Morgunblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 17
Sunnudagur 7. júní 1964 MORGUNBLAÐID 17 Vmnufriður Samningur ríkisstjórnarinnar, Alþýðusambands og Vinnuveit- endasambands, sem undirritaður var aðfaranótt 5. júní er einungis rammasamningur. Út af fyrir sig skuldbindur hann ekkert ein- stakt verkalýðsfélag né neinn vinnuveitanda til samningsgerð- ar sín á milli, en engu að síður hefur hann grundvallarþýðingu. Að honum standa svo miklir á- hrifa-aðilar, að ekki kemur ann- að til mála en að á honum verði byggt, þegar til samninga við ein- stök félög kemur. Þar kunna að vísu að vakna einstök vandamál en þau á að vera auðvelt að leysa í þeim sama anda samhugar og skilnings, sem réði við grundvall- ar-samningsgerðina. Því að vissu- lega hefði hún ekki tekizt, ef þetta hugarfar hefði ekki verið fyrir hendi. Ýmsir töldu vonlaust, eð slíkum samningi yrði náð og því væri unnið fyrir gýg með því að leggja á sig erfiði og fyrir- höfn í þessu skyni. Árangurinn er nú öllum augljós. Að samnings Nú er „vertíðin" hafin í EUiðaánum, einni beztu laxveiðiá landsins. Myndin var tekin s.l. föstu dag, er Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, renndi þar. REYKJAVÍKURBRÉF LaugarcL 6. júní gerðinni unnu menn úr öllum flokkum og vafaluast hafa ein- hverjir orðið varir misjafns á- huga hjá sumum sinna skoðana- bræðra um happasælan árangur. En allir héldu áfram að leita við- hlítandi lausnar. Árangurinn er sá, að nú eru horfur á vinnufriði um a.m.k. eins árs bil og öllum, sem hlut áttu að máli, kemur saman um, að haldist sá andi, sem nú réði, og takist þessi til- raun, þá lofi það góðu fyrir enn lengri framtíð. Verðtrygging kaups Þegar vísitölubinding kaups var afnumin á sínum tíma var það gert 1 þeirri von, að með því tækist að draga úr vexti verð- bólgunnar. Áður höfðu skipzt á grunnkaupshækkanir og kaup- hækkanir sökum vísitöluhækk- ana með þeim afleiðingum, að vinstri stjórnin taldi verðbólgu- vandann óviðráðanlegan og hreinlega gafst upp. Árangurinn af afnámi vísitölubindingar hef- ur hinsvegar ekki orðið sá, sem menn vonuðu. Verkalýðsfélögin hafa tekið upp það ráð, ýmist að halda samningum alveg lausum eða gera samninga til mjög stutts tíma eða með þeim fyrirvörum, sem fyrirsjáanlega höfðu í sér fólgið, að samningar væru raun- verulega lausir, hvenær sem öðr- um hvorum aðila þóknaðist. Svo var til dæmis um svikasamning- ana alræmdu sumarið 1961. í orði kveðnu var þá látið svo sem þeir ættu að gilda tvö ár með nokkurri kauphækkun að ári liðnu. Þó að engin gengisbreyt- ing hefði til komið — en forráða- menn SÍS sáu hana fyrir þegar þeir gerðu samninga — hlutu hin ar umsömdu kauphækkanir að leiða til svo mikilla verðhækk- ana, að hinn svokallaði langi gildistími þeirra var raunveru- lega einskis virði sökum upp- sagnarheimildarinnar. Grunnkaupshækk- un nú engum til góðs Samningsleysi og stöðugar kaupdeilur hafa leitt til óþolandi óvissu fyrir alla aðila, verka- menn, atvinnurekendur og ríkis- vald. Gengdarlausar síendurtekn ar grunnkaupshækkanir hafa og jafa verðbólguaukandi áhrif og það ástand, sem áður ríkti. Þrátt fyrir þær hættur, sem samfara eru vísitölubindingu eða verð- tryggingu kaups, svo sem nú er kallað, þá er samt tilvinnandi að taka hana upp á ný gegn því að tryggja vinnufrið um eins árs bil. Skilyrði þessa hlýtur að vera. að grunnkaupshækkanir verði ekki nú. Ef svo yrði, mundi enn ýtt undir verðbólguvöxtinn og haldið áfram í þeim vítahring, sem umfram allt verður að brjót- ast út úr. íslenzkt efnahagslíf er nú að mörgu leyti sterkt og ætti að þola tryggingu núverandi lífs- kjara alls almennings, ef engin ófyrirsjáanleg óhöpp ber að. — Hættan stafar fyrst og fremst af hinni miklu ókyrrð, er magnaðist við þrjár kauphækkanir og þar af leiðandi verðlagshækkanir á sl. ári. Með þeim var gjaldþoli þjóðarinnar út á við og greiðslu- getu ýmissa atvinnuvega stefnt í voða. Engu að síður hefur betur til tekizt en á horfðist. En nú verður að stöðva hinn öra verðbólguvöxt, ef ekki á illa að fara. Sambærilep; kjara- bót hér og í öðrum löndum Talið er að verðlagshækkanir hafi — miðað við maí-vísitölu — étið upp h.u.b. 11%% af þeim 16%, sem almennt var samið um 1 des. sl. Ýmsir starfshópar, þ.á. m. úr hópi verkamanna, fengu þá þó meiri hækkun vegna flutnings milli flokka. Hagur þeirra er því nú þeim mun betri. Hvað sem því líður, þá leiðir verðtrygging á grundvelli maí-vísitölu til þess, að þeir, sem fengu 15% grunn- kaupshækkun í desember, halda eftir sem svarar 3%%. Það er sambærileg tala við það, sem önnur og miklu ríkari þjóðfélög telja sér mest fært að hækka raunverulega kaup á ársbili. Ef vinnufriður helzt um sinn, gefst færi á að sinna aðkallandi verkefnum. Fá úrlausnarefni eru brýnni en stytting vinnutímans hjá þeim, sem lengst vinna að staðaldri. Stytting vinmi- tíma Á frlandi er ekki talið ríkt þjóðfélag. En nýlega var það haft eftir írskum manni, sem hér hafði ráðið sig í vinnu, að sá væri mun- urinn á vinnuháttum hér og í sinu heimalandi, að vinnutími dag hvern væri hér miklu lengri. Um þetta segja allir hina sömu sögu. Vinnutimi hér er lengri en í öllum öðrum vestrænum lönd- um, og að sögn hefur hann enn haldið áfram að aukast á sl. ári. Þá er sagt, að meðalvinnutími verkamanns í uppskipunarvinnu í Reykjavíkurhöfn hafi verið 62 stundir á viku. Allir skilja að á íslandi þarf stundum að vinna í skorpum. En svo langur vinnu- tími að staðaldri sem nú tíðkast hér er hvarvetna talinn úreltur og ekki skila þeim afköstum, sem ná á með hinum mikla stunda- fjölda. Frá þessu ástandi verður ekki komizt í einni svipan. En einhvern tíma verður að byrja og eðlilegt er, að við samningsgerð nú sé vísað fram á veginn í þess- um efnum. Sumir segja raunar, að þetta sé allt tóm vitleysa, menn hafi gott af mikilli vinnu, það sé eina leiðin til að skapa mikil verðmæti. En lítum til dæmis á íslenzka bændur. Með nýrri tækni og betri vinnubrögð- um framleiða ekki aðeins miklu færri menn meira en áður var gert, heldur hefur vinnutími í sveitum einnig stórum stytzt. — Áður var heyskapartíminn talinn erfiðasti hluti ársins, nú telja bændur hann einna léttastan og geta þá helzt verið lausir við. Hinu verður aldrei haggað að sök um skepnuhirðinga þá eru bænd- ur viðbundnir á vissum tímum dag hvern öðrum fremur. Len«in<í orlofs Tómt mál er að tala um stytt- ingu vinnutíma nema því aðeins, að menn haldi óbreyttu kaupi, þrátt fyrir hann. En auðvitað get- ur sú breyting, sem af þeim or- sökum verður, ekki komið öðrum til góða en þeim, sem styttingar- innar njóta. Hinir, sem þegar vinna skemmri tíma, eiga ekki neinn rétt til kauphækkana vegna þess, að aðrir fá taxta- hækkanir til að vega upp á móti styttingu vinnudagsins. Þá er orlof hér nú almennt styttra en tíðkast mun á Norður- löndum. Er þó í ráði að lengja það þar enn. Þess vegna er eðli- legt, að orlof hér verði nú lengt upp í þrjár vikur. Það kemur öll- um fjölda launþega til gagns. Þó að sumir hafi raunar nú þegar náð þessu og jafnvel meira, þá er sízt ástæða til þess að þeir fái bætur vegna þess, að öðrum þoki til jafns við bá. A engan hallað Með svipuðum hætti hafa marg ar stéttir nú þegar fullar greiðsl- ur, þrátt fyrir það þótt samnings- bundnir frídagar aðrir en sunnu- dagar falli á vinnutímann. Um lausavinnumenn er óeðlilegt, að þeir fái greiðslur fyrir frídaga, sem kunna að falla í vinnutíma þeirra hjá einhverjum atvinnu- rekanda. En ef maður hefur lengi unnið hjá hinum sama atvinnu- rekanda, þá verður hann vinn- unni vanari og hæfari til að leýsa verk sitt af hendi. Þess vegna er eðlilegt, að hann fái þá umbun að missa ekki þá tekjur, vegna þess, að slíkir samningsbundnir fridagar falli á vinnutíma. Sjálf- sagt er, að af föstu sambandi milli verkamanns og vinnuveitenda myndist gagnkvæm hlunnindi. Samningar um slíkt og um styttingu vinnutíma eru þeim mun æskilegri sem einmitt er ver ið að rétta hlut þeirra, sem við lökust kjör hafa átt að búa án þess að á nokkra aðra sé hallað. f tillögum ríkisstjórnarinnar í vetur var leitað eftir leiðum til þessa. Þá tókst ekki að ná sam- komulagi á þeim grundvelli. En ef menn meina nokkuð með tali sínu um að bæta þurfi kjör þeirra lakast settu, þá verða þeir ein- hvern tíma að sýna það í verki. Aðrir mega ekki ætíð heimta jafnmikið í sinn hlut undir því yfirskyni, að hlutfallið megi ekki raskast. Húsnæðismálin Eitt af því, sem verðbólgan hef ur fært úr skorðum, er íbúðalána kerfið. Á undanförnum 10—11 ár- um hafa verið gerðar ítrekaðar tilraunir að koma þessum málum í sæmilegt horf. Það hefur öðru hverju tekizt en allt farið aftur úr böndum, vegna þess að verð- bólgan hefur spillt hinum góðu ráðagerðum. Þegar rætt er um að draga úr eða stöðva vöxt verð- bólgunnar hlýtur þetta viðfangs- efni þegar í stað að koma upp. Eðlilegt er, að sérstaklega sé rætt um það við fulltrúa verkalýðsins vegna þess, að ein af höfuðástæð- unum fyrir kauphækkunarkröf- um er hinn mikli húsnæðiskostn- aður. Segja má, að það sé alþjóð- armál að koma þessum efnum í skaplegt Horf, en fáir eða engir eru þó verr settir í þeim efnum en mikill hluti verkalýðsins. Það er þess vegna eðlilegt, að verka- lýðsfélögin láti sig það miklu skipta, hvernig fram úr þessum vanda verður ráðið. Þar er höfuð atriði að koma útlánum í fast horf og afla til þeirra nægilegs fjár. Nú segja raunar sumir að á slíkum verðbólgutímum, þegar kapphlaup sé um hverja vinnandi hönd, þá stefni í algjörlega öfuga átt með því að ætla meira fé til húsbygginga en áður. Þessu til að svara er það, að enginn er kom- inn til þess að segja, að meira fé þurfi til húsbygginga en verið hef ur. Hér hefur mikið verið byggt á undanförnum árum og miklu fé þar af leiðandi varið í því skyni. En hin sívaxandi verð- bólga hefur gert ókleift að halda lánamarkaðnum í sæmilegu horfi. Þess vegna er viðfangs- efnið nú það að sjá um, að það fé, sem hvort eð er verður varið til húsbygginga, fari þangað eftir heilbrigðum leiðum og á þann veg, að það verði ekki til að auka byggingarkostnað og leggja ó- hóflegar byrðar á launþega. — íbúðir hafa verið seldar óhóflegu verði, einmitt vegna þess að kaup endur hafa þurft að sæta óvissu um lánsfé. Ef þeim eru fyrirfram tryggð eðlileg lán, þá breytist aðstaðan í þessu gersamlega, svo að þarna skapast möguleiki til meiri heilbrigði í verðlagi. En vitanlega er það háð því, að við verðbólguna verði ráðið. Ojjranir Til að samkomulag fáist um þessi atriði verða allir aðilar að slaka eitthvað til og slá af sumu því sem þeir út af fyrir sig teldu æskilegast. En slikt er eðli lýð- ræðisins. Þar fær vilji eins ein- staks aldrei að ráða öllu. Menn verða að samræma gerðir sínar, ef ekki skoðanir. Án samkomu- lagsvilja verður eilífur ófriður með öllu því, sem honum fylgir. Ekki skortir, að þeir, sem sjálfir lágu á eigin bragði og liggja nú afvelta, ögri hinum, sem uppi standa. í öðru orðinu er býsnast yfir, að stjórnin hverfi frá stefnu sinni, en í hinu, að verkalýðsfé- lögin kyssi á vönd hennar. Þvílík brigzlyrði dæma sig sjálf. Al- menningur í öllum flokkum ætl- ast nú til, að verðbólgan sé stöðv- uð, og menn fái starfsfrið í þjóð- félaginu. Vinnufriður um eins árs bil leysir ekki allan vanda, en hann skapar skilyrði fyrir því, að unnt sé að snúa sér að aðkall- andi verkefnum og bæta margt, sem aflaga hefur farið. r Oheillavænlegur sigur Úrslitin í kosningunum í Kali- forníu um frambjóðendaefni repúblikana við forsetakosning- arnar komu almennt á óvart. — Skoðanakannanir síðustu daga höfðu bent til þess, að Rockefell- er mundi verða ofan á, ef ekki vegna eigin vinsælda, þá sökum andstöðu við Goldwater. Þessi skoðun fékk einkum byr eftir að Eisenhower, fyrrverandi forseti, hafði skrifað grein, sem skilja varð sem andmæli við vali Gold- waters. Ekkert dugði, Goldwater varð ofan á. Hann er sagður við- felldinn og aðlaðandi maður. En að svo miklu leyti sem unnt er að gera sér grein fyrir skoðunum hans, þá hlýtur mönnum að hrjósa hugur við. í innanlands- málum er hann marga áratugi á eftir tímanum. í utanríkismálum einangrunarsinni, sem vill treysta á mátt og megin Bandaríkjanna einna. í sjálfu sér skiptir þetta þó e.t.v. ekki ýkja miklu máli, því að flestir telja sigur Johnsons forseta öruggan í kosningunum í haust. Eins og skoðanakannanir sýna er þó aldrei með vissu hægt að sjá fyrir um úrslit kosninga. Líklegt er þó samt, að sigUr Gold waters verði til þess að stórauka deilur innan Repúblikanaflokks- ins. Ýmsir forystumenn hans hafa látið að því liggja, að þeir muni alls ekki fylgja Goldwater verði hann frambjóðandi. Er og talið, að þótt staða hans á flokks- þinginu verði sterk, þá hafi próf- kosningarnar leitt í ljós, að því fari fjarri að hann njóti stuðn- ings meirihluta innan síns eigin flokks. — Vonandi verður sigur Goldwaters því einungis vanda- mál Repúblikanaflokksins en ekki allrar bandarisku þjóðarinn ar, og þar með raunar heims- byggðarinnar. Það má raunar hafa í huga, að oft verður góður hestur úr göldnum fola, og á- byrgðin leiðir stundum til þess, að stjórnarathafnir verða aðrar en fram var haldið, meðan verið var að afla sér fylgis. Æ*-'ð er þó valt að treysta slíku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.