Morgunblaðið - 12.06.1964, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.06.1964, Blaðsíða 27
F5studagur 12. iúní 1964 MORGUNBLAÐIÐ 27 bimldur SÍÐASX í maí urðu menn þess varir að einskonar Þverar- skata var komin upp í mynni Drammensár í Noregi í Nor- egi .Hélt hún uppeftir á.nni með miklum hraða og hafði litla viðdvöl unz hún komst upp að Hellufossi, sem er í ánni um 30 km. frá sjó. Þetta var hvít skepna, á að gizka 4 metra löng og þótti synda frábærlega vel, því að henni miðaði vel áfram jafnvel þar sem mikill straumur var á móti. En fossinn gat hún ekki „stikiað“, svo að nú varð skrímsli þetta að láta fyrir- berast í stórum hyl, skammt fyrir neðan foss, rétt hjá stöðvarbænum Hokksundi, Þangað streymdi nú fjöldi fól'ks, jafnvel úr fjarlægum byggðum, til þess að skoða ófreskjuna. Fróðir menn sáu að þarna var á ferðinni skepna, sem Norðmenn kalia ýmist „Hvitfisk" eða „hvit- hval“, en mjaldur eða ,mjall- ur“ heitir hann á íslenzku, en „Delphinapterus leucas“ á vísindamáli. Hann er í raun- inni íshafshvalur og heldur sig aðallega fyrir norðan Sibe- ríu og Canada og í hafinu fyr ir norðan og vestan ísland. En fyrir kemur að hann flækist suður með Noregsströnd og hefur jafnvel komizt inn í Eystrasal.t og norður í Hels- ingjabotn. Þó að mjaldurinn lifi eink- j|m á smokkfiski og sílum kemur það fyrir að hann leggi sér til munns þorsk og jafnvel lax. Og þegar veiðieigendur í Drammensá fréttu til skepn- unnar voru þeir ekki seinir á sér að kæra mjaldurinn fyrir hreppstjóranum. Og hann ráð færði sig við landibúnaðar- ráðuneytið, sem hefur æðsta úrskurðarvald um fisk í ósöltu vatni. En nú er mjaldurinn ekki fiskur og er þessvegna ekki nefndur í neinni vatna- löggjöf. Veiðimenn heimtuðu að mjaldurinn yrði drepinn umsvifalaust og ríkisstjórnin féllst á það. Ef ófreskjan yrði látin lifa mundi hún ger- eyða öllum laxi í ánni, sögðu veiðigarparnir.. En nú bar nýj an vanda að höndum. Engan hentugan skutul var hægt að Þessa mynd tók ljósmyndari einn af mjaldrinum í Dammens- ánni, Svo sem sjá má líkist hnnn mjög lýsingum sjónarvotta, sem sáu „hvítabjörn eða skrínisli“ i Eyjafirði fyrir nokkru, og ætti þessi mynd að taka af skarið um hvað þar var á ferð. leitar upp í sveit En var illa fekið, og steindrepinn finna, til þess að drepa mjald- úrinn. Loks var það úrræði tekið, sem illræmdustu veiði- þjófar hafa stundum notað: að setja dýnamítsprengju í hylinn, en þetta þótti ýmsum mesta fúlmennska. Aftakan fór fram á miðviku daginn var. En ekki sprakk hvalurinn samt „í loft upp“. Sást hann hvergi. Eftir sjö tíma leit fundu tveir frosk- menn loksins skepnuna, liggj andi steindauða á þriggja metra dýpi, og komu á hana böndum og nú var mjaldur- inn dreginn á þurrt. Mættir voru vísindamenn frá „Ana- tomisk institutt“ og Zoolog- isk laboratorium“ og tóku þeir til óspiltra málanna að kryfja og skera þennan könnuð Drammensárinnar. Sú rannsókn leiddi í ljós að mjaldurinn hafði látið lífið sem saklaus píslarvottur. Mag inn var svo að segja tómur — og ekki fannst þar svo miíkið sem smáuggi af laxi. Mjald- urinn fannst 150 metrum neð ar en þar sem spren.gjan hafði verið sett í ána, og dæmdist rétt vera að hann hefði sál- ast af ofþrýstingi í vatninu, því að hjartað hafði sprung- ið og að aftakan hafi verið kvalalaus. Mjaldurinn reynd- ist 4.53 m. langur og einn metri fyrir sporðinn. Hann vóg milli 700 og 800 kíló. Þetta er ekki í fyrsta sinni sem mjaldur leitar upp í Drammensána. Fyrir 50 ár- um komu tveir. Annar þeirra mun hafa farið til hafs aftur, en hinn varð til á eyri við ána. En þó sumargestur þessi sé dauður, er umtalið um ha-nn ekki þagnað. Ýmsir hafa reiðst því að mjaldurinn var drepinn og mundi helzt vilj- að hafa hann í ánni meðan hann vildi vera þar. Og þess- um mönnum hefur vaxið fylgi síðan það sannaðist að mjald- urinn var saklaus af laxadráp inu. Esská. JVIargur hefur fest bíl slnn f OddsskarcVi um dagana og á ólíklegustu tímum. Þessi mynd var tekin þar 8. inaí 1961, er lokið var við að ryðja skarðið. Yoru þá snjógöngin sumsstaðar meira en þrjár mannhæðir. Festi bílinn í snjó í Oddsskar&i — og gekk til Eskifjarðar eftir aðstoh — Snjókoma á N- og Austurlandi t FYRRADAG gerði versta veð- ur á Austurlandi. í Neskaupstað gekk á með stórrigningu og kuida og stóð svo allan daginn, en í gær hafði hinsvegar brugðið til hins betra. í Oddsskarði snjóaði, og festi a.m.k. einn maður bil sinn rækilega þar. Á móti öðrum var sendur veghefill frá Neskaupstað. Færð er nú aftur orðin góð yfir skarðið þrátt fyrir þessa óvenju legu snjókonm. Hlýrra var í weðri þar eystra i gær og nær úrkomulaust. Um 11-leytið á miðvikudags- morgun lagði ferðamaður einn af stað í sex manna fólksbíl frá Neskaupstað yfir Oddsskarð. Komst bíllinn upp í háskarðið á keðjum, en þá var komin norð- austan krapahríð og kingdi nið- ur snjó. Þegar bíllinn var að komast niður í háskarðinu, var skollin á moldviðrisstórhríð, og Ieið ekki á liingu þar til hann festist i skafli og varð hvorki hreyfður aftnrábak né áfram. Þarna yfirgaf ökumaðurinn bílinn, og gekk niður í Eski- fjörð, og er hann var kominn niður í ca. 500 metra hæð yfir sjávarmál, kom hann niður í sumarblíðu. Er maðurinn kom niður á Eski fjörð, og sagði þar sögu sína, hlógu menn að honum í fyrstu og trúðu alls ekki sögunni. Þó fékk hann brátt mann og bíl til þess að fara upp i skarðið aftur. Voru þeir tveir síðan í heila klukku- stund að moka svo frá bílnum, að hægt yrði að draga hann úr skaflinum, svo kyrfilega hafði fennt að honum á stuttum tíma. Maðurinn hélt síðan áfram í bíl sínum og er kom að Gilsá í Jökuldal var enn komið í slyddu hríð og hélzt hún vestur að Möðrudai, en torfærur voru þó ekki á veginum. Á Akureyn var grátt í fjöll- um í gærmorgun, niður undir Skiðahóteli i Hlíðarfjalli og fest í Vaðlaheiði. Snjó leysti að nokkru í gær, þó ekki alveg . — Leikfélagið Framh. af bls. 28 sem var sýnt 1957. Þriðja leikrit ið eftir þennan höfund „Kirsu- berjagarðinn“ sýndi Þjóðleikhús ið fyrir nokkrum árum. Þá er leikfélagið að útbúa leik för út um land með leikritið „Sunnudagur í New York“ og verður sýnt víðsvegar um land- ið. BRUNNIR KOLSKÓGAR í HAUST f haust er áformað að sýna leikrit Einars Pálssonar, Brunn- ir kolskógar, sem nú var fært upp vegna listahátíðar. Ekki kveður leikhússtjórinn, Sveinn Einarsson, neitt ákveðið um hvort annað leikrit verði sýnt með þessum einþáttungi. Og al- veg óráðið hvort hitt leikritið um sama efni eftir Einar Pálsson verði sýnt um leið, en það mun vera upphaflega skrifað fyrir sjónvarp. Starfsemi Leikfélags Reykja- víkur hefur gengið mjög vel á þessu starfsári. Voru flutt 6 verk, þar af 4 á sama tíma, sem er einsdæmi í sögu félagsins. Sýningarfjöldi var yfir 150 og aðsókn mjög góð. Á undanförn- um árum hefur sýningarfjöldi yfirleitt verið öðru hvoru megin við 100 á leikári, þar til i fyrra að sýningar urðu 120 og nú 150. Er því mikið stökk hvað snertir sýningarfjölda á 2 árum, þegar sýningar hafa þrefaldast. — Bjartsýni Frh. af bls. 28 izt voru míu skip með um 10.000 mál á leið til Siglufjarðar í dag og kvöld. Síldin hefur veiðst á svipuðum slóðum, út af Sléttu, en virðist á leið vestur og norðéest- ur. Veður er ekki gott en skipin fá lens til Siglufjarðar. Tíðindamaður blaðsins hefur leitað til nokkurra aðila, sem vel þekkja til síldveiða, og virðist bjartsýni ríkja í hugum flestra varðandi nýbyrjaða síldarvertíð. Telja ýmsir að árgangarnir 1950 og 1960, sem er millisíld, verði kjarninn í veiðinni Austanlands, en eldri árgangur og stærri síld verði á svæðinu út af N-og NA- landi. Með tilkomu stærri fiski- skipa, aukinnar veiðitækni og með notkun þess, sem a.m.k. skip Haraldar Böðvarssonar munu nota, má telja vist, að verulegur hluti veiðiflotans leiti til Siglu- fjarðar, þar sem flestar söltunar stöðvar eru og stórkostlegustu bræðslurnar og því mestu mögu leikarnir á að veita flotanum skjóta og góða þjónustu. Síld sú, sem nú er landað hér til bræðslu, virðist bæði stór og feit og er við því að búast að söltun verði leyfð innan tíðar. Stefán. — Shastri Framh. ai bls. 2 an, sýnt vizku og skilning að því er varðar sambúð landanna. Að vísu sagði Shastri að ekki væri hlaupið að því að finna lausn deilumálanna, en benti á að Indland og Pakistan væru .tengd böndum sameiginlegrar sögu og siða, sem ættu að auð- velda viðræðurnar. Um Kína hafið forsætisráð- herrann fátt gott að segja. Hann sagði að Pekingstjórnin hafi virt einskis óskir Indverja um frið- samlega sambúð og staðið fyrir áróðri gegn Indlandi í ýmsum löndum Asíu og Afríku. Þessu verður Peking að hætta, sagði Shastri, og taka til endurskoð- unar afstöðu sína til Colombo- tillagnanna. í tillögum þessum er gert ráð fyrir að öllum aðgerðum verði hætt á landamærum Ind- lands og Kína meðan samningar fara fram um landamæradeiluna. En Kínverjar neituðu að fallast á vopnahlé sem skilyrði lyrir viðræðum. Theodór 5 Georgsson málflutningsskrifstofa Hverfisgötu 42, III. hæð. Sími 17270.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.