Morgunblaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 3
3 f Sunnudagur 14. júní 1964 MORGU N BLAÐIÐ miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiii = = „ÉG veit ekkert hvað hefur E verið að gerast í umheiminum = að undanförnu. Ég hef ekki H einu sinni litið í blöðin, bara §j legið í bókunum," sagði §j Anna Katrín Emilsdóttir, sem §j varð næsthæst á kandidats- = prófi í læknisfræði, við blaða g mann Mbl. „Kennslu lauk um = miðjan apríl og síðan hef ég = setið á Háskólabókasafninu S frá morgni til kvölds. Ég hef H herbergi á Nýja Garði, en þar S hef ég ekki verið nema yfir = blánóttina. Eg borða hjá fóst- H ursystur minni og hefur = heimilisfólkið þar þurft að j§ gera öll innkaup fyrir mig, S Því að ég hef ekki viljað fara S í bæinn allan þennan tíma. = Aumingja fólkið, það hefur = svei mér þurft að taka á þol- = inmæðinni, ég hef' verið E óskaplega skapvond og S önug, — varla mönnum sinn- S andi. Ég var að vísu búin að j§ vara þau við og biðja þau að §j taka mig ekki of hátíðlega á = meðan á próflestrinum = stæði.“ IH Sr. Eirikur J. Eiríksson: FRELSI Anna Katrín Emilsdóttir. =n Kandídatspróf frá Háskólanum „Hvaðan ert þú, Anna?“ „Ég er frá Seyðisfirði. Pabbi minn er símstöðvar- stjóri þar. Síðastliðið sumar var ég fyrir austan að reyna að lesa, en það gekk fremur illa, því að allt ‘var á kafi í síld. Mikill skortur var á vinnu afli, og þótt ég færi ekki í söltun, þá gat ég ekki skorast undan því að fást dálítið við ýmis störf í íhlaupum, svo sem símavözrlu. Mér gekk illa að tengja saman línurn- ar, en ágætlega að taka á móti skeytum. Það versta var, að hvorki ég né aðrir gátu les ið, það sem ég skrifaði. Það er eins gott, að apótekararnir eru ýmsu vanir." „Hvar ferð þú að vinna og hvenær?“ Ég var svo heppin að kom- ast strax á lyflækningadeild Landsspítalans. Ég byrja á þriðjudaginn. Til þess að ijúka kandídatsárinu og fá jus, eða réttindi til að starfa sem sjálfstæðir læknar og gefa út lyfseðla á eigin ábyrgð, þurfum við að vinna 5 mánuði á lyflækningadeild, 4 á handlækningadeild, 2 á fæðingadeild, 2 á slysavarð- stofu og 3 mánuði sem hér- aðslæknar. Þó held ég að kvenfólk geti sloppið við hér- aðið.“ „Ertu að hugsa um að taka einhverja sérgrein?“ „Já, en ég hef ekki ákveðið, hverja ég tek fyrir. Mest lang ar mig í barnalækningar, en þar eru bara svo margir fyrir hér á landi. Ætli ég fari ekki til Ameríku á næsta ári og vinni þar á spítala, ef ég fæ góða vinnu, og hugsi svo til þess að taka sérgrein. Sjö af þeim átta, sem útskrifuðust nú í vor tóku fyrir skömmu ameríska læknaprófið, sem erlendir læknar þurfa að taka til að fá að vinna þar. Prófið fór fram á vegum Ful- bright stofnunarinnar. Við fengum hálfgerða undanþágu til að taka það áður . en við lukum kandídatsprófinu, eða í upplestrarfríinu. Við vor- um talsvert taugaóstyrk og sumir bjuggust jafnvel við að falla, en allir stóðust prófið og var það okkur mikil hug- hreysting fyrir kandídats- prófið, auk þess sem við lærð um á þessari prófraun." „Ertu ekki fegin að geta sagt skilið við lesturinn í= bili?“ §j „Ég er nú ekki hætt aðs lesa. Mér er sagt að nauðsyn-H legt sé að lesa mikið fyrstus mánuðina eftir prófin, til þesss að halda við þessum lærdómi,§ sem maður hefur verið að§ háma í sig að undanförnu og§ er ekki nema hálfmeltur.“ s Þá heimsóttum við einn§ þeirra, sem útskrifuðust úr§ Viðskipadeild Háskólans, 26.= maí síðastliðinn, Gunnar= Ragnars, verzlunarstjóra= Bókaverzlunar Sigfúsar Ey- = mundssonar. m. sunnudagur eftir trinittais. Guðspjallið Lúk. 15, 1-10. ÁRIN fyrir þjóðhátíðina 1874 voru miklir umbrotatímar í sögu þj óðfrelsisbaráttu okkar íslend- inga. Þá sat við stýrið á frelsisfleyi okkar Jón Sigurðsson, og var stjórn hans örugg. Árið 1870 skrifar hann í Ný Félagsrit 188 blaðsíðna grein um stjórnfrelsismálið. Þar segir m.a.: „ísland var frá fæðingunni þjóð- stjórnarland og það á að vera það enn.“ Á eftir ritgerð þessari kemur kvæði: „Svo frjáls ertu móðir, sem vindur á vog, og vorblær í fjallshlíðarrunni, Frjáls eins og norðljósa leyftrandi lög. Og ljóðin á skáldanna munni. Og aldreigi, aldreigi bindi þig bönd, Nema bláfjötur Ægis um . klettótta strönd.“ Skáldið breytir siðar þessu er- indi, en nútíð fyrstu ljóðlínunn- ar má skýra með þessu vísuorði kvæðisins: „Og ánauð vér hötum, því andinn er frjáls.“ Okkur er spurn: Fór ekki lítið fyrir frels- inu á íslandi árið 1870? Bynn, hið mikla frelsisskáld yrkir: „Ó frelsi! Skærast skín þitt ljósið bjarta í myrkvastofum; þar þín höll er hjarta, hjarta, sem ekkert utan ást þín bugar.“ Frelsið er fyrst og fremst hug- arástand einstaklingsins. John Stuart Mill skýrgreinir frelsi þannig: „Frelsi er að hafa mögu leika til að gera það sem maður vill.“ Að sjálfsögðu er þetta rétt, en væri hér ekki þörf nokkurr- ar viðbótar? Margir hafa mis- notað frelsið, farið að eigin vilja og geðþótta og bakað sér þann- ig ævilangt ófrelsi og undirok- un. Frelsið þarf að verða meira en möguleiki. Jákvæður eigin- leiki er takmarkið. Við þurfum að þrosikast þannig, að vilji okk ar sé í nokkrum fjötrum, þeim Gunnar Ragnam ásamt Hörn, konn sinni og börnunum, Ágústu 3 ára og Ólafi, sem er bálfs árs. „Hefur þú gegnt starfi þínu= í vetur með skólanum?“ ^ * ■ . . • ' . . IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIII „JNei, eg hef eingongu venð við lestur frá áramótum, en er nú kominn í bókabúðina aftur af fullum krafti." „Hve langan tíma tók það þig að ljúka viðskiptafræð- inni?“ „Ég varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri fyrir 5 árum, en ég vann alveg einn vetur óg einnig fram að síðustu áramótum, svo að námið hefur eiginlega tekið þrjú og hálft ár.“ „Um hvað skrifaðir. þú vis-- indaritgerðina? “ „Um síldarsöltun og útflutn ing Norðurlandssíldar frá upphafi til ársins 1960. Þetta er talsvert ólíkt bókabúð- inni. Ég er frá Siglufirði og faðir minn, Ólafur Ragnárs, á' þar síldarsöltunarstöð, svo að ég hef vanizt þessum at- vinnuvegi frá blautu barns- beini. Þar til fyrir skömmu vann ég alltaf hjá pabba á sumrin." „Varst þú ekki einn af fjöl- skyldumönnunum í Háskólan um?“ „Jú, ég er kvæntur og á tvö ung börn. Konan mín, Hörn, vinnur úti, en við höfum vinnukonu til að sjá um krakkana, þegar við erum bæði að heiman." „Hyggur þú á framhalds- nám?“ „Það er alveg óráðið. Ég er ekkert farinn að hugsa til hreyfings héðan úr bóka- verzluninni.“ Davíð Erlingsson. Aðeins einn maður lauk að þessu sinni kandídatsprófi j islenzkum fræðum, Davíð Er- lingsson frá Akureyri. Við lýstum undrun okkar yfir1 þessu, er við hittum Davíð að máli í fyrradag. „Já, það er engin offram- leiðsla á okkur“, sagði Davíð. „Oft útskrifast einn í einu og- sjaldan fleiri en tveir. Hins vegar innritast margir í deild- ma og 6 menn fóru í fyrrihluta próf í vor. Er það óvenjuhá Framh. á bls. 25 UIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHHIHIIIUIIHIIHHIIIIHIIIIIIIIIUIIIIHIIIIIIIIIIHIIIIIi-llllll..... að stéfna til þe..s, er til heilla horfir heild og einstaklingum. Það sker í rauninni ekki úr um frelsi okkar, hvort hendur okkar eru bundnar. Aðalatriðið er, að fjötrar hins góða vilja og ok þjónustunnar við hann sé hið innra með okkur. „En Páll sagði: „Þess bið óg Guð, hvort sem það er með litlu eða miklu, að ekki einungis þú, heldur og allir, sem til mín heyra í dag, verði slíkir sem ég er, að undanteknum þess- umfjötrum." (Posts. 26,29). Frummerkingar orðsins frelsi þarf að gæta í lífi okkar. Við verðum að geta borið höfuðið bátt og barizt gegn óréttvísinni með því að standa á réttinum, en lotið 'hátign sannleikans einn- ig- Aldrei igetum við mennimir sagt: „Við erum frjálsir. Viljinn að vera frjáls skiptir mestu, og þá undan ófrelsinu, en um fram allt til þess, sem gott er og til gæfu horfir. Frelsi þjóðar verður að byggj- ast á sálarþroska einstaklings- inga hennar. Frelsisbarátta ej mannræktarstarf, voryrkjur. Dönsk stúlka hér á ferð tjáði mér, að amma sín hefði frætt sig á því, að íslenzkir prestar prédikuðu í kirkjunum á dönsku eða hefðu a.m.k. gert það áður fyrr. Hún vissi það ekki þessi gamla kona, að Guðbrandur biskup Þor láksson gaf út biblíunna á is- lenzku árið 1584. Heldur ekki, Hún gerði sér þess enga grein að það mun hafa munað mjóu að Jón Vídalín yrði hér biskup, \ egna þess að danskur gæðingur sóttist eftir embættinu, en að úrslitum réð m.a. vankunnátta hans í íslenzku. Ekki vissi hún, að íslendingar áttu bókmenntir og þjóðlega list þrátt fyrir allt. og að danskan komst aldrei inn í skólana né á predikunarstólinn. að Danir gáfu okkur ekkert 1874, 1918 og 1944, heldur vor- um við frjálsir menn samkvæmt gömlum og nýjum sáttmála við Guð og réttlætið. Danir eru ekiki nieð þessu lastaðir. Jesús tekur í guðspjalli dæmi úr atvinnulífi þjóðar sinnar og af vettvangi heimilis. Týndur sauður er í mikilli hættu vegna öræfa og villidýra. í gluggalaus- um híbýlum Austurlanda getur smáskildingur auðveldlega glat- ast Leit er hafin og gleðin er milkil er það finnst, sem leitað var að. Lúkasarguðspjall leggur á- herzlu á hlutverk Jesú Krists að frelsa og finna þann, sem glat- aður er. Hér er og um grundvöll kristindómsins að ræða. Sjálft trúarhugtakið kemur hér til athugunar. Kristnir menn trúa á tilveru Guðs, en um fram ailt bera þeir traust til hans. Saga þjóða og einstaklinga er engin sífelld blíðutíð. Ein saman velgengnin skapar og ekki undir stöðu trausts. Við eignumst traust til þess, er ekki bregst, þfcgar á móti blæs. Guð var að leita okkar á dimm um öldum lágra hreysa og öræfa leiða áþj áningartíma og óáranar. Þótt veraldarríki okkar væri elckert, gerðist Guðs ríki stærra fyrir frelsisþrá og andlega sókn þjóðarinnar, til sálarþroska ©g innri uppbyggingar. Nú er 17. júní fer í hönd og við minnumst 20 ára lýðveldis á íslandi, gleym um þá ekki Guðs leit og hans handleiðslu á liðnum öldum og brðjum um hans vegsögn, og miskunnarríka umönnun á 6- komnum tíma til frelsis og far- sældar. Jesús táknar að Guð'frelsar. Kristur, að hann er sannarlega leiðtogi okkar og Drottinn. Minnumst orðanna: „Manns- sonurinn er kominn til þess að leita að hinu týnda og frelsa það.“ (Lk. 19,10. Amen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.