Morgunblaðið - 04.06.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.06.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIB Fimmtudagur 4. júní 1964 Útgetandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjorar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. „GRÖSIN OG JURTIR GRÆNAR “ ¥ gróandanum og við hækk-' andi sól er ekkert eðlilegra en að hugur þjóðarinnar bein- ist að náttúru landsins, fjöl- breytileik hennar og dásemd- um. Svo vel vill einnig til að um þessar mundir hefur kom- ið út bók um íslenzkar jurtir og plöntur. Er það bókin „Gróður á íslandi" eftir Stein dór Steindórsson frá Hlöðum, einn merkasta og ágætasta grasafræðing og náttúruskoð- ara, sem nú er uppi hérlend- is. Enda þótt margir ágætir vísindamenn hafi ritað um ís- lenzka grasafræði, þá er þessi nýja bók sérstaklega merki- leg fyrir það, að í henni mun felast fyrsta tilraun sem gerð hefur verið til að lýsa gróður- lendum íslands í heild með nokkurri nákvæmni, eins og höfundur kemst að orði' í inn- gangsorðum. Þessi nýja bók er hand- hægur lykill að dýrðarheim- um íslenzks gróðurlífs. Hún er full af aðgengilegum fróð- leik, sem allir, ungir og aldn- ir, hafa gagn og gleði af að kynnast. Og í raun og veru vitum við furðulítið um blóm og jurtir, sem verða á vegi okkar daglega. Við þekkjum aðeins örfáar tegundir og skeytum flest okkar lítið um að auka þekkingu okkar og kynnast nánar gróðursamfé- laginu í kringum okkur. Hve margir íslendingar skyldu til dæmis vita það, hve margar tegundir plantna og jurta gróa og lifa í landi þeirlra. Um það kemst Steindór Stein dórsson m.a. að orði á þessa leið: „Alls eru nú kunnar hér á landi 444 tegundir blóm- plantna og byrkninga, sem ætla má að náð hafi hér fullri fótfestu, en auk þessa eru tald ar 188 tegundir undafífla og margar tegundir fífla, en fræðimenn greinir mjög á um tölu þeirra. Telja sumir um 20 tegundir, en aðrir 115. Ef fylgt er hærri tölunni eru tegundirnar alls 747. Lang- flestar tegundir þessara tveggja síðastnefndu ætt- kvísla eru mjög sjaldgæfar og er þeim þess vegna sleppt að mestu í eftirfarandi hlutfalls- tölum.“ GRÓÐUR Á ÍSÖLD Cá kafli bókar Steindórs Steindórssonar, sem fjall- ar um uppruna flórunnar er einnig mjög fróðlegur og skemmtilegur. Höfundur seg- ir að það hafi lengi verið skoð un meðal fræðimanna, að all- ar háplöntur íslands og einn- ig vel flestar lágplöntur hefðu flutzt til landsins eftir að jökla leysti. Hafi sú skoðun verið bein afleiðing þess álits vísindamanna að landið hefði verið gersamlega hulið jökli á jökultímanum, svo og önnur nálæg lönd. Á þessu atriði hafi skoðun vísindamannanna nú ger- breytzt. Sannað þyki, að á ís- landi hafi á jökultímanum verið veruleg landssvæði ís- laus og hafi gróður lifað þar. Heildarniðurstaða höfundar verður sú, að 48% þeirra teg- unda er fundizt hafa hér á landi, séu ísaldartegundir, 21% hafi verið innfluttar með mönnum og 31% sé óvíst um. Mjög fróðlegur er einnig kaflinn um brautryðjendurna á sviði vísindalegra rannsókna á gróðri íslands. Er þar fyrst getið þeirra Eggerts Ólafs- sonar og Bjarna Pálssonar, sem ferðuðust um landið á árunum 1752—1757. Síðan koma fjölmargir erlendir vís- indamenn og undir lok 19. ald arinnar þeir Þorvaldur Thor- oddsen og Stefán Stefánsson, síðar skólameistari, en báðir þessir menn unnu geysimerki legt og mikið starf við gróður- rannsóknir sínar. Má segja að með Flóru Stefáns skólameist- ara hafi verið lagður grund- völlur að þekkingu íslend- inga á gróðurríki lands síns. Almenna bókafélagið og Steindór Steindórsson eiga miklar þakkir skilið fyrir bókina „Gróður á íslandi“. Séra Hallgrímur Pétursson talar á einum stað um „grösin og jurtir grænar“. Minnist Steindór Steindórsson þess- ara orða skáldsins og télur þau bera vott um að séra Hall grímur hafi kunnað að gera greinarmun á grasi og jurt, jurt og plöntu. En kunnum við það í dag þrátt fyrir okk- ar löngu skólagöngu? ÚRSLITIN í KAUFORNÍU Cigur Barry Goldwaters, öld- ungadeildarþingmanns frá Arizona, í prófkosningum repúblikana í Kaliforníu var naumur, en hann tryggir hon- um engu að síður 86 kjörmenn Stóraukin viðskipti Rúmena við Vesturveldin Vilja kaupa kjarnorkustöðvar af Bretum* og Bandaríkjamörmuni London, Washington, 2. maí (AP) • HAFT er eftir áreiðanleg- um heimildum, að Rúmen ar hafi farið þess á leit við stjórnir Bretlands og Banda- ríkjanna að fá keyptar þaðan kjarnorkustöðvar. — Fylgir fregninni, að þær stöðvar, sem Kúmenar hafi einkum áhuga á geti framleitt plútoníum fyrir kjarnorkusprengjur. — Haft er fyrir satt, að stjórn- irnar muni hafa samráð sín í Brússel, 2. júní (NTB) AF hálfu V-Þjóðverja var gert ljóst á ráðherrafundi Efnahagsbandalagsins í dag, að þeir muni ekki fallast á að verðlag kornvara verði hið sama fyrir aðildarríkin öll, enda sé ekki fyrir hendi sam- þykkt sambandsþingsins í Bonn fyrir þeirri ráðstöfun. milli um afstöðuna til mála- leitunar Rúmena, verði henni haldið til streitu. Bretar og Bandaríkjamenn hafa yfir- leitt ekki lagzt gegn sölu slíkra kjarnorkustöðva til vin veittra ríkja, en jafnan hafa kaupendur orðið að skuld- binda sig til að nota þær ein- ungis í friðsamlegum tilgangi. Áreiðanlegar heimildir í Was- hington herma, að Bandaríkja- stjórn hafi tilkynnt rúmönsku viðskiptanefndinni, sem þar hef- ur dvalizt frá því 18. maí sl., að hún muni fyrir sitt leyti fallast á Werner Schwartz, landbúnaðar- ráðherra. slík viðskipti séu bandalagsríki Bandaríkjanna henni samþykk —- með því skilyrði þó, að stjóm Rúmeníu skuldbindi sig til að heimila Alþjóða kjarnorkumála- stofnuninni í Vín að hafa eftiriit með notkun stöðvanna. ★ Á mánudag, 1. júní, lauk í Waa hington viðræðum viðskipta- nefndar Rúmeníu, undir forsæti Gheorghe Gaston-Marin, vara- forsætisráðherra, og bandarískr- ar nefndar undir forsæti Averell Harriman, aðstoðar-utanríkisráð- herra. f opinberri tilkynningu, sem gefin var út að viðræðunum lokn um er kveðið á um stóraukin við- skipti ríkjanna,— sem á síðustu árum hafa aðeins numið 1—2 milljónum dala árlega. Ennfrem- ur er þar gert ráð fyrir vaxandi samskiptum á ýmsum sviðum, skiptum á ferðamönnum og skipt um á vöru- og iðnaðarsýningum. Að sögn AP-fréttastofunnar er stjórn Rúmeníu um þessar mund- ir að gera samninga við flest ríki Vesturálfu um aukin viðskipti. Eru þau samtals talin nema allt að 150 milljón dollurum. Viðskiptasamningar þessir eru taldir athyglisverðir mjög stjórn- málalega — ekki síður en við- skiptalega, og er þar einkum bent á viðleitni Rúmena við að losa sig undan áhrifum Sovét- stjórnarinnar á sviði efnahags- málanna. V.-Þjóðverjar andvígir somræmingu korn- verðsins Fyrirhugað var, að kornverðið yrði samræmt ekki síðar en 1. júlí 1966 og það skyldi ákveðið fyrir 30. júlí í ár. Af hálfu Belgíu var lögð fram sú málamiðlun, að beðið yrði með að ákveða verð- lagið í hálft annað ár, en þá til- lögu felldu Þjóðverjar. í þýzku sendinefndinni á fund- inum eru Gerhard Schröder, ut- anríkisráðherra, Kurt Schmiick- er, efnahagsmálaráðherra, og Bamako, Mali, 2. júní (AP) Vestur-Afríku-lýveldin Mali og Guinea hafa ákveðiff aff loka sendiráffum sínum í lönd- um hvors annars. í tilkynningu um þetta seg- ir, að svo náin tengsl séu milli landanna á sviði stjórnmála, að reglulegir fundir forset- anna Sekou Touré (í Guineu) og Modibo Keita (Mali) og annarra stjórnmálaleiðtoga nægi fyllilega til þess að fjalla um sameiginleg áhuga- mál landanna og sendiráð séu með öllu óþörf. Þetta er ein síffasta myndin, sem tekin var af Nehru. Sýnir hún hann flytja útvarpsræffu þar sem hann skorar á þjóff sína að hætta blóðugum trúarbragffaerjum. Myndin var tekin 26. marz sL. en í janúar sl. fékk hann affkenningu af slagi. Kaliforníu á landsþingi repú- blikanaflokksins í næsta mán- uði. Sjálfur hefur Goldwater lýst því yfir, að ef hann ynni prófkosninguna í Kaliforníu ætti útnefning hans til for setaframboðs fyrir flokk sinn að vera örugg. Aðrir draga í efa, að sú staðhæfing hafi við rök að styðjast. Ef svo fer að Goldwater yrði frambjóðandi repúblik- ana í forsetakosningunum í haust, þarf enginn að vera í vafa um stórsigur Lyndon B. Johnsons, núverandi forseta, sem öruggt er talið að verði frambjóðandi demókrata. — Margt bendir til þess, að fram boð Goldwaters yrði mikill 1 ekkir fyrir repúblikana. Hin ar óábyrgu yfirlýsingar hans um utanríkis- og öryggismál og afturhaldssöm stefna í inn- anlandsmálum hlytu að fæla fjölda fólks, sem oft hafa fylgt repúblikönunum að mál um, frá flokknum. Þrátt fyrir mikið fylgi Gold waters í kjörmannakosning- unum undanfarið, kann svo að fara að hann komist ekki í framboð fyrir flokk sinn. Vit- að er að Eisenhower, fyrrver- andi forseti, er mjög mótfall- inn framboði hans og telur felast í því beinan háska fyrir Repúblikanaflokkinn. Kann svo að fara að þeir William Scranton, ríkisstjóri í Pensyl- vaníu, eða Richard Nixon, fyrrverandi varaforseti, verði taldir sigurstranglegri fram- bjóðendur og líklegri til þess að halda flokki sínum samau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.