Morgunblaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 24
M MORGUNBLAÐIÐ Fðstudagur 5. jún! 1964 1 JOSEPHINE EDGAR: GÁR: 1 r 19 SYSTIR beint á okkur, og ég þóttist vita, áð hún hefði þekkt Woodbourne lávarð, en hann stóð upp og hneigði sig formlega og Hugh fór að dæmi hans. En hún lét eins og hún sæi ekki Fiu, og svipurinn varð svo fullur óbeit- ar, að mér hnykkti við. Þegar karlmennirnir settust niður aftur, varð mér litið á systur mína. Hún rétti út vinstri höndina — höndina með stóra demantinum á — og tók stórt, rautt jarðarber úr skálinni á borðinu. Hún beit í það og horfði um leið beint í augu aðkomu- konunnar, og augun leiftruðu af ögrun og fyrirlitningu. Þunglamalega andlitið á Wood bourne varð þrútið af niður- bældri reiði, en Fía lagði hönd- ina á arm hans. — Það er naum- ast, að það var svipur á þessari, Woddy! Vertu kátur! sagði hún. Hann jafnaði sig og tók að brosa. — Þegar maður hefur verið umkringdur alla ævi af langleitu kvenfólki, vill maður talsvert gefa fyrir svolítinn hlátur og kæti. Hún beit aftur í jarðarberið. — Hvað vill hann gefa? — Hann vill gefa það, sem upp er sett. — Farðu varlega . . . ég kynni að heimta tunglið. — Mér þykir fyrir þessu, Soffía, sagði hann. Hún brosti framan í hann og ég sá létta yfir þunglamalegu andlitinu. er hún sagði: — Fyrir hverju? Ég sá ekki neitt. Hún stóð upp, tók hanzkana sína, sól- hlifina og handtöskuna. — Ég verð að aka með hana Rósu á stöðina. — Eg sé þig þá aftur? — Auðvitað. Lávarðurinn og Hugh fylgdu okkur út í vagninn og við ókum áleiðis til Lundúnaborgar. Soffía tók af sér annan hanzkann og horfði hugsandi á gljáfægðar neglurnar á sér. — Þú komst vel frá þessu, Rósa, sagði hún. — Hverju? — Nælunni frá honum Trav- ers litla. Nú veit hann, að þú ert siðsöm stúlka, en hinsvegar ekki, hvernig þér lízt á hann. Það heldur honum áreiðanlega við efnið. Ég skildi ekki neitt í neinu. — Ég hugsaði það nú ekki þannig, sagði ég. Það skríkti glettnislega í henni. — Ég veit. Það var vel heppnað, einmitt af því að það kom af sjálfu sér. — Heyrðu, Fía, hver var þessi kona, sem þekkti Woodbourne lávarð en ekki þig? Hún leit á mig og svipurinn var einkennilegt sambland af kæti og illkvittni, og einhverju enn, sem ég vissi ekki, hvað var. Það gat oft verið erfitt að vita, hvað Fía var raunverulega að hugsa. Líklega hefur enginn, nema við Minna frænka, þekkt dökku hliðina í lífi hennar — þennan beizka, ósveigjanlega vilja, sem ríkti undir brosandi yfirborðinu. Nú sá ég þetta, sem wundir bjó. — O, hún þekkti mig prýði- lega vel, sagði hún. — Þetta var nú konan hans. Hjartkær eigin- kona Woodys og pabbi hennar og mamma. Og ef hún hefur ekki önnur beittari vopn til-að berjast með fyrir hamingju sinni en hrossaandlit og höfð- ingjafas, þá á hún andskotann ekki betra skilið en verða af hamingjunni. Mér varð svo hverft við, að ég steinþagði, og skildi ekki neitt í neinu, nema ég vissi, að allt var orðið breytt, en eklci hvers vegna. Við skröltum eftir Strand og fórum aftur framhjá Fri- volity. Ég hugsaði um framtíð mína, sem hafði spáð svo góðu. Soffía sagði ekki orð, fyrr en við nálguðumst stöðina og sáum Minnu frænku, smávaxna og svartklædda, sem beið þolinmóð við dyrnar. ósveigjanlega Leninstefna, og sovétið gat staðið sig við að láta hana sem vind um eyru þjóta, þar eð bolsjevíkarnir voru svo mjög í minnihluta. En svo, 26. marz, tók að skipast veður í lofti: Kamenev 1) kom heim úr Síberíuútlegðinni, samkvæmt náðun bráðabirgðastjórnarinnar og með honum var Stalin, sem hafði verið árum saman við dýra- og fiskveiðar, norður við heimskautsbaug. Þeir tóku strax stjórnina í bolsjevíkanefndinni. Molotov var tekinn frá ritstjórn Pravda, og blaðið tók þegar að gerast sáttfúsara. Það var enn til vinstri við mensjevíka, en það var að minnsta kosti reiðubúið til að halda áfram varnarstríði gegn þjóðverjum, þar til bylt- ingin væri komin á fastan fót. Þessi breyting virðfst hafa verið 1) Kamenev (Lev Corisovich Rosenfeld) var eidri flokks- maður en Stalin, enda þótt hann væri fjórum árum yngri að aldrei. Hann var kvæntur systur Trotskys. Kamenev' hélt sig að mestu hægra meg- in í bolsjevikaflokknum, en var þó reikull. Sukhanov segir um hann: . . . hann blaðraði gegn Lenirt og eins gegn Otkóberbyltingunni, en lét samt alltaf undan í öllum atriðum". — Þótt þér þekkið Pétur forstjóra persónulega, banna ég yður afl enda biéfin frá fyrirtækinu til hans: „Með kossi, Vigga.“ — Það er eins gott, að þú vitir það nú eins og seinna, sagði hún. — Ég er búin að yfirgefa Dan. — Já, en hann elskaði þig, Soffía! hrópaði ég í skelfingu. — Ég á við, að ég veit, að hann var dálítið grófgerður . . . ég á við, að hann var ekki eins og lávarðurinn . . . en hann var góður og honum þótti afskaplega vænt um þig. Hún leit á mig og bláu augun voru eins og túrkissteinar — og jafnhörð og þeir. — Hann hefur fengið sitt, sagði hún. — Ég skulda honum ekkert. Og sum ást getur verið viðbjóðslegri en hatur. Hún rykkti upp höfðinu, ögrandi. — Enginn maður í heiminum skal eiga mig, Rósa. Ég er ekki nema til láns. Ég tilheyri engum nema sjálfri mér. Ég var ringluð og hálfgrát- andi, og hún. sá það, því að and- litið á henni breytti svip, og hún færði sig nær mér og kys'sti mig. Hún var systir mín og hún elsk- aði mig, og það gerði bara illt verra. Hún tók upp ofurlítinn vasa- klút og þerraði augun í mér. — Gráttu ekki, elskan. Þér skal ekkert verða að meini. — En hvað þá um Brendan? kjökraði ég. — Ef þú vilt ekki hafa Dan þýðir það þá sama, sem, að við sjáum Brendan heldur aldrei aftur? Hún sleppti snögglega allri blíðu og augun hörðnuðu og voru eins og vör um sig. — Þér er vel til Brendans, er það ekki? — Já. — Kannski dálítið skotin í honum? — Ég veit það ekki. Ég stam- aði. Hvernig gat ég vitað það? Ég vissi ekki annað en það, a8 hjartað í mér tók að hamast ef hann snerti við mér, og að hann var alltaf einhversstaðar 1 draumum mínum. — Ég kann ágætlega við hann. Hann hefur alltaf verið mjög almennilegur við mig. Kannt þú ekki líka vel við hann, Fía. ALAN MOOREHEAD verk Kamenevs, fyrst og fremst — hann var eini viðurkenndi for ingi flokksins, þarna á staðnum — en enginn vafi er á því, að hann naut stuðnings Stalins. Það er dálítið erfitt að greiða afstöðu Stalins út úx flækj unni, þar eð svo mörg æviatriði hans hafa verið rangfærð, hulin eða ýkt af sovét-sagnfræðing- um. Scynt virðist það nokkurn- veginn Ijóst, að þegar hér var komið sögu, hafi hann ekki ver- ið annað eða meira en efnilegur flokksmaður. Hann hafði komið sér í náðina hjá Lenin með starfsemi sinni sem ræningi og hermdarverkamaður í Kákasus, hann hafði staðið sinn námstíma í Síberíu og sótt mörg flokks- þing erlendis; en áhrifavald hans var enn lítið og að gefa í skyn, að hann hafi þegar verið orðinn einn nánasti vinur Len- ins nær ekki nokkurri átt. Sukhanov minnist á hann með varfærnislegri hæðni. Hann segir: „Enda þótt „foringjalið“ bolsjevíkaflokksins væri á lágu stigi, hafði það heilan hóp af fyrirferðamiklum mönnum og færum foringjum í hópi „hers- höfðingja" sinna. En Stalin ork- aði á mig — og ekki eina — með starfsemi sinni í Ex-Com eins og grá þoka, sem steig upp óljós, öðru hverju og hvarf síðan spor- laust. Meira hef ég ekki um hann að segja“. Að minnsta kosti ekkert, sem hann gat sagt, eftir að hann skrifaði þetta, 1919, þar eð hann átti heima í Rúss- landi og Stalin var stöðugt að hækka í tigninni. En að minnsta kosti er ekkert athugavert við þessa „gráu þoku“, því að þannig orkar Stalin einmitt í saman- burði við hinn sterka yfirboðara svip annarra útlægra byltingar- foringja, sem nú tóku að tínast til borgarinnar með hverri vik- unni, sem leið. Meðal þeirra var „Amma“ Breshko-Breshkovskaya, ein af foringjaliði sósíalbyltingarflokks ins, og hermdarverkakona fyrr- verandi. Henni var tekið með gífurlegum fagnaðarlátum. Þarna var og Heraklion Tseretelli, mensjevíkinn frá Georgiu, sem gerðist brátt foringi Ex-Com og sovétsins. Það var Dan (Fyodor Ilyich Gurvich) sem var í mið- stjórn mensjevíka. Og loks var Plekhanov, sem nú kom heim eftir 36 löng ár í Evrópu. Að Dan ef til vill undanteknum, voru þessi öll, en mismjög hlynnt „varnarstefnunni" og samvinnu við bráðabirgðastjórn ina. Og nú, er Kamenev var kom inn, virtust þau einnig eiga stuðn ing bolsejvíkanna. En svo var ein rödd, sem tekið var tillit til meðal Petro- grad-sósíalistanna, og það var Maxim Gorkys. Hann var lang- fremsti vinstri-rithöfundur þessa tíma og hann var fulltrúi þess, sem varanlegra var en dagleg pólitík byltingarinnar og æsing- urinn á götunum. Hann skynj- aði bráða hættu af múgæsing- unum og ofsanum, og hann vissi betur en nokkur bolsjevíki, að hvorki þessi bylting né aðrar gátu sópað fortíðinni gjörsam- lega burt. Yfirlýsing hans, sem samin er á þessu hámarki bylt- ingarinnar, ber með sér einfald- an, spámannlegan virðuleik. Hann skrifaði: „Borgarar! Gömlu herrarnir eru horfnir og hafa látið eftir sig mikinn arf. Nú tilheyrir hann allri þjóðinni. Borgarar! Varð- veitið þessa arfleifð, varðveitið Súðavík FYRIR nokkru tók Kristján Sveinbjörnsson að sér um- boðsmennsku fyrir Morgun- blaðið í Súðavík. — Geta þeir Súkvíkingar er óska að fá Morgunblaðið, því snúið sér til Kristjáns. KALLI KÚREKI —>f— —>f— — Teiknari; FRED HARMAN 1&JDW6TOWWMTO TH Ot-TIMEU SAID HE \ SEE PXOFBSSOZ BO&GS, SEWT YÚU T'TELL TH’ / ££PM££TSL/TTLE PK.OP T'BUCiCLE OM A \ BÉAVEJZ. COWH&BACK SuW.' 0\D YOU SEE HIM?} YEAH' HIM SAYOIf-TlMEK. JUST HOT AIR‘'-CIVILI7.E’ PEOPLE MOT SETTLE AKG-UMEMT WITH &UNSf HIM GOWWA SUE OL’-TIMER FOR’LEVEHTY THOUSAH’ ^ ^/rH^oL-TiMeamay^eeally^^o^V g|§|g ggsg»; / Kalli mætir Litla-Bjór á leiðinni til bæjarins. — Gamli sagðist hafa sent þig til þess að segja prófessomum að stinga byssu í belti sér. Hittirðu hann — Já, það gerði ég. Hann sagði að Gamli kynni ekki fótum sinuí 1 for- ráð, að siðmenntað fólk notaði ekki byssur til að útkljá vandamál sín. Hann ætlar að gera ellefu þúsund dala kröfur á hendur Gamla fyrir fót- brotið. — Grasasni getur hann verið! Það er ekki að vita nema Gamli renni á hann eftir allt saman. Svona komdu. Ólafsfjörður Umboðsmaður Morgun- blaðsins í Ólafsfirði er Har- aldur Þóröarson, kaupmaður í Verzl. Lín. Aðkomumönn- um í bænum skal á það bent að Morgunblaðið er selt í lausasölu í verzlun hans. Stykkishólmur Umboðsmaður Morgun- blaðsins í Stykkishólmi er Víkingur Jóhannsson, Tanga götu 13. Ferðafólki skal á það bent að í lausasölu er blaðið selt í benzínsölunni við Aðalgötu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.