Morgunblaðið - 12.06.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.06.1964, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐID r FSstudagtir Í2. Jðnf 1984 Þ A Ð hlýtur jafnan að verða fagnaðarefni velunnurum ís lenzkrar leiklistar, þegar nýtt innlent leikskáld kveður sér hljóðs. Sá fögnuður birtist m.a. í lófataki leikhúsgesta eftir frum- sýningu Leikfélags Reykjavíkur á stuttum harmleik Einars Páls- sonar, „Brunnir kolskógar“, sem var einn liður Listahátíðarinnar. Höfundi var vel fagnað og inni- lega eftir þessa frumraun sína, en hann er annars enginn ný- græðingur í leikhúslífinu, hefur bæði leikið og stjórnað leikritum um langt árabil. Einar Pálsson er þriðja nýja leikskáldið sem fengið hefur verk eftir sig svið- sett á síðasta hálfu öðru ári. Hin- ir voru Oddur Björnsson og Erlingur E. Halldórsson, og á næsta vetri eigum við von á tveim leikritum eftir Guðmund Steinsson, svo segja má að hagur íslenzkrar leikritunar sé að vænk ast. Sá annmarki var þó á sýningú Leikfélagsins á þriðjudagskvöld- ið, að þar var einungis sýndur annar tveggja einþáttunga Ein- ars Pálssonar, sem að sögn hans sjálfs mynda eins konar „sam- loku“, og má gera ráð fyrir að Sviðsmynd. Gísli Halldórsson (séra Jón) fremst til vinstri. ólfur Jóhannesson og tveir meðreiðarsveinar prestsins. í baksýn Helga Bachmann, Brynj- Leikfélag Reykjavíkur — Listahátíðin: Brunnir kolskógar Eftir Einar Pálsson Leikstjóri: Helgi Skúlason Leikt jaldam álari Steinþór Sigurðsson ýmislegt í þessu dálítið torræða verki verði ljósara með hliðsjón af hinum helmingi „samlokunn- ar“. Verða einþáttungarnir vænt- anlega báðir sýndir í haust, og þá kynni að verða auðveldara að kryfja þá. „Brunnir kolskógar" er harm- leikur í einum þætti, sem gerist í Móðuharðindum haustið 1783 á Öræfum. Koma þar við sögu séra Jón, prestur á Meðallandi, Arnór bóndi á Öræfum, Geirlaug dóttir hans og Steinvör systir hans. Leikritið er samið á máli 18. aldar og hefur höfundur í því efni stuðzt við lýsingu séra Jóns Steingrímssonar á Skaftáreldum. Þetta sérkennilega orðfæri kem- ur leikhúsgestum að sjálfsögðu allspánskt fyrir hlustir og er vissulega tvíeggjað. Það gefur verkinu að vísu sannferðugri og raunsærri blæ, en þar sem leik- ritið er ekki raunsæisverk í venjulegum skilningi, er þörfin á nákvæmri stælingu 18. aldar mál fars engan veginn brýn. Það krefst mikillar kunnáttu og leikni að endurvekja dautt tungutak, svo það lifni og glitri í munni nútímamanna, og mér finnst tals- vert bresta á fimleik höfundar í þessu efni. Margar setningar í leiknum falla flatar, af því þær virðast fremur vera stæling á hinu gamla tungutaki en fersk endursköpun. Efni og innihaldi leiksins er dá- lítið vandlýst. Hann minnti mig einna helzt á málverk, málað djörfum og krassandi litum, nokkurs konar expressjóníska kyrralífsmynd af nokkrum and- artökum úr hrakfallabálki þjóð- arinnar. Það er sjálft umhverfið, náttúran í hamförum sín'um, sem fer með aðalhlutverk leiksins — bæði í sviðsmyndinni og samtöl- um persónanna. „Málverkið“ var á sinn hátt magnað, hörmungarn- ar dregnar breiðum og litsterk- um dráttum, en sem leikhúsverk var það of kyrrstætt — hin dramatíska spenna var helzti slök og framvindan of hæg og fálmandi. í rauninni var það blær verksins og „andrúmsloft“ sem hélt athygli áhorfenda frem- ur en sjálft efnið. Um það má endalaust deila, hvort þetta sé löstur eða kostur á leikriti, og visast er engin al- gild regla til um það, en ég hefði persónulega kosið meiri hreyf ingu á sviðinu — ekki fyrst og fremst í ytra látæði, heldur þá innri hreyfingu eða framvindu, sem grípi athygli áhorfandans og haldi henni til loka. Sé slíkri innri hreyfingu ekki til að dreifa, verður leikhúsverk alténd að búa yfir svo miklu póetísku kynngimagni, að hver andrá leiksins öðlist sjálfstætt og töfr- andi líf, samanber „Beðið eftir Godot“. Nú er ég alls ekki að gefa í skyn, að „Brunnir kolskógar“ sé einungis litir og stemning. f verk- inu er fólginn ákveðinn drama- tískur kjarni, sem hefði getað komið meiri hreyfingu á það, ef ekki hefðu komið til óþarflega miklar umbúðir eða útúrdúrar. Þessi kjarni er átökin milli prests ins og bóndans um sturlaða dótt- ur hans og óskilgetið barn henn- ar, m.ö.o. spurningin um mennska reisn, stolt og sjálfsvirðingu ein- staklingsins gagnvart ofurvaldi trúarofstækis, hindurvitna og yf- irvofandi hungurdauða. Þetta er viðamikið efni og vel fallið til dramatískrar spennu, en það laut að mínu viti í lægra haldi fyr ir dulmagnaðri mælgi og litadýrð. Höfundur hefur kosið að „fylla“ mynd sína, mála hana þykkum dráttum, í stað þess að leggja meiri alúð við útlínur hennar. Um það tjáir ekki að sakast, en mér virðist þessi háttur hafa dregið úr leikrænum möguleikum efnisins. Meðferð leikenda í hlutverkum var hófsöm og átakalítil. Brynjólf ur Jóhannesson túlkaði Arnór bónda af þeirri sérkennilegu list sem honum einum virðist lagin, þegar í hlut eiga langhrjáðir kot- bændur. Þó fannst mér vera ein- hver annarleg deyfð yfir leik hans. Gísli Halldórsson var harð- ur og ósveigjanlegur í hlutverki prestsins, en umvandanir hans og prédikanir höfðu holan hljóm, eins og hann væri ekki meir en svo sannfærður um alvöru ræðu sinnar, og dró það verulega úr reisn persónunnar. Menn af þess- ari gerð verða ekki hugtækir á leiksviði nema harkan og ofstop- inn eigi sér augljósar rætur í trú- arlegri sannfæringu. Helga Bach- mann lék Steinvöru og veittist erfitt að draga fram eymd og volæði þessarar stoltu og seigu konu. Kannski átti gervið ein- hverja sök á því. Túlkun Krist- ínar Önnu Þórarinsdóttur á sturl uðu stúlkunni, Geirlaugu, var með köflum nærfærin, en hlut- verkið er fjarri því að vera heil- steypt eða sannfærandi frá Köf- undarins hendi, og háði það leik- konunni. Geirlaug verður ekki sá möndull í leiknum sem efni standa til og henni er sýnilega ætlað að vera. Helgi Skúlason hefur sett leik- ritið á svið og farizt það snyrti- lega úr hendi, en ég held að sýn- ingin í heild hefði grætt á meiri snerpu og sterkari áherzlum að- alatriða. Leiktjöld Steinþóra Sigurðssonar voru sérlega hag- leg og myndræn. Þau áttu kannski stærstan þátt í að gera þetta expressjóníska „málverk'* Einars Pálssonar að minnisverð- um viðburði, þrátt fyrir þá ann- marka sem að framan hafa verið taldir. Tónlist Páls ísólfssonar við verk sonar síns var viðfelld- in og hæfilega rómantísk, lyfti því sums staðar til ljóðræns leika. Sigurður A. Magnússon. Gamalíel Jónsson Helga Bachmann (Steinvör), Kristín Anna Þórarinsdóttir (Geirlaug) og Brynjólfur Jóhannes- son (Arnór bóndi). Minningarorð í DAG fer fram frá Fríkikjunni í Hafnarfirði, útför Gamalíels Jónssonar fyrrum sjómanns og verkamanns í Hafnarfirði, en hann lézt á Landakotsspítala í Reykjavík þann 7. júní sL eftir skamma legu. Gamalíel var fæddur í Gerða- hreppi 27. júlí 1885, sonur hjón- arma Ásdísar Gamalíelsdóttur og Jóns Þorsteinssonar ,en þau voru bæði úr Árnessýslu. Kornungur fluttist Gamalíel með foreldrum sínum til Eyrarbakka og síðan til Hafnarfjarðar sikömmu eftir aldamótin. Árið 1910 kvæntist Gamalíel Sigurbjörgu Björnsdótt ur frá Grjóteyri í Borgarfirði, hmni mestu myndarkonu, sem nú er látin fyrir nokkrum árum. Bjuggu þau fyrst í Reykjavík en fluttu til Hafnarfjarðar 1919 og áttu þar ávalt heima síðan. Þeim hjónum varð þriggja barna auð- ið, Eygló, gift Finni Árnasyni, trésmíðameistara á Akranesi, Kristján, póstafgreiðslumaður í Hafnarfirði, kvæntur Gunnþóru Björnsdóttur og Lárus, starfsmað ur hjá Rafveitu Hafnarfjarðar, kvæntur Sólveigu Guðmunds- dóttur. Gamalíel var lengst af sjómað- ur. Hann hóf sjómennsku þegar um fermingaraldur, á opnum bátum og skútum. Siðan eftir að tcgararnir fóru að koma til sög- unnar, færði hann sig yfir á þá og var háseti á togurum hátt á 4. áratug, eða fram undir síðustu heimstyrjöld. Síðustu árin, sem hann stundaði sjóinn var hann á togaranum Venus frá Hafnar- firði með hinum kunna skip- stjóra Þórarni Olgeirssyni. Gama líel sigldi á togurum öll stríðs- árin og var meðal annars lengi á togurum Hellyer's útgerðarinn- ar í Hafnarfirði. Störf sjómannsins eru ætíð erf ið og áhættusöm. Þó hefur að- staðan, sem betur fer gjörbreytt til hins betra hin síðari ár. Störf togarasjómanna á fyrstu áratug- um aldarinnar, voru hin erfið- ustu, og ekki heiglum 'hent. Það voru ekki nema hin mestu þrek- menni, sem að þau þoldu, enda dugnaður íslenzkra togarasjó- manna annálaður. Enn fengur sá, sem íslenzku sjómennirnir báru á' land, var undirstaðan að upp- byggingu þess menningarþjóðfé- lags, sem við búum við í dag. Með tilkomu togaranna gjör- breyttist allt atvinnulíf í land- inu. Þaðan kom gjaldeyririnn, sem gerði okfcur viðskipti við aðrar þjóðir mögulég að nokkru marki. íslenzku togarasjómenn- irnir voru því frumherjar í þeirri sókn þjóðarinnar til bætra kjara, sem leitt hefur til þeirrar vel- megunar, sem við búum við i dag. Gamalíel Jónsson var einn 1 'lióþi hinna elztu togarasjómanna. Hann var dæmigerður fyrir þessa stétt, óvenju mikill þrekmaður og hraustur, hógvær og gekk að sír,um störfum af einstakri skyldurækni og trúmennsku. Saga hans er í flestu lík sö'gu ann arra sjómanna. Þar gnæfa ef til vill ekki hátt einstök ævintýra- leg afrek, eða hreystisögur, sem oftar eru skráð á spjöld sögunn- ar, heldur fremur hin hljóðlátu störf sjómannsins, sem unnin eru í kyrrþey á hafinu, en öll tilvera þjóðarinnar byggir svo mikið á. Eftir að Gamalíel hætti sjó- mennsku í byrjun síðustu heims styrjaldar, vann han.n almenna verkamannavinnu hér í Hafnar- firði allt fra mundir 1958, er hann varð að hætta störfum sök- um heilsubrests, enda þá kominn nokkuð á áttræðisaldur , Framhald á bls. 17 <•

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.