Morgunblaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 15
Laugardagur 20. júní 1964 MORGUNBLAÐIÐ 15 u UTVARP REYKJAVIK Laxness / Halldór Á SUNNUDAG, 7. júní, var út- varpað setningu Listahátíðar í Háskólabíói. Jón Þórarinsson, forseti bandalags íslenzkra lista- itianna, setti hátíðina, en síðan fluttu ávörp Gylfi I>. Gíslason, íiienntamálaráðherra og Geir Hallgrímsson, borgarstjóri. Þá hélt Halldór Laxness, rithöfund- ur ræðu. Kom hann víða við, en ræddi þó einkum um listir í víð- tækri merkingu orðsins. Hann eagði, að sjálfstæði þjóðar yrði eð ávinnast á hverjum degi. ^Þungi og ókvikanleg nálægð" ítórþjóðanna gætu haft miður beppileg áhrif á hinar smærri þjóðir. I>á sagði skáldið, að öll helztu grundvallarafrek í list- um hefðu verið unnin af þjóðum, sem hefðu rétt 'haft til hnífs og ekeiðar. Þá benti hann á ýmis forn rit íslenzk, sem væru gagn eierk, en ennþá hefði láðst að gefa út á prenti. Nefndi hann þar t d. Hómilíubókina og Heil- agra manna sögur. Halldór Laxness, sagði enn- fremur, að heimsfrægð nú á dögum væri komin undir þunga j auglýsiniga og væri auglýsing hið eina, sem stórþjóð gæti | gefið listamönn | um sínum fram i yfir smáþjóð. >ó sagði hann, að timinn væri vitr ari dómari en auglýsingakerf- ið. Listaverki lægi aldrei á og væri vafasamt, hvort hægt væri að tala um fram og aftur í tíma þegar um raunverulegt lista- verk væri að ræða. Þannig hefði t. d. listaverkið Brennu-Njáls 8£ga verið lítt þekkt fyrstu 500 érin eftir áð það var samið. f fáum orðum sagt var erindi Halldórs Laxness kynngimögn- uð hugvekja, bæði að efni og etíl. Hver sem gæti flutt slíkt er indi að aflíðandi ævidægri hefði þar með „sannað tilverurétt sinn", þótt það væri hans ein asta verk. Að erindi Halldórs loknu, lásu þeir Guðmundur G. Hagalín, Guðmuridur Böðvarsson og Þór- bergur Þórðarson úr verkum sín- um við hinar beztu undirtektir Síðar um daginn var útvarpað frá útisamkomu - Bjómannadags- ins við Austurvöll, og voru þar fiutt mörg ágæt erindi og ávörp. Um kvöldið stjórnaði svo Svav- ar Gests skemmtiþætti fyrir út- varpið, og nefndist hann „Beggja ekauta byr". Voru þar mörg skemmtiatriði á boðstólum. Á mánudagskvöld talaði Ragn- ar Jónsson, forstjóri, um daginn og veginn. Hann byrúaði á að fagna hinni friðsamlegu lausn kjaradeilunnar. Sagði hann, að ekki þýddi að hafa kaup hærra en svo, að framleiðslan gæti borig það. Þó ætti kaup jafnan eð vera eins hátt og framleiðsl- an þyldi hæst. Ragnar sagði, að fólk gerði miklar kröfur til ýmiskonar þæginda, auk víns og tóbaks, og taldi réttilega, að fclk gæti varið peningum sínum ti: ýmissa nytsamlegri hluta en það gerði. Sumir halda, að það sé fínt eð vera „fullur" eða „hálfur" 6&gði Ragnar, en það væri hinn inesti misskilningur. Hann sagði, eð margir unglingar um ferm- ingu neyttu tóbaks sem matar. Sagði hann, að það væri hörmu- legt, er ríkisstofnanir rækju éróður fyrir eitur. En 611 vær- um við samábyrg um þetta. „Ríkið er nefnilega sjaldan betra en við sjálf og ekki nærri eins gáfað og sumir virðast halda" sagði Ragnar. Þá fór Ragnar með óprentað kvæði eftir Davíð Stefánsson, er fdnnst að skáldinu látnu. Nefn- ist þag JBlómið eina". Minning Ragnar Jónsson Hallgríms Péturssonar. f heild var erindi Ragnars eitthvert það bezta, sem flutt hefur verið í útvarpið á þessu ári. Sumir hafa furðað sig á því, aft athafnasamur kaupsýslumað- ur, eins og „Ragnar í Smára" skuli hafa helg- að sitt hálfa líf listinni, og vissu lega mun fram- lag hans til ís- lenzkra lista- mála nálega ein stætt, þótt lítt muni hann hafa gefið sig beint við listsköpun. Hins vegar sýn- ist ekkert óeðli- legt við það, að kaupsýslumenn séu vel hlutgengir á sviði lista og gagnkvæmt. Mætti í því sam- bandi minna á Einar Benedikts- son skáld, sem þótti vel fram- bærilegur kaupsýslumaður á sín- um tíma. Síðar á mánudagskvöld var þátturinn „Á blaðamannafundi". Að þessu sinni var Björn Th. Björnsson, listfræðingur spurð- ur um íslenzka myndlist, en spyrjendur voru, auk stjórnand- ans dr. Gunnars. G. Schram, þeir Baldur Óskarsson og Sig- urður A. Magnússon. Björn kvað íslenzka myndlist standa framar bókmenntum okk- ar nú sem steeði, að gæðum. Aðspurður viðurkenndi hann þó, að Thor Vilhjálmsson, rithöf- undur, væri frumlögur. Björn sagði, að aðeins sárafáir menn bæru skyn á nútímamyndlist hérlendis, og mætti segja, að all- ur fjöldinn væri tvær kynslóðir á eftir tímanum, hvað lista- smekk áhrærði. Hann sagði, að iðnaðarmenn hefðu minnstan listaáhuga allra stétta og kenndi meðal annars um vinnuþrælkun. Þá sagði hann, að í listsköpun væru allar tilraunir til þjóðleg- heita slæmar, en öll góð list þjóðleg. Spurningu um það, hver væri mesti listamaður þjóð- arinnar í dag, svaraði Björn með annarri spurningu: „Hvor er betri stjarna Marz eða Venus? Ýmsar staðhæfingar listfræð- ingsins þóttu mér hæpnar, þótt framsetning þeirra væri yfir- leitt snjöll og þær hefðu marg ar hverjar á sér hoffmannlegt yfirbragð. Er það t. d. víst, að íslenzkar bók- menntir standa að baki íslenzkri myndlist nú til dags? Er ég hug- leiði þá spurningu, detta mér aftur í hug reikistjörnurnar tvær, sem listfræðingurinn hefur nú í sigti. Á þriðjudagskvðld var þáttur- inn „Ljóðalestur útvarpsins á Listahátíð". Halldór Laxness las ,.Söknuð" eftir Jóhann Jónsson, „Gunnarshólma" eftir Jónas Hallgrímsson og passíusálm (nr. 42) eftir Hallgrím Pétursson. Upplestur Halldórs á „Söknuði" og passíusálminum fannst mér afburðagóður, en Gunnarshólma' hefi ég heyrt betur lesinn af mönnum, sem búa ekki yfir út- bærri skáldgáfu. En auðvitað ber skáldum engin skylda til að lesa betur upp kvæði en aðrir nienn. Þetta kvöld lauk framhaldsleik ritinu „Oliver Twist".' Þótt allt fengi þær sæmilegan endi, þá er eins og eitthvert tómarúm innra með manni, eftir að þessu skemmtilega leikriti er lokið. Á miðvikudagskvöld las Jó- hannes úr Kötlum kvæði eftir Bjarna Thorarensen. Flutningur Jóhannesar var ekki eins leik- rænn og hjá Laxness kvöldið áð- ur. Lagði hann meira upp úr kveðandi og hrynjandi. Er sá lestrarmáti sennilega öllu þjóð- legri. Séra Jakob Jónsson lauk hinu ágæta erindi sínu „Dulræn skynj un" þetta kvöld. Þá var þáttur- inn „Þegar ég var 17 ára". Heppnaðist útvarpinu enn að grafa upp einn, sem mundi eftir sér á því aldursskeiði. Nefndist sá „Norðlingur", en Steindór Hjörleifsson las. Á fimmtudagskvöld las Hann- es Pétursson kvæði eftir Grím Thomsen. Var sá upplestur áheyrilegur. Það er annars gam- an að bera saman frægðarferil þessarra tveggja skálda. Hannes var viðurkenndur mikið skáld innann við þrítugt, en það eru ekki nema cirká 40-50 ár síðan Grímur var dreginn í dilk góð- skálda, enda þótt hann sé fædd- ur árið 1820. Það er gaman að vita, hvorn ber hærra eftir svona 2O0 ár. Síðar þétta kvöld sá Jón B Hjálmarsson, skólastjóri, um þátt er hann nefndi: „Undur yfir dundu". Fjallaði hann aðallega um eldgjána Kötlu og hina að- skiljanlegu duttlunga hennar í rás aldanna. Mjög fróðlegur þáttur. Lengi hefur verið rætt um það af málsmetandi mönn- um að reisa varnargarð gegn væntanlegu Kötluhlaupi, en ekki orðið úr framkvæmdum enn. Björn Th. Björnsson. Spái ég því, að Katla eigi enn eftir að kasta hressilega af sér vatni, áður en sá garður verður gerður. Á föstudagskvöld las Tómas Guðmundsson kvæði eftir séra Björn Halldórsson í Laufási. Tómas sagði (efnislega), að án hinna mörgu lítt þekktu skálda, sem hefðu viðhaldið fegurð og skáldskaparmáli tungunnar, mundi naumlega nökkur lista- hátíð haldinn i dag. Séra Björn Halldórsson var faðir Þórhalls Bjarnarsonar, biskups, afi Tryggva Þórhallssonar, fyrrver- andi ráðherra og Dóru Þórhalls- dóttur, forsetafrúar.. Hann orti sálma, kvæði og vísur, en verk hans hafa ekki enn verið gefin út á prenti. Seinna um kvöldið lauk Guð- mundur R. Magnússon að segja frá Bandaríkjaför sinni. Áhrifa- mikil var lýsing hans á við- brögðum skólabarna þar vestra við dauða Kennedys, forseta. Þau skynjuðu af hinum óskýran- lf ga næmleika barnssálarinnar, jafnvel betur en hinir fullorðnu, hinn þunga harm, sem settist að brjósti mannkyns við þann at- burð. Á laugardag spjallaði Jónas Jónasson meðal annars við Guð- laug Rósinkranz, þjóðleikhús- stjóra „í viku- lokin". Jónas sagðist hafa les- ið í blöðum gagn rýni allmikla á stjórn Þjóðleik- hússins og „nú skaltu fá tæki- færi til að svara fyrir þig hlutlaust" mælti hann síðan við þjóðleikhússtjóra. Nú — hafi menn svo ekki vit- að, hvernig á að andmæla ádeil- um „hlutlaust" þá fengu menn þarna „kursus" í því. Rósinkranz skýrði meðal annars frá mörg- um dæmum þess, er menn héldu, að hann væri að gera einhverj bévaða vitleysu, en allt þó fengið farsælan endi. Erfitt kvats hann vera að gera mun á réttu og rcngu, og er það líklega ekki fjarri lagi, ef fyllsta „hlutleysis" er gætt. Á laugardagskvöld var leik- ið' leikritið „Bragðarefirnir" eftir Gunnar Gunnarsson. Er það í fyrsta sinn, sem það leikrit er leikið hérlendis, en það var upp- haflega samið á dönsku. í leik- ritinu er á snjallan og skemmti- legan hátt fjallað um efni einnar sérkennilegustu íslendingasögu, sem varðveitzt hefur, Banda- mannasögu. Er þar beitt slíkum klókindum og undfrferli, að jafnvel nútímamenn gætu verið fullsæmdir af. Hin yngri leikritaskáld okkar standa enn í ógoldinni skuld við íslendingasögurnar. Hvernig væri að setja „hart í bak" og taka að sviðsetja meira af leik- rænum viðburðum fornsagn- anna? Sveinn Kristinsson. Guðlaugur Rósinkranx ATHUGIB að borið saman við útbreiðslu er langtum óýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Kirkjan í Breiðavík Breiðavíkurkirkja Á MORGUN, sunnudaginn 21. júní, vígir herra biskupinn, Sig- urbjörn Einarsson, nýtt kirkju- hús í Breiðavík í Barðastrandar- prófastsdæmi. Breiðavíkurkirkja hefur nú verið annexía frá Sauðlauksdal í nær 140 ár, en áður var þar bænhús, sett af Jóni biskupi Gerrekssyni árið 1431. Árið 1824, 31. desember, var bænhúsið gert að sóknarkirkju með konungs- bréfi og hefir svo verið fram á þennan dag. Miðað við staðhætti hefur söfn uður Breiðavíkurkirkju verið all- fjölmennur fram á síðustu tíma, en hina síðustu áratugi hefur fólksfækkun orðið mjög tilfinn- anleg í Rauðasandshreppi, svo sem víða annars staðar hér á landi, vegna þeirrar þróunar, sem orðið hefur í atvinnulífinu. Breiðavíkurkirkja hefur jafnan verið bændakirkja og bygging kirkjuhúss og viðhald þess vegna verið á ábyrgð kirkjubóndans, eiganda jarðarinnar, hverju sinni. Hin síðari árin hefur gamla kirkjan, sem stendur á grund- inni norður af bænum, verið lítt nothæf, vegna þess, hve úr sér gengin hún er. Og þar sem eig- andaskipti urðu nú fyrir nokkr- um árum, þegar íslenzka ríkið keypti jörðina í þeim tilgangi að reka þar vistheimili fyrir drengi, sem villzt hafa af leið á einn eða annan hátt, varð að sam komulagi milli safnaðarins og hins nýja eiganda, að söfnuður- inn tæki að sér allar kvaðir jarð- areiganda vegna kirkjunnar gegn fjárframlagi eitt skipti fyrir öll. Og nú er risið í Breiðavík nýtt glæsilegt kirkjuhús, sem stendur allfjarri gömlu kirkjunni, á hæð- inni suðaustan við vistheimilið. Setur hin nýja kirkja mikinn svip á staðinn, sem þegar er vel hýstur og mjög snyrtilega um genginn. f sóknarnefnd Breiðavíkursafn aðar eru nú: Daníel Eggertsson, bóndi, sem einnig er safnaðarfull trúi, Þórður Jónsson, hreppstjóri og Ásgeir Erlendsson, vitavörð- ur, allir til heimilis á Hvallátr- um. Hafa þeir unnið mikið og óeigingjarnt starf ásamt söfnuð- inum í heild til þess að kirkjan mætti komast upp og hefir það nú orðið með mikilli prýði. Einn- ig ber sérstaklega að þakka fyrv. forstjóra vistheimiUsins, herra Birni Loftssyni, senv í hvívetna hefur með ráðum og dáð sýnt velvilja sinn og fórnarlund til þess að allt mætti vel fara og giftusamlega. Einnig ber að þakka núv. forstjóra, herra Hall- grími Sveinssyni, hans framlag og velvild til kirkjubyggingar- innar. Segja má, að söfnuðurinn hafi færzt mikið í fang með bygg^ ingu hinnar nýju kirkju, eink- um, þegar þess er gætt, að fram- lag ríkisins til byggingarinnar var í upphafi mjög lágt og verð- hækkun orðin mikil frá þeim tíma, þegar fyrst var hafizt handa. En þrátt fyrir mikla fjár- hagsörðugleika, sem þurft hefur að yfirvinna, er staðreyndin sú í dag ,að kirkjan er risin af grunni, fullbúin utan og innan, og verð- ur nú tekin til notkunar. Kirkjan er byggð eftir teikn- ingu frá húsameistara ríkisins, herra Herði Bjarnasyni, og er hið snotrasta guðshús. Rúmar hún um 50 manns í sæti og hituð með lofti. Yfirsmiðir hafa verið þeir bræðurnir Guðjón og Páll Jó- hannessynir, Patreksfirði, og margir aðrir, sem ekki verða nefndir hér að þessu sinni, hafa og lagt hönd á þessa ágætu smíð. Teikningu hitalagnar annaðist teiknistofa Gísla Halldórssonar verkfræðings, Reykjavík, og teikningu raflagnar, Egill Mar- teinsson, ReykjavíÉ. Þessar fáu línur eru ritaðar til þess að vekja athygli amnna á því, hve mikið getur áunnizt af fáum, ef vilji er fyrir hendi og menn samtaka og samhuga. Má dæmi þetta gjarnan verða til eft- irbreytni fyrir þá hina stóru söfnuði í landinu, sem enn eiga eftir að koma sér upp kirkjum. Breiðavíkurkirkja á sér marga vini og hafa þeir þegar sýnt henni ræktarsemi sína með ýms- um dýrmætum gjöfum. Hún hef- ur jafnan verið fátæk að ytri búnaði, en um aldirnar hefur hún safnað sér fjársjóðum, sem hvorki mölur né ryð fær nokkru sinni grandað. Hún hefir verið skjól litlum söfnuði og einingar- tákn fámenns samfélags í dreifðu byggðarlagi, í víkum og vogum, út við hin yztu sker lands vors, fólks, sem háð hefir þunga og erfiða lífsbaráttu i einangrun og fátækt allt fram á hin síðustu ár. Er þess nú að vænta, að mann- margt verði í Breiðavík á morg- un, á þessum hátíðisdegi, og að þeir verði margir, bæði heima og heiman, sem minnast kirkju sinnar að fornu og nýju í þakk- látum hug og gleðjist í hjarta sínu yfir því, sem áunnizt hefir og geri í þessu tilefni orð heb- reska sálmaskáldsins að sínum: Þetta er dagurinn, sem Drott- inn hefir gjört, fögnum, verum glaðU' á honum. Grimur Grímsson. M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.