Morgunblaðið - 13.06.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.06.1964, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 13. júní 1964 Síldarverðið Greinargeið frd Verðlagsrdði sj dvarútvegsins Á FUNDI Verðlagsráðs stjávar- útvegsins í dag varð samkomu- lag um eftirfarandi lágmarksverð á ferksíld, veiddri við Suður- og Vesturland, þ.e. frá Hornafirði vestur um að Rit, tímabilið 16. júní til 30. septemiber 1964. Síld til söltunar pr. kg....... kr. 1,42. Verð þetta miðast við það magn, er fer til vinnslu. Vinnslu magn telst innvegin síld, að frá- dregnu því magni, er vinnslu- l••••l•iiiiiiiiii Xekining eftir Kjartan Guðjónsson. Skaðsemi sígarettu- reykinga LOKIÐ er nú samkeppni þeirri, sem Krabbameinsfélag íslands efndi til um mynd, er sýndi skaðsemi sígarettureyk inga. Engin fyrstu verðlaun voru veitt, en tvenn 2. verð- laun. Hlutu þau Kjartan Guð- jónsson, listmálari og Ingvi H. Magnússon, teiknari. Teikning Ingva H. Magnússonar. Tjónabætur Sjóvá 91,5 millj. kr. sl. ár Heildariðgjöld ndmu um 112,8 millj. kr. AÐALFUNDUR Sjóvátryggingar félags Islands h/f., var haldinn föstudaginn 5. júní í húsakynn- um félagsins í Ingólfsstræti 5. Formaður félagsstjórnar, Sveinn Benediktsson, fram- kvæmdastjóri, minntist x upphafi fundarins eins hluthafa, sem lát- izt hafði frá síðasta aðalfundi Leifs Böðvarssonar, forstjóra. Fundarstjóri var kjörinn Árni Snævarr, verkfræðingur, en fund arritari Axel J. Kaaber, skrif- stofustjóri. Formaður gat þess að á sl. vetri hefði Halldór Kr. Þorsteins son, skipstjóri, óskað þess að verða leystur frá stjórnarstörfum, þótt kjörtímabil hans rynni ekki út fyrr en árið 1966. Sveinn Bene drktsson hafði þá tekið við störf- um formanns, en Ágúst Fjelsted, hæstáréttarlögmaður, kom í stjórnina frá sama tíma. Halldór Kr. Þorstensson hefir verið í stjórn félagsins frá stofn degi þess 20. október 1918. Hann var varaformaður um langt ára- bil, en formaður félagsstjórnar- innar óslitið frá því í janúar 193«. jFormaður þakkaði Halldóri lsngt og heilladrjúgt starf í þágu félagsins og tóku fundarmenn undir með lófataki . Framkvæmdastjóri félagsins, Stefán G. Björnsson, flutti skýrslu um rekstur og hag fé- lagsins, en árið 1963 var 45. starfs ár þess. Jafnframt skýrði hann hxna ýmsu liði ársreikninganna. Samanlögð iðgjöld sjó-, bruna-, bifreiða-, ábyngða- og endur- trygginga námu um 108.6 millj- ónum króna, en af líf- og lífeyris ti-yggingum um 4,2 milljónir, eða samtals um 112,8 milljónir. Er það um 20 milljón krónum hærri iðgjaldaupphæð en árið 1962. Fastur eða samningsbundinn af siáttur til viðskiptamanna er þegar frádreginn í upphæðum þessum, svo og afsláttur eða bón us til bifreiðaeigenda. Stærsta tryggingardeildin er Sjódeild, iðgjöld rúmlega 57 milljónir en næst Bifreiðadeild með 28.6 milljón króna iðgjöld. í tjónabætur voru greiddar um 91.5 milljónir, en í laun og kostn- að um 10 milljónir. Iðgjalda og tjónavarasjóðir, svo og vara- og viðlagasjóðir eru nú um 72 milljónir króna. Er Líftryggingardeildin ekki talin með í þessum tölum. Iðgjaldasjóður- vara- og við- lagasjóður hennar eru hinsvegar tæplega 50 milljónir króna. Nýtryggingar í Líftryggingar- deild námu tæplega 6.8 milljón- um, en samanlagðar líftrygging- ar í gildi um s.l. áramót voru tæplega 130 milljónir. Samanlögð verðbréfaeign var um 106 milljónir og lán út á líf- tryiggingarskírteini um 10.5 millj ónir. Úr stjórn félagsins áttu að ganga m.a. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, sem ekki gaf nú kost á sér við stjórnarkjör. Stjórn félagsins skipa: Sveinn Benediktsson, Lárus Fjelsted, hrl., Ingvar Vilhjálmason, út- gerðarmaður, Ágúst Fjelsted, hrl og Björn Hallgrímsson, stór- kaupmaður. Endurskoðendur voru endur- kjörnir, B4ðvar Knaran, full- trúi og Teitur Finnbogason, stór- kaupmaður. Kvcnfélag í skemmtiferð Akranesi, 11. júní: — KVENFÉLAG Þríhyrningsins í lágsveitum Borgarfjarðar, Anda kíl, Bæjarsveit, Skorradals, fór þriðjudagsmorgun í skemmti- ferð. Ferðinni var heitið alla leið í Þórsmörk, Komið yar heim á miðvikudagskvöld kl. 11, og höfðu konurnar mikla skemmt- un af ferðinni. Fararstjóri var Ari Gíslason, kennari. — Oddur. stöðvarnar skila f síldarverk- smiðjur. Viimslustöðvarnar skulu skila úrgangssíld í verksmiðjur seljendum að kostnaðarlausu, enda fái seljendur hið auglýsta bræðslusíldarverð. Síld, ísvarin til útflutnings í skip, pr. kg. kr. 1,40. Verð þetta miðast við innvegið magn, þ.e. síldina upp til hópa. Síld til flökunar: í súr, frystingu, salt eða aðr ar verkunaraðferðir pr. kg. kr. 1,12. Verð þetta miðast við innvegið magn, þ.e. síldina upp til hópa. Síld til skepnufóðurs, pr. kg. kr. 1,00. Síld til heilfrystingar: Stórsíld (3—6 stk. í kg.) með lágmarksbúkfitu 10%, pr. kg. kr. 1,60. Verðið miðast við það magn, sem fer til vinnslu. Vinnslumagn telst innvegin síld að frádregnu því magni, er vinslustöðvarnar skila í síldarverksmiðjur. Vinnslu stöðvamar skulu skila úrgangs- síld í verksmiðjur seljendum að kostnaðarlausu, enda fái seljend- ur hið auglýsta bræðslusdldar- verð. Þar sem ekki verður við komið að halda afla báta aðskildum í síldarmóttöku, skal sýnishom gilda sem grundvöllur fyrir hlut falli milli síldar til frystingar og síldar til bræðslu milli báta inn- byrðis. Síd til vinnslu í verksmiffjur: a) Síld með 12% heilfitu og undir pr. kg. kr. 0,81. b) Síld með yfir 12% heil- fitu pr. kg. kr. 1,12. Verðin eru öll miðuð við, að seljandi skili síldinni á flutnings tæki við hlið veiðiskips. Seljandi skal skila síld til bræðslu í verksmiðjuþró og greiði kaupandi kr. 0,03 pr. kg. í flutningsgjald frá skipshlið. Samkomulag gert á fundi Verð- lagsráðs sjávarútvegsins þann 10. júní 1964 um bræðslusíldar- verðið norðan- og austanlands sumarið 1964. Samkomulag varð um að lág- marksverð á síld veiddri frá Rit norður um að Hornafirði, til vinnslu í verksmiðjur á sumar- síldarvertíð 1964 skuli vera: Hvert mál /150 ltr.) kr. 182,00 Verðið er miðað við að síldin sé komin í löndunartæki verk- smiðjanna eða umhleðslutæki sér stakra síldarflutningaskipa, er flytji síldina til fjarliggjandi inn lendra verksmiðja. Síldarverksmiðjumar greiði auk hins ákveðna bræðslusíldar- verðs kr. 3,00 af hverju mótteknu máli bræðslusíldar í sérstakan sjóð (púlíu), sem stofnaður verði í því skyni að örva siglingar síld veiðiskipanna til fjarliggjandi verksmiðja innan verðlagssvæðis ins, þegar svo kann að standa á, að veruleg bið sé etfir löndun hjá nærliggjandi verksmiðjum og þrær þeirra fullar eða að fyll ast. Tillagið til sjóðsins er gjald- fallið strax eftir löndun bræðslu- síldarfarms úr veiðiskipi. Flutningsgjald til veiðiskipa skal þó aðeins greitt, þegar siglt er til norðurlandsverksmiðja vest an Raufarhafnar frá veiðisvæð- um sunnan Bakkaflóadýpis eða fyrir flutninga til Austfjarðaverk smiðja austan Raufarhafnar, þeg ar siglt er frá veiðisvæðum vest- an Rauðanúps. Umsijónamefndin, sem skipuð verður skv. næstu málsgrein semur um og ákveður nánar þessi veiðisvæði og tak- mörk þeirra. Flutningsgjald kem ur þó aðeins til greina eftir að þrær em fullar á því framleiðslu svæðinu eins og að ofan er skil- greint, sem næst liggur miðum og löndunartöf fyrir hendi á Raufarhöfn. Skal þriggja manna umsjónar- nefnd, sem skipuð er einum full- trúa frá Síldarverksmiðjum ríkis ins og öðrum frá Síldarverk- smiðjusamtökum austur- og norðurlands og hinum þriðja kosnum aí fulltrúum seljenda í Verðlagsráði sjávarútvegsins skera úr um það, með tilvísun til framangreinds tilgangs sjóðs- ins, hvort og hvenær svo kann að vera ástatt, að nauðsynlegt sé að greiða fé úr sjóðnum til veiði- skipanna til þess að hvetja til bræðslusíldarflutninga til fjar- liggjandi verksmiðja í því skyni að bjarga verðmætum og bæta afgreiðsluskilyrði síldveiðiflot- ans. Gjald það, sem greitt verður úr sjóðnum, ef til kemur skal nema kr. 10,00 á hvert mál bræðslusíldar, sem flutt er til fjarliggjandi verksm. í síldveiði- skipunum samkvæmt heimild um sjónarnefndarinnar, en auk þess greiða þær verksmiðijur, sem veita þessari bræðslusíld mót- töku kr. 6,00 í flutningsgjald á síld þessa og verða þannig greidd ar kr. 16.00 alls i flutningsgjald á hvert mál umræddrar bræðslu- síldar. Ef sjóðurinn hrekkur ekki til að greiða framlag það, sem hon- um er ætlað að greiða í þessu skyni, greiði síldarverksmiðjur þær, sem taka við bræðslusíld- inni, eftir að sjóðurinn tæmist það sem á kann að vanta til flutn ingaskipanna, enda liggi fyrir samþykki verksmiðjanna, þegar svo væri komið. Kostnaður við störtf umsjónar- nefndarinnar skal í vertíðarlok greiðast af flutningssjóðnum, ef fé er fyrir hendi í honum, annars skal kostnaðurinn greiðast hlut- fallslega miðað við flutnings- magn af Síldarverksmiðjum rík- isins og Síldarverksmiðjusamtök- um Austur- og Norðurlands. Verði eftir fé í sjóðnum, þegar síldarvertíðinni lýkur og kröfur samkvæmt framangreindu í réttu hlutfalli við málafjölda bræðslu- síldar, sem þau hafa hvert um sig landað á verðlagssvæðinu á sumarvertíð 1964. Umsjónarnefndin ákveður um framkvæmd á framlögum til sjóðsins og móttöku á þeim og fyrirkomulag á greiðslum úr hon um samkvæmt framanrituðu og gera skal hún reikningsskil svo fljótt sem kostur er og eigi síðar en mánuði eftir að síldarvertíð lýkur og sendi hún eintak þeirra reikningsskila til verksmiðjanna á verðlagssvæðinu svo og til Verðlagsráðs sjávarútvegsins. FÍB með Grund- arfólkí í skemmtiferð LAUGARDAGINN 20. maí bauð Félag íslenzkra bifreiðaeigenda vistmönnum á Elliheimilinu Grund í Reykjavík, í skemmtiferð til Þingvalla. Mjög góð þátttaka var í þessari ferð, enda veður gott. Lagt var upp frá Elliheim- ilinu um kl. 1,30 á laugardag og ekið út á háskólalóðina, en þar var gjafapökkum útbýtt meðal fól-ksins. Þegar til Þingvalla kom var sezt að kaffidrykkju í Hótel Val- höll. Þar skemmti Jón B. Gunn- laugsson með eftirhermum og gamanvísum. Hafliði Jónsson lék á píanó og ávörp fluttu þeir Arin björn Kolbeinsson, formaður stjórnar FÍB, og Gísli Sigur- björnsson, forstjóri Elliheimilis- ins. Eftir kaffidrykkjuna í Hótel Valhöll var haldið til Reykja- víkur, en í leiðinni farið inn á Leirurnar og nýi vegakaflinn, sem unnið hefur verið að undan farið fyrir ofan Almannagjá, ek- inn. Á heimleiðinni var stað- næmzt á mélunum fyrir ofan Ála foss og öl og gosdrykkir borið 1 bílana. Alls tóku um 100 manns þátt í ferðinni sem farin var á um 40 bifreiðum í eign meðlima FÍB. Félagið vill nota tækifærið til þess að færa þeim fjölmörgu fyrirtækjum og einstaklingum, sem aðstoðuðu við undirbúning ferðarinnar, og einnig sælgætis- gerðunum, Sanitas og ölgerð- inni, sem gáfu veitingar, sínar •beztu þakkir. Þetta er í tuttugasta skiptið, sem FÍB býður vistfólki á Elli- heimilinu Grund í skemmtiferð. (Úr fréttatilk. frá FÍB).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.