Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 26
20 MORCU NBLAÐIÐ MiðvikudagUT 3. júní 1964 Heimsmet í kúlu- varpi 20.20 m. „Þetta er gott en ég get betur" sagði methafinn Dallas Long fyrir 5000 og 10 km. hlaup varð annar á 4.00.1 mín. Varg það hlaup mjög skemmtilegt og skiptust þeir á um forystu á síð- asta hring en á síðustu metrum tókst Grelle að tryggja sigur sinn. 440 yarda grindahlaup vann Atterberry á 51.5, 100 yarda hiaup Dave Morris á 9.5 og stangarstökk 4.97 m. DALLAS Long setti enn eitt heimsmet í kúluvarpi á „meist- aramóti Kyrrahfcfsstrandar um Örfandi lyf á Ítalíu ÍTALSKA knattspyrnusam-i ’bandið hefur sagt að rann-J sókn hafi farið fram á leik-1 mönnum 8 liða, hvort þeirl neyti eiturlyfja fyrir leik. Niðt urstaða rannsókna verður/ ekki gerð heyrinkunn um' fyrr en eftir nokkrar vikur. Sambandið stendur í bar- áttu vegna notkunar örfandii ’lyfja. Fyrr í vetur komst ra/,uJ sóknarnefnd að raun um aðl 5 leikmenn Bolögna — efstaf liðsins — höfðu neitt slíkrai lyfja. Þeir voru daundir og stig dregin frá liðinu í 1. deildl inni ítölsku. Siðar var dómnl um yfir félaginu breytt og þvít léyft að halda stigunum 3 ogl er nú Bologna og Milan Intcr; efst, jöfn að stigum með 54. j FH vnnn 6-0 HAFNARFJARÐARMÓTIÐ í knattspyrnu hófst í gær. F.H. vann Hauka í m.fl. með 6—0. imiiilllliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiu sl. helgi. Hann varpaði lengst löglega 20.20 m. og bætti fyrra óstaðfest met sín 20.08 og 20.10 m. Dallas Long var í feikna „stuði“ á þessu móti, átti jafna seríu en lengsta kast hans sem var ólöglegt var 20.22. ★ Ágætt — en get betur Parry O’Brien sem varð fyrst- ur allra til að komast yfir „60 feta múrinn“ (eða 20.11 metra) náði nú sínum bezta árangri í keppni við Long. O’Brien varp- aði 20.15 metra. O.Brien keppir nú að því að komast í 4. sinn á Olympíuleikana. Hann vann gullverðlaun í kúluvarpi 1952 og 1956. „Þetta var ágætt vai-p, sagði Long við fréttamenn, en ég held að ég geti gert mun betur en þetta. Góður árangur náðist í ýms- um greinum á mótinu. Jim Grelle hljóp mílu vegalengd á 4 mín sléttum en Baillie sem séræfir íþróttafréttir úr ýmsum áttum Michael Candey tveir landsleikir við Island — Charles Gilmour Robert Clark markvörður — 10 landsleikir —- Cngur norskur íþróttamaður, Stein Sletten vann hástökk í Drammen á sunnudag með 2,04 m stökki. Hann var mjög nærri að stökkva 2,08 m, sem hefði orð ið norskt met. Kaldi var talinn hafa komið í veg fyrir nýtt met. Maraþonsigurvegarinn frægi frá Róm Abebe Bikila vann mara þonhlaup Eþíópíuhers við mik- inn fögnuð. Hann hljóp á 2 klst. 15,13 mín. Met hans í Róm, sem var heimsmet var 2 klst. 15,26 mín. en hefur síðan verið bætt af japönskum hlaupara. S-Kórea vann Suður Viet Nam með 3:0 í undankeppni knatt- spymu Tókíóleikanna. Leikur- inn fór fram í Seoul og í hálfleik var staðan 1:0. Sonny Liston fyrrum heims- meistari í þungavigt hefur verið dæmdur í 30 daga fangelsi skil- orðsbundið og 600 dala (25.800 ísl. kr.) sekt fyrir ólöglegan aksi ur og ólöglegan vopnaburð á al- mannafæri. Hann'bar í va .a full hlaðna skammbyssu. Milan Inter og Bologna nrðn jöfn og efst í mest spennandi 1. deildarkeppni, sem orðið hefur á Ítalíu. Bologna hafði lengst a( forystu en Milan Inter, sem á dögunum vann Evrópubikarinn vann tvo síðustu leiki sína og náði Bologna að stigum. Auka- leikur fer fram í næstu viku. 150 til 170 Italir munu verða f Olympíuliði ítala í Tokíó. ítal- amir verja nálega 20 milljónunt ísl. kr. tU þátttöku í leikjunum. Þeir sendu 137 til keppni á Mel- bournleikjunum 1956. Ghana vann Tunis 2:0 I und- ankeppni OL knattspyrnunnar i Tokíó. 41. héraðsþing UMSK 41. HÉRAÐSÞING Ungmenna- sambands Kjalarnesþings var haldið 8. marz sl. að Ásgarði í Kjós, í boði Ungmennafélagsins „Drengs". 28 fulltrúar sóttu þingið frá 5 sambandsfélögum. Gestir þings- ins voru, séra Eiríkur J. Eiríks- son sambandsstjóri U.M.F.Í., Her mann Guðmundsson, framkv.stj. Í,S.Í. og Axel Jónsson, stjórnar- fulltrúi Í.S.Í. og fluttu þeir ávörp á þinginu. Þinigið gerði margar ályktanir varðandi starfsemi sambandsins á þessu ári. Það lagði áherzlu á að koma á námskeiði um fundarstörf og fundarreglur, starfsíþróttum. o.fl. Einnig var mikill áhugi fyrir að ráða íþróttaþjálfara, sem færi á milli félaganna, og kæmi á nám skeiðum í frjálsum íþróttum og knattspyrnu. Þá má geta þess a8 sambandiS mun standa fyrir fjögra-banda- lagakeppni í sumar, sem haldin hefur verið undan farin ár, á milli U.M.S.K., Keflavíkur. Akureyrar og Eyjafjarðar. Á þinginu kom fram mikili áhugi fyrir því, að glæða íþrótta- starfið með tilliti til næsta lands- móts U.M.S.Í. sumarið 1965, sen» haldið verður að Laugarvatni. Stjórn sambandsins skipa nút Haukur Hannesson formaður, Gestur Guðmundsson varafor- maður, Sigurður Skarphéðinsson gjaldkeri, Úlfar Ármannsson rit- ari og Bjarni Þorvarðsson, með- stj. uiiiiiiiiiiiiiiöiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini Frægt enskt úrvalslið leikur í kvöld í KVÖLD leika á Laugardals vellinum brezkir knattspyrnu menn, hem hingað eru komnir í boði Þróttar og gestgjafarn ir leika móti þeim. — Liðið, sem Þróttur valdi er Middlesex Wanderes og getur þó ekki kallast lið í orðsins fyllstu merkingu, því hér er um „ferðaklúbb" að ræða og þennan ferðaklúbb skipa úr- valsleikmenn úr mörgum fé- lögum. Þeir er hingað koma, 16 leikmenn talsins, eru úr 9 félögum, og að því leyti er þetta brezka lið eins konar landslið. Það er landslið álíka og það er við teflum fram undir nafninu „Úrvalslið SV- lands“. Allir leikmennirnir er hing að koma eru áhugamenn. En margir leika fyrir sum af beztu og rótgrónustu áhuga- mannaliðum Englands, menn sem hefðu sómt sér í atvinnu liði, en vilja ekki leggja út á þá braut. Middlesex Wanderers er gamalt og rótgróið „íerðafé- lag“ knattspyrnumanna. For- ystumenn á ferðaklúbburinn úr röðum ýmissa félaga og þess má geta að fjórir heiðurs forsetar félagsins koma hing- að til landsins með iiðinu — á sinn kostnað. Þess má og geta að. form. KSÍ Björgvin Sehram er einn heiðursforseta félagsins. En Middlesex Wanderers gerir meira en að safna heið ursforsetum. Liðið er og hef ur verið trúverðugt áhuga- mannastefnunni. Það safnar saman beztu leikmönnum Skotlands, Englands, Wales og víðar og myndar sterka heild. Það er þessi heild, sem kemur hingað. Samskonar hópur kom hér 1951 og fór M. W. þá erfið- ustu för til íslands, sem nokk urt erlent lið hefur farið, lék 4 leiki á 5 dögum. En liðsget an var slík að Wanderers unnu í öllum leikjum, sköruðu 14 mörk gegn 3. Vakti liðið mikla athygli fyrir góða knatt spyrnu og fékk góða blaða- dóma. Fyrirliði liðsins er Clive Bond, 31 grs, þekktur víða, og leikur oftast stöðu innherja. Hann hefur unnið sér frægð fyrir þjálfun m.a. í Afríku, var landsþjálfari Uganda og lék með því liði. Hann hefur öðlast full réttindi enska knattspyrnusambandsins, sem þjálfari og var einn af 4 sem komu til greina sem arftakar Winterbottoms, sem ríkis- þjálfari í Bretlandi. Það eru margir knáir karl ar í úrvalsliði M. W. nú og skulum við nefna dæmi: Markvörðurinn Robert Brown Clark frá Queens Park FC, verkfræðistúdent í Glasgow. Hann hefur 5 lands leiki að baki fyrir Skota og auk þess 5 leiki í heimsmeist arakeppni unglinga. Þykir sérstakur maður í röðum á- hugamanna. Sleap Roy, 23 ára bakvörð- ur (eða framvörður). Hann lék í enska liðinu á OL í Róm. James Basil Read 2ö ára framvörður. Hefur verið fyr irliði unglingalandsliða Wal- es og háskólaúrvalsliða 5 sinnum og nú síðast í liði Wales gegn áhugamannaliði Englands. John Samuel Cole miðvörð- ur með marga úrvalsleiki að baki og 3 landsleiki fyrir Skotland (áhugamenn). Robert Cantwell framvörð- ur 24 ára fór með M. W. tll 1 Afríku 1959, Vestur-India ’60 = og auk þess marga úrvalsleiki S leikið á Wembley í úrslitaieik 3 um bikar áhugamanna. Brow Allan framvörður = hefur leikið með Blackpool 3 (varaiiði) og getið sér góðs 3 orðs í mörgum úrvalsleikjum. = O’Rourke innherji hefur s leikið landsleiki fyrir Skota 3 1963—’64 (áhugamenn). Anthony Fay miðherji, 17 = sinnum í háskólaúrvalsliðum 3 og áður í ferðum M. W. Michael Candey 25 ára út- = herji (eða innh.) Var auk = margra annarra úrvalsleikja 3 í landliði Englands er vann 3 fsland 6:0 og 4:0 í fyrra. Hér hafa aðeins dæmi verið = tekin, allir leikmennirnir eiga 3 svo glæsilegan feril að baki, g en sjón er sögu ríkari er þeir 3 leika hér á landi — fyrsti leik 3 urinn er í kvöld. UllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllUllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliMlllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.