Morgunblaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 2
2 MORGU N BLAÐIÐ Lattgardagur 20. júní 1964 Með síldina til Raufar- hafnar og Siglufjariar Þrær fullar á Austfjörðum og að fyllast á Raufarhöfn SÍÐDBGIS I gær var góð síld- veiði í Héraðsflóanum. Voru skipin í gærkvöldi farin að fara með síldina til Raufarhafnar, en búast noátti við að töluverður hluti þeirra yrði að halda áfram til Siglufjarðar, þar sem í gær- kvöildi var aðeins 10—12 þús. mála þróarrými laust á Raufar- höfn, þegar skipin fóru að koma. Brætt er á Raufarhöfn, svo og ölluim Austfjarðarhöfnunum, þar sem yfirleitt er orðin löndunar- bið. Bezta veður var á miðunum í gærkvöldi og útlit fyrir góða veiði. Síldin af Héraðsflóadýpinu var fitumæld í gærkvöldi og mældist allit upp í 22%. Er síldin farin að fitna og verða Ijósari á kvið- inn, og er því orðin betrá hrá- efni undir söltun. Bíða menn ó- þreyjufullir eftir að hún sé tal- in söltunarhæf og leyfð verði söltun, því plönin eru yfirleitt titbúin og fóiklr farið að koma á síldarstaðina. Síldin er nú að- eins um 3 klst. siglingu frá Rauf arhöfn. Fjöldi skipa var í gærkvöldi á leið vestur til hafna á Raufar- höfn og SiglufirðL Mbl. er kunn- ugt um þessi: Skip, sem bíða eru á leiðinni vestur á bóginn eru: Þórkatla 7S0 mál, Guðmundur Péturs með 1000, Skírnir 900, Helga RE 1550, Smári 300, Steinunn 400, Guð- finnur 600, Árni Magnússon 1600, Friðrik Sigurðsson 800, Elliði 1300, Hafrún 1100, Æskan 550, Áskell 450, Sólrún 1000, Faxi 1300, Bergur 1300, Viðey 1500, Jón Finnsson 700, Haffell 500, Ólafur Magnússon 1600, (Ölafur var með á annað þús. mál, sem hann var að bjóða öðrum skip- um), Ögri 1400. Fyrsta síldin í Breiðdalsvík. Mbl. barst eftirfarandi síldar- frétt frá fréttaritara sínum í Breiðdalsvík: Fyrsta síldin barst hingað I fyrrinótt, alls 2231 mál. Sigurður Jónsson kom með 664 mál, Sunnu tindur með 614, Ólafur Friðberts son með 341, Hamravík með 662 mál. Á Norðfirði eru allar þrær full ar og verður ekki tekið á móti meiri síld fyrr en á sunnudags- morgun. Tæp 40 þús. mál komin til Vopnafjarðar. Vopnafirði, 19. júní — Lönd- un síldar hófst á Vopnafirði 10. þm. Sl. fimmtudagskvöld var búið að landa tæplega 32 þús. málum. Aflahæstu skipin sem landað hefur verið úr eru: Stein- grímur trölli, sem var 1. skipið, með 829 mál, Gunnar SU kom með 924, Jón Kjartansson 1353, Elliði GK 1040, Náttfari 886, Grótta 1026, Gullborg NS 668, Sigurpáll 1144, Hrafn Svein- bjarnarson II 1194, Oddgeir 1078, Þorbjörg GK 668, Hannes Haf- stein 1196, Guðbjartur Kristján 663, Straumnes 642, Bjarmi II 821, Viðey 721, Jón Kjartansson 716, Skírnir 693, Ólafur Magn- ússon 717, Lómur 964, Helga Guðmundsdóttir 1400, Höfrung- ur III 326. í morgun komu eftirtalin skip, sem verið er að landa úr: Sig- urpáll með 1100, Helga Björg 400, Vörður >H 550, Helga Guð- mundsdóttir 1000, Fákur 850, Gylfi II 400, Björgvin EA 900, Thorvuldsensfélagið gefur vöggustofunni ljósnlnntpa BINS og menn rekur minni til gaf Thorvaldsensfélagið Reykja- víkurborg fullbúna vöggustofu við Dyngjuveg 19. júní í fyrra. í ttlefni af fyrsta starfsafmæli vöggustofunnar hafa konurnar í Thorvaldsensfélaginu nú gefið vöggustofunni vandaðan ljósa- lampa. Við afhendingu lampans, aagðt formaður Thorvaldsens- félagsins, frú Svanfríður Hjartar- dóttir, að á fyrsta starfsári vöggu stofunnar hefði hvert einasta rúm verið upptekið og aðsóknin meiri en hægt væri að sinna. Sannaði það bezt, hve þörfin fyrir vöggustofu í Reykjavíkur- borg, hefði verið brýn. Svanfríður Hjartardótir þakk- aði öllum þeim er lögðu sinn skerf af mörkum til byggingar VQggustofunnar; gat þess að stjórn barnauppeldissjóðs, sem bar hita og þunga framkvæmd- anna, hefði nú beðizt undan end urkjöri, en í henni áttu sæti: Bjarnþóra Benediktsdóttir, Guð- ný Einarsdóttir og Ása Ásmunds- dóttír, Núverandi stjóm skipa eftirtaldar konur: Steinunn Guð mundsdóttir, Guðný Albertsson, Hatldóra Guðmundsdóttir. í»á færði formaðurinn forstöðukonu vöggustofunnar, Auði Jónsdótt- ur, sérstakar þakkir fyrir vel unnin störf á þessu fyrsta starfs ári, og bæri heimilið vott urn ttwrhyggju hennar fyrir þeim hlut um setn henni væri falið að ann- •st. Svanfríður sagði að síðustu, að Thorvaldsensfélagið hyggðist efna til leikfangahappdrættis í haust eins og undanfarin ár, og ógóðanum varið til hugðarmála þeirra í félaginu. í þakkarávarpi, sem Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri, hélt við þetta tækifæri gat hann þess, að gamla vöggustoian í Hlíðarenda, sem var visir að núverandi vöggustofu Thorvaldsensfélags- ins (tók til starfa 1. okt. 1949) og stendur skammt frá, væri nú notuð sem dagvöggustofa, rekin af barnavinafélaginu Sumargjöf. Væri þar rúm fyrir 24 börn á dag. Vöggustofa Thorvaldsensfé- lagsins vistaði hinsvegar 32 börn. Væri áformað að byggja nýja álmu við vöggustofuna fyrir börn til 3ja ára aldurs, og yrði endanlega frá þeim hlutum geng- ið siðar á þessu ári, jafnframt því sem lóðin yrði skipulögð. Blíðfari 750, Hannes Hafstein 550. Var þá alls búið að taka við 39.500 málum síldar. Verksmiðjan hóf vinnslu kl. 8 sl. sunnudagskvöld. Eftir 4 sólar- hringa vinnslu var búið að bræða 16000 mál, eða 4000 mála afköst til jafnaðar á sólarhring fyrstu 4 sólarhringana, og það er al- mesta start sem við höfum náð. Hefur aldrei litið eins glæsilega út og á þéssu móti með síldar- móttöku. Verksmiðjan tilbúin og síldin komin um leið í þrærnar. — Sigurjón. Hinn nýi sendiherra Hollands, Dr. Jan Herman van Roljen. afhenti nýlega forseta íslands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Myndin var tekin við það tækifæri. Á milli forsetans og sendiherrans er Emil Jónsson, sem þá gegndi störfum utanríkisráðherra. Sýning á leikföngum, föndur- munum og barna- bókum opnuð í dag SYNING á leikföngum, föndur- inunum, barnabókum og upp- eldisbókum verður opnuð kl. 2 í dag að Frík.irkjuvegi 11, kjall- ara. Er sýningin haldin sem loka atriði í námskeiði fyrir fóstrur, starfsstúlkur og gæzlukonur á barnaheimilum og leikvöllum sem staðið hefur í 3 mánuði og haldið var á vegum Fræðluskrif- stofu Reykjavikurborgar undir stjórn frú Guðrúnar Briem Hilt. Frú Guðrún, sem býr í Nor- egi, kom gagngert til íslands til að stjórna námsskeiðinu, sem er kostað af borgarýfirvöldunum. bað hófst í aprílmánuði sl. og skiptist í tvo þætti, fræðlulegan og verklegan. Flutt voru erindi m. a. um barnasálfræði, van- gefin börn, taugaveikluð börn. barnaverndarmál, barnasjúk- dóma, hjálp í viðlögum, um- ferðarkennslu, leikföng og leiki. Á vefklega námskeiðinu var m .a. kennt að móta í leir og pappír, málning og litun, vinna úr steinum, tré, gleri og taui og hvers konar söngvar og leikir fyrir börn. Verkleigu kennsluna annaðist frú Guðrún, en söng og leiki Margiét Sohram og Gyða Ragnarsdóttir. Tilgangur námskeiðsins var að kenna fórstum, starfsstúlkum og gæzlukonum barnaheimila og leikvalla margs konar nyt- sama hluti, sem þær aftur gætu kennt börnunum. Um 140 þátt- takendur úr Reykjavík og Kópa- vogi sóttu verklega námskeiðið, en heldur fleiri sóttu fyrirlestr- Sýningin, sem verður opnuð í dag, og verður opin í 3 daga, er fyrst og fremst haldin fyrir foreldra og þar geta þeir kynnt sér. ýmislegt, sem varðar leik- föng bama og uppeldi þeirra. Sem fyrr sagir, er það Fræðslu skrifatofa Reykjavíkur, sem stóð fyrir námskeiðinu, og annaðist sérstök nefnd undirbúning þess, en hana skipa þeir Kristinn Björnsson, Jens Guðbjörnsson og Bogi Sigurðsson. Frú Guðrún Briem Hilt, er íslenzk, en býr í Noregi og þar stjórnar hún fyrirtækinu Riktige Leker, sem hefur leikföng barna sem sérgrein og hvaðeina, sem lýtur að þroska barna. Frú Guðrún sagði Morgunblað inu í gærdag, ag leitazt hafi verið við að hafa sýninguna sem latlausasta og miða hana við þarfir barnanna. Lagði hún áherzlu á, að börn þyrftu leik- Askenazy leikur í Sk jólbrekku SOVÉZKI píanóleikarinn Vlad- imir Askenazy heldur einleiks- hljómleika í Skjólbrekku í Mý- vatnssveit nk. sunnudag, 21. júní. Fór hann í gær ásamt konu sinni, Þórunni Jóhannsdóttur og syni þeirra norður til Akureyrar, þar sem þau munu dveljast hjá skyldfólki Þórunnar. föng, sem hæfðu þroksastígi þeirra og að nauðsynlegt væri, að öll börn ættu leikfang, sem þau gætu faðmað að sér ag leit- að huggunar hjá, ef út af brygði. Betra væri, ag börn hefðu ekki oí mikið af leikföngum, það drægi úr hugmyndaflugi þeirra, en þau þyrftu efnivið í leikföng, sem þau gætu gert sjálf. Sér- staklega áherzlu lagði frúin á, að litabækur óhæfar fyrir börn. Litabækur skertu mjög hug- myndaflug barna, en hins vegar væri ágætt fyrir þau að hafa góði liti og pappír, sem þau gætu sjálf teiknað á. Var frúin undrandi yfir, hversu lítið úrval væri til af barnabókum hér og að bóksalar gerðu ekkert til að hafa þær frammi í búðum, væru þær til. Ferð í Skálholt i 17. júoí hútíðahöld ú Siglu- iirði innanhúss vegna veðurs SIGLUFIRÐI. 17. júní var kl. 10 um morguninn byrjað að út- varpa ættjarðarlögum frá Ráð- hústor.gi á Siglufirði. Aðal- hátíðahöldin hófust svo eftir há- degi. Vegna veðurs fóru þau fram innanhúss. Byrjað var með guðsþjónustu kl. 1:30, sr. Ragnar Fjalar Lárus- son predikaði. Þá var Fánahyli- ing. Kirkjukórinn söng þjóð- sönginn. Hátíðina setti Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Þjóð hátíðarnefndar á eftir ávarpi hans var sungið „Island ögrum skorið.“ Unnur Pálsdóttir flutti lýðveldisræðona. Þá söng Karla- •kórina Vísir undir stjóra Sigurð- ar Gunnlaugssonar. Fluttur var þáttur úr íslandsklukkunni eftir Halldór Kiljan Laxness. Flytj- endur Eiríkur Eiríksson, Sigurð- ur Geirsson og Þórarinn Hjálm- arsson. Þá fór fram þjóðdansa- sýning sem frú Regína Guðlaugs- dóttir stjórnaði. Kl. 4:30 var keppt i Víða- vangshlaupi og fóru fram íþrótt- ir og leikir til klukkan 7. Um kvöldið lék Lúðrasveit Siglu- fjarðar. Þá fór fram verðlauna- afhending. Ki 9:30 höfðu skátar varðelda við Leikskála og var þar kvöldvaka. Kl. 11:30 — 1 e.h. var ókeypis dansleikur að Hótel Hofn. Einlcikshljóm- leikar Fragers BANDARÍSKI píanóleikarinn, Malcolm Frager, heldur einleiks hljómleika í Háskólabíói nk. mánudag, 22. júní kl. 21. Á efnis- skrá verða Sónata nr. 38 í Es-dúr eftir Haydn, Sónata í G-moli op. 22 eftir Schumann Valsar op. 39 eftir Brahms og Sónata (1926) eftir Bartok. BBRÆÐRAFÉLAG Dómkirkj- unnar, kirkjunefnd kvenna og dómkórinn efna til ferðar í Skál- holt á morgun, sunnudag 21. júní. Farið verður frá Austur- velli kl. 1. Messað verður í Skálholti kL 3. Sr. Óskar J. Þorláksson pré- dikar, en sr. Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir altari. Þeir, sem óska að vera með I ferðinni þurfa að hafa samband við kirkjuvörð Dómkirkjunnar i dag kl. 10—12, og eru það síð- ustu forvöð. í bakaleiðinni verður komið við á Laugarvatni. Margir vilja gjarnan haga sv» ferðum sínum í Skálholt, að þeir geti verið við guðsjónustu á hin- um fornhelga stað. H jarta- og æða- sjúkdómavarna- f élög slofnuð STJÓRN Hjarfca- og æðasjúk- dómavarnarfélags Reykjavíkur hefur áikveðið að gangast fyrir stofnun félaga á eftirfarandi stöðum: Hvammstanga: mánudag 22. júní kl. 8.30 s.d. Sauðárkróki: þriðj udag 23. júní kl. kl. 8.30 s.d. Siglufiröi: miðvikudag 24. júní kl. kl. 8.30 s.d. Óiafsfirði: fimmfcudag 25. júnl kl. 8,30 s.d. Húsavík: föstixfa«g 26. júní ki. 8,30 s.d. Egilsstöðum: sunrvudag 28. júní klr 3 e.h. Neskaupstað: sunnudag 28. júní ldi. 9 s.d. Blönduósi: mánudiaig 29. júnl kl. 8,30 s.d. Prófessor Sigurður Samiúols- son mun mæta á fundunum. Fólk eir beðið að fjöknenna & atofnfundina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.