Morgunblaðið - 04.06.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.06.1964, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 4. júní 1964 f JOSEPHINE EDGAR: eins falleg og Rósa, svaraði hún með stolti. — En Rósa lætur ekki snúa á sig. — Þessar sýningar hér eru gagnlegar tvennskonar stúlkum, sagði Deward og leit vingjarn- lega á mig. — Þær, sem vilja komast í leiklistina og geta haft gott af þeirri æfingu, sem þær fá hér. Og svo hinar, sem vilja kynnast ríkum mönnum. — Rósa er í síðarnefnda flokknum, sagði Fía einbeittlega. — Tilgangurinn er hjónaband. Ég skal vera <alveg hreinskilin, Geo. Hún er systir mín og ég óska henni þess allra bezta. Ég get ekki komið henni í sam- kvæmislífið með fína fólkinu. En héðan — ef heppnin er með — kynni að geta tekizt að koma henni þar inn um bakdyrnar. Hann brosti að hreinskilni hennar, en augun, sem litu á mig, voru efablandin og áhyggjú full. Hann virtist vera að hugsa málið og snöggvast greip mig kvíði fyrir því, að hann ætlaði að vísa mér frá, en þá sagði hann: — Geturðu sungið, góða mín? Það var flygill þarna í skrif- stofunni og hann kallaði á píanó leikara til að leika undir hjá mér. Ég söng eitthvert dægur- lag. Ég hef sterka og hljóm- mikla rödd, ekkert svo sem sér- staka en hann virtist ánægður. Hann bað mig ganga og tala og sýna sér fæturna á mér, svo að ég lyfti pilsinu upp að hnjám og ég var í fallegum, svörtum silkisokkum. Ég var ekki vitund feimin. Hann var ekki þannig maður. Mér varð ljóst, að stúlk- ur í þessum sýningum þurftu að hafa fallega fætur, og þess- vegna átti hann fullan rétt á að fá að sjá þá. Loksins sagði hann: — Jæja, þetta er allt í lagi. Ein af stúlk- unum mínum ætlar að fara að gifta sig í lok næstu viku, og þú getur komið í hennar stað. En komdu hingað til æfinga á mánu daginn eftir viku. Hann rétti út höndina og kvaddi mig. — Það gleður mig að fá þig, góða mín. Ef þú átt í einhverjum vandræðum, þá komdu til mín og mér er alvara með það. Skemmtu þér vel, en drekktu ekki. Hver sem kemur í lekihúsið undir áhrifum, er taf- arlaust rekin. Taktu við gjöfum hjá bakdyranáungunum, ef þú vilt, en aldrei við peningum og ef þeir fara að verða þreytandi, þá komdu til mín. Komdu yíir- leitt alltaf til mín, ef eitthvað bjátar á, og geti ég hjálpað þér, skal ég gera það. Hann sneri sér að Fíu og kyssti hana á báðar kinnar: — Vertu sæl, frú Dan. Ég vona, að þú hafir farið rétt að. Eins og h/ún lítur út, veúða bráðlega allir ríkisbubbarnir í London á hælunum á henni. Þegar við gengum út í vagn- inn, bar bakdyravörðurinn hönd ina upp að húfunni og sagði: — Sælar, ungfrú Eves, rétt eins og ég væri þegar orðin þarna heima maður, og ég varð mjög hreyk- in. Við höfðum verið boðnar að hitta Woodbourne lávarð og Hugh Travers, bróðurson hans, í hádegisverð. Síðar átti Fía að aka mér til Lundúnabrúarinnar. Þar ætlaði Minna frænka að hitta mig og fara með mig aftur í skólann, þar sem ég átti að verða eina viku enn. 'Fía , vildi aldrei láta mig vera eina á ferð í neinu almenningsfarartæki. Við vorum kát við hádegis- verðinn. Við fengum humar, jarðarber og kampavín og allir hlógu og skáluðu fyrir velgengni minni í leikhúsinu. Mitt í öllu þessu kom þjónn inn og lagði á borðið hjá mér lítinn pakka, ásamt rósavendi. Þegar ég opn- aði hann, sá ég demantsnælu, sem var eins og rós í lögun. Ég glápti á hana og þau gláptu öll á mig. Hugh Travers roðnaði um allt föla andlitið og sagði: — Þetta er bara smágjöf, ungfrú Eves . . ég á við Rósa . . . ef ég má kalla þig það. Það er rétt til þess að minna á byrjunina hjá þér í Frivolity. Ég á við . . . mig lang- aði bara að verða fyrsti aðdá- andinn þinn. Ég sagði ekkert enn, en horfði á þennan fallega skartgrip, en fann bara augnatillit Fíu á mér og brosandi andlitið á lávarðin- um. En svo sagði hann: — Vertu ekki hrædd, Rósa mín, þetta er bara smáræðis skraut, og ekkert í samanburði við það, sem bráð- um verður lagt fyrir þína fallegu fætur. Ég veit ekki, hvað kom yfir mig. Ég var svo ringluð í hug- anum. Eitth að í sambandi við Brendan og sjálfa mig, eitthvað í sambandi við Marjorie og Flóru, frænku hennar og kven- réttindin. Flóra frænka hafði sagt, að kona gæti gefið sjálfa sig, en hún ætti aldrei að vera til sölu. Auðvitað voru hugsanir mínar ekki svona skipulegar. Ég veit ekki annað en það, að ég lokaði öskjunni snöggt og rétti hana aftur að Hugh. — Því miður sagði ég. — Ég vil helzt ekki taka við þessu. Ég skal þiggja blómin, en . . . mér finnst ég ekki þekkja þig nógu vel til að taka við hinu. Það varð ofurlítil þögn. Soffía breytti ekki svip. Woodbourne leit á hana og hálfbrosti. Hugh skipti aftur litum, fölnaði og roðnaði á víxl og stamaði: — Ég vona, að ég hafi ekki móðgað yður, ungfrú Eves. Það hefði verið fjarri mér. Nei, ekki hefði mér getað dottið það í hug. — Alls ekki, svaraði ég án þess að hugsa mig um, og ég vorkenndi honum. — Þú mátt — Hvemig finnst þér nýi varaliturinn minn? kalla mig Rósu, ef þú vilt. En mér finnst hitt bara ofmikið þegar við þekkjumst svona lítið og ég á ekki einu sinni afmælis- dag. Augun f honum ljómuðu og honum vöknaði næstum um þau, rétt eins og ég hefði sagt eitt- hvað dásamlegt og sérstakt. Sem snöggvast datt mér í hug, að hann ætlaði að grípa hönd mína og kyssa hana. Ég flýtti mér að fara að festa rósirnar fráman á blússuna mína. Tilfinningar 'mínar ggan- vart Hugh Travers voru á reiki. Það var ekki eins og ég væri honum neitt andvíg, en ég var bara ekki nógu hrifin af honum til þess_ að hafa hann hangandi í mér. Ég kunni -því illa, að hann horfði stöðugt framan í mig og hékk stöðugt í hverju orði, sem ég sagði. Mér varð hugsað til andlitsins á Brendan, með reglu legu drættina og augun, sem ýmist hlógu eða byrstu sig, og ég óskaði þess, að hann en ekki Hugh hefði gefið mér rós. Rétt áður en við höfðum lok- ið hádegisverðinum, fór eitthvert fólk fram hjá okkur á leiðinni til dyra — roskinn maður og kona, og með þeim kona með stórskorið höfðingjaandlit. Þegar hún nálgaðist borðið, horfði hún BYLTINGIN í RUSSLANDI 1917 ALAN MOOBEHEAD sína. Hinn 2. apríl 1917 var Wil- son forseti að leita samþykkis til stríðsyfirlýsingar gegn Mið- veldunum og talaði þá um „þá dásamlegu og hughreystandi við burði, sem hafa verið að gerast síðustu vikurnar í Rússlandi", og daginn eftir var bráðabirgða- stjórninni boðið lán, sem nam 326 milljónum dala. Bandaríkin voru líka fyrst Bandamanna til að viðurkenna bráðabirgðastjórnina, en það var mest að þakka David R. Francis, sendiherra þeirra í Petrograd. Hann var auðugur kaupsýslumaður frá Missouri, hátt á sjötugs aldri, og hafði komið þarna ári áður, ásamt svörtum skósveini sínum, Philip Jordan, og setzt að við Furhta- skaya, rétt hjá Taurishöllinn. Hann var merkileg persóna, sem féll betur inn í heim O. Henrys en keisarahirðina (og meira að segja getur O. Henry hans sem sælkera). Hann hafði með sér færanlegan hrákadall með loki, sem hægt var að opna með fæt- inum, svo og vindlana sína, Ford bíl til að nota á sumrin og sleða til vetrarnotkunar, og þar voru hestarnir með Bandaríkjafán- ann í höfuðleðrunum, og að sögn Norman Armours, sem var ann- ar sendisveitarritari, þá „fannst manni maður vera í hringekju", ef ekið var með honum. í kvöld- veizlum sendiherrans — sem voru sjaldan, af því að hann hafði meira gaman af póker — var leikið á handsnúinn gramm- ófón, sem stóð bak við tjald. Yfir leitt var þetta einkennilegur sviðs búnaður fyrir sendiherra í Petro grad, en kann vel að hafa skemmt keisarahirðinni og fína fólkinu árið 1916. En nú var öldin orðin önnur. Francis var ekkert hræddur við byltinguna og var að því leyti einstæður í hópi sendisveitarmanna. Hann eygði þarna von um að geta komið upp lýðveldi á ameríska vísu, og þegar hann var að sækja um alla hugsanlega hjálp, bráða- birgðastjórninni til handa, var hann sannur fulltrúi almenns og opinbers viðhorfs í Bandaríkjun- um. Hann var fær um að veita Rússlandi miklu meiri hjálp en nokkrir Bandamánna, og það er ekki hægt að lá honum þótt hann sæi ekki í marzmánuði 1917, afl og ógnun bolsjevílcanna, sem voru þá þegar að safna liði undir hulu þessa almenna upp- þots. Enginn í Petrograd hafði enn séð svo langt fram í tím- ann. Við upphaf byltingarinnar, 8. marz var bolsjevíkaflokkurinn í Petrograd annars flokks samtök, og ekkert nafn var neitt áber- andi í forustuliði flokksins. Samt átti einn maður þar eftir að geta sér nokkra frægð: Vyacheslav Skraybin, öðru nafni Molotov, KALLI KUREKI >f— ->f • •*— Teiknori; FRED HARMAN SO YCÚLL KILL BOSC6,) OE.HIMYOU , JUST ■ 4 BECAUSE YOli'RE AFBAIP OF SOSSlP/ 1 CAN'T TALk SEMSE T’ VOU» , — Það er ekki einasta að þú gæt- ir ekki hitt hattinn þinn ef þú hengd- ir hann á byssuhlaupið, hvað þá hld- ur annað — Boggs er líka maður við aldur og þar að auki fótbrotinn. Viltu að fólk segi að þú níðist á manni sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér? — Ja — hm — kannske hef ég verið dálítið fljótur á mér. En ég er búinn að senda Litla-Bjór að segja Boggs að ég ætli á eftir honum með byssuna. — Hvers vegna gleymirðu þessu ekki, lætur þetta bara eiga sig allt saman? — Já, en Kalli, ég get það ekki. Þá myndu allir segja að ég hefði hopað á hæli. Ég verð að halda þessu til streitu. — Svo þú ætlar að drepa Boggs eða hann þig bara af því þú ert hræddur við það sem fólk kynni að segja. Það er ekki viti fyrir þig kom- andi. Ég ætla að reyna við Boggs. síðar utanríkismála-kommissar. Molotov var menntamaður frá Kazan og mjög vinstri sinnaður. Hann var uppgjafarsinni og vildi ljúka ófriðnum sem allra fyrst, og hann var andvígur öilum sam skiptum við bráðabirgðastjórn- ina. Þegar Pravda kom út i marz (fyrsta blaðið gefins en af því næsta seldust 100.000 ein- tök), var Molotov ritstjóri þess, og hann lét það ekki dragast að koma hinum róttæku hug- myndum sínum á prent; einnig lét hann þær í ljós í Ex-Com og sovétinu. Það var hin gamla, Súðavík FYRIR nokkru tók Kristján Sveinbjörnsson að sér um- boðsmennsku fyrir Morgun- blaðið í Súðavík. — Geta þeir Súkvíkingar er óska að fá Morgunblaðið, því snúið sér til Kristjáns. Ólafsfjörður Umboðsmaður Morgun- blaðsins í Ólafsfirði er Har- aldur Þórðarson, kaupmaður í Verzl. Lín. Aðkomumönn- um í bænum skal á það bent að Morgunblaðið er selt í lausasölu í verzlun hans. Stykkishólmur Umboðsmaður Morgun- blaðsins í Stykkishólmi er Víkingur Jóhannsson, Tanga götu 13. Ferðafólki skal á það bent að í lausasölu er blaðið selt í benzínsölunni við Aðalgötu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.