Morgunblaðið - 04.06.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.1964, Blaðsíða 1
24 síður * tt&töUtofo 51 árgangur 123. tbl. — Fimmtudagur 4. júní 1964 Prentsmiðja Morgunblaðsins ijwhiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiui |Eitt þús«| (særast ( Seoul I i | Mótmælaaðgerðir | | hernaðarástand í | | höf uðborginni 1 gegn stjóminni j Seoul, 3. júní (AP-NTB) TD M 600 lögreglumenn og 400 stúdentar særðust í Seoul í óeirð- um, er hól'ust vegna mótmælaað- gerða í borginni. Undanfarnar vikur hafa stúdentar farið kröfu- göngur gegn stjórn Chung Hee Parks, forseta S-Kóreu, og í dag kom til óeirða milli þeirra og lög- reglunnar. Höfðu stúdentarnir betur þar til hermenn komu vörð um laganna til aðstoðar. Chung Hee Park forseti hefur l.vsl hernaðarástandi í Seoul og útgöngubann hefur verið fyrir- skipað sjö klukkustundir frá og með miðnætti (staðartími). Utanríkisráðuneyti Bandaríkj- •nna skýrði frá því í kvöld, að þar væri fylgzt nákvæmlega með gangi mála í S-Kóreu og óttazt að til alvarlegra tíðinda kynni að draga á ný næsta sólarhringinn. Framhald á bls. 23. Barry Goldwater siaraii í Kaliforniu Hlýtur 86 kjörmenn — og telur sér sigur vísan á landsþingi rebúblikana 13. júlí Washington, San Francisco, 3. júní (AP-NTB) • Barry Goldwater, öld- ungadeildarþingmaður frá Arizona, fór með sigur af hólmi í hinum tvísýnu próf- kosningum repúblikana í Kali forníu í gær. Hann hlaut alla kjörmennina 86. Þegar síð- ustu fréttir bárust var taln- ingu um það bil að ljúka. — Hafði Goldwater þá fengið 1.090.720 atkvæði, en Rocke- feller 1.031.161. — Atkvæðin, sem eftir voru gátu ekki breytt úrslitum. • Goldwater vantar nú að eins 30 kjörmenn af þeim 655, sem hann þarf til þess að verða kjörinn frambjóðandi Bepúblikanaflokksins til for- setakjörs á landsþinginu, sem haldið verður 13. júlí nk. — Bockefller hefur næst flesta kjörmenn, 118. Mark Hatfield, Barry Goldwatn tilkynnir stuðningsmönnum sinum í Los Angeles sigurinn. Kona Goldwaters og börn þeirra eru með honum á myhdinni. (AP símamynd) ríkisstjóri í Oregon, sem held- ur setningarræðuna á lands- Framhald á bls. 23. «- ÖRN JOHNSON, forstjóri, flytur skýrslu sína á fundinum. Ólafsson, Richard Thors «>ií Berg ur G. Gíslason. A myndinni eru og frá vinstri: Björn (Ljósm. Mbl. ól. K. M.) Rusk og McNamara * gefa Johnson skýrslu Talið að breytingar verði ekki á að- gerðum gegn skæruliðum í Víetnam Washington, 3. júní AP—NTB UTANRÍKISRÁBHERRA Banda ríkjanna, Dean Rusk, og Robert McNamara, varnarmálaráðherra, komu í dag til Washington að lokiiuin fundinum á Honululu, sem fjallaði um málefni SA-Asíu. Við komuna sagði Rusk m.a. að þeir hefðu með sér margar til- lögur, eins og alltaf eftir slíka fundi, og yrðu þær lagðar fyrir Johnson forseta. Allir yissu, að Bandaríkin væru skuldbundin til þess að vernda SA-Asíu gegn of- beldi kommúnista, og koma yrði konunúnistum i skilning um að Góður hagur Flugfélags íslands Verður boðið út hlutafé meðal almennings? AÐALFUNDUR Flugfélags islands hf. var haldinn að Hótel Sögu í gær. Fundar- stjóri var kjörinn Guðmund- ur Vilhjálmsson en fundarrit- ari Jakob Frímannsson. í upp- hafi fundar flutti Örn John- wn, forstjóri, skýrslu um starfsemi félagsins og hag þess á sL ári. Kom þar m.a. fram »ð hagnaður sf milli- landaflugi varð 5.4 milljónir króna ea á innanlandsf luginu varð 5,2 milljón kr. tap. Fé- lagið flutti á árinu samtals rúmlega 97000 farþega, 937 lestir af vörum og 117 lestir af pósti. Skilaði félagið nú 260,000 kr. tekjuafgangi eftir að eignir höfðu verið afskrif- aðar fyrir liðlega 12 milljónir kr. — Á fundinum í gær var samþykkt samhljóða tillaga um að félagið athugaði hvort ekki væri tímabært að gefa Út jöfnunarhlutabréf og bjóða síðan út nýtt hlutafé meðal almennings í þeim tilgangi að bæta og auka rekstur félags- ins. — 1 skýrslu forstjórans kom fram að flugið, bæði innanlands og milli landa hafi árið 1963 verið rekið með svipuðu sniði og árið á undan. Nýr þáttur vax tekinn upp, þar sem var flug til og frá Færeyjum, sem átti að hefjast í maí-mánuði, en vegna flugvallar framkvæmda í Færeyjumn, hófst það ekki fyrr en í júM. Á áætluiiarfluigXeiðum milli landa voru fluttir 28.937 arðbærir farþegar (25.750 árið á undan) og í leiguflugi 6,510. Auk þessara farþega voru fluttir 600 farþegar í Færeyjafluginu þann tíma sem það var starfrækt í fyrrasumar. Arðbærir vöruílutningar milli landa námu 332,5 lestum (286,5) og póstflutningar 90,6 lestum (72). í innanlandsfl-ugi voru fluttir 62,056 aröbærir fanþegar (61,554) og fluttar voru 937 lestir af vör- u.m ("1109) og 117,4 lestir af pósti (126,9). AMs voru flugvélar félags ins á lofti 9,819 klst. Framhald á bls. 6. Bandaríkjamenn meintu bað, sem þeir segðu. Þegar fundinum í Honululu lauk í gærkvöldi var fréttamönn um skýrt frá því, að engar breyt ingar væru ráðgerðar á stefnu Bandaríkjamanna varðandi að- stoðina við S-Vietnam og aðgerð ir gegn kommúnistum þar. Rusk og McNamara gengu á fund Johnsons Bandarikjaforseta í dag og skýrðu honum frá störfum fundarins og þeim tillögum, sem þar komu fram. Opinberlega hef ur ekkert verið skýrt frá gangi viðræðnanna í Honululu, en fund inn sátu auk fyrrnefndra ráð- herra, Maxvell Taylor, forseti herráðs Bandaríkjanna og sendi- herrar landsins í SA-Asíurík.ium. Einnig ýmsir hermálasérfræðing- ar og sérfræðingar um málefni Asíu. Ha.ft er eftir áreiðanlegum heimildum í Honululu í morgun, að fundarmenin myndu hvorki ráðleggja Johnson forseta a8 hefja hernaðaraðgerðir í N-Viet- nam né senda lið til Thailands. Á fundi með fréttamönnum I gær sagði Johnson m.a., að Banda ríkin væru staðráðin í að standa við allar skuldbindingar sinar við SA-Asíu og vernda frjálsar 'þjóðir gegn ágangi og oftoeldi koimmúnista. Johnson var spurð ur hvort Bandaríkjamenn myndu hefja hernaðaraðgerðir í Norður Vietnam, og kvað hann sér ekki kunnugt um newiar siikar áætl- anir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.