Morgunblaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. júní 1964 < -x Með lögregluna í fararbroddi óku börnin um göturnar í Vogahverfinu af fullu öryggi. (Sv. í>orm. ták allar myndirnar). 40 manns lireinsaði Hreðavatnssvæðið Borgarnesi, 13. júní. í GÆRKVÖLDI fóru héðan úr Borgarnesi um 40 manns til að hxeinsa Hreðavatnssvæðið. Safn- að var saman tómum flöskum og fiöskubrotum, niðursuðudósum og öðru slíku rusli, sem gat ver- ið stórhættulegt og valdig slys- um bæði á dýrum og mönnum. Mátti nokkuð marka ástandið þarna á því, að tvær stórar vöru bifreiðir voru fylltar, svo að út af flóði a fþessum þokkalegu minjum hvítasunnugleðinnar á þarna sjást þeir kapparnir Örn og Sblvi ulró félogum sinum. fíreðaVatni. — Hörður. holtssafnaðar voru þarna einn ig til aðstoðar, og einnig prest ar safnaðarins, séra Arelíus og séra Sigurður Haukur, en Mbl. fékk þessar upplýsingar hjá honum við Vogaskóla. Hann sagði einnig, að á eftir myndi lögreglan skoða öll hjól in, og fengju þeir, sem hefðu hjól sín í lagi sérstakt merki á þau. Við áttum tal við nokkra krakka í tilefni af þessu. Ánægjan skein af ungum and litum. Þórunn, 7 ára, sem á heima á Skeiðarvogi 113 sagð- ist bara hafa verið í gær, en nú kynni hún flest merkin. Hún ætlar ekki í sveit, en kannski í útilegu með paibba og mömmu. Inga Björk á Sólheimum 41, 9 ára fékk hjólið sitt í afmæl- isgjöf, þegar hún var 9 ára, og hún kynni svo sem á hjóli. en hún hefði mikið lært á þessu námskeiði, annars hefði hann pabbi sagt henni til í umferð- inni áður. Hún ætlar að vera á Úlfljóts vatni eitthvað af sumrinu. „En ég má ekki hafa hjólið með þangað,“ sagði Inga Björk. Þá hittum við að máli hann Sölva, sem er 9 ára, og á heima á Gnoðavogi 32. Hann sagðist ekki vera með neinar harðsperrur eftir námskeiðið. Það hefði verið voða gaman. Þau hefðu ekið Langholtsveg og upp Gnoðarvog, og í farar broddi hefði ekið strákur úr Eldingu. Þau gáfu stefnu- merki og óku eftir öllum kúnstarinnar reglum. Annars sagði Sölvi, að pabbi og mamma kynnu þetta allt, en það væri samt voða gott að fá þessa kennslu. Og svo var það hann Örn á Gnoðarvogi 32, 7 ára gem- all, en þeir Sölvi búa á sömu hæðinni. Örn ætlar í sveit og það ekki á lakasta staðinn, sem sé Klofa í Landsveit. Að endingu mætti segja: Svona ætti að vera hvert ein- asta kvöld! Prestar beita sér fyrir umferðarkennslu ENGU var líkara en „XJnga ís- land“ væri þar allt samansafn að. Fimm hundruð krakkar á reiðhjólum er sannarlega stór- viðburður. Síðastliðið fimmtudags- kvöld og föstudagskvöld fór fram kennsla fyrir börn 7-12 ára á. vegum sumarstarfsnefnd ar Langholtssafnaðar, í um- ferðamerkjum og reiðhjóia- akstri. Hafði nefndin samstarf við lögregluna og slysavarnafélag ið. Lögreglan annaðist alla kennsluna undir „skóiastjorn" Sigurðar Ágústíssonar, varð- stjóra, sem kenndi börnunum með aðstoð hátalara að aka eftir og yfir aðalbrautir ,en einniig voru krakkarnir æfðir í að aka í hringi eftir 8-laga strikum. Eftir hverja æfingu fór 30 krakka hópur í ökuferð um nágrennið, og í fararbroddi lögregluþjónn á mótorhjóli, en fyrir sumum hópum fóru með limir í vélhjólaklúbbnum Eld ing, sem aðstoðuðu lögregluna í starfinu. Félagar í Bræðrafélagi Lanig Nýtizku reiðhjóladömur, Hulda 8 ára, Þóra 7 ára og Inga Björk 10 ára. Unga ísland á reiihjólum Nýtt efni bjargar fjölda mannslífa íd. læknir segir frá því á læknaþingi Á LÆKNAÞINGl í Kaupmanna höfn skýrði Haukur Jónasson, læknir, frá vísindalegum rann- sóknum, sem hann tók þátt i meðan hann dvaldi í Boston í 5 ár. Hefur damka blaðið Politikk en eftir honum frásögn af ár- angri, sem þykir merkiiegur. — Þarna er um að ræða meðferð vegna meinsemdar í briskirtli, sem nýtt meðal er notað við og gaf það mjög góða raun í Bost- on. í mörgum tilfellum er um meinlaus tilfelli að ræða, en þeg ar meinsemdin rýkur upp, verð- ur sjúklingurinn skyndilega mjög veikur og meira en annar hver þeirra deyr. Nú gefum víð þessum sjúkling um nýtt meðal, sem nefnist trasylol, hefur Politikken eftir Hauki. Ef maður bara gefur stóra skammta af því fljótt, réttir sjúklingurinn við. Þetta meðal ætti að geta bjargað minnst 100 Dönum frá bana á þessu ári. Það er farið að nota meðalið á nokkr um af okkar sjúkrahúsum á ís- landi. — Þetta meðal ætti að vera til taks á hverri slysavaktstofu, segir Haukur Jónasson. Þegar komið er inn með sjúklinga, sem skyndilega hafa veikzt, getur ver ið erfitt að ákveða hvort um er að ræða blæðandi magasár, slæmt hjartatilfelli eða svo kalí aða „akut paicreatHi.s". Það hefur komið í Ijós, að þetta meðal er alveg hættulaust, og það gerir sjúkiingnum ekkert til að fá stóran skammt af því, þó hann kynni að þjást af ein- hverju öðru. í slíkum tilfellum er oft ekki tími til að hugsa sig um. Ef um þetta slæma bris- Taldi biörgunar- menn spilla veiði sinni MENN FRÁ slysavarnadeildinni á Eyrarbakka gripu til hins nýja gúmbáts deildarinnar sl. fimmtu- dag. Hafði mönnum virzt, að veiðimaður væri umflotinn Hraunsmegin í Ölfusá. En þegar björgunarmenn komu að veiði- manninum varð hann hinn versti við og kvaðst enga hjálp þurfa, en hins vegar væri koma björg- unarmanna aðeins til að spilla veiðinni. Þarna er hættulegur staður, einkum vegna sandbleytu. Aberdeen, 12. júni NTB Átta taugavcikisjúklingar voru lagðir í sjúkrahús í Aberdeen í gær. Tala sjúkl- inga er nú 439. kirtlakast hefur verið að ræða sér maður fljótlega, að sjúkling- urinn sem virtist vera að deyja* réttir við. Það var dásamlegt fyrir okkur í Boston að verða vitni að því hvernig dauðsföll- unum fækkaði úr 60% niður 1 16%. Við gáfum tuttugufaldan skammt á við það sem venjulegt var. Þess vegna náðum við þesa um góða árangri. Náttúrlegt, tilbúið efni. Briskirtillinn er efnasmiðja* Helminginn af sjúkdómstilfellum sem hér er um að ræða, má rekja að hálfu leyti til sjúkdóma í sam bandi við gallið, en þrjátíu at hundraði eru alkoholsjúklingar. Haukur Jónasson. Hjá þeim, sem eftir eru komum við ekki auga á orsökina, en ekki sjaldan getur maður sett hana í samband við uppskurði vegna gallfærasjúkdóma. Efnið, sem notað er til lækningarinnar, er hið eðlilega, en þó kemiskt framleidda, hemilefni gegn starf semi briskirtilsins. Með því get ur maður því náð aftur jafn- vægi því, sem venjulega ríkir 1 heilbrigðu líffæri. í rauninni voru þessi efni. sem við notum, uppfundin þegar árið 1925. Þó eru ekki nema fjögur ár síðan menn gerðu sér fyrir al vöru ljósa notkunarmöguleika þeirra. Með tilraunum á hundum höfum við fengið okkar vitneskju um áhrif efnisms. Það var að okkar áliti óafsakanlegt að gera tilraunir á fólki, með því t.d. að beita ekki þessari aðferð nema við annan hvern sjúkling. Það hefði þýtt það, að sá sem ekki fengi meðalið, mundi senniiega deyja. Einnig er búizt við að farið verði að nota trasylol við blóð- tappasjúklinga. f S* NA t5 hnútar | SV SOhnútsr Sn/átama > ús) V Shirir S Þru/r.ur WA KuUoskit Hittahif H Hatt 1 l 1 í GÆRMORGUN hafði veður N- og NA-landi. Að undan- breytzt nokkuð frá því sem förnu hefur vindur verið verið hefur undanfarið. Vind- milli norðurs og austurs. ur var suðlægur um allt land Fylgdi því nokkur úrkoma oig dálítil rigning sunnan norðan: og austan lands en lands og vestan en þurrt á þurrkar á vesturlandi. >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.