirnar. Ég er ógiftur maður og hefi ekki þurft að taka tillit til annarra um minn tíma. Árið 1949 varð svo af því) og ég rak Fangahjálpina sjálfur í 5 ár, án þess að fá nokkum styrk. En þá tók dómsmála- stjómin það upp að styðja þessa starfsemi, annars hefði ég trénazt upp á því. Og nú er þetta orðin föst stofnun og árangurinn hefur orðið jákvæður. — Geturðu sagt okkur svo lítið nánar frá þeim jákvæða árangri? — Fyrir afskipti Fanga- hjálparinnar hafa 159 saka- menn verið náðaðir og feng- ið reynslulausnii úr fange's- um. Af þeim hafa 34 fallið í afbrot, en 125 eru fyrrver- andi fangar og afbrotamenn, sem ekki hafa gerzt sekir aft- ur. Af þessari grein starfsem- innar er árangurinn því 78% Rex málningarvörur byggjast á syntetiskum lökk- uni/ sem gefa þeim frábæra endingu og gott útlit HÁLFMATT LAK K OLIUMALNING INNIMÁLNING i___i Gullöld íslenzkra söngvara Þess hefir orðið vart, þegar hin íslenka hljómplata „Gullöld íslenzkra söngvara“ hefir verið leikin á sumar gerðir fóna, að nálin hefir hlaupið yfir (svo sem nefnt er). Ástæðan er sú, að „Masterinn virðist ekki hafa verið nógu djúpt skorinn. — Úr ágalla þessum hefir nú verið bætt með nýjum ,,Master“ og nýjum plötum. Geta því allir þeir, sem keypt hafa plötu þessa, og orðið ágalla þessa varir, fengið henni skift fyrir endurbætta plötu, gegn því að afhenda hina gömlu. Fálkinn hf. hljómplötudeild Vlnna Jarðýtumaður og vélskóflumaður óskast. Jarðýta til leigu. Vélsmiðjan Bjarg hf. Höfðatúni 8 — Sími 17184. Föst vinna Kópavogskaupstaður óskar að fastráða til viðhalds- vinnu 4 verkamenn þegar í stað. Laun samkvæmt samkomulagi. Uppl. hjá Axeli Ólafssyni verkstjóra sími 40955. S krifstof ustúlka óskast strax á skrifstofu í miðbænum. Umsókn er greini aldur, menntun og reynslu, sendist blaðinu merkt: „9953“. Sl. 3 ár hafa 32 afbrotamenn verið látnir lausir og náðað- ir fyrir milligöngu Fanga- hjálparinnar, en aðeins 2 þeirra hafa fallið í afbrot aft ur og því árangurinn orðinn 95%, sem má kallast glæsi- legt, þegar tekið er tillit til þess hver árangur af h'.ið- stæðri starfsemi er í ýmsum Evrópulöndum, sem er 50-60 %. Þetta er í rauninni ekki undarlegt, því ég held að við höfum betra efnj í höndun- um. Fram að þessu hefur upp eldi og menntun þessara pilta verið betri en sakamanna er- lendis. Ég hefi nána san/vinnu við saksóknara nkisins og dóms- málaráðunaytið. Og það er min skoðun, að allir þeir sem að dómsmálum standa nú séu dómvægari en þeir voru fyrir 15 árum, þegar ég bjrrjaði að hafa afskipti af þessu. Dómsmáiaráðuneytið hefur nú heimild til að fresta ákæru á hendur ungum mönn um, þegar uin fyrsi a og smá- vægilegt brot er að ræða. Ár- anguinn af frestuninni ir.á teljast mjög góður. Eftir 10 ára reynslu er heildarárang- ur af ákærufrestun á hendur unglingum 84%. — Hvernig gengur það fyr- ir sig með tilliti til Fanga- hjálparinnar? — Þegar afbrotamaður brýt ur af sér í fyrsta sinn, tekur saksóknari til athugunar að ætja hann undir eftirlit og gefur mér upp nafnið, svo ég geti sett mig í samband ”ið hann og kynnt mér málið. Venjulega er felldur sá úr- skurður að maðurinn fái frest í 2 ár. Hann kemur til mín einu sinni í mánuði og segir mér af sínum högum. Þess- um piltum þarf oft að veita margvíslega aðstoð, fyrst í stað, útvega atvinnu, herbergi og leita til yfirvalda um að kaup þéira sé ekki allt tekið í skatta, því f járhagur margra er kominn í óreiðu. Reynslan sýnir að piltunum er hættast fyrst á eftir. Ef ekkert kemur fyrir þá í 2 ár, fellur málið niður. Það hefur orðið mörg- um til hamingju að fá að sleppa í bráð. — Og fylgistu áfram með öllum þeim sem þú hefur haft afskipti af? — Já, ég veit hvar þeir eru allir. Stundum koma þeir til mín eftir 10 ár og leita ráða og styrks. Það skiptir miklu máli að ræða um málin. Maður verð- ur ávállt að hafa nægan tíma. Fólkið er oft þreytt og í vandræðum og dugar enginn asi. Eg miða að því að hjálpin komi að varanlegum notum. Það þýðir ekkert tæpitungu- tal. Ef hjálpin á að koma að notum dugir ekki annað en dálítið köld skynsemi, ekki eintóm tilfinningasemi Ég vil miða að því að hjálpa til sjálfshjálpar, því ef menn ekki. vilja hjálpa sér sjálfir dugir engin smávægileg að- stoð. Oscar Clausen hefur farið utan og kynnt sér nokkuð fangelsismál og hjálparstarf- semi í nærliggjandi löndum. — Margt sem ég sá á ferð minni allt suður til Ítalíu er okkur til viðvörunar, því margar af þeim að- ferðum, sem aðrir nota eiga alls ekki við hér. Við höfum ekki haft skólaaga og ekki herþjónustu. Fólkið er óbælt og hefur sterka ein- staklingskennd. Það er þvl meiri hegning fyrir þessa ís. lenzku pilta að vera lokaðir inni í litlum klefum en þá sem búið er að aga. íslend- ingur vill heldur ekki láta hnýsast mikið í sín mál. Sé eftirlitsmaðurinn of hnýsir.n. þá hörfar hann frá. Þarna verður að fara að með mikilli nærfærni. — Þessi starfsemi hefur veitt mér mikla ánægju og ég hefi fundið hamingju « því að verja mínum tíma i í þetta, sagði Oscar Clausen áð lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.