Morgunblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 3
Sunnudagur 7. Jðní 1964 MORGUNBLAÐIÐ 3 ! Þörf á auknum rannsóknum á veiöarfærum Rætt við Hans Signrjónsson, skipstjóra A FÖSTUDAGINN kom tog- arinn Víkingur til Reykjavík- ur að lokinni aflasölu í Grimsby. Vikingur er eitt af stærstu og aflamestu skipum togaraflotans, og hefur fært þjóðarbúinu um 10 milljónir króna í sex veiðiferðum. Við hittum Hans Sigurjónsson, skipstjóra, að máli að heim- ili hans í Sörlaskjóli 94 síð- degis á föstudag. — Telurðu, Hans, að sjó- mannadagurinn hafi eitthvert sérstakt gildi fyrir stéttina? — Þýðing hans er orðin all breytt frá því sem áður var. Verstöðvarnar hafa stækkað, skemmtanalíf er orðið miklu fjölbreyttara og tækifæri til að gera sér dagamun eru ó- þrjótandi. Ég er þó ekki frá því, að í smærri sjávarþörp^ um séu hátíðahöld sjómanna- dagsins enn míkill viðburður. Fjáröflun til Dvalarheimilis- ins fer fram þennan dag, og iþess vegna er þetta enn mikil vægur dagur fyrir sjómanna- stéttina. Hún hefur líka til þess unnið, að starfa hennar sé minnzt og athygii almenn- ings beinist að þeim á þess- um degi öðrum fremur. — Ertu búinn að sækja ajó- inn lengi? — Ég byrjaði á þessu tíma í Vestmannaeyjum, þegar ég var fimmtán ára. Það þótti sjálfsagður hlutur að fara á sjó, og við strákarnir álitum sjósóknina álíka ævintýri og flug eða geimferðir eru í aug um æskunnar á atómöld. Síð- an hef ég haldið tryggð við hafið, verið háseti, stýrimað- tu-, og svo skipstjóri á tveim- ur togurum Bæjarútgerðar Reykjavíkur, þeim Jóni Þor- lákssyni og Þormóði goða. Fyrir tæpum fjórum árum tók ég svo við skipstjórn á Vík-- ingi. — Hann er I eigu Akurnes- inga? — Já, Síldar- og fiskimjöls verksmiðjan á Akranesi á tog- arann, en við löndum þar mjög sjaldan, og raunar er mjög lítið um landanir hér heima. Fiskurinn er keyptur á mjög góðu veðri erlendis um þessar mundir og sölu- ferðir þvi tíðar. — Þetta var góð sala hjá ykkur síðast í Grimsby. — Já. Við seldum 335 tonn fyrir rúm 17.800 pund. Aflinn' var þorskur, veiddur við Vest ur-Grænland á átta dögum. — Sækjast áhafnir togar- anna mjög eftir þessum sölu- ferðum? — Jú, mönnum finnst mikið varið í þær fyrst í stað, en svo minnkar áhuginn, og heim ilisfeður vilja miklu fremur njóta hvíldar með f jölskyldum sinum meðan siglt er á eriend an markað. Þeir verða að sýna eigirikonunum fram á hús- bóndavaldið svona annað slag ið. Ég er í þeirra hópi, enda fór ég ekki með togarann út til Englands núna. — Gengur vel að fá mann- skap á skipið? — Já, það er enginn hörg- uU á vinnuafli hjá okkur. Þetta er tiltölulega nýtt skip og öU aðstaða um borð mjög góð, veiðiferðir fremur stutt- ar, þannig að menn hafa ekk ert á móti því að vera um borð. — Samt eiga nú margir erf- itt um vik. — Já, ég veit það mætavel. Góður afli hjá bátunum hefur valdið þvi að margir hafa yfir gefið togaAina, meira að segja yfirmenn, og svo er ástæðanna kannski að leita til margra . gamalla og næstum úreltra skipa, sem enn eru í notkun. Skipstjórarnir lenda margir 1 stökustu vandræðum og verða að ráða þá, sem hendi eru næstir, þó að vitað sé, að þeir eigi sízt heima um borð í tog- ara. Það er mikið gert úr sög um um skipverja, sem koma ölóðir um borð, og sum skipin verða að bíða úti á ytri höfn- inni meðan mönnunum er hó- að saman í bænum til þess að skipa þeim út. Þetta er gert af illri nauðsyn — ella yrði að leggja skipunum. — Fær upprennandi sjó- Hans Sigurjónsson .skipstjóri, ásamt dóttur sinni Ágústu. mannastétt næg tækifæri á togaraflotanum? — Sem stendur er enginn vandi fyrir unga menn að komast á togara. En þegar framboð er á vinnuafli freist- ast menn auðvitað til að ráða hina eldri og reyndari. Þegar togarar fara á saltfiskveiðar er áhöfnin 40—50 manns, og ég veit, að mikilil fjöldi skólapilta hefur farið með í þær ferðir á undanförnum sumrum. Á Víkingi eru núna allmargir piltar um tvítugt og kann ég ágætlega við þá. Nokkrir strákar af sijóvinnu- námskeiði voru hjá mér á Þormóði goða, og það var greinilegt, að þeir kunnu til verka. Sjóvinnunámskeið hafa tíðkazt erlendis og gefið góða raun og hins sama vænti ég af auknu átaki hérlendis í und irbúningi ungra manna fyrir starfið á sjónum. — Farið þið á Nýfundna- landsmið í sumar? — Það er ekki fullráðið enn. Liklegast tel ég nú, að við verðum lengur við Grænland. Maður má líka vara sig á hit- anum í sjónum við Nýfundna- land á þessum árstíma. Ég minnist ágæts aflasumars þar fyrir nokju’um árum, en því miður nýttist aflinn ekki sem skyldi vegna sjávarhitans, sem bræddi ísinn og skemmdi , nokkurt fiskmagn. —’Þarf ekki að vera góð sam vinna milli skipa, þegar svona langt er sótt? — í neyðartilfellum er allt- af hjálpar að vænta frá ná- lægum skipum og eftirlits- skipin með þýzka togaraflot- anum á irúðunum hafa boð- izt til að veita íslendingum alla aðstoð. íslenzku togararn ír hafa samband sín á milli á dulmáli og senda upplýsingar um aflabrögð eins og flotar annarra þjóða. — Hafið þið komizt yfir lyk ilinn hjá útlendu togurunum? — Við höfum gert okkar at- huganir og fylgjumst vel með. — Hvaða umbætur telurðu nauðsynlegar á útgerðinmr — Menn eru alltaf ósparir á að finna að hlutunum. Það er ekkert nauðsynlegra en að menn láti í ljós skoðanir sínar, og ég, eins og svo margir aðr ir, sé ýmsa vankanta á rekstri togaranna. Það, sem íslend- inga vantar sérstaklega eru betri skip og umfangsmeiri til raunir með veiðarfæri. Þegar við keyptum nýju þúsund lesta togarana voru aðrar þjóð ir að endurnýja sinn flota með skuttogurum. Þeir eru mun hentugri á miðunum, sem við sækjum en skipin okkar, enda fer vinnan að mestu leyti fram undir þiljum og er það vitan- lega til mikils hagræðis þegar illt er veður. Nú er svo kom- ið, að Færeyingar taka okkur fram um nýjungar í togaraút- gerð. Þeir hafa keypt nýja, ódýra togara í Portúgal, nokkru iinnan við þúsund lest ir, og reka þá á mjög hag- kvæman hátt, og þeir eiga ekki í eins miklum erfiðleik- um með að fá menn á skipin. — Það hefur margoft komið í ljós, að tilraunir með ný veiðarfæri eru of handahófs- kenndar hérna. Við þyrftum á rannsóknarskipi að halda, sem gerði tilraunir með ný veið- arfæri í stað þess að togar- ar og bátar séu að þvi upp á sitt einsdæmi, og láti þær svo niður falla áður en nokk- ur haldgóð reynsla er fyrir hendi. — Á togaraútgerðin framtíð fyrir sér? — Já, það tel ég alveg hik- laust. Bátarnir hafa aflað vel að undanförnu, en þegar afla brestur verður hjá þeim, sem við megum ailtáf búast við verða togararnir að útvega frystihúsunum hráefni til vinnslu. Sjávarútvegur verður tvímælalaust undirstaða at- vinnulífsins enn um sinn — samt megum við ekki láta und ir höfuð leggjast að efla aðra atvinnuvegi, og treysta ekk. um of á gjöfli sjávarins. Sr. Eiríkur J. Eiríksson: „Sæla gerir ;juð sína menri II. sunnudagur eftir trinitatis. Guðspjallið'. Lúkas 14, 16-24. í DAG. er sjómannadagurinn. Hugurinn beinist að hinu mikla hiutverki sjómanna ökikar í sögu þjóðarinnar og lífsbaráttu. Hér er um allsherjar örlög að ræða í ríkum mæli. Margir erum við aldir upp á strönd úthafs og höfum sem börn grátið við undirleik stórbrotinnar hljóm- sveitar brimsins og brosað við léttum gripum lognöldunnar er glófingur hennar hafa leikið sér að kuðung og skel fjörunnar. Vettvangur vitundar okkar margra, minninga og vona fær blik af flóði og fjöru bernsku- heimkynna við fjörð og vík eða opið hafið. „Sæll er sá, sem etur brauð í guðsriki“. Það er aflahrota. Þvi er líkast, sem fjaran og varirnar, þar sem skipin lenda, seiluð fiski, sé eins og risastórt matborð hlaðið dýr- indis krásum. Allir fara heim með fisk í soðið, eins þeir sem engan hafa átt innan borð. Börnin þekkja skipin, jafnvel áður en þau nálgast sundið. Þau hlaupa heim, svo að mamma 'komi í tæka tíð niður í lend- ingu með hressingu handa pabba. Stundum kemur það fyrir, að leikbróðir kemur nokkrum andartókum síðar og nefnir nafn skips, sem hefur farizt rétt í þessu á sundinu. Mamma fer aldrei framar að taka á móti pabba. En sem betur fer er oftast lent heilu og höldnu, og þegar búið er að losa og skipta, er hressingar neytt og konan.og bömin hjúfra sig að heimilis- föðurnum. Það rættist vel úr með sjó- veðrið þennan dag. Hugurinn beinist að síðastliðinni nótt. Dimmt er enn og tæplega sér ti* merkja. Veður er og tvísýnt, en þarna sér til ferða manns milli lágu húsanna í sjávarþorp- inu. Formaðurinn er á ferli að „kalla“ háseta sína. Formaðurinn þarf ekki að berja mörg högg á gluggann. Ei ginmaðurinn klæðist í snatri, kveður konu sína, hversu lengi er ekki þeirra atlota stundum minnst, augum fullum ástúðar og bænar — sofðu enn rótt, elsku barnið mitt — er rennt að litlu rúmi, og svo tekur myrkrið við fyrir utan, veður- gnýr og brimhljóð. Formannin- um er treyst eins og brugðist var fljótt og vel við kalli hans. „Sæll er sá, sem etur brauð í guðsrtki“. Þessi orð Fariseans bera vott um sjálfsánægju og öryggi um eigin verðleika. Margt má finna Fariseunum til máls- bóta. Sumt var sameiginlegt þeim otg Jesú. En í grundvallar- atriðum voru þeir ósammála. Guðsríkið var þeim næstum því ms - - Togarinn Vikingur mmz !' '< Reykja víkurhöfn. flokksmál. Lögmálið og þekk- ing á því út í æsar var hið p. mikla keppikefli og án -þeirrar þekkingar gat ekki verið um guðrækni að ræða. „Hlöðum vegg 'utan um lögmálið", var eins konar kjörorð þeirra. Farisear voru í hugsun sinni mótaðir af grískri 'heimspeki og var þeim þekkingin dyr full- komnunnar og sælu. Þeir voru áhugasamir um skólamál og vildu, að í hverri borg og byggð væru skólar. Prófvottorð frá þessum skólum voru svo aðgangs kort að veizlusal guðsríkisins og þurftu hinir lögmálslærðu ekki annag en að setjast til borðs í þeim gleðisal og njóta þar krásanna. Þessum hugsunarhætti mót- mælir Jesús í guðspjalli dagsins. Það er Guð, sem kallar og > það sem skiptir mál er að bregð- ast vel við kalli hans og leggja út á djúpið með orð hans að leiðarsteini, þótt í tvísýnu sé stefnt og sjóveðrið vafasamt. Guðsríikismáltíðin er sjálf bar- áttan, að aflinn berist á land, að skynja kall skyldunnar gegn- um storm oig stríð lífsfojargar- viðleitninnar, hinnar ytri, ver- aldlegrar afkomu, en umfram allt til þroska í anda réttlætis, sannleika og kærleika. Sjálf góða baráttan er guðs- ríkið. Raun hennar, og nokk- uð vinnst á til framfara og ssnnnra heilla, er launin. Aðal- atriðið er, að menn greini kall skyldunnar gegnum glaum ytri fagnaðar, sem oft er án innri rótar og ræktar. Jesús miðar við köllunina. Fyrir honum eru engin verð- mæti til án fórnar og þjónustu, auðmýktar og bænar gagnvart máttugum Guði í mannlegum veikleika. 1 Því verður ekki mótmælt með rökum að íslenzk sjómanna- stétt hefir orðið við kalli skyld- unnar og fært miklar og dýrar fórnir. Hún er dugmikil og fenig- sæl og hefur einatt borið af um prúðmennsku og manndómsbrag. Vig vitum, að undantekningar verða ávallt, en halda verður í horfi með öflugri viðleitni að vanda í hvívetna til þessa at- vinnuvegar og gæta þess, að þrátt fyrir tækni og ytri um- bætur verður sjómennskan ávallt hetjulíf og herþjónusta í innsta eðli sínu og beztu merk- ingu. Eftirtektarvert er, að höfuð- postulinn Pétur var fiskimaður. Skaplyndi hans var í ætt við ' hafið, en Jesús kennir hann við hellubjargið. Hann gegnir kall- inu hiklaust, yfingefur allt og fylgir Jesú, Gamall togarasjómaður sagði mér eitt sinn, að við smáhljóð eitt uppi á þilfari, sem bundið yar vaktaskiptum, hafi hann ávaUt vaknað, þótt gnýr sjóa og veðurs högg og slög og himin- rjúfandi hávaði raskaði sjaldn- ast ró hans. Rödd skyldunnar kallaði á þennan sjómann, svipað 'og þeg- ar móðir vaknar við veikan grát barns, en sefur rótt þótt hús hennar skjálfi í stórviðrum. Við vitum ekki hverjir eru mestir Guðsmenn, en hin forna 4 hómilíubók ein mesta gersemi íslenzkrar tungu, velur ekki orð af tilviljun, er hún segir að Guð geri sína menn sæla. Guðsmenn eru vafalaust menn baráttunnar og fórnarinnar. íslenzk sjómannastétt á sér fyrirheit, sem og aðrir góðir menn og gegnir íslendingar. Blessa þú góði Guð góðu bar- áttuna á sjó- og landi og hverja stétt og s*aAu þjóðar okkar. Auien.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.