Morgunblaðið - 12.06.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.06.1964, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 12. júní 1984 Skagf jörðsskúli ú X>órs- mörk stækkaður Vorhljómleikar Karlakórs Keflavíkur KARLAKÓR Keflavíkur hélt vor hljómleika sína fimmtudaginn 4. júní, og var Bíóhöllin þéttsetin. Karlakórinn hafði að þessu sinni óvenju glæsilega og vel byggða söngskrá, og var greinilegt, að styrkar hendur stjórna þar, en þaer hendur eru Herberts Hrib- erscheks Ágústssonar. Það er undravert hversu langt karlakór- inn hefur náð í fáguðum og hljómrænum flutningi, þegar þess er gætt að kórfélagar allir eru menn úr dagsins önn, sem Ieggja kvöld við kvöld til æfinga. Að þessu sinni frumflutti kór- inn Frelsisljóð — kanötu eftir Árna Björnsson við ljóð Kjart- ans Gíslasonar frá Mosfelli, og fór þar saman frábær flutningur, rismikil hljómlist og andinn frá 1944, en kantatan var samin vegna lýðveldishátíðarinnar. Ein- stök lög kórsins er ég vart dóm- bær á, en þó var heillandi söng- ur þeirra á Ökuljóðum, rúss- neska þjóðlaginu fallega. Ein- söngvarar kórsins, þeir Haukur Þórðarson og Guðjón Hjörleifs- son, eru fyllilega frambærilegir hvar sem er; þeir eru ekki aðeins söngvarar með karlakórnum í Keflavík, heldur vaxandi söngv- arar, sem unun er á að hlýða. Ásgeir Beinteinsson annaðist undirleik fyrir kórinn af mikilli leikni en of miklum styrk. Kvartett úr kórnum hafði sína eigin söngskrá sem lið í hljóm- leikunum, það eru fallegar radd- ir — sérlega styrkar og mjúkar — og gætu því valið sér verð- ugri viðfangsefni. Drengja-lúðrasveitin, sem Her- bert Hriberschek hefur stofnað og stjórnað, lék nokkur lög á þessum tónleikum. Sú litla lúðra- sveit er meira en góð, og sést þar ljóslega, hvað unnizt getur úr góðu efni undir styrkri stjórn. Kórinn hefði ef til vill ekki þurft að leggja með sér þessi atriði hljómleikanna, því að sjálfur er hann það góður, að engan iðrar þess að hlusta á hann sjálfan. Mörg aukalög varð að syngja og leika — en það var sannar- lega ekki af átthagaást, heldur vegna verðskuldaðrar hrifningar þeirra, sem hlýddu á. Söngstjóra og kórnum bárust blómvendir og miklar þakkir, og segir mér svo hugur um að end- urtaka þurfi þessa hljómleika oftar en ætlað er. — hsj. Hvolsvelli, 8. jún. í GÆR bauð Óskar Sigurjóns- son, einn af eigendum Austur- leiða, öllum karlmönnum á Hvolsvelli í ferð til Þórsmerkur með nýjum fjallvegabíl. Fjallabíll þessi er frambyggð- ur trukkur, Reo Studebaker, vel útbúinn öllum nauðsynlegum tækjum, svo sem spili og talstöð. Bíllinn reyndist sérstaklega vel í þessari reynsluför; var stöðug- ur og þýður, þótt oft væri ekið á stórgrýti. Héðan var farið um kl. 16.30 og komið aftur um miðnætti. — Tókst ferðin vel og ánægjulega í alla staði, og voru allir sammála UNNIÐ hefur verið að því að undanförnu að stækka skála Ferðafélags íslands, Skagfjörðs- skála, í Langadal á Þórsmörk. — Hefur Sigurjón Magnússon, húsasmiður, séð um stækkunina. Á annarri myndinni er Skag- fjörðsskáli, og sést viðaukinn til hægri. Á hinni myndinni er Sig- urjón Magnússon. (Ljósm. Mbl.: Ottó Eyfjörð) Yfirsmlðurinn Nokkrir boðsgesta, þegar hin n nýi bíll Austurleiða ok W Þórsmerkur sL sunnudag. Skagfjörðsskáli á Þórsmörk. Viðbótin til hægri. Hlédrægni í kirkjugarði MARTEINN Þ. Gísiason, yfir- verkstjóri hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur, var í gær sæmd- ur brezka heiðursmerkinu „British Empire Medal“ í virð ingarskyni fyrir umsjá sína með leiðum brezkra her- manna er féllu hér við land í stríðinu. Heiðursmerki þetta er sjaldan veitt og er Mar- teinn annar íslendingurinn sem það hlýtur. Marteinn starfaði fyrir Breta í stríð- inu og hefur unnið við Kirkju garðana í 15 ár. Við héldum suður í Foss- vogskirkjugarð í sólskininu í gær að ná tali af Marteini og taka mynd af leiðum brezku hermannanna. Það reyndist torsótt, Marteinn vildi ekki við okkur tala og varðist allra sagna. Svo við hrintgdum í Brian Holt hjá brezka sendiráðinu og hann var ekkert hissa: „Marteinn er einstaklega hlé- drægur maður og þetta kom mjög flatt upp á hann,“ sagði Brian. „Það var með naumind um að okkur tókst að fá hann hingað niðureftir til okkar að taka við þessu.“ Brian Holt er fulltrúi stofn- unar þeirrar í Bretlandi, er sér um hermannagrafreiti Breta 1 ýmsum löndum. Sú stofnun hefur í ýmsu að snú- ast, því tala brezkra þegna sem fallið hafa í heimsstyrj- öldunum báðum mun vera yf- ir 1.669.000. Bretar láta sér annt um her mannagrafreiti sína og gera vel til þeirra. Minningarat- hötfn fer fram í Fossvogs- kirkjugarði ár hvert 4 Degi fallinna hermanna, 11. nóv- ember og fjöldi fólks kemur ríða vegu að til þess að vitja um leiði látinna ástvina. Eina konu kvaðst Brian Holt þekkja sem kæmi á hverju ári. Hún hefði misst hér á íslandi einkason sinn. Við gengum þarna í sól- skininu í Fossvoginum og lás- um á legsteinana. Þarna voru brezk nöfn og kanadísk, þarna voru Ný-Sjálendingar, þarna var Kínverji (sem var brezkur þegn), Norðmenn, Ástralíumenn og einn Rússi (sem var ekki brezkur þegn). Leiði 210 brezkra hermanna, mörkuð hvítum steinum í löngum röðum og bióm á milli. Það var friðsælt og fallegt í Fossvoginum í gær. Stúlkurn ar sem voru að gróðursetja blómin voru komnar í sund- toodi og sólföt og það var undarlegt til þess áð hugsa að þarna undir hvítu steinunum hvíldu ungir hermenn fram- andi þjóðar, sem voru á lík- um aldri og þær, þegar þeir dóu í síðasta stríði. HÖFN í Hornafirði, 4. júní. — Kaupfélag Austur-Skaftfellinga hélt aðalfund sinn 31. fyrra mán- aðar. Fundinn sátu 19 fulltrúar, auk framkvæmdastjóra, stjórnar og endurskoðenda. Sigurður Jóns son á Stafafelli, formaður félags- stjórnar setti fundinn. Minntist harni í upphafi látinna félags- manna. Síðar flutti hann skýrslu stjórn arinnar og skýrði einstaka liði hennar. Heildarvelta nam 97,2 milljónum og hafði aukizt um 13,1%. Sala erlendra vara nam 39,5 milljónum og landbúnaðar- vara 22,6 milljónum, sjóvaraf- urða 25 milljónum. Fjárfesting var míkil á árinu eða 7,6 milljón- ir. Framkvæmdastjórinn reikn- aði með að svo til engin fjárfest- ing yrði hjá félaginu á yfirstand- andi ári. Afskriftir af fasteign- um námu 2,5 milljónum, eftir- stöðvar 125.000,11 var lagt í varasjóð. Kristján Benediktsson í Ein- holti sagði af sér stjórnarstörf- um að eigin ósk fyrir aldurssak- ir. Hefur hann átti sæti í stjórn- inni í 34 ár. í hans stað var kos- inn Benedikt Bjarnason, Tjörn. Aðrir stjórnarnefndarmenn, sem úr stjórn áttu að ganga, voru endurkosnir. Fulltrúi á aðalfund SÍS var kosinn Óskar Helgason, símstjóri, Höfn. — Gunnar. Nýr fjallvegabíll reyndur um, að bíllinn hefði staðið sig með ágætum í þessari reynslu- för. í fararlok þakkaði Pálmi Eyjólfsson, sýslufulltrúi, Óskari fyrir góða ferð og veitingar. — O. E. Heildorvelto Koupfélogs A-Sknft- fellingu jókst um 13% ú sl. úri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.