Morgunblaðið - 12.06.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.06.1964, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐI& r Föstudagur 12. júní 1964 14 JHwgmsiHafcifr Útgefandi: Framkvæmdas tj óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. ^ Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. HVERJU REIDDUST GOÐIN ? Konunglegur árekstur Bill brá þegar bann sá ökumanninn mamsQam Bill Cooper við bílinn sinn eftir áreksturinn. ist hann niður og skrifaði drottningu bréf þar sem hann baðst afsökunar á óþægind- um, sem hann hafði valdið hjónunum. Þótti honum það erfitt verk, eins og hann sagði við fréttamenn á eftir: „Hvernig á að fara að því að biðja drottni.nguna afsökunar á því að hafa ekið á bíiinn hennar?‘‘ Sagði Bill að 6- heppni hefði valdið árekstr- inum, en aðalatriðið væri að enginn meiddist. Nú er hann að velta því fyrir sér hvað hann eigi að gera. Bíllinn er ónýtur, og Bill skuldar enn rúmlega 50 pund af kaupverðinu. SÞ skora á S-Afríku að lífláta ekki þjóðernis- leiðtoga Vorster dómsmálaráðherra segir engain hafa verið iíflátinn vegna andstöðu við kynþáttastefnuna T hádegisverðarboði, sem * Ingólfur Jónsson, land- búnaðarráðherra, hélt fyrir fulltrúa á aðalfundi Stéttar- sambands bænda sl. þriðju- dag, ræddi hann viðhorfin í málum landbúnaðarins af hreinskilni og víðtækri þekk- ingu. Algengt er og sjálfsagt að ráðherrar ræði vandamál og viðfangsefni líðandi stund- ar í slíkum boðum. Fulltrúar á aðalfundi Stéttarsambands bænda hafa áreiðanlega frek- ar kosið að heyra landbúnað- arráðherra ræða hreinskilnis- lega um landbúnaðarmál en að hlusta á innantómt veizlu- hjal. En Tíminn og nokkrir Framsóknarmenn virðast hafa reiðzt þessari ræðu land- búnaðarráðherra. En hvað var það í henni sem goðin reiddust? Höfuðatriðin í ræðu Ingólfs Jónssonar voru þau, að stöðv- un verðbólgunnar væri ekki síður hagsmunamál bænda en annarra landsmanna, að sölu- trygging búvaranna skapaði bændum stórbætta afkomu og öryggi, að verðlagsgrundvöll- ur landbúnaðarafurða hefði verið leiðréttur verulega, að bæta þyrfti hag bænda, stækka búin og auka fram- leiðsluna. Landbúnaðarráð- herra taldi, að meirihluti bænda byggi við góða lífsaf- komu, en margir ættu að sjálfsögðu við erfiðleika að etja eins og jafnan áður. Ráð- herrann taldi eðlilegt að bændur og samtök þeirra ynnu að því að fá verðlags- grundvöllinn enn leiðréttan. Hann vakti athygli á þeirri staðreynd, að með lögunum um stofnlánac’iild landbúnað- arins hefði verið stigið eitt merkasta framfarasporið í þágu bændastéttarinnar. Sjóð ir landbúnaðarins hefðu ver- ið gjaldþrota. Nú hefði hins- vegar verið lagður grundvöll- ur að öflugri lánastarfsemi þeirra til margvíslegra nauð- synlegra framkvæmda í sveitum landsins, ræktunar og bygginga. FULLKOMNARI BÚREIKNINGAR T andbúnaðarráðherra benti einnig á, að afurðalán landbúnaðarins hefðu hækk- að verulega og sl. vor hefði sérstök fyrirgreiðsla verið veitt, sem næmi tugum millj. króna, til þess að hægt væri að veita bændum greiðslu- frest á andvirði áburðarins. Undir lok ræðu sinnar lagði landbúnaðarráðherra áherzlu á, að nauðsyn bæri til þess að bændur gerðu nákvæma bú- reikninga og byggðu þannig kröfur sínar um bætta að- stöðu á sem traustustum grundvelli. Hann benti á, að það væri fyrst nú á fjárlögum ársins 1964, sem veitt væri fé að nokkru ráði til þess að stuðla að gerð búreikninga. Óhætt er að fullyrða að langsamlega flestir fulltrú- anna á aðalfundi Stéttarsam- bands bænda, sem hlýddu á ræðu landbúnaðarráðherra, hafi talið hana veita mjög greinargott yfirlit um hags- munamál landbúnaðarins. — Það eru aðeins nokkrir öfga- fullir Framsóknarmenn, sem telja að ræðan hafi verið ó- viðeigandi. Bændur eru yfirleitt hrein- skilnir menn. Þeir kunna því þess vegna betur að talað sé við þá í hreinskilni en yfir- borðskenndri tæpitungu. Fuli trúar á aðalfundi Stéttarsam- bands bænda hika ekki við að segja þar hug sinn allan. Fáir þeirra munu krefjast þess af landbúnaðarráðherra að hann tali við þá undir rós. Þeir eiga þvert á móti kröfu á því að hann ræði landbúnaðarmálin af fullri einurð. Það gerði landbúnaðarráðherra í fyrr- greindri ræðu og fyrir það mun mikill meirihluti ís- lenzkra bænda vera honum þakklátir. HAFA ALLT Á HORNUM SÉR að er íslendingum í fersku minni, að þegar vinstri stjórnin sáluga var sett á lagg irnar, lýsti hún því yfir, að hún hyggðist fyrst og fremst stjórna íslandi í samráði við verkalýðssamtökin. — Mun mörgum verkalýðsleiðtogum hafa þótt allgott að heyra þetta. En örlögin eru stundum hlá leg. — Það varð' hlutskipti vinstri stjórnarinnar að klofna og leggja upp laupana á miðju kjörtímabili vegna þess að verkalýðssamtökin vildu ekki veita henni nokk- urra vikna frest til þess að kanna til hlítar, hvort flokk- ar hennar gætu komið sér saman um einhver sameigin- leg úrræði gagnvart vanda- máli verðbólgu og dýrtiðar. Hermann Jónasson gekk bón- BILL Cooper er þrítugur og vinnur í verksmiðju í Holy- port í Englandi. Undanfarin þrju ár hefur hann fimm sinn um reynt að taka bílpróf, en hefur enn ekki fengið öku- skírteini. Segir Bill í hvert skipti sein hann reyni við próf ið, fari taugarnar alveg með hann. Þótt Bill Cooper hafi mis- tekizt fimm sinnum ætlar hann að reyna í sjötta sinn í / næsta mánuði. Hann á bíl, j Ford Popular árgerð 1958, sem kostaði 89 pund, eða tæplega 11 þúsund krónur. Bíllinn er á sérstökum númerum, sem heimila að Bill fái að æfa sig i í akstri undir eftirliti. Á sunnudag datt Bill í hug að skreppa á bílnum sinum út að næsta veitingahúsi til að fá sér bjórkollu. Hann var einn í bílnum. Og þá gerðist það að BiU lenti í árekstri. Skall bíll hans utan í grænan Rover, og er Ford-inn talinn ónýtur. En meira áfall varð það fyrir Bili að sjá fólkið í Rovernum. Við stýrið sat nefnilega Filipus hertogi af Edinborg og í framsætinu við hlið hertogans sat Elisabet Bretadrottning. Voru þau hjón in á leið til kirkju. Þegar Bill Cooper kom heim til sín eftir áreksturinn, sett- leiður til búðar af fundi Al- þýðusambandsþings og vinstri stjórnin var fallin. Viðreisnarstjórnin hefur aldrei lýst því yfir, að hún hyggðist stjórna íslandi í samráði við samtök einstakra stétta. En hún hefur ekki hik- að við að stuðla að því eftir fremsta megni að vinnufriður héldist og því viljað hafa sem bezta samvinnu við samtök verkalýðs og vinnuveitenda. Það samkomulag, sem nýlega náðist og tryggir vinnufrið í eitt ár, var þannig fyrst og fremst árangur giftusamlegr- ar forystu ríkisstjórnarinnar og samráðs hennar við for- ystumenn verkalýðs- og vinnuveitendasamtakanna. En nú bregður svo við að Tímamenn hafa allt á horn- um sér. Þeir fagna ekki sam- komulaginu um vinnufrið. — Þeir ráðast þvert á móti á ríkisstjórnina fyrir það til dæmis að hún hefur heitið því að beita sér fyrir auknum stuðningi við íbúðabyggingar í landinu. Allt sýnir þetta hið ein- stæða ábyrgðarleysi Fram- sóknarmanna. Þegar allur landslýður fagnar því að frið- samlegar horfir í kjaramálum en oftast áður, þá geta Fram- sóknarmenn ekki leynt gremju sinni! New York, Pretoria, 10. júní. — (AP-NTB) — ÖRYGGISRÁÐ Sarneinuðu þjóðanna samþykkti í dag að skora á stjórn Suður-Afríku að lífláta ekki níu leiðtoga þeldökkra þjóðernissinna, sem ákærðir hafa verið fyrir skemmdarverk. Einnig er skorað á stjórnina að láta lausa alla, sem sitja í fang- elsum vegna andstöðu við kynþáttastefnu hennar. Eftir að áskorunin hafði verið birt, lýsti dómsmálaráðherra S.-Afríku, Balthazar Vorster, því yfir á þingi landsins, að enginn hafi verið tekinn af lífi, fangelsaður eða sviptur ferða- frelsi í landinu vegna andstöðu við kynþáttastefnuna (apart- heid). Vorster kallaði stjórnar- andstöðuna til vitnis um að öll- um væri heimilt að vinna gegn kynþáttastefnunni. í ræðu sinni í þinginu sagði Vorster ennfremur, að hin svo- nefndu 90-daga lög gengju úr gildi 30. þ.m., yrðu þau ekki endurnýjuð fyrir þann tíma. Lög þessi heimila stjórninni að halda mönnum í fangelsi 90 daga án dóms og laga, ef hún segir þá hafa gert sig seka um skemmdarverk og undirróðurs- starfsemi. Unnt er að bæt* öðr- um 90 dögum við fangelsisvást- ina, ef stjórninni þóknast. Dómsmálaráðherrann kvaðst ætla að mæla með því, að lög þessi yrðu ekki endurnýjuð 30. júní. Meðal þjóðernisleiðtoganna, sem eru fyrir rétti í Pretoriu urn þessar mundir er Nelson Man- dela, sem nefndur hefur verið „Svarta akurliljan“. Er óttast að leiðtogarnir verði allir dæmdir til dauða, en dómur í máli þeirra verður kveðinn upp innan fárra daga. Afliendir trún- aðarbréf ÁRNI Tryggvason aifhenti hinn 8. júní Svíakonunigi trúnað- arbréf sitt sem sendiherra ís- lands í Svíþjóð. Kansas City, 9. júní (AP) Bandarískur kjarnorka- fræðingur, George John Gessner, var í dag dænrdur tU æfilangrar fangelsisvLstar fyr ir að veita rússneskum sendl ráðsmönnum í Mexíkó U(»5»~ lýsingar atu kjarnorkuvopa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.