Morgunblaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADIÐ r Föstudagur 5. júní 1964 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjorar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. VINNUFRIÐUR au ánægjulegu tíðindi gerð- ust í nótt, að samkomu- lag náðist á milli vinnuveit- enda og launþega um heildar lausn kjaramálanna eftir stöð ugar samningaviðræður, sem staðið hafa undanfarnar vik- ur með þátttöku og fyrir- greiðslu ríkisstjórnarinnar. — Landsmenn allir fagna þess vegna í dag yfir því að fram- undan er vinnufriður. Alþýðusamband íslands rit- aði ríkisstjórninni eins og kunnugt er og óskaði milli- göngu hennar um nýja kjara- samninga. Ráðherrar hafa síð- an undir forystu Bjarna Bene diktssonar, forsætisráðherra, beitt áhrifum sínum til að laða launþega og vinnuveit- endur til samstarfs, en eink- um hefur Emil Jónsson starfað að þessu með for- sætisráðherra. — Embættis- menn hafa gert marghátt- aðar skýrslur og útreikninga til að auðvelda samningagerð og yfirleitt má segja, að í þessum samningatilraunum hafi ríkt allt annað andrúms- loft en oftast áður. Menn hafa nú sannfærzt um að hóflausar kauphækk- anir eru engum til góðs. Þess vegna er leitazt við að fara svipaðar leiðir í kjaramálun- um og meðal nágrannaþjóð- ana, sem lengst eru komnar í þessu efni, þ.e.a.s. að miða kjörin við greiðslugetu at- vinnuveganna. Er vonandi, að sú stefna fái að ríkja í fram- tíðinni, því að hún ein getur fært launþegum raunhæfar kjarabætur og leitt til mikilla framfara. ALMENNINGS- ÞÁTTTAKA í ATVINNU- REKSTRI ¥ Tndanfarin ár hefur all- mikið verið rætt hér á landi um almenningsþátttöku í atvinnurekstri í formi op- inna hlutafélaga. Eiginleg almenningshlutafélög hafa ekki þróazt hér á landi, þótt þetta félagsform gegni þýð- ingarmiklu hlutverki í flest- um lýðræðisríkjum. Á aðalfundi Flugfélags ís- lands, sem haldinn var í fyrra dag, var einróma samþykkt tillaga um athugun á útgáfu svonefndra jöfnunarhluta- bréfa og í kjölfar þess hluta- fjárútboðs meðal almenn- ings. Hagur Flugfélags íslands er góður og eignir þess miklar. Á hinn bóginn er fyrirsjáan- legt að félagið þurfi að end- urnýja flugvélakost sinn og þess vegna er nú gullvægt tækifæri til þess að opna fé- lagið fyrir almenningsþátt- töku með útboði nokkurra tuga milljóna króna nýs hluta fjár. Skattalögum er nú þannig háttað að fjárfesting í slíku félagi væri mjög eftirsóknar- verð fyrir allan almenning og miklu hagkvæmari en venjuleg sparifjármyndun, ef rekstur félagsins gengur vel sem fyllsta ástæða er til að ætla vegna vaxandi flutn- inga. Þá er þess einnig að gæta, að í lögum um Seðlabanka ís- lands er gert ráð fyrir því að bankinn setji upp verðbréfa- markað, sem m.a. verzli með hlutabréf. Ef Flugfélagið býð- ur út hlutafé meðal almenn- ings mundi bankinn vafalaust setja upp vísi að verðbréfa- markaði, þar sem menn gætu verzlað með hlutabréf sín, breytt þeim í reiðufé, ef þeir þyftru á að halda, og þar mundi myndast markaðsverð á bréfunum. Að vísu hefur enn ekki ver- ið tekin endanleg ákvörðun um að opna Flugfélagið fyrir verulegri almenningsþátttöku en athugun á því var þó ein- róma samþykkt á aðalfundi félagsins. Hér er um allflókið lögfræðilegt úrlausnarefni að ræða, þar sem breyta yrði uppbyggingu félagsins og haga framkvæmdum í sam- ræmi við hin nýju skattalög. En slíkir erfiðleikar eru auðvitað ekki óyfirstíganleg- ir, ef vilji er fyrir hendi til að sigrast á þeim, en sú vilja- yfirlýsing hefur þegar verið samþykkt. Þess vegna er fyllsta ástæða til að ætla, að Flugfélagið verði fyrsta fé- lagið hér á landi með mikilli almenningsþátttöku og nú- tímasniði slíkra félaga. En þegar Flugfélagið hefur verið opnað munu menn sann færast um yfirburði þessa fé- lagsforms og þá munu fleiri félög fylgja í kjölfarið, ýmist þannig að eldri félögum verði breytt í nútímahorf, eða ný félög stofnuð. Þannig er ástæða til að ætla að þær hugsjónir, sem einkum yngri menn hafa bar- izt fyrir á síðustu árum, séu að rætast. STYRKIR LÝÐRÆÐIÐ ¥¥ið lýðræðislega stjórnar- * form er þeim mun traust- ara sem fleiri einstaklingar ;:v> ■: ■ Mynd þessi gefur nokkra hugmynd um hinn gífurlega mannfjölda, sem fylgdi Nehru, forsætisB ráðherra Indlands, til bálkastarins á bökkum Jamnu-fljóts. Talið er að um 3 milljónir mannal hafi verið í líkfylgdinnL 5 eru efnalega sjálfstæðir. Of - mikil ríkisafskipti og óhófleg yfirráð ríkisvaldsins yfir f jár- magni þjóðfélagsins flytur hið fjárhagslega vald á hend- ur manna, sem fyrir hafa pólitísk völd og getur það stofnað lýðfrelsi í hættu. Auðvitað ber að stefna að því að dreifa fjármunum þjóð félagsins. Það á að auðvelda mönnum að eignast eigið íbúð arhúsnæði, smáfyrirtæki, jarðir og fiskiskip, en hér verða einnig að rísa stórfyr- irtæki. Þau á almenningur líka að eiga. Þúsundir manna eiga að taka þátt í rekstri opinna hlutafélaga og styrkja á þann veg fjárhag sinn. Það út af fyrir sig er eftirsóknarvert, en hitt er þó ekki minna um vert, að þannig er hið lýðræð- islega stjórnarform treyst. Wilson í Fundir æðstu Moskvu, 3. júní (NTB) HAROLO Wilson, leiðtogi brezka Verkamannaflokksins, sem nú er staddur í Moskvu, skýrði á fundi með fréttamönnum í dag frá til- lögum, sem hann lagði fyrir Krús jeff forsætisráðherra, en þeir hafa ræðzt við nokkrum sinnum undanfarna daga. Wilson kvaðst m.a. hafa lagt til, að æðstu menn stórveldanna ættu fund með sér árlega í New York í sambandi við setningu Allsherjarþings Sameinuðu þjóð- anna. Sagðist hann telja mjög mikilvægt, að komið yrði á slík- um fundum. Wilson sagði, að Krúsjeff og aðrir stjórnmálamenn, sem hann hefði rætt við í Sovétríkjunum, hefðu tekið vinsamlega undir til- IVIoskvu: munna órlego löguna um fundi æðstu manna, Auk hennar, hefði hann lagt fram tillögu um, að stjórnir allra þjóða heims skuldbindu sig til þess að banna þegnum sínum að aðstoða önnur ríki við framleiðslu kjarn- orkuvopna og eldflauga. Sovét- stjórnin hefði tekið tillögunni vel og einnig annarri, sem gerði ráð fyrir sameiginlegri áætlun þjóða í austri og vestri um aðstoð við Afríkuríki. 1 Wilson sagðist telja nauðsyn- legt, að auk fundar æðstu manna stórveldanna ár hvert, héldu fastafulltrúarnir fjórir í Öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna með sér fund. Þessir fulltrúar eru frá Bandaríkj unum, Bretlandi, Sovéfc ríkjunum og Frakklandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.