Morgunblaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 19
Föstudagur 5. Jfiní 1964 MORGUNBLAÐIÐ 19 \ ÚTVARP REYKJAVÍK EFTIR hádegi á sunnudag, 24. xnaí, flutti Þorsteinn Sigurðsson, kennari, erindi um lestregðu hjá börnum. Ræddi hann meðal ann- ars um hugsanlegar orsakir henn- ar og eins hvað gera mætti til úrbóta. Það er merkileg þróun, ef smátt og smátt stefnir í þá átt, að börn verði ónæm fyrir lestrarkennslu, en eftir fregnum upp á síðkastið að dæma, sýnast talsverðar horf- ur á því. Kannski er lestrarhæfni manna víkjandi eiginleiki, en hin margvíslegu fjölmiðlunartæki það, sem koma skal? Það fer, ef til vill, að verða hver síðastur að skamma Útvarpið í blöðun- um. Á sunnudagskvöldið sá Gísli J. Ástþórsson um fróðlegan þátt frá ísrael og síðar um kvöldið flutti Svavar Gests síðasta skemmtiþátt sinn á „vetrardagskránni." Var hann að því tilefni með lengra móti, enda hinn skemmtilegasti. Á mánudagskvöldið talaði séra Sveinn Víkingur um daginn og veginn. Fannst mér hann engu lakari í því hlutverki heldur en þegar hann var að diskutera um draugaganginn á Saurum á dög- unum. Sveinn byrjaði á að lýsa því yfir, að hann væri orðinn milljónari. Að vísu væri hver króna þeirrar miljónar ekki nema 5 aura virði, þannig að raunverulega setti hann ekki nema um 50,000 krónur, ef miðað væri við jafn- gildar krónur og hann átti, þegar hann fluttist í bæinn árið 1942. En látum það vera, 50,000 gild- ar krónur var ekki svo lítið. * Síðan hóf klerkur allsherjar- aðför að dýrtíðinni og vildi láta þeita öllum tiltsekilegum ráðum til að senda hana út á sjötugt djúp ,ella kynni illa að fara. Ég er að velta því fyrir mér, hvort myrkrahöfðinginn hafi nokkru sinni hlotið rækilegri ofanígjöf en séra Sveinn veitti dýrtíðinni að þessu sinni. Séra Sveinn Víkingur er skemmtilegur útvarpsmaður og málflutningur hans mjög lifandi. Sama kvöld var þátturinn „Á blaðamannafundi." Spurðu þeir ritstjórar Gunnar G. Schram, Eyjólfur Konráð Jónsson og Andrés Kristjánsson Gylfa Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra, spjörunum úr um ýmis efnahags- mál. Bar þar meðal annars aftur 4 góma dýrtíð og verðbólgu, launakjör, markaðsmál, stóriðju o. fl. o. fl. Gylfi taldi,. að afskipti hins opinbera af mál efnum borgar- anna almennt væru meiri hér á landi en í flest um nágranna- löndum okkar, enda þótt hann teldi, að þar væri ekki um sósíalseringu í venjulegum skilningi að ræða, heldur sérstakar aðstæður í ís- lenzku þjóðfélagi. Eyjólfur Konráð spurði nú ráðherranri, hvort lýðræðinu kynni ekki að vera hætta búin, ef opinber afskipti og ýmis kon- ar ríkisrekstur færðist enn í aukana, þar sem reynslan hefði sýnt, að þar sem um algjöran ríkisrekstur er að ræða, þ. e. a. s. í kommúnistaríkjunum, væri lýðræði minnst. Ekki taldi ráðherra, að lýðræð- inu stafaði hætta af hinum opin- bera rekstri hér. Andrés Kristjánsson spurði, hvort ekki væri hættulegt fyrir sjálfstæði landsins að hleypa miklu erlendu fjármagni inn í landið, til að koma fótum undir stóriðju. Gylfi benti honum til Afríku og sagði, að ekki væri svo að sjá, að þróunarlöndin þar væru hrædd við slíkt, svo mjög sem þau sæktust eftir erlendu fjármagni. Dr. Gunnar Schram, fundar- stjóri, spurði ráðherra, hvort ekki væri rétt að hefja víðtækari leit að mörkuðum fyrir útflutn- ingsvörur okkar. Ráðherra taldi, að svo væri, en hins vegar væri það fremur verkefni hinna ein- stöku útflytjenda en ríkjsvalds- ins. Þó svaraði hann játandi spurningu frá Eyjólfi þess efnis, hvort heppilegt væri, að hið op- inbera styrkti einkaaðilja við markaðaleit á svipaðan hátt og tíðkanlegt mun í Danmörku. í heild var þessi blaðamanna- fundur h#nn fróðlegasti, en allt of efnismikill til þess, að honum verði gerð teljandi skil hér. Á þriðjudagskvöldið var þátt- urinn „Þegar ég var 17 ára“, eft- ir Helga Haraldsson, bónda á Hrafnkelsstöðum. Þá var leikritið „Oliver Twist“, og var að þessu sinni gengið frá einni af aðal- söguhetjunum dauðri. Þó munu enn nægilega margir uppistand- andi til að leiða leikritið til lykta. Síðar las Kristján Röðuls skáld, frumsamin kvæði úr nýrri ljóða- bók, sem hann nefnir „Svört tungl“. Bókarheitið er allfrum- legt, þó ekki frumlegra en heit ið á einni ljóðabók Jónasar Svaf- árs: „Geislavirk tungl“. Kristján las kvæðin með all- sérkennilegum hætti, eða líkt og þegar þeir á Veðurstofunni lesa veðurfréttir í „slow motion“. — Þetta er líklega ekki svo vitlaus lestrarmáti á kvæðum, því þung kvæði a.m.k. verða ekki melt í skjótri svipan. Heldur þóttu mér sum kvæði Kristjáns atomskot- in, en við því er víst ekkert að segja. Þetta er nú einu sinni tízk- an, og líklega mun skynsamlegra að reyna að laga smekk sinn eft- ir henni, héldur en gerast hlut- hafi í dauðastríði hins „hefð- bundna ljóðforms". Ég missti þetta kvöld af lestri nýrrar framhaldssögu, sem Her- steinn Pálsson ritstjóri þýðir og les. „Örlagadagar fyrir hálfri öld“, nefnir hann hana, og eru það kaflar úr bók eftir Barböru Tuchmann. Hersteinn er vinsæll útvarpsmaður. í kvöldvökunni á miðvikudags- kvöldið var margt til skemmtun- ar og fróðleiks. Meðal annars lauk Helgi Hjörvar þá lestri forn rita. Athyglisvert var hið stutta erindi Gunnars M. Magnúss: „Að lýsa upp himininn". Fjallaði það um hugvitsmanninn og stjörnu- skoðandann Samúel Eggertsson frá Skógum (uppi 1864—1949), en hann var bróðursonur Matt- híasar Jochumssonar skálds. — Samúel. var mjög snjall reikni- meistari og smíðaði auk þess á- höld og mælitæki tíma og rúms. Mun hafa verið sjaldgæft, að fróðleiksþyrstir menn gæfu sig við slíkri mennt á þeim tíma. Algengara var, að menn legðu stund á þjóðlegan fróðleik, ætt- artölur og skáldskap. Þetta kvöld hóf Sigurður Þor- steinsson frímerkjaþátt, og gæti ég trúað, að hann yrði vinsæll, því frímerkjasöfnun er furðu- lokkandi viðfangsefni og hefur auk þess að öllum líkindum nokk urt uppeldisgildi fyrir unglinga. Á fimmtudagskvöld var mjög fjölskrúðug útvarpsdagskrá. Há- kon Guðmundsson flutti þá þátt- inn „Af vettvangi dómsmálanna." Ræddi hann um ómagafram- færslu og hinar svonefndu Krist' fjárjarðir og Kristfé, sem ætlað var til framfærslu ómögum og þurfalingum. Greindi hann frá Kristfjárdómsmálum, sem risu á síðustu öld. Á blómaskeiði Kristjárins voru þurfandi menn taldir eign Krists, og töldu menn sig þegar af þeirri ástæðu oft vera að greiða fyrir væntanlega himnaríkisdvöl, er þeir gáfu fátækum fé eða aðrar gjafir. Síðar um kvöldið var þáttur- inn „Raddir skálda", helgaður Jóhanni Sigurjónssyni. Einar Bragi sá um þáttinn. Lesin voru ljóð og ævintýri eftir skáld' ið, auk þess frásagnir af lífi hans og baráttu eftir konu hans og Gunnar Gunnarsson skáld. Jó hann ætlaði upphaflega að verða dýralæknir, og átti aðeins eitt námsár eftir í Kaupmannahöfn er hann ákvað skyndilega að hætta námi og taka að skrifa leikrit og hafa lifibrauð af því. Djarfleg ákvörð- un ungs manns og örlagarík, bæði fyrir orðstír hans sjálfs og bók- menntir okkar, því jafnan mun Jóhann talinn einn af brautryðj- endum okkar í leiklist og að nokkru leyti einnig í nýjum stíl ljóðagerðar. Síðar þetta kvöld flutti Árni Óla rithöfundur, erindi, sem hann nefndi: „Miðbærinn í Reykjavík." Minntist hann þar fornra tíma, fyrst ársins 1907, er Friðrik áttundi, Danakonungur, kom hingað í heimsókn. Á þeim árum táknaði Reykjavík ein- ungis miðbæinn gamla. Síðan hef ur íbúatala höfuðborgaririnar tí- faldazt og byggðin þanið sig út yfir stórt stórt svæði^ en samt taldi Árni, að mörgum bæj- arbúum hætti enn til að líta á „miðbæinn“, í þröngri merk- ingu, sem hina einu sönnu Reykjavík. Miðbær- inn gamli var um 0,3 ferkíló- metrar, en nú nær Reykjavík yfir um 30 ferkílómetra svæði, sagði Árni. Hann sagði að líða tæki að því að stofnsetja þyrfti fjóra „miðbæi“. Einn vestur á Melum, annan á Kringlumýrar- svæðinu, þriðja inn við Viðeyj- arsund og hinn fjórða inn við Elliðaár. Skipulagsfrömuðir Stór-Reykja víkur ættu að ljá tillögum Árna eyra, því þar talar maður af reynslu og víðsýni. Heyrði ég fólk taka til þess, hversu erindi hans var fróðlegt og skemmti- legt og sjónarmið hans skynsam- leg og vekjandi. Á föstudagskvöld var erindi dr. med. Ólafs Bjarnasonar um varnir gegn legkrabbameini, at- hyglisverðasti dagskrárliðurinn. Dr. Ólafur sagði, að krabbamein í húð og vör læknuðust oftast, ef menn leituðú fljótt lækninga. Mun erfiðara væri að eiga við magakrabba og lungnakrabba t.d. Legkrabbamein stæði svo sem mitt þarna á milli, hvað lækn- ingamöguleika snerti. Er nú Krabbameinsfélagið að gera harða hríð að þessari tegund krabbameins með víðtækri leit og lækningatilraunum, sem oft hafa góða möguleika til að heppn ast, ef meinið finnst snemna. Líkur benda nú til, að til úr- slita dragi í baráttu mannkynsins við krabbameinið. Annað hvort finnist innan tíðar öruggt meðal eða vörn gegn krabbameini, eða það -færist stöðugt í aukana og gangi loks af mannkyninu dauðu. Það er furðulegt, hve litlu fé er varið úr sjóði almannasamtak- anna til að standa straum af her- kostnaði gegn krabbameininu. Það er sjálfsblekking að telja sér trú um, að við lifum á friðar- tímum. Sveinn Kristinssoh. — SL/S-síðon Framhald af bls. 12. gerðar stjómmála ályktanir í þá átt, að lífskjörin þurfa að vera jafngóð um land allt. Þetta er hægra sagt en gert vegna þess, hve náttúruleg skilyrði til sköpunar sömu lífskjörum eru niismunandi eftir héruðum. Við þurfum ekki annað dæmi en ræktunarkostnaðinn og hve breytilegur hann er. Þótt mikið hafi verið talað um slæma fjárhagsafkomu í landbúnaðinum, þá efast ég um, að það sé alltaf fjárhagurinn, sem sé hin raunverulega orsök fólksflóttans eins og það er kall- að. Hitt er annað mál, að ein- hverja ástæðu vilja flestir gefa eér, og hví þá ekki að tolla í barlómstízkunni. Satt að segja, hygg ég, að töluverður sannleikur muni vera í orðum þingmannsins úr Húna- vatnssýslu um, að það sé bar- lómurinn í forystumönnunum, sem kunni að vera verstur. Fyrir nokkur hundruð árum vöru heimsádeilukvæðin sá kvæða- flokkur, sem mest var í tízku. Það eru að vísu ekki allt bundið xnál sem fram er sett í dag, en þó minnir sumt af bölsýninni crieitanlega þó. nokkuð á þennan aldagamla skáldskap . VERÐLAG LAND- Það hefur mikið verið deilt um verðlag á landbúnaðarafurð- unum undanfarið og sýnist þar sitt hverjum. Ýmist er verð land- búnaðarafurðanna sagt miklu hærra hér en þar, erlendis, sem samanburður er gerður við, eða verðið er sagt miklu lægra hér en annars staðar. Ég ætla ekki að blanda mér inn í þær deilur, en það virðist ákaflega augljóst, að verð á landbúnaðarafurðum hijóti að vera í einhverju sam- bemgi við annað verðlag í land- inu, enda þótt tillit væri tekið til bústæi'ðar og markaðsaðstöðu. Það er ekki bara verðlag af- urðanna, sem skiptir mál, held- ur líka verðlagið á rekstrarvör- unum. Það er ekki sama, hvað fóðurbætirinn kostar, áburður- inn eða vélarnar, það er heldur ekki sama hvort rekstrarvör- urnar eru í 1. flokk eða 2. flokk. Mig langar í þessu sambandi að vekja athygli á 5. lið í stefnu- yfirlýsingu Heimdallar, sem ég minntist á áðan. Þar segir svo: „Endurskoðaðar verði gildandi reglur um lögverndaða verzlun á sviði landbúnaðarins með til- liti til þess, að kröfum fram- leiðenda og neytenda verði betur fullnætgt, og verzlunar- hættir gerðir frjálsari en nú er. Jafnframt verði settar strang- ari reglur um gæðamat, bæði á neyzluvörum landbúnðarins og framleiðsluvörum hans“. Eins og flestum ykkar er kunn- ugt er hin lögverndaða verzlun Áburðarsala ríkisins, Græn- metisverzlun landbúnaðarins, sem áður hét Grænmetisverzlun ríkisins og svo verzlun með mjólk, sem skipulögð er af Iramleiðsluráði landbúnaðarins. Það eru til reglur um, hvaða gæði mjólkin skuli uppfylla. Það eru til reglur um, hvernig meta skuli kartöflurnar og Grænmetisverzlunin vinnur nú að endurbótum á starfsemi sinni. En það eru engar reglur til um það hér hjá okkur hvaða skilyrði mikilvægasta rekstrarvara land- búnaðarins, áburðinn, skuli upp- fyla. í næstum öllum löndum Vest- ur-Evrópu, Norður- og Mið- Ameríku eru framleiðendum og seljendum settar mjög strang- ar reglur varðandi lágmarks- gæði, sem áburðurinn skal upp- fylla. Þetta er gert til að tryggja hag kaupendanna, bændanna, — nema hér á landi. Hér getur einokunarverzlun ríkisins farið sinar eigin götur án tillits til bænda og án tillits til, hvað fagþekking og tilraunir hérlendis og erlendis segja. T. d. er stór- um hluta bænda réttur lakari fosfóráburður til notkunar í ár, en þeir hafa haft undanfarin ár, og allt annað en þeir sjálfir liöfðu pantað. En ríkisvaldið hef- ur tvær hendur, vinstri og hægri, og þær eru ekki alltaf í takt. í þessu tilfelli eru vísindin styrltt með annari hendinni, en bandað frá sér með hinni. Ég vek athygli á þessu vegna þess, að ég er þessu gjörkunn- ugur, og veit að svona hluti er hægt að lagfæra á tiltölulega einfaldan hátt. Þetta er atriði, sem getur skipt landbúnaðinn milljónum, ef við metum upp- skeruna pg gæði hennar ein- hvers. SKÖPUM BETRA OG BYGGILEGRA LAND Góðir fundarmenn. Það hefur stundum við fullyrt, að við íslendingar byggjum á mörkum hins byggilega heims. Því hefur stundum varið haldið fram, að moldin okkar væri ein sú bezta í heimi og því væri hvergi betra að búa en á íslandi. Hvorugt er fyllilega rétt. En það er staðreynd, að landið okkar er harðbýlt og tiltölulega dýrt er að búa hér miðað við landsgæði eins og þar sem þau gerast bezt — Minning Framh. 'aí bls. 17 snemma á frábærum tónlistar- gáfum hjá Elínu og þó hún nyti ekki langrar tilsagnar gerðist hún góður orgelleikari og lék jafnan við kirkjuathafnir frá því hún vair langt innan við ferm- ingu. Hausið 1918 giftist Elín Skúla Ágústssyni frá Birtingáholti og hófu þau búskap þar eystra. Varð þeim eins sonar auðið, Kjartans, sem nú stundar verzl- unarstörf í Reykjavík. Það mun hafa veaið 1925 sem Skúli brá búi og flutti til Reykjavíkur með fjölskyldu sína og hóf að starfa hjá Sláturfélagi Suður- lamds og vann þar til hann and- aðist fyrir fám misserum. Skúli var ágætur söngmaður, virkur meðlimur Kairlakórs Reykjavík- ur um fjölda ára og um skeið for I maður Landssambands ísd. annars staðar á jörðinni. Ég held, að engum detti samt í alvöru í hug, að landbúnaður- inn heyri fortíðinni til. Þegar við tölum um framtíð landbún- aðarins, þá erum við ekki að tala um, hvort eigi að leggja landbúnaðinn niður eða hvernig bezt sé að fækka bændum. Við tölum um það, hvernig hægt sé að bæta landbúnaðinn, bæta framleiðsluna, auka hagkvæmn- ina. Við tölum um, hvernig megi skapa betra og byggilegra land. karlakóra. Gestrisni þeirra hjóna og tónlistaráhugi gerði heimili þeirra um langt skeið samkomu stað flestra þeirra sem við söng og hljómlist una, auk þess sem þar var jafnan opið hús ættingj- um og vinum. Mun ekki hafa hallast á um alúðleik þeirra hjóna þó aUir viti að hversu meir kemur þó ætíð til kasta hús- freyju í slíkum efnum. Margir námsmenn hafa búið á heimili þeirra hjóna um sína skólatíð, bæði skyldir og vandalausir. Hygg ég að flestum þeirra hafi orðið þar holl dvöl, því sjaldan hefi ég svo farið af fundi Elínar eða Ellu, eins og hún vildi láta okkur kalla sig, að ég væri ekki nokkru fróðari. Fyrir það allt vil ég nú á þessum tímamótum færa henni þakkir fyrir liðin kynni og heillaóskir og vona að við öll, vinir, ættingjar og ást- vinir megum njóta návistar henn ar en um langa stund. EJS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.