Morgunblaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 17
Sunnudagur 14. júnf 1964 M0RGUNBLAÐ1Ð 17 Fer Iieimur versnandi? f RITI, sem UNESCO hefur ný- lega gefið út um æskulýðsstarf- semi í ýmsum löndum, er sagt frá skoðanakönnun um álit eldri kynslóðar á hinni yngri. Niður- staðan er þessi: Land Betri Svipuð eða skioðanalaua Verri Belgía 7% 43% 50% Brasilía 9% 41% 50% Japan 18% 34% 48% Svíþjóð 10% 45% 45% Bretland 4% 54% 42% Frakkland 11% 48% 41% Þýzkaland 2% 58% 40% Austurríki 4% 59% 37% Italía 9% 54% 37% Ástralía 5% 62% 33% Danmörk 10% 57% 33% Noregur 8% 62% 30% Holiand 6% 67% 27% Á hverju sumri keraur hingað til lands fjöldi érlendra manna á mót eða ráðstefnur. — Myndin hér að »fan er frá. móti norrænna lögfræðinema. r Astæður ófremdarinnar Ekki er útkoman falleg. Víða telur helmingur eða allt að helmingi þeirra, sem spurðir eru, unga fólkið nú verra en það var á þeirra æskudögum. Hinir eru raunar einnig margir, sem hafa á þessu enga skoðun eða halda ástandið svipað og áður. Lang- fæstir segja æskufólkið nú betra en fyrr. Höfuðástæðan fyrir þessari hörmung er sögð of mikið frelsi og agaskortur. Ræturnar til þessa eru aftur á móti rakt- •r til upplausnar á stríðs- og eftirstríðsárunum ásamt áihrifa bandarískra kvikmynda og ým- issa ókennilegra danstegunda. Nánari athugun leiðir í ljós, •ð þeir, sem komnir eru yfir 45 ára aldur, eru mun harðari í dóm um sínum en hinir, sem yngri eru en 25 ára, og af hinum síð- •sttöldu eru ungar konur sýnu dómharðari en samaldrar þeirra •f karlkyni. Listahátíð Ef nokkuð mark má taka á •líkri skpðanakönnun, sýnir hún, *ð víðar þykir pottur brotinn í hegðun unglinga en hér á landi. Bernskubrek hafa löngum átt sér *tað og munu seint hætta með öllu. Breyttir þjóðfélagshættir hafa vafalaust aukið vandann, en þó má ekki ætla, að heimurinn sé að farast. Sumir temja áér raunar að tala svo sem allt sé ▼erst á l'íðandi stundu í landi þeirra, en víst er fjarstæða að halda þvílíku fram um það land, *em við þekkjum bezt, okkar eig- ið. Auðvitað hafa þeir, sem ekki hafa slitið barnsskónum, ekki enn átt kost á því að vinna nein afrek. En unga kynslóðin, sú, *em á legg er komin, stendur sízt að baki sínu foreldri. Hin mikla þátttaka ungs fólks í lista- hátíðinni, sem nú stendur hér í borg, er ótvíræð sönnun þessa. Vafalaust reynast einungis fáir útvaldir *f öllum þeim, sem nú hafa fundið' köllun til að sinna ýmsum listagreinum. En jafn- •kjótt og ytri skilyrði sköpuðust ▼öknuðú ótrúlega margir til með- ▼itundar um hæfileika, sem nú þegar 'hafa gert líf þeirra og •nnarra fegurra og fjölbreyttara «n ella. Það er fyrst og fremst ▼egna þess, að listahátíðin ber ▼ itni um örvun heilbrigðrar lífs- nautnár ,sem henni ber að fagna. Lærdómsframi Svipað *r að gerast í öðrum tfnum. Fyrir fáum dögum sagði Þór- •rinn Björnsson, skólameistari á Akureyri. frá bví x blaðinu ís- LaugardL 13. júní lendingi, er hann nú fyrir skemmstu fór með nemendum sínum úr 5. bekk í kynnisför til Svíþjóðar. Það er mál fyrir sig, og hefði það þó einhverntíma þótt saga til næsta bæjar, að slík bekkjarför væri farin til annars lands. Ekki er meira en manns- aldur, þ.e. liðlega 30 ár, síðan það þóttu stórtíðindi, að 5. bekk- ingar í Reykjavík fóru norður í land og fengu far á varðskipi einhvern hluta ferðarinnar. En það er önnur saga. Nú fór Þór- arinn skólameistari sem sagt með nemendur sína til Svíþjóð- ar og kom m.a. til Uppsala. Þá var þar verið að ljúka doktors- prófi og afhenda virðingarmerki sem þeim titli fylgja þar í landi. Kom þá í ljós, að einn í doktora- hópnum var stúdent úr Akureyr- arskóla, Eggert Jóhannsson, læknir við Borgarspítalann í Reykjavík. Hann er fyrrverandi nemandi Þórarins, og hafði eng- inn ferðalanganna heyrt um, að hinn ungi maður væri að vinna sér slíkan frama. Nokkrum dögum síðar lauk prófessor Tómas Helgason dokt- orsprófi í Árósum í Danmörku og hlaut frábært l'of andmæl- enda, sem settir höfðu verið til að gagnrýna ritgerð hans. Og nú á fimmtudaginn var sagt frá því í Morgunblaðinu, að frú Olafía Einarsdóttir hafi nýlega orðið doktor við háskólann í Lundi í Svíþjóð fyrir ritgerð um forníslenzk fræði. En sjálf hef- ur hún frá sl. hausti verið dósent í sögu við háskólann í Kaup- mannahöfn. Til þess að hljóta þvílíkan lærdómsframa þarf mikinn lær- dóm, elju og ástundan. Má það vera okkur öllum ánægjuefni, að það skuli nánast orðinn hvers- dagslegur atburður að landar okkar vinni til slíkrar viðurkenn- ingar. Mót laganema Sl. þriðjudagskvöld lauk hér í Reykjavík móti norrænna laga- nema, sem þá hafði staðið tæpa viku. Auk íslendinga sóttu það tíu stúdentar, ásamt einum pró- fessor, frá hverju hinna Norður- landanna. Mikil eftirsókn er í að taka þátt í slíkum mótum og velj- ast því til farar þeir, sem dug- legastir eru taldir námsmenn í sínu heimalandi. Finnskumæl- andi Finnum og íslendingum er óhægara. en öðrum um þátttöku i þessum mótum, vegna þess að þeir yerða að tala á framandi tungu. En ekki bar á öðru en að íslendingarnir nytu sín innan um hina. Þeir urðu ekki greind- ir úr hópnum og í lokahófi sögðu hinir erlendu ræðumenn, að efn- ismeðferð het'ði verið umfram bað sem tiðkanieet væri. Þeir fóru og sterkum orðum um, hversu ailt hefði verið vel undir- búið af hinum íslenzku forgöngu- mönnum mótsins. Að sjálfsögðu læra menn ekki ýkja mikið á einni viku, en þeir geta vaknað til hugsunar um ýmislegt, sem þeim var áður dulið eða óljóst. Þeir öðlast einnig aukið sjálfs- traust og frjálsræði við umgengni erlendra jafnaldra. Utlendingarn ir fá og aukinn skilning á okk- ar sérstöku högum. E.t.v. reynir aldrei á þann skilning en svo kann einnig að fara, að hann verði okkur að liði, þegar sízt er að vænta. Allir anægðir? Gamgn er að fylgjast með við- brögðunum við vinnufriðarsamn- ingunum. Allir telja samningana mikinn sigurvinning. Ánægjan er þó augsjáanlega misjöfn. Stjórnarblöðin segja, að stigið hafi verið stórt spor í rétta átt, þó að enn séu ýmsar blikur á lofti. Einlægni ánægju þeirra sést bezt af því, að þau láta vera öll hnjóðsyrði til samnings- aðila og telja þá alla hafa lagt sig fram um að finna beztu fáan- legu lausn. Þjóðviljinn slær hins vegar úr og í. Laugardaginn 6. júní talar hann um „mikinn sigur fyrir verkalýðssamtökin“ og bætir síð- ar við: „Hins er ekki að dyljast, að þrátt fyrir þennan mikilvæga árangur vantar mikið á að sam- komulagið geti talizt fullur sigur fyrir verkalýðssamtökin.“ „Sveiganlegir í hr y gg j a r liðunum46 Sunnudaginn 7. júní segir Þjóð viljinn: „Það er fétt hjá Tímanum, að betri árangur hefði náðst, ef Framsóknarleiðtogarnir, sem sátu hinu megin við samninga- borðið, hefðu verið velviljað- ir.“ Það er SÍS til lofs, að fulltrúi vinnumálasambands þess kom og skrifaði undir vinnufriðarsamn- ingana aðfaranótt hins 5. júní. Hins vegar urðu ekki aðrir en Þjóðviljinn varir við „Framsókn- arleiðtogana", sem sátu hinu megin við samningaborðið,“ í annað skipti þegar „fjallað var um heildarsamkomulagið". — Þjóðviljinn hefur bersýnilega ekki staðizt ögranir Framsóknar. En hann hefur einnig í vax- andi mæli orðið var ánægju al- mennings ytir samkomulaginu og gerir þess vegna hinn 11. júní mikið úr því, að ríkisstjórnin hafi verið ,,svínbeygð“ og segir: „Það þurfti styrk verkalýðs- samtakanna til þes s að neyða stjórnarflokkana til þess að breyta um afstöðu; þeir voru hreinlega knúnir til þess að fall- ast á“ hitt og þetta, sem síðan er talið. Síðan bætir blaðið við: „Víst er þessi uppgjöf stjórn- armanna ánægjuefni, en er það ekki fullmikil sýndarmennska, þegar þeir hælast um yfir því að hafa verið svínbeygðir?" Og blaðið klykkir út ,með því að vona, „að stjórnarblöðin þurfi ekki eftir næstu satnninga að hæla ráðherrum sínum fyrst og fremst fyrir það hvað þeir séu sveigjanlegir í hryggjarliðun- um“. „Ekki eins ánægju- le^ur“ Svo blendin sem ánægja Þjóð- viljans er, þá er hún þó enn blendnari hjá Tímanum. Laug- ardaginn 6. júní þykist hann þó í upphafi vera harla fagnandi og segir: „Fyrir Framsóknarfiokkinn er sérstök ástæða til að fagna því, að samningaleiðin var farin, því að hún er sú leið, sem hann hefur jafnan talið heppilegasta.“ Þá talar hann um þann árang- ur sem náðst hafi en byrjar jafn- skjótt að draga úr ánægjunni. „Allt stefnir þetta í rétta átt. Þessi árangur verður þó ekki eins ánægjuiegur þegar þess er gætt, að verkalýðshreyfingin hef ur hér samið um mun lakari kjör en henni stóðu til boða haustið 1958.“ Enn bætir hann við: „Við því var hins vegar vart hægt að búast, að unnt væri að knýja stjórn, sem er fulltrúi stór gróðavalds, öllu meira til undan- látssemi en tekizt hefur að þessu sinni.“ Sunnudaginn hinn 7. júní tek- ur Tíminn enn aftur í öðru orð- inu það sem hann segir í hinu: „Það er vissulega rangt að gera lítið úr þessu, en hitt er líka jafnrétt að hægt er að gera stór- um betur.--------Og vissulega er það nokkuð örðug ganga fyrir verkalýðssamtökin að þurfa nú eftir allt góðæri undanfarinna ára að semja um lakari kjör en þeim stóð til boða haustið 1958. — — Launþegar voru því illa leiknir af forráðamönnum sínum, þegar hafnað var samningum við vinstri stjórnina." ,?Það dregur ekkert úr þessum ávinningi*4 Yfir helgina hefur Tíminn hins vegar orðið áþreifanlega var við hina almennu ánægju í landinu yfir vinnufriðarsamningunum. Þess vegna birtir hann á þriðju- daginn forýstugrein sem nefnist: „Betra andrúmsloft." Hún byrj- ar svo: „Það er annað og léttara and- rúmsloft nú á þjóðmálasviði Is- lendinga en í nóvembermánuði sl. Það er góður vitnisburður um, hver munur er á lögþvingunar- leið og samningaleið í kjaramál- um.“ Síðar í sömu grein segir: „Hér hefur vissulega náðst góð- ur árangur af baráttu stjórnar- andstöðunar og verkalýðssamtak anna þegar miðað er við lögkúg- unaraðgerðirnar, sem ríkisstjórn- in fyrirhugði á sl. hausti. Það dregur ekkert úr þessum ávinn- ingi, þótt með réttu megi benda á, að verkalýðssamtökunum hafi staðið meira til boða haustið 1958 og að hægt sé að tryggja meiri kjarabætur með breyttri stjórnarstefnu.“ Eftir þrjá daga þorir Tíminn ekki annað en að segja: „Það dregur ekkert úr þessum ávinningi-------“ gagnstætt því að áður hafði verið sagt: „Þessi árangur verður þó ekki eins á- nægjulegur — —Undanhaldið er auðsætt en nöldrið og sláttur- inn úr og í gerir Tímann einung- ir broslegan. Ekki bætir það heldur úr fyrir Framsókn, þótt Tíminn fjölyrði um að ríkisstjórn in hafi verið „neydd“ til þessa eða hins, og séð „þann kost vænst an, þegar komið var fram á vor- ið,að fallast á samninga við verkalýðssamtökin.“ „Vinsamlegar við- ræður og samn- ingar Launafrumvarpi ríkisstjórnar- innar sem kom til fyrstu umræðu á Alþingi 1. nóvember sl. yar aldrei ætlað að gilda nema til áramóta. Bjarni Benediktsson lýsti þegar við þessa umræðu, hver megintilgangur frumvarps- ins væri. Hann lýsti árangurs- leysi undanfarinna kauphækkana og sagði síðan orðrétt: „Við eigum að taka upp skyn- samleg vinnubrögð, færa okkur í nyt reynslu annarra og reyna £ sameiningu að beita því hyggju- viti, sem við sjálfir kunnum að hafa. Og ríkisstjórnin vill ein- dregið nota þennan tíma til þess að kanna það til hlítar með vin- samlegum viðræðum og samn- ingum við forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar, hvort mögu legt sé að fá á þessu skynsam- legri og skaplegri hátt, þannig að friðvænlegra væri í landinu og meiri árangurs að vænta, bæði um framleiðslu og not framleiðsl- unnar, heldur en hin ófrjóa, til- gangslausa kaupgjaldsbarátta hef ur leitt til á undanförnum ára- tugum.“ Það var I fullu samræmi við þessar og aðrar yfirlýsingar •£ hálfu ríkisstjórnarinnar, að hún féllst á það hinn 9. nóvember sl. að fresta lokaafgreiðslu frum- varpsins, gegn því að verkföltum væri frestað um mánuð, svo að ráðrúm gæfist til samningaum- leitana. Því miður gáfu þær ékki tilætlaðan árangur. Verkföll skullu á og desémbersamningarn ir voru gerðir fyrir milligöngu ríkisstjórnarinnar. Af þeim leiddi óhjákvæmilega nauðsyn setningar laga um ráðstafanir vegna sjáv- arútvegsins o. fl. í janúar sl. Þeg- ar það frumvarp var lagt fyrir Alþingi komst Bjarni Benedikts- son m.a. svo að orði: „Sem betur fer stendur raú þannig á, að við höfum meira svigrúm í þessum efnum heldur en oft áður....... við getum tekið nokkurn tíma til að íhuga okkar ráð og kanna tit hlítar, hvort unnt er að finna sameigin- leg úrræði, sem aðilar eftir atvik- um geti við unað.“ Af þessu er sýnt, að 3Ú lausn, sem nú, fékkst, er í fullu sam- ræmi við stefnu stjórnarinnar frá því að hinar miklu vinnudeilur hófust á sl. hausti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.