Morgunblaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.06.1964, Blaðsíða 31
Sunnuðagur 14. júní 1964 MORCUNBLAÐIÐ 31 FerðaskrSffstofa ríkisins effnir til f jölbreyttra sumar- leyffisfferða um landið FERÐASKRIFSTOFA ríkisins gengst í sumar fyrir ódýrum ferð um íslendinga um landið. Er hér um vikulegar ferðir að ræða, og er þeim þannig hagað að ein get- ur tekið Við af annarri, svo mönn um gefst raunverulega tími til að skoða mest allt landið í venju- legu sumarleyfi. Ferðir þessar eru mjög ódýr- ar., Gefst væntanlegum ferða- löngum kostur á að velja hvort þeir vilja gista að nóttu í eigin svefnpokum, í ódýrum fjölbýlis- sölum, eða einkaherbergjum. Og varðandi kost er mönnum frjálst j að lifa á eigin nesti eða snæða í gistihúsum. Það sem gerir Ferðaskrifstof- unni kleift að fsera út kvíarnar í ár, er fyrst og fremst það, að heimavistarskólar verða nú rekn ir sem sumargistihús. Vikulegar ferðir í sumar verða sem hér segir: 1) Fimm daga ferð um Dali og Barðaströnd til Vestfjarða. — Ferðin hefst alla fimmtudaga frá og með 25. júní. 2) Fjögurra daga ferð um Kaldadal, Borgarfjörð og Snæ- fellsnes. Ferðin hefst alla föstu- daga frá og með 3. júlí. 3) Sex daga ferð til Norður- og Austurlands. Þessi ferð hefst alla þriðjudaga frá og með 7. júlí. 4) Þriggja daga ferð um Rang- árvalla- og Vestur-Skaftafells- sýslur. Ferðin hefst alla þriðju- daga frá og, með 7. júlí. Harður ilrekstur i MJÖG harður árekstur varð í fyrrinótt um kl. 12,40 á mótum Hverfisgótu og Vitastigs. Bilnum R-13271 var ekið inn Hverfis- götu, en R-12174 upp Vitastíg og lentu þeir harkalega saman. Farþegi í R-12174 slasaðist all mikið og var fluttur á Slysavarð stofuna. Bílarnir skemmdust mjög mikið og varð að flytja þá burtú með kranaibíl. Sveinbjörg í Svonavotninu FYRIR réttum hálfum mán- uði var frá því skýrt hér í blaðinu, að ung íslenzk stúlka Sveinbjörg Kristín Alexand- ers, dansaði sóló í Svanavatn inu við óperuna í Stuttgart. M.a. dansaði hún í þeim ball ett ásamt Margot Fonteyn og Rudolf Nureyev á hátíðasýn- ingu seinast í maí. Morgunblaðinu hefur nú bor izt myndir af Sveinbjörgu í hlutverkum sínum í Svana- vatninu og birtast þær hér með. A annarri myndinni sézt hún í „dansi litlu svananna", sem er sextett úr fyrsta þætti, en á hinni er hún , sólóhlut- verki sínu, klædd síðu pilsi. Samkvæmt fréttum, sem okkur hefur borizt, hefur hin nýja útsetnin,g Johns Crank- os á Svanavatninu fengið sér lega góða dóma, bæði í Lond on, New York og Þýzkalandi og mikið lof á baliettinn. Þess má ag lokum geta, að Sveinibjörg Alexanders verð- ur tvítug i dag, 14. júní. Vonazt til að Fulltrúa- deildin samþykki mannréttindafrumvarpið óbreytt Washington, 13. júní (AP) HUBERT Humphrey, tals- maður í öldungadeildinni um mannréttindafrumvarpið, sagði í dag, að góð von sé um, að fulltrúadeild Bandaríkja- þings samþykki frumvarpið óbreytt eins og öldungadeild- iti gangi frá því. Humphrey sagðist sannfærður um að hér eftir yrðu ekki gerðar ineiri- háttar breytingar á frumvarp inu. Fréttaritari AP segir, að hafi Humphrey rétt fyrir sér, gangi frumvarpið beint frá fulltrúa- deildinni til Johnsons forseta til undirskriftar. Samþykki fulltrúa deildin ekki mannréttindafrum- varpið eins og öldungadeildin gengur frá því, verður því vísað til sameiginlegrar nefndar beggja deilda, sem reynir að jafna á- l greininginn. Síðan þurfa báðar deildir að samþykkja niðurstöð- ur nefndarinnar áður en Johnson fær frumvarpið til undirskriftar og það kemur til framkvæmda. Humphrey sagði, að leiðtogar öldungadeildarinnar hefðu haft náið samband við leiðtoga full- trúadeildarinnar um frumvarpið og þeir virtust sammála öldunga- deildarmönnum í öllum megin- atriðum. Hann kvaðst þess full- viss, að Johnson fengi frumvarp- ið til undirskriftar áður en lands- þing reþúblikana kæmi saman 13. júlí nk., ef öldungadeildin sam- þykkti það í næstu viku. Líkur benda til að það yrði á miðviku- dag. Washington, 12. júní NTB Öldungadeild Bandaríkja þings felldi í dag sjö breyt ingartillögur við frumvarp stjórnarinnar um aukin rétlindi blökkuinauna. Ekki eru menn bundnir við að ljúka ferðum á ákveðnum dög- um, heldur geta þeir framlengt dvölina á ákveðnum stöðum eftir eigin ósk. Galli er á að á Vestfjörðum er ekkert gistihús nema á Isafirði og á Brjánslsík, svo í þeirri ferð verður að mestu gist í tjöldum. Hér er utn einstakt taékifæri fyrir menn að kynnast eigin landi á ódýran hátt. Eins og forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, Þorleif- ur Þórðarson, sagði við frétta- tnenn í gær: „Það er gott fyrir Islendinga að sigla til útlanda og kynnast erlendum þjóðum, en þeir verða einnig að þekkja sitt eigið land.“ Tólf Ia\ar veiddir í La\á í r HUSAVIK 12. júní — Veiði hófst miðvikudaginn 10. júní í Laxá í S-Þingeyjarsýslu. A fyrsta degi veiddust sex laxar á þrjár stangir og má það teljast sæmileg byrjun. Birgir Stein- grimsson, bókari, veiddi fjóra laxana. í gær veiddust þrír og um hádegi í dag, föstudag höfðu veiðzt prír. Stærðin er jöfn, frá 8 — 12 pund. — Fréttaritari. „Frjdlsa ísland“ Ljóð og lag eftir Kristin Reyr KRISTINN REYR, skáld og þús- undþjalasmiður í Keflavík, hef- ur nýskeð sent á markaðinn nýtt lag eftir sig við gamalt ljóð, sem hann á sínum tíma orti í tilefni af lýðveldisstofnuninni og sendi til samkeppninnar 1944. Ljóðið nefnist „Frjálsa Island“, og hef- ur hann nú sent Ijóð og lag á markaðinn í tilefni af 20 ára afmæli lýðveldisins eftir nokkra daga. Hefur hann einnig gert mjög smekklega forsíðu í fána- litunum á tvíblöðunginn. Ragn- ar Björnsson, söngstjóri, hefur raddsett lagið fyrir tónskáldið. Sendu mótmæla- bréf vegna sjón- varpsins MORGUNBLAÐINU barst í gær afrit af bréfi, sem 72 einstakling ar, kommúnistar, sendu banda- ríska sendiherranum á íslandi og yfirmanna bandariska varnarliðs ins á Keflavíkurflugvelli. I bréfinu er talað um innrás varnarliðssjónvarpsins og „beri að stöðva það umsvifalaust með öllu“, eins og' komist er að orði. Þá gera undirskrifendur þá kröfu „í nafni þjóðarinnar", að ekki verið sjónvarpað frá Kefla víkurflugvelli 17. júní nk. Þó ekki sé þess getið í bréfinu, mun hin raunverulega ástæða fyrir því vera sú, að kommún- istum sveið mjög, að þeir fengu ekki að vera með, er 80 mennta- menn sendu Alþingi ávarp til að mótmæla sjónvarpi varnarliðs- ins. Lýðveldiskvik- mynd sýnd á morgun ÓSKAR Gíslason sýnir gömlu lýðveldishátíðarkvikmyn sína i Tjarnarbæ annað kvöld kl. 9. Mynd þessi er bæði frá lýðveld- isstofnuninni á Þingvöllum 17, júní 1944 og einnig hátíðahöld- unum í Reykjavík 18. júni. Hún vax fyrst sýnd þrem dögum eftir í.ð hún var tekin. Tilraunaleikliúsið Gríma sýnir í Tjarnarbæ í kvöld kl. 8,30 nýjan einþáttung, Am alía, eftir Odd Björnsson. Á und- an sýningu þessari. sem er í tilefni Listahitiðarinnar, munu skáld lesa upp úr verkum sín um. Mynd þessi var tekin á æf- ingu einþáttungsins og sýnir þau Erling Gíslason, Briet Héðivts döttur. Krisúnu Magnús og Karl Sigurðsson i hlutverkum síuuin. (Myndina tók Halldór Snorrason).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.