Morgunblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 1
32 síðtir og Lesbók 51 qrgangur 126. tbl. — Sunnudagur 7. júní 1964 Prentsmiðja Morgunblaðsin* Innrásarviðbúnaði aflétt: Ástandið þó enn alvarlegt á Kýpur íssíw: . mmm : Hin nýja álma DvaLarhein:.llisins Nýja álman við Dvalarheimilið bætir úr brýnni þörf Nýverið hefur risið upp við Dvalarheimili aldraðra sjó- manna ný álma, sem á að rúma 64 vistmenn. Álma þessi bætir úr brýnni þörf, og er gaman að minn- ast þessa áfanga, á þessum sjómannadegi, að tryggja öldruðum sjómönnum mann- sæmandi íverustað eftir lang an og strangan starfsdag. Morgunblaðið átti af þessu til- efni tal við Sigurjón Einarsson forstöðumann Hrafnistu, en svo nefnist Dvalarheimili aldraðra sjómanna í daglegu tali. Rúmenar vilja teljast til vanþróaðra ríkja Genf, 6. júní — (AP) — RÚMENAK hafa farið þess á leit að land þeirra verði talið til vanþróaðra ríkja á Al- þjóðlegu viðskiptaráðstefn- unni í Genf. Er Rúmenía fyrsta kommúnistaríkið, sem fer fram á slííkt. Manuel Ray handtekinn Miaimi, Flórída 6. jún-í (AP) MANUEL, Ray, einn af leið togum kúbanskra útlaga, var handtekinn á Ba-hamaeyjuim í gær ásaomt sjö félögum sínum. Herma fregnir, að þeir hafi verið á leið til Kúbu til skemmdarverka. Þeir voru flutti-r til Miami, þar sem þeir voru yfirheyrðir af útlend- ingaoftirlitinu. Þ-að voru Bretar, sem hand- tóku útlagann, en þei-r hafa bannað, að árási-r á Kúbu séu gerð-ar frá yfirráðasvæði sín-u á Karíbahafi. Man-úel Ray er, sem kunn- ugt er, meðal þeirra frems-tu í flokki kúbans-kra útlaga. Það var hann, sem lýsti því yfir, að baráttan gegn stjórn Castrós yrði h-afin á kúb- anskri grund ekki síðar en 20. maí s.l., em það er þjóðhátíð- ardagur eyjarinnar. Fyrir skömmu gagnrýndi Moskvuútvarpið harðlega þau komimúnistaríki, sem leituðu aðstoðar vesturveldanna. í dag svaraði Rúmenska útvarpið þessri árás og sagði m.a., að Sovétríkin köstuðu steinum úr glerhúsi. Þau hefðu sjálf efna- hagstengsl við kapítalistaríki eins og t. d. Ban^aríkin, Bret- land og V.-Þýzkaland. Einnig kváðust Rúmenar vilja minna á, að um 40% utanríkisyerzlun- ar Póllands væri við kapítalista- ríki. Að lokum sagði útvarpið, að Rúmenar væru þeirrar skoð- unar, að öll kommúnistaríki hefðu rétt tl þess að leita að- stoðar hvar sem væri og við- skipta við vestræn ríki. Sigurjón sagði þessa álmu a-f sömu stærð og þær, sem áður hefðu verið byggða.r, og eins og áður er sagt á hún að rúma 64 vistmenn. Álma þessi er fokiheld núna, og mun ráðgert að hún verði fullgerð um næstu áramót, en það er þó ekki víst, og strand- ar hér sem fyrr á fjárma-gni. Leitað hefur verið efti-r lánsfé til að ljúka henni, og hefur nokk uð fengizt, en þó ekki nóg. Álma þessi þætir úr brýnni þörf, enda er eftirspum- mikil eftir plássi. Það er lang- ur biðlistinn, á annað hundrað nöfn, og þó er það fólk sem á einhvern hátt er ten-gt sjónum. Til er svo annar biðlisti, sagði Sigurjón forstjóri, sem væri sízt styttri, en það fól'k væri ekki tengt sjómannastéttinni. Það virðist því vera full þörf á elliheimilum á landi okkar. Það líður ekki svo dagurinn, að ekki berist fyrirspurnir um pl'áss. Sveitarfélögin standa yfirleitt í skilum með sínar greiðslur vegna gamla fólksins og er gott til þess að vita. Byrjað Var að gra-fa fyrir þess ari nýju álmu vorið 1063. Happ- drætti DAS hefur hingað til staðið undir uppbygg- in-gu þess, en kvi-kmyndahúsið hefur lagt frarn fé til reksturs þess, með þeim góða árangri að vistgjöld eru hér lægri en hjá hinum elliheimilunum. Ég get ékki annað sagt, sagði Si-gurjón forstjóri að lokum, að fólkið sé hér ánæ-gt, enda eru öll yrti skilyrði til þess fyrir hendi. Framhald á bls. 2 Johnson skorar á Inönu að koma hið skjótasta til viðræðna í Washington Nicosía, 6. júní (NTB-AP) • í DAG var aflétt innrásarvið- búnaðinum, sem Kýpurstjórn fyrirskipaði í gærkvöldi, vegna yfirlýsingar utanríksráðherra Tyrkja, Feidun Erkin, um að Tyrkir myndu ganga á land á- Kýpur, ef ástandið þar krefðist þess. • Stjórnirnar í Ankara og Aþenu héldu aukafundi í nótt vegna ástandsins á Kýpur, sem þykir mjög uggvænlegt, þótt inn rásarviðbúnaðinum hafi verið af létt. Herir Grikkja og Tyrkja, eru viðbúnir og hafa tyrknesk lverskip sézt í landhelgi Kýpur. • Johnson, Bandaríkjaforseti, hefur lýst áhyggjum vegna ár standsins fyrir botni Miðjarðar- hafs. Hefur forsetinn boðið Is- med Inönu forsætisráðherra Tyrklands til viðræðna í Wash- ington og skorað á hann og koma hið fyrsta. George Papandreou, forsætis- ráðherra Grikklands, boðaði stjórn sína á fund ásamt hátt- settum hershöfðingjum gríska hersins í nótt. Höfðu þá borist fregnir u-m liðsflutniniga Tyrkja við hafnarborgina Iskanderon, en þar er sú herstöð, sem næst ligg ur Kýpur. Ismet Inönu ræddi einnig við stjórn sína í nótt, um Kýpurmál- io, en í gær ræddi hann við Ly- rhan Lemnitzer, yfirmann herja Atlantshafsbandalagsins í Ev- rópu sem kom óvænt til Ankara. Lemnitzer er nú á leið til Aþenu. Tyrkir hafa sýnt aukna hörku í Kýpurmálinu undanfarna daga, fyrst og fremst vegna þess, a^ Makaríos, ofrseti, hefur ákveðið að koma á herskyldu á eynni og kalla aila gríska Kýpurbúa á Framh. á bls. 31 tungls* ins 1968? Houston, Texas 6. júní (AP) Framkvæmdastjóri Apollo-á ætlunar Bandaríkjamanna um að send-a mannað geimfar til tunglsins, sagði í dag að banda rískir geimfarar gaottu sennilega lent á tunglinu í byrjun maí 1968. Framkvæmdastjórinn, Joseph Shea, skýrði frá þessu á fundi með fulltrúum bandarís-ka fluig- 'hersins. Sagði hann, að reiknað hefði verið út hvaða dagar væru heppilegastir til geimskota árin 1968 og 69. Yrðu engir óvæntir erfiðleikar í veginum, yrði senni * lega hægt að senda menn til tunglsins 8. maí 1968. Tító og Krúsjeff hittast á morgun Helsingfors, 6. júní (NTB) T í T Ó, forseti Júgóslavíu, heldur til Leningrad n.k. mánudag til viðræðna við Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétríkjanna. Var frá þessu skýrt í dag í Moskvu og Belgrad. Tító, forseti, og kona hans hafa að undanförnu verið í op inberri heimsókn í Finnlandi og sagði Tass-fréttastofan í dag, að Krúsjeff hefði ákveð- ið að bjóða Tító til Leningrad þegar heimsókn hans í Finn- landi væri lokið. Krúsjeff hefur aðeins tvo daga til þess að ræða við Tító, því að n.k. miðvikudag á hann fund með Walter Ulbricht, leiðtoga austur-þýzkra komm- únista. Fréttamenn telja, að Tító og Krúsjeff muni fyrst og fremst ræða hugsjóna- Krúsjeff kom í opinbera heimsókn til Júgóslavíu 20. ágúst sl. og urðu fagnaðarfundir með þeim Tító á flugvelinum. ágreininginn, sem ríkir innan heimskommúnismans. En einn ig er talið, að Krúsjeff ræði við Titó um fund hlutlausra ríkja, sem stendur fyrir dyr- um. Hefur Krúsjeff sýnt mik- inn áhuga á fundi þessum. Utanríkisráðherra Júgó- slavíu, Koca Popovic, skýrði einum fréttaritara Reuters í Finnlandi frá ferð Títós til Leningrad. Þegar fréttaritar- inn spurði hvaða mál Krúsjeff og Tító mundu ræða, svaraði hann: „Þeir finna áreiðanlega einhver umræðuefni." Tító heimsótti Krúsjeff síð- ast 1962.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.