Morgunblaðið - 04.06.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.06.1964, Blaðsíða 10
10 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 4. júní 1964 H „HÉR er umsátursástand. H Um 250 þús. borgarbúar H eru í hættu. Ég ráðlegg = eindregið öllum, sem ætlað H hafa að heimsækja Aber- M deen næstu vikurnar, að = hætta við það. Einnig ættu s Aberdeenbúar ekki síður H að hugsa vel um, áður en 1 að hugsa sig vel um, áður 1 en þeir fara út fyrir borg- § ina“. .... ........ * Kjötverzlunin þar sem læknarnir telja að skemmda kjötið hafi verið seit. Á myndinni er kjöthnífurinn, sem sýkiarnir settust á. Þessi kjötverzlun er ein sú snyrtiiegasta í Aberdeen. Taugaveiki í Aberdeen Samkomustöðum lokað, viðskipti dragast saman, hreinlæti ekki nægilegt, nautakjötið talið orsökin Þannig fórust Ian Mac- Queen, yfirmanni heilbrigð ismála í Aberdeen, orð á fundi með fréttamönnum, þegar taugaveikitilfellin í borginni voru komin yfir 200, og ljóst þótti að far- aldurinn væri enn að magn ast. Um tíma stóðu vonir til, að hann væri í rénun, en sl. laugardag voru miklu ' fleiri fluttir í sjúkrahús en daginn áður. Rannsókn, sem heilbrigðis- yfirvöld í Aberdeen létu fara fram, til þess að reyna að finna upptök taugaveikinnar, bendir til þess, að hún eigi rætur sínar að rekja til niður- soðins nautakjöts, sem selt var í verzlun einni í borginni. Böndin haía borizt að 13 ára gömlum kjötbirgðum frá Argentínu, sem brezka stjórn- in átti í nokkur ár, en afhenti kjötkaupmönnum í N.-Eng- landi og Skotlandi fyrir skömmu, er kjötskortur tók að gera vart við sig. Allt þetta si Ian MacQueen, yfirmaður heilbrigðismála í Aberdeen. Mynd- in er tekin á fundi með fréttamönnum, er MacQueen að lesa skilaboð um að faraldurinn sé að magnast. kjöt hefur verið tekið af mark aðinum, en landbúnaðarráðu- neyti Bretiands telur of snemmt að fullyrða, að ein- mitt þetta kjöt sé smitberinn, og hefur stjórnin nú ákveðið að rannsaka málið. Lækn- arnir í Aberdeen hafa heldur ekkert fullyrt um, hvaða teg- und niðursoðins nautakjöts sé smitberinn. Eins og MacQueen sagði við fréttamenn, er engu líkara en umsáturs- eða hernaðarástand ríki í Aberdeen. Skólar eru lokaðir, íþróttakappleikjum frestað, veitingahús, kvik- myndahús, dansstaðir og sund laugar hafa takmarkað starf- semi sína, og fólk er hvatt til þess, að fara ekki á manna- mót að óþörfu. Á þessum árs- tíma heimsækir fjöldi ferða- manna Abardeen, en að þessu sinni hafa margir afpantað gistihúsherbergi, og tálið er, að flestir ferðamannanna muni taka áskorun MacQue- ens til greina. Grunur um, að taugaveiki hefði komið upp í Aberdeen, vaknaði 19. maí, daginn eftir hvítasunnu. Þá voru fjórir sjúklingar, sem óttazt var að tekið hefðu sjúkdóminn, lagð- ir í Borgarsjúkrahúsið. Á mið- vikudaginn var staðfest, að um taugaveiki væri að ræða, og fleiri komu í sjúkrahúsið með sömu einkenni. Daginn eftir voru tilfellin orðin 14, og þá var tilkynnt, opinber- lega, að taugaveiki hefði skot- ið upp kollinum í borginni. Þegar MacQueen var síðar spurður, hvers vegna hann hefði ekki skýrt frá tauga- veikitilfellunum þegar fyrsta daginn sem þau voru staðfest, sagðist hann hafa viljað fá tóm til að ieita smitberans, áður en almennur ótti gripi um sig í borginni. MacQueen hóf rannsókn sína þegar í stað ásamt nokkrum aðstoðar- mönnum Þeir spurðu alla taugaveikisjúklingana í sjúkra húsinu nákvæmlega hvað þeir hefðu borðað, hverjir hefðu borðað með þeim, og síðast en ekki sízt, hvar maturinn hefði verið keyptur. í fyrstu töldu læknarnir, að faraldurinn ætti upptök sín í rjómaís, en síðar gátu þeir útilokað þann möguleika. Jafnframt varð Ijóst, að samkvæmt upplýs- ingunum, sem sjúklingarnir gáfu, hafði smitberann verið að finna í einni af þremur kjötverzlunum borgarinnar. Einnig benti allt til þess, að hann hefði verið nautakjöt. Föstudaginn 22. maí tókst læknunum að finna, hver kjöt verzlunin var, en undarlegt þótti, að þeir sem smitazt höfðu beint höfðu ekki allir borðað nantakjöt. Læknarnir veltu vandamálinu fyrir sér og komust að þeirri niður- stöðu, að skemmda kjötið hefði verið skorið með kjöt- hníf, sýklar úr því orðið eftir á hnífnum og borizt í annað kjöt, sem skorið var með hon- um. Sýkiliinn sem olli tauga- veikinni í Aberdeen, var greindur í London og í Ijós kom að hann var Phage 34, en sú tegund finnst aðeins í S.-Ameríku. Sem fyrr segir, var niðursoðna nautakjötið, lll!llllllll!!llllillllllllllllllllllltllllllllllllllllllll!llllilllllll!l = sem tortryggilegast þykir frá E Argentínu, en verzlun sú, er 3 um ræðir seldi einnig kjöt frá 3 Paraguay. 3 Læknar 1 Aberdeen hafa = unnið baki brotnu við að finna = tengsl milii þeirra, sem smit- E uðust beint af kjötinu og = hinna, er tekið hafa veikina s síðar. Einnig hafa þeir reynt 1 að rannska bióð allra, sem = umgen-gizt hafa hina sjúku að 3 undanförnu til þess að ganga § úr skugga um, hvort þeir hafa | smitazt. Starísmenn rannsókn = arstofanna vmna í vaktaskipt § um allan sólarhringinn, og | læknarnir standa í biðröð við I sjúkrahúsin tii þess að af- | henda sýnishorn. | Frá því, að fyrst var skýrt § opinberlega frá gangi mála | varðandi taugaveikina, hefur = MacQueen haldið daglega | fundi með fréttamönnum. Um 1 helgina kvaðst hann vona, að 1 faraldurinn væri í rénun, en = hafði varla sleppt orðinu, | þegar honum bárust skilaboð 1 um, að taugaveikissjúklingum I hefðí fjölgað örar en áður und ; anfarnar klukkustundir. = MacQueen kvaðst telja skort 1 á hreinlæti borgarbúa, þrátt 1 fyrir ítrekaðar hvatningar, á- 1 stæðuna til þess, að faraldur- = inn magnaðist á ný. Fyrst og = fremst sagðist hann gruna illa § þrifin almenningssalerni og | hirðuleysi fólks, sem þvægi 1 sér ekki um hendurnar eftir 1 notkun þeirra. Þegar kunnugt | varð, að taugaveiki hefði skot i ið upp kollinum í Aberdeen, i var hætt að krefjast greiðsl-u i af þeim, sem þvoðu sér um ; hendurnar á almenningssal- [ ernum. : Þrátt fyrir fjölgun tauga- j veikitilfella í Aberdeen hefur ; almennur ótti enn ekki gripið um sig, en margir, er við- skipti stunda og hafa haft hagnað af ferðamönnum, eru mjög áhyggjufullir, og segjast sumir sjá fram á gjaldþrot. Nokkrir hafa jafnvel gengið svo langt að gagnrýna heil- brigðisyfirvöldin fyrir að skýra opinberlega frá tauga- veikifaraldrinum, en flestir eru ánægðir með hreinskilni þeirra. Læknar vinna dag og nótt að hafa smitazt. rannsóknum á því hve margir = %iiimmmiiimiiniiniiiiiiiHiiiiiniiiiiiiiniiiiimiiiiiiii|ii|iii|ii|iiini||iHii|iiiiii|!|iiii|ni|miiimi|m|iiii||imiiii||i||i||iiiii||ii||i||i||ii|||i||iiiii|i|||i|||||ii|i|||iiifli||i|||||i|||||ii||i|ii|||i|ii||ii||i||i|ii||i|||i||i||ii||i|n||ii|ii|||||i||ii|ii|i|mHmi|ii||i|iii|i||ii|ii||ii|i|||i||ii||i|||i||i|||||ii||i|||i|||||iijj Mið-Afríka níunda bók AB um lönd og þjóðir Önnur útgáfa komin af fuglabókinni Vb. „Helga Guðmunds- dóttir“ komin til Patreksfjarðar MAÍ-BÓK Almenna bókafélags ins er Mið-Aíríka eftir Robert Coughlan. Þýðandi er Jón Eyþórs son. Þetta er níunda bókin í hinum vinsæla bókafiokki AB Lönd og þjóðir. Höfundunnn er bandarísk ur blaðamaður og rithöfundur, nákunnugur Afríkulöndum. Bókin fjaílar um þau lönd Afríku, sem liggja í hitabeltinu, og hafa frá fornu fari verið nefnd Sólarlönd Afríku. Þar er rakin saga þerrra þjóða, sem lönd þessi byggja, og scmskipti þeirra við aðrar þjóðir, lýst menningu þeirra og siðurn. Gerð er grein fyrir nýlendukapphlaupi stórveld anna á 19. öld, sem leiddi til þess að flestar Afríkuþjóðir misstu sjálfstæði sitt. Loks 'er sagt frá sókn Afríkumanna til sjálfstæðis á s-einustu árum, , Bókin er 176 síður, myndir á annað hundrað. Myndirnar eru prentaðar á ítalíu, en texti í prentsmiðjunni Odda, Bókband annaðist Sveinabókbandið. Fuglabók AB Þá er einnig komin út önnur útgáfa af Fuglabók AB, aukin og endurskoðuð af dr. Finni Guð- mundssym. Fuglar ísiands og Evrópu kom fyrst út sumarið 1962. Vakti bókin geysimikla athygli og seldist upp á skömmum tíma, enda gerbreytti hún aðstöðu þeirra mörgu íslendinga, sem á- huga hafa á fuglum og fuglalífi. Hér kemur bók þessi í annari út- gáfu, endurskoðuð af dr. Finni Guðmundssyni, auk þess sem hann hefur samið nýjan kafla um íslenzka varpfugla. Þessi nýja útgáfa ætti því að verða íslenzkum áhugamönnum um fugla til enn meira gagns og á- nægju en fyrsta útgáfa hennar. Bókin er 400 blaðsíður með rúmlega 1200 myndum, þar af um 650 litmyndir, auk 380 út- breiðslukorta. Myndasíður eru prentaðar í Englandi, en prent- smiðjan Oddi prentaði bókina að öðru leyti. Sveinabókbandið annaðist bókband. (Frá AB). Patreksfirði, 31. maí. í GÆB kom hingað nýtt skip, „Helga Guðmundsdóttir“ BA 77. Hefur því áður verið lýst í Morg- unblaðinu, þegar því var hleypt af stokkunum í Molde í Noregi. Það er 221 brúttólest að stærð og með 660 hestafla Lister-vél. Gangharði skipsins í reynslu- föx var 10.9 sjómílur, en meðal- hraði á heimleið 10.5 sjómílur. Skipið er búið hinum fullkomn- ustu siglinga- og fiskileitartækj- um, sem nú þekkjast í íslenzk- um fiskiskipum. Skv. upplýsing- um stýrimanns, Sævars Mikaels- sonar, gekk heimferðin ágætlega I í alla staði. Ásmundur Olsen, oddviti, bauð skip og skipshöfn vel- komna hingað til Patreksfjarð- ar. Framkvæmdastj óri Vestur- rastar hf., sem er eigandi skips- ins, Finnbogi Magnússon, þakk- aði oddvita og bauð síðan al- menningi að skoða skipið. Finn- bcgi verður jafnframt skipstjóri á því. Yfirmenn á heimsiglingu voru þeir Andrés Finnbogason, skip- stjóri, Sævar Mikaelsson, stýri- m&ður; og Jósafat Hinriksson, L vélstjóri. Skipið lagði af stað til Reykja- víkur í kvöld, og er ætlunin. að það hefji síldveiðar mjög fljótlega. — Trausti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.