Morgunblaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 1
28 síðun wöiwM^MI* 51 árgangur 124. tbl. — Föstudagur 5. júní 1964 Prentsmiðja MorgunblaðsiM VINNUFR SAMKOMULAG NÁÐIST í NÓTT Á ÖÐRUM tímanum í nótt náðist samkomulag milli vinnuveitenda og launþega eftir hinar miklu við- ræður, sem f ram haf a f arið síðustu vikur milli þess- ara aðila með þátttöku og fyrir milligöngu ríkis- st jór nar innar. Helztu atriði samkomulagsins eru: ¦^r Komið verði á verðtryggingu kaupgjalds og reiknuð út sérstök kaupgjaldsvísitala fjórum sinnum á ári og verði kaupgreiðslur miðaðar við vísitöluna eins og hún var 1. maí 1964. jjfc Verkafólk. sem unnið hefur sex mánuði sam- fleytt hjá sama vinnuveitenda, fái óskert viku- kaup, þannig að samningsbundnir frídagar, aðr- ir en sunnudagar, séu greiddir. ^ Eftirvinna skal teljast tvær fyrstu klukku- stundir eftir að dagvinnu lýkur og eftirvinnu- álag lækki í 50%. Nætur- og helgidagakaup standi óbreytt að krónutölu, en dagvinnukaup hækki þannig að tekjur verði óbreyttar þrátt fyrir styttingu vinnutímans og lækkun eftir- vinnuálags. ií Ríkisstjórnin beitir sér fyrir lagasetningu um lengingu orlofs verkafólks úr 18 dögum í 21, sem svarar til hækkunar orlofsfjár úr 6% í 7%. if Gerðar verði ráðstafanir til úrlausnar í hús- næðismálum til þess að létta efnalitlum fjöl- skyldum að eignast íbúðir. Lán út á hverja íbúð verði ekki lægri en 280 þúsund krónur frá og með 1965 og tryggð verði bygging 1500 íbúða á ári. Á verður lagður 1% almennur launaskattur, sem renni til Byggingasjóðs ríkisins. Vísitölu- binding verði á öllum íbúðalánum, vextir 4% og lánstími 25 ár. Hér á eftir fer samkomulagið í heild: TRYGGÐUR TJndanfarnar vikur hafa fari'r fram viðræður á milli ríkisstjórn •rinnar, Alþýðusambands ís- Jands og Vinnuveitendasambands íslands. Ræddar hafa verið leiðir ti} stöðvunar verðbólgu og til kjarabóta fyrir verkafólk. Þess- •r viðræður hafa nú leitt til sam komulags um þau atriði, sem hér íara á eftir, og mæla aðilar með því, að samningar milli verka- lýðsfélaga og vinnuveitenda séu nú gerðir á þeim grundvelli. I. Verðtrygging kaupgjalds 1. Ríkisstjórnin beitir sér fyrir því, að verðtryggingu kaup- gjalds sé komið á með iaga- setningu. Verðtryggingin sé miðuð við vísitölu framfærslu kostnaðar í Reykjavik. I>ó nái verðtryggingin ekki til hækk unar þeirrar vísitölu, sem staf »r af hækkun á vinnulið verð grunns landbúnaðarafurða vegna breytinga á kauptöxt- iim eða vegna greiðslu verð- lagsuppbótar á laun. 3- Reiknuð sé út sérstök kaup- greiðsluvisitala fjórum sinnum * ári, miðað við þánn 1. febrú •r, 1. mai, 1. ágúst og 1. nóv- ember. Þessi vísitala sé mið- uð við sama grundvallartíma og núverandi vísitala (marz 1959). Kaup breytist samkvæmt hækkun kaupgreiðsluvísitöl- unnar frá því, sem hún var Frá undirritun samkomulagsins í Alþingishúsinu i nótt. Talið frá vinstri: Hannibal Valdema forseti Alþýðusambands íslands, Emil Jónsson, félagsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, í»- (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) sætisráðherra. 1. maí 1964. Þessar breyting- ar fari fram ársfjórðungslega mánuði eftir að kaupgreiðslu- vísitalan hefur verið reiknuð út, þ.e. 1. marz, 1. júní, 1. sept- ember og 1. desember. Kaup breytist með hverri hækkun eða lækkun vísitölunnar um eitt stig eða meira. 4. Aðilar samkomulagsins mæla með því rið Kauplagsnefnd og Hagstofuna, að hafin sé endurskoðun grundvallar vísi- tölu framfærslukostnaðar. Nýr vísitölugrundvöllur taki því aðeins gildi á samkomulags- tímabilinu, að samkomulag sé um það á milli aðilá. II. Viku- og mánaðarkaup / verkafólks í samfelldri vinnu Verkalýðsfélög og vinnuveit- endur semji um, að verkafólk, sem unnið hefur sex mánaða s»m fellda vinnu hjá sama vinnuveit- anda, verði greitt óskert viku- Framh. á bls. 1 IltllllltlMtlHIIIIIIMIIflltllllllllMIIIIHIIIIIt*.......)MtMlllllltlHIIHII»tll*MHtMttlHllltlMMIMIIHtHIIIIIIIIIHIIIIIIII»Ht)MIMMMHIHMmMtlMMIIIHItlllll.....flllMIIMtltllllllllmHHIIt *» I Örugglega horfir þettaí rétta átt | i sagði forsætisráðherra í nótt V I Ð undirskrift samning- anna í nótt sögðu forystu- menn ríkisstjórnar, verka- lýðsfélaganna og atvinnu- rekenda nokkur orð. Fara ummæli þeirra hér á eftir: Bjarni Benediktsson: Um leið og ég undirrita þetta samkomulag, sem ég vona að verði til gæfu og gengis okkar þjóð, þakka ég öllum aðilum gott starf, en margir hafa mikið á sig lagt. Ekki er allur vandi leystur, en örugglega horf- ir þetta í rétta átt. Þessi lausn hefur fengizt fyrir samhug og góðvild allra þeirra, sem hér hafa átt hlut að máli og endurtek ég þakkir mínar fyrir það. Hannibal Yaldemarsson: Ég vil þakka þeim ráð- herrum, sem við höfum átt skipti við, drengilega fram- komu í samningum. Hvort árangurinn af þessu sam- komulagi verður meiri eða minni, mun koma í ljós ¦ r B þetta ar. E Kjartan Thors: Ég vil taka undir þessi E orð, og þakka ríkisstjórn- ¦ inni mikið starf og vinnu, S sem hún hefur lagt í þetta i samkomulag. Við erum að = sjálfsögðu ekki fullkom- E lega ánægðir með það, sem I fengizt hefur, fremur en ¦ andbýlingar okkar, en við I vonum að í framtíðinni £ verði þetta til þess að E skapa betri viðhorf okkar g í milli. s .IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIMIItltltlHIIIMIIIIIIIIIIIHIIIIIIIMIIIIIIIIMIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIimilMIMimi.....IIIIIIIIIIIIMilllllllllllllMtlllllllHIIMIIIHtlllllllllllli Góð afkoma og hagur Reykjavíkurborgar — Hrein eign aldrei vaxið meira — A BORGABSTJÓRNAK- FUNDI í gærkvöidi lagði Geir Hallgrímsson borgar- stjóri Reikning borgarinnar og fyrirtækja hennar fyrir árið 1963 fram til fyrstu um- ræðu. í ræðu sinni benti borgar- stjóri á. að • Rekstrarútgjöld borgar- innar eru í samræmi við við áætlun 9 rekstrarútgjöld hækka mun minna, en framlög til verklegra framkvæmda þ.m.t. framlög til gatna- og holræsagerðar, þrátt fyrir stóraukna starfsemi og þjónustu borgarinnar á ýmsum sviðum. • hrein eign borgarsjóðs hefur aldrei vaxið meira á einu ári. • skuldir borgarsjóðs hafa lækkað. • greiðslujöfnuður að upp- hæð rúm miiljón hetur náðst á árinu. I upphafi ræðu sininir benti borgarstióri á, að þegar fjárhcigs áætlundn fyrir árið 196ö var sam in, var miðað við kaup og verð- lag eins og það var í okt./nóv. 1962. í júnímánuði 1963 var sýni legt, að nauðsyn bar til að taka f járhagsáastlunina til endurskoð- unar, almennar kauphækkanir höfðu þá þega.r orðið í landinu og úrskurður Kjaradóms gerði það að verkum að nauðsynlegt var að taka upp sarnninga við starfs- mannafélag borgarinnar. Borgarstjórn samipykkti því að hækka gjaldalið fjérhagsáætlun- Frh. á bls 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.