Morgunblaðið - 04.06.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.06.1964, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 4. júní 1964 MORGUNBLAÐIÐ 15 Sigur jón Miniimgarorð í DAG verður borinn til moldar, Sigurjón Ólafsson frá Geirlandi, en hann lézt 27. maí s.l. Með ihonum er genginn heilsteyptur drengskaparmaður, sem vann öll sín störf af stakri trú- xnennsku og ósérplægni. Sigurjón var fæddur í Reykja- vík 31 desember 1898, sonur hjónanna Ólafs Ólafssonar skó- smiðs og konu hans Þórönnu Jónsdóttur, en þau voru bæði ©f skaftfellskum ættum. Ólafur og Þóranna áttu sex börn og eru nú fjögur þeirra á lífi. Sigurjón var aðeins 9 ára gam- ©11, er hann fór til vistar að Ólafsson Tjarnarkoti í Biskupstungum, og ólst þar upp fram yfir ferm- ingaraldur. Þau tengsl, er þá sköpuðust við sveitalíf og úti- störf rofnuðu alarei að fullu eftir þetta, og segja má, að hann væri fremur gestur fæðingarborgar sinnar en íbúj, alla tíð upp frá þessu. Á yngri árum stundaði Sigur- jón flutninga á hestvögnum, m.a. fyrir VífilsstaiHfcæli, og um skeið sá hann um aðdrætti fyrir Egil Thorarensen í Sigtúnum, er þá hafði nýlega hafið verzlun á Selfossi. Mun þá oft hafa verið ærin vosbúð og kulsamt í vetrar- ferðum á Hellisheiði og reynt á karlmennsku hans og lagni við hestana.' En á þessum árum var vélaöldin að ganga í garð. Sigur- jón fylgdist þar með, hann keypti bifreið og hóf flutninga með henni og stundaði þá at- vinnu um tveggja áratuga skeið. Sigurjón kvæntist árið 1924, Guðrúnu Ámundadóttur frá Kambi í Flóa, fjölhæfri myndar konu. Þau reistu nýbýli skammt neðan við Lækjarbotna í Seltj- arnarneshreppi, árið 1928 og fluttu þangað snemma næsta vor. Býlið nefndu þau Geirland. Sigurjón hafði um þetta leyti tekið að sér mjólkur og vöru- flutninga fyrir bæina vestan heiðar, og sá hann um þá fram undir lok síðari heimsstyrjaldar, en þá breyttust búskaparhættir á ýmsa vegu i nágrenni höfuð- borgarinnar, og sneri hann sér þá að öðrum störfum. Jafnframt flutningunum stundaði Sigurjón búskap, og hefir þá eigi sjaldan komið í hlut húsfreyju og síðar barna þeirra að halda þar í horfi, vegna fjarveru húsbóndans. Þeim Guðrúnu og Sigurjóni varð átta barna auðið, sex dætra og tveggja sona, sem öll eru á lífi. Þau eru Unnur húsfreyja í Reykjavík, Anna gift Þorgeiri Péturssyni veitingamanni í Hvít- árvallaskála, Svava gift Eben- hardt Marteinssyni, verzlunar- manni í Reykjavík, Ólafur bif- reiðarstjóri í Reykjavík kvænt- ur Áróru Tryg.gvadóttur, Helga gift Magnúsi Hjartarsyni, bif- reiðarstjóra, Reykjavík, Sigrún gift Kristfinni Jónssyni bifreiða- smið, Reykjavík, Fanney gift Ólafi Magnússyni verzlunar- m.anni, Keflavík, og Bragi bif- vélavirki í Kópavogi, kvæntur Ragnheiði Árnaddttur. Þessi myndarlegi barnahópur ber for- eldrum sínum og heimili þeirra glöggt vitni um allt hið bezta, sem íslenzkt hjartalag og hugar- far býr yfir tii hollra uppeldis- áhrifa. Samhugur fjölskyldunn- ar hefir ávallt verið til fyrir- myndar, og börnin öll munu geyma í minni æskudaga sína á Geirlandi sem sólskinsblett í heiði. Ég var Sigurjóni kunnugur frá því,‘ er ég var smástrákur og naut oft liðsinnis hans áður fyrr á ýmsan hátt, en veruleg kynni okkar hófust þó ekki fyrr en haustið 1948, er hann réðst til starfa hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Þetta haust var fyrsti áfangi Reiðmerkur girtur og friðaður. Sigurjón starfaði æ síðan við margbreytileg störf á Heiðmörk allt til æviloka, að frátöldum fáeinum vetrarmánuð- um fyrstu þrjú árin, er hann sótti vinnu annað. Hann hafði á hendi eftirlit með girðingunni og allri umgengni á Heiðmörk, auk þess verkstjórn við gróðursetn- ingu og vegagerð, eftir því sem með þurfti á hverjum tíma. Enn- fremur sá hann um veðurathug- anir frá því er þær hófust í Heið mörk. Honum féll aldrei verk úr hendi, og árvekni hans í starfi og samvizkusemi voru aðals- merki hans. Sigurjón var greindur maður og athugull. Hann hafði yndi af þjóðlegum fróðleik, var þar vel heima og unni öllu sem íslenzkt var. Ást hans á landinu og gróðri þess var fölskvalaus. Hann gladd ist yfir hverjum áfanga sem náð ist í ræktun Heiðmerkur, og hann fylgdist vel með árangri friðunarinnar, þegar hann fór að koma í Ijós. Hsnn fór mjúkum og nærfærnum höndum um ung- viðið, sem hann gróðursetti, en það skiptir nú tugum þúsunda, og hann hlúði að öilum nýgræðingi af umhyggju og hjartahlýju. Fyrir fáum mánuðum flutti Sigurjón á höfuðbýlið Elliðavatn en- borgarstjórn Reykjavíkur fól Skógræktarfélagi Reykjavíkur varðveizlu þeirrar jarðar ásamt húsum á sl. ári Frá upphafi var svo ráð fyrir gert að eftirlits- maður Heiðmerkur settist þar að og að þarna yrði miðstöð starf- seminnar á Heiðmörk. Félaginu var það því fagnaðarefni, er Sig urjón fluttist þangað. Enginn ann ar kom til greina framar honum. En dvöl hans á Elliðavatni varð alltof stutt. Þegar annir hófust á Heiðmörk á þessu vori, var Sigur jóni brugðið. Heilsa hans brast skyndilega, en honum var ekk- ert fjær skapi en að hvílast eða hlífa sjálfum sér, og því féll hann í miðju starfi. En Heiðmörk mun um langan aldur njóta verka hans. Gróður- inn þar efra er að vísu ekki ennþá orðinn hár í lofti, en hann mun er stundir líða standa sem verðugur minnisvarði um störf þessa góða sonar Reykjavíkur. Að leiðarlokum þakka ég Sig- urjóni samstarfið á liðnum 16 ár- um, hollráðin mörgu, tryggð hans og trúnað. Um leið flyt ég konu hans, börnum, ættingjum og ást- vinum samúðarkveðjur í harmi þeirra. Einar G. E. Sæmundsen. Það eru líkur til þess, að tíminn sé afar óákveðið og af- stætt hugtak. Nú þykjast vísindamenn fullvissir þess að kenning Einsteins standist: Fari maður í ferðalag til Andromed stjörnuþokunnar með hraða ljóssins, tekur ferðin fram og til baka 55 ár, en þegar maður kemur aftur til jarðarinnar, þá hafa liðið þar þrjár milljónir ára — og vafalaust margt orðið breytt. Það hafa menn lært undir Jökli að óttast ekki neitt og Þórður á Dagverðará er einn af þeim. Hann er raunar frægur fyrir refaveiðar og málverk og telur hvorttveggja til hinna fögru lista, en i þessu ágæta viðtali við Loft Guðmundsson, ræðir hann einkum fornan átrúnað undir Jökli, feigð og fyrirhoða, góða og vonda hugsun og sál- rænar mögnunarstöðvar í Breiðuvíkurfjöllum. Vikan heimsækir Albert Guðmundsson Albert Guðmundsson gerð- ist dugandi kaupsýslu- maður eftir að hann lagði atvinnumennskuna í knatt- spyrnu á hilluna. VIKAN hefur heimsótt Albert og Brynhildi konu hans, en þau eiga óvenjulegt og sérstaklega fallegt heimili á Hraunteig 28. Þar eru meðal annars frönsk antík hús- gögn í stíl Lúðvíks 14., sem ekki eru á hverju strái hér á íslandi. VIKAI VIKAN ræðir við Ringó Starr Hann er einn af þessum dæmalausu Bítlum frá Liverpool, sem tröllriðið hafa allri veröldinni síðan í haust sem leið. Ringó er trommarinn í hljóm- sveitinni og um leið sá ljótasti af þeim öllum. Blaðamaður VIKUNNAR hitti hann að máli í nætur- klúbb í London og þeir áttu þar saman gáfulegar samræður eins og nærri má geta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.