Morgunblaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 6
6 MQRGUNBLAÐIÐ Laugardagur 20. júní 1064 L.AFtSEN' kom m,jög á óvart í 19. umferð á skákmótinu í Amsterdam, þegar honum tókst að sigra rússneska stórmexstar- ann David Bronstein. Fyrir þá, sem hafa gaman af að glíma við leikfléttur er skákin hrein gull- nátrva. Hvítt: David Bronstein Svart: Bent Larsen Kóngsindversk vörn 1. d4, Rf6. 2. c4, g6. 3. Rc3, Bg7. 4. e4, d6. 5. Be2, 0—0. 6. Bg5. (Bronstein velur afbrigði sem horfið hefur töiuvert úr móð upp á síðkastið, en afbrigðið getur þó engan vegin talizt lélegra en mörg sem tekin eru fram yfir það í dag). 6. ■— e5. (Tvímæla- laust bezta leið svarts til þess að maeta Bgð). 7. d5, e«. *. Rf3, h«. (Nauðsynlegt áður en drepið er á d5, til þess að geta svarað Rxdð með g5). 9. Bf4. (Annað afbrigði er 9. B>h4, exdó. 10. cxdð g5. 11. Bg3, Rh5 með flóknu og vandasömu tafli). 9. — exd5. 10. exd5, He*. 11. Rd2 ('Hirxdrar Re4) 11. — Rh5. 12. Bg3 (Rangt væri hér 12. Be3 vegna 12 — Hxe.3! 13. fxe3, Dh4f 14. g8, Rxg3. 15. Rf3, Dh3 og svartur hefur góða möguleika fyrir skiptamuninn) 12. — Bg4. 13. •—0, Rxg3. 14. hxg3, Bxe2. 15. Rxe2. 15. — Bxb2!? 16. Hbl, Bg7. 17. Hxb7, Rd7. 18. RÍ4. (Eftir t. d. 18. Hb3, er svarta staðan greini lega betri vegna þess hve riddar- ar hvíts standa iUa og biskupinn á g7 er öflugur, auk þess ér c4 veikleiki) 18. — Rb6. 19. Hel, Bc3. 20. Re4! (Mjög skemmtileg leikflétta, sem gerir skákina afar spennandi. En Bronstein átti úr vöndu að ráða, þar sem Larsen hafði aukið á stöðuyfirbuiði sína í síðustu leikjum). 20 — Bxel. 21. Re«! (Lykilleikurinn! Öðxu vísi getur hvítur tæpast gert sér vonir um að brjótast í gegn um svörtu kóngsstöðuna) 21. — Bxf2f (Eftir 21 — fxe6. 22. Dg4, He7. 23. Dxgöf, Kf8. 24. Df6f, Ke8. 25. Dh8f, Kf7. 26. dxeöf! og mátar í næsta leik. B. 21. — Hxe6. 22. dxe«, f5. 23. Dal og vinnur. C. 21. — Dc-8. 22 Rf6f, Kh8. 23. Dcl, g5. 24. Dd3 og mát- ar).22. Kxf2? (Slæmur afleikur. Bezt var hér Kh2! T.d. A. 22. — Bxg3f 23. Kxg3, þá kemur upp sama staða og í afbrigði A eftir 21 — fxe6. B. 22 — Bd4! 23. Rxd8 Haxd-8. 24. Rd2. I>á hefur svart um tvo möguleika að velja: 1. 24. — Hd7. 25. Hxd7, Rxd7, og hefur svartur þá öllu betri mögu leika. 2. 24. — He5. 25. Rf3 (26. g4 er bezt) 25. — Hh5f 26. Rh4, Rbd7! ásamt Rf6—g4, með flóknu tafli). 22. — fx«6. 23. Dg4, Hf8v (Nú kemur í ljós hve mikilvægt það var að koma ekki með hvíta kónginn út á f-línuna. 24. Kglj Hf6. 25. Dh3? (Betra var 25, Dxe6! Df8. 26. e7, Hflf 27. Kh2, Dfi5. 28. Dxf5. 28. — Hef5. 29. Hxa7!, He8. 30. Rxd6, He5, og staðan er jafntefli). 25. — Df8! 26. Rg5. (Eftir 26. Rxf6t 'Dxf6. 27. Dxh6, Dalt! 28. Kh2 (Kfl, Hf6f og mátar). 28. — Dh8 og vinnur auðveldlega). 26. — Hflt 27. Kh2, Hf5. 28. Rxe6, Hh5. 29. Dxh5, gxh5. 30. Rxf8, Hxf8, og Bronstein lagði niður vopn. IR.Jóh. „Gagn og gaman“ er líka lesiö í Glasgow FLUöFÉLAG íslands hefur að undanförnu verið að endurskipuleggja starfsemi sína ag nokkru leyti og til- flutningur hefur orðið á mönn um bæði heima og erlendis. Einar Helgason, sem áður var forstöðumaður skrifstofu félagsins í Oslo, er kominn heim, eins og kunnugt er, og við hefur tekið Ólafur Jóns- son, sem starfað hefur hjá félaginu í Glasgow í fjögur ár. Fyrst annaðist hann af- greiðslu á Renfrew-flugvelli og kynntust þá margir íslend- ingar lipurð hans og alúð. Síð- af tók hann við sölustarfi hjá félaginu og ferðaðist á milli feiðaskrifstofanna í umdæm- ÍDU. Fréttamaður Mbl. hitti Ólaf að máli ekki alls fyrir löngu og er hann nú að koma sér fyrir í nýja starfinu. Hann sagði, að þau væri átta á akrifstofunni, helmingurinn Skotar. Og hann heitir borgils Kristmauns, sá, sem annast afgreiðsluna á Renfrew-flug- vellinum í sumar. Piltur, sem starfað hefur hjá félaginu í Reykjavik. Ólafur sagði, að það væri ekki lengur fréttnæmt að ferðamannastraumurinn til ís- lands væri í örum vexti. Stöðugt sölu- og kynningar- starf ytra skilaði betri og betri árangri — jafnt og þétt. Og Ólafur sagði líka, að íslendingar kæmu sízt minna til Glasgow nú en áður. Gall- inn væri hins vegar sá, að það væru ekki allir sem áttuðu sig á því að Skotland og ír- land væru einna „ódýrustu“ löndin, sem íslendingar ættu kost á að ferðast til með góðu móti. Aldrei verður lögð of mikil áherzla á fegurð skozku hálendanna, sagði Ólafur — og það er stutt að fara til Loch Lomond eða Trossacs frá Glasgow. Mikið væri af hóteiurh úti i sveitinni utan við Glasgow og þar væri gott og ódýrt að dvelja í nokkra da,ga til þess að njóta veður- bliðunnar og komast úr skark ala heimsins. >á benti hann á Edinborg — og siðast en ekki sízt Irland, en þangað er hægt að fljúga beint frá Glasgow fyrir innan við þús- und krónur með Aer Lingus. Ólafur sagði, ag írlendingar væru elskulegt fólk og mjög skemmtilegt að sækja þá heim.. A Suður-írlandi væri veðurblíða mikil — og ferðir tll Skotlands og friands væri hægt að fá fyrir fimm þús- und krónur. Hótel í Giasgow kosta þetta 3-400 krónur yfir nóttina og er matur innifal- inn. Dagferðir með bílum upp í hálöndin og bátum niður Clyde-fjörðinn kostuðu 60-240 krónur. Þetta sagði Ólafur um ferða málin — og svo snérum við okkur að fjölskyldumálunum, því hér býr hann með konu sinni, Karolíu Sveinbjörns- dóttur, og tveimur börnum. Öllum fellur vel ag búa þarna. >au hafa keypt sér hús og búið vel um sig — og nú er eidra barnið komið á skóla- 'Ólafur Jónsson. skyldualdurinn, sem er 5 ár þarna, og farið að ganga i skóla. Bæði börnin tala íslenzkuna heima — og ensku við lerk- félasga sína úti — og það er svo undarlegt, að þeim hættir aldrei við að rugla tungu- málunum saman, segir Ólafur. Annars byrjum við að kenna þeim að lesa og stafa upp á isienzka mátann, bætir Ólaf- ur við — og notum „Gagn og gaman“. Hann segir, að sér virðist íslenzku börnin og þau skozku ekki mjög frábrugðin nema þá helzt í tvennu. ís- lenzk börn eru feitari og patt- aralegri en þau skozku, sem hins vegar eru betur öguð en þau íslenzku. Á Bretlandi borðar fólk meira sælgæti en við heima á íslandi, þrátt fyr- ir allt sælgætisátið þar, segir Ólafur — því súkkulaði er hluti af daglegri fæðu á Bret- landseyjum. >að er e. t. v. miklu betra að fá sér súkku laðimola í staðinn fyrir þenn- an sífellda aukabita á íslandi, segir hann. En þar sem fólk borðar mikið súkkulaði verður það líka ag hugsa vel um tenn- urnar — og það gera Skotar. Hér er ódýrt að fara til tann- læknis. Maður borgar tann- lækninum eitt sterlingspund (120 krónur), í fyrsta skiptið — og síðan ekki meira. Fólk greiðir vikulega í sjúkrasam lag ákveðinn hluta af launum, ekki háa upphæð — og síðan sem svarar tólf krónum fyrir hvern lyfseðil. Lyf eru svo frí að meira eða minna leyti. >etta er ein hliðin á Skot- landi. Ólafur segir, að um 25 íslendingar búi í Glasgow, flestir námsmenn og konur þeirra. >eir nema ýmist við háskólann 1 Glasgow eða Glascow Technical College. >arna er íslendingafélag og er formaður þess Einar Tjörvi Elíasson, fyrrum námsmaður í borginni en nú kennari við Technical College. Lengra verður spjaliið við Ólaf ekki. Yið óskum honum sömu vinsælda í starfinu og fyrirrennari hans, Einar naut þar. Mörg bréf Ég hef gert of lítið af því að undanförnu að birta bréf frá lesendum, því daglega berast mér fleiri en eitt. Eins og ég hef stundum drepið á áður, þá er yfirgnæfandi meirihluti bréf- anna kvartanir um eitt og ann- að, stundum réttmætar — en oft einkennast þær af þeim tii- hneigingum margar til að gera meiri kröfur til annarra en sjálfs síns. Ýmsir virðast þeirrar skoðun ar að Velvakandi eigi svör við öllu. Því miður er ekki svo. En hann hefur sínar skoðanir á öllu milli himins og jarðar — og er ófeiminn við að láta þær í ljós. Þeir mörgu, sem ekki hafa séð bréf sín til Velvakanda birtast, eru beðnir um að gefast ekki upp — og vera ófeimnir við að bréf þeirra birtist ekki getur einfaldlega verið sú, að þeir settu ekki nafn sitt og núm er undir bréfið. Við birtum ekki nöfn bréfritara, ef þess er óskað. ÖHum er óhætt að treysta þvL Skylda? Jæja, þá ætla ég til tilbreyt- ingar að gefa lesendunum orð- ið — og ber fram spurningar, sem borizt hafa úr ýmsum átt- um: „Er fólki, sem flytur úr íbúð, ekki skyit að þrífa hana — eða er það hlutverk næsta leigj- anda eða kaupanda að hreinsa eftir fyrri notendur íbúðarinn- ar?“ Mér finnst svo sjálfsagt og eðlilegt, að allir hreinsi og þrífi eftir sig, að mér finnri þessi spurning ætii alveg að vera óþörf. Ég veit ekki um hina lagalegu hlið málsins. En það hlýtur að vera siðferðileg skylda hvers og eins að skila íbúð í því ástandi, að nýir leigj endur eða eigendur þurfi ekki að byrja á því að moka gólfin. Ekkert nýtt „Hvers vegna leika þeir svona leiðinleg lög í útvarpinu á iaugardögum?" >að eru ungar stúlkur, sem spyrja — og ástæðan hlýtur að vera sú, að þeir séu svona leið- inlegir — þarna í útvarpinu. Hins vegar er það sennilega alltaf matsatriði hvað leiðin- legt er — og hvað ekki. Ég er viss um að þorri fólks yrði steinhissa, ef þeir tækju allt í ejnu upp á að leika skemmtileg lög á laugardagskvöldum. -Ekki sem verst „Hvers vegna halda þeir á Suðurnesjum áfram að kasta öllu ruslinu fram af Stapan- um?“ Nú veit ég ekki. Auðvitað er ekki gott að kasta rusli þar, sem það fýkur að alfaraleið. En okkur hér í þrifnaðaræðinu í Reykjavík finnst það betra en ekki neitt — að þeir kasta þó ruslinu þarna suður frá. Eðlileg spurning „Hvers vegna geta börn I gagnfræðaskólum fengið hærri einkunn í erlendum tungumál- um en í íslenzku?" Ja, ekki er furða þótt spurt sé. Annað hvort er íslenzku- kennarinn svona lélegur, eða hinir góðir, — því öll eru blesa uð börnin jafntreg. Hvað gæti gerzt? „Hvers vegna eru leigúbílar okkar ekki útbúnir þannig, að glerveggur aðskilji bílstjórann og farþegana, eins og tíðkast í útlöndum?" >að þarf nú varla speking til þess að sjá að bílstjórarnir færu mikils á mis, ef þeir heyrðu ekki um hvað farþegarnir töl- uðu. Þegar ekið er úti á þjóð- vegunum er bílstjóri, innilok- aður í búri, líka í verri aðstöðu til að fylgjast með því hvort farþegarnir eru á sínum stað. Bílstjóri, sem væri einangrað- ur á þann hátt, gæti jafnvel týnt afturhluta bílsins i holu á Hellisheiði án þess að veita þvl athygli fyrr en komið væri nið ur á stöð. ELDAVÉLAR ELDAVÉLASETT GRILL Sjálfvirkt hita- og támaval. A E G - utn hoðið Söluumboð: HÚSrsÍBI hJ!. Simi 20440 og 20441.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.