Morgunblaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 8
 8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. júní 1964 .......................................................................................mmiitilii.....................................mmmimimimimimmm..mimiiiimn og þar lemur haon líftóruna úr hverjum einasta víkingi, sem á vegi hans verður . . , fasi, eins og gyðjur", sagði ég, „en uppbrett nef er þó nokkuð algengt. >að gerir irska blóð- ið. Sömuleiðis rautt hár og freknur. Ég þekki til dæmis ungan íslenzkan leikritahöf- und, sem er áreiðanlega ættað ur frá Donegal. I>að er til- gangslaust fyrir hann að reyna að andmsela því“. „Á íslandi er líka ævintýra- legur listmálari, sem ber írskt konungsnafn, Kjarval. Og þar er líka eitt bezta nú- lifandi skáld, sem kallar sig Kiljan, en það nafn ber helg- ur maður til forna á írlandi. >ar hita líka margir ungir menn Njáll og ég þekki marga Kjartan-a, og ung byltinga- sinnuð íslenzk stúlka heitir Briet, en það er sama nafn og Brigid hjá okkur“. Tjörnin, eins og ég man eftir henni. RABB FRA IRLANDI Nokkrar endurminningar eítir írska leikstjórann Thomas Mac Anna „Kominn heim frá íslandi?“ sagði maðurinn við hlið mér á bjórknæpunni. „Prýðilegt land, ef kuldinn drepur mann ekki“, bætti hann við og það angaði af honum bjórlyktin. „Það er miklu kaldara hérna í Dyflinni núna, beldur en var í Reykjavík fyrir nokkrum vikum“, sagði ég. „Er það satt?“ sagði hann. „Og fólkið allt í bókum og sög um og ljóðum og leikritum", tautaði hann og virti fyrir sér tóma kolluna sína. „Mjög sið- menntað fólk“. „Já“, sagði ég og pantaði hálfpott handa honum. „Tvö leikhús í borg, sem er ekki stærra en fjórðungur af fjórð- ungi Dyflinnar. Sýnd þrjú leik rit, ef ekki fjögur, í hvoru á sama tíma. Frisch, .gDúrren- matt, Sartre, Shakesþfeare og Brendan Behan“. „Nú, það er ekkert smá- ræði,“ sagði maðurinn og gleymdi fullu glasinu sínu. „Á ég að segja þér nokkuð? Samanborið við þetta fólk þarna norður undir pólnum erum við villimenn, kannibal- ar og barbarar". Og hann fékk sér vænan slurk sér til hug- hreystingar. „Yillimenn“, sagði hann aftur með áherzlu. Annar Dyflinarbúi bauð sjáKum sór að taka þátt í sam ræðunum. Sá var með húfu á höfðinu og slútandi yfirvar- íirskegg. „Heyrðu", sagði hann, „held urðu að þeir séu búnir að fyrir gefa okkur . . . þú manst . . . þarna í sambandi við hann Brján og misklíðina úti í Clontarf?" „Brján?“ sagði sá fyrsti. „Hvað kemur þessi Brjánn og Clontarf því við að þessi ná- ungi fór til íslands, sem er í námunda við Norðurpólinn, en ekki til Clontarf". Maðurinn með húfuna setti frá sér glasið og á hann kom þreytulegur uopgjafarsvipur þess, sem allar staðreyndir eru kunnar. „Ég veit að hann fór til ís- lands“, sagði hann og tók auð sjáanlega á allri sinni þolin- mæði. „Ég átti við orustuna við Clontarf, sem háð var milli íra annars vegar og nor- rænna víkinga hins vegar á því drottins ári eitt þúsund og eitthvað, sem lauk með sigri írsku þjóðarinnar“. Og hann fékk sér sopa úr kollunni sinni. „Ég er svo aldeilis hlessa", sagði sá fyrsti. „Þetta hlýtur að vera einhver misskilning- ur. Ég hef aldrei heyrt þess getið, að írska þjóðin hafi unn ið orustu". „Hlustaðu nú á“, sagði mað- urinn með húfuna, „einu sinni endur fyrir löngu auðvitað, var málum þannig háttað hér á írlandi, að færu menn út á sunnudagsmorgni í smágöngu með konu sína og krakka í ró og spekt, þá gat svo farið, að stærðar skip með illúðlegri ófreskju í stafni bæri að landi, og innanborðs nokkur hundr- uð alskeggjaðir náungar, syngjandi söngva um Óðinn og Þór og kvenfólkið, sem heima sat. Og áður en tími vannst til að segja „góðan daginn“ og „það gleður mig að kynnast þér“, þá voru þeir búnir að sveifla konunni og krökkunum . . . ekki sízt lag- legum stúlku.börnum.......... yfir borðstokkinn, og maður mátti prísa sig sælan ef mað- ur lá ekki endilangur eftir með lagandi blóðið úr sér, á meðan þeir skeggjuðu ýttu fiá og reru eins og vitlausir áleiðis til íslands með konuna og krakkana í skutnum, horf- andi í síðasta sinn á gamla góða írland" Eftir þessa ræðu var ekk- ert sjálfsagðara en bjóða hon um eina kollu, hvað ég og gerði. En j>etta var bara upp- hafið. „Á þeim tíma réði merkur konungur ríkjum á írlandi“, sagði hann, „Brjánn að nafnL Það sakar ekki að geta þess, að maðurinn, sem féll fyrir Irland vestur í Ameríku rétt fyrir jólin, var afkomandi hans. Nafn þessa frænda hans var Kennedy“. Nú hafði safnazt að hópur Dyflinarbúa til að hlusta á manninn með' húfuna, svo hann færðist allur í aukana. „Dag nokkurn segir hann við konu sina . . . hélt hann máli sínu áfram. „Hver?“ sagði sá fyrstL „Kennedy? eða frændinn?" „Brj ánn“, sagði sá húfu- klæddi af mikilli stillingu. „Dag nokkurn segir hann við konu sína, þá hina fjórðu i röðinni . . . . sú var reyndar ákaflega fögur og taldi sér enga óvirðingu að því að skotra augunum til Sigtryggs konungs í Dyflinni, en hann var af norrænum víkingaætt- um ....“. „O, bölvaður heiðinginn“. sagði fyrsti maðurinn, en eng inn vissi hvort hann átti við Sigtrygg eða fjórðu eiginkonu Brjáns. „Jæja, Brjánn segir við konu sína“, heldur sá með húfuna áfram og brýnir raust ina. „Hann segir við konu sína: Þetta getur ekki lengur svo til gengið“. „Og átti þá við framferði þeirra skeggjuðu, sem komu á skipunum á sunnudags- morgnum", sagði sá fyrsti til útskýringar þeim nýkomnu. „Þetta getur ekki lengur svo til gengið", hélt hann enn á- að segja á föstudaginn langa, guð fyrirgefi það“, sagði sá með húfuna og fékk sér væn- an sopa. „Og allar götur frá orust- unni við Clontarf“, sagði hann og þurrkaði sér um munninn, „hefur samband okkar við ís- lendinga verið fremur stirt“. „Fjarlægðin var of mikil til þesg að hægt væri að jafna sakirnar“, sagði sá fyrsti og saug upp í nefið. „Auk þess“, bætti hann við, með kok- hreysti þess sem hefur inn- byrt nokkrar bjórkollur, „komu Englendingamir til skjalanna rétt á etfir, svo við höfðum í nógu að snúast. Og . og innanborðs nokkur hundruð alskeggjaðir náungar fram. „Hann lætur sækja hest sinn og spariherklæðin, tekur sverðið sér í hönd og lætur nokkur þung högg ríða á hús gögnunum svona rétt til að æfa sig. Síðan er hann botinn eins og hvirfilvindur til Clon- tarf, og þar lemur hann líf- tóruna úr hverjum einasta vík ingi sem á vegi hans verður og sömuleiðis úr nokkrum af- vegaleiddum írum, sem höfðu ruglazt í ríminu í öllum ósköp unum. Og þetta gerðist meira það mál er reyndar ekki út- kljáð enn“, bætti hann við biturri röddu og lauk úr koll- unnL „Heyrðu“, sagði maðurinn með húfuna, „hvaða hug bera þeir muna til okkar þarna norður frá?“ „Þeim er hlýtt til okkar", sagði ég. „Og þeir eru stoltir af hinum fornu tengslum við okkur“. „Kvenfólkið er tígulegt 1 „Og einmitt á þessari stundu“, sagði ég og leit á klukkuna, „stendur ágætur leikari, Valur Gíslason að nafni, á sviði Þjóðleikhússins og syngur af tilfinningu og trega fallegt ljóð um Michael Collins og mennina, sem féllu íyrir málstað írlands . . “ „Er það satt?“ sagði maður inn með húfuna“ , . . er það satt?“ „Já“, sagði ég, „og í því hinu sama leikhúsi stóðu áhorfend- ur hljóðir og allir íslendingar voru harmi losnir. Þegar fregnin barst um það að Brendan Behan væri látinn . . . allt of ungur ... frá hálfnuðu ævistarfi“. Þögn sló á í bjórknæpunni, en um leið gekk eihhver fram hjá úti á götunni og blístraði angurvært lag. Það hefði get- að verið sorgarlag vegna ör- laga „hins sigurglaða sveins“. Ég ók hægt heimleiðis og valdi mér leiðina um Clontarf, þar sem Brjánn og víkingarn ir öttu saman bröndum sín- um. Brjánn féll sigursœll . . . eða hvernig var ljóðlínan úr Njáls sögu: „ . . . Bríann féll og hélt velli“. Ég ók fram hjá Glasnevin .. . garðinum þar sem Dyflin- arbúar grafa hina látnu. Þar lá Behan í myrkrinu, hljóður að lokum, skammt frá öðrum sigurglöðum sveinL sem hann skrifaði um, að nokkru í bræði en með fölskvalausum trega . . . Michael Collins. . . og blærinn hvíslar ljóð mitt um hinn sigurglaða svein“ Michael Collins og Brendan Behan og fjöldi annarra voru nú huldir grænni torfu, eins og hún væri þeirra eigin græni fáni. Við útför Behans var mikið sungið og ljóð voru flutt og allir Dyflinnarbúar voru komnir til að kveðja. Á kistunni, sem sveipuð var Framh. á bls. 25 51 3 lUlillllllllllUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIItllllllllllllllllllllltlllltlllllllllllllllllimilllllllllllHlllllltUIIIIIIIIIIIIUIIIIUIIIItlllltlllllllllllllllllllUllllllllllilllllllllllllllllllllllllUIIIIIIIIIHIIIIIItilllHlllllllllllllllllllllllllllllimillllllllUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII^ *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.