Morgunblaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADIÐ Laugardagur 20. júní 1964 f JOSEPHINE EDGAR saman til ferðarinnar, sagði ég. — En mér datt í hug, að ef Vestry viidi ekki hafa hann, eftir þessa stefnu um daginn, þá kynni hann að fara strax. Kannski mundi hann þá bara vinna fyrir farinu sínu. í>að var áhyggjusvipur í augnaráðinu hennar og hún hélt áfram að leggja bréfin í snyrti- legar hrúgur. En svo sagði hún allt í einu: — Minnist hann nokkurntíma á mig við þig, Rósa? — Nei, svaraði ég. — Ertu ást fangin af honum? Hún þaut upp: — Heldurðu að ég sé skotin í staurblönkum aumingja? Ég ætti ekki annað eftir, hvæsti hún. — Hann segir, að þú sért kona fyrir karlmenn og engum sé vel til þin, heldur sértu annað hvort elskuð eða hötuð. Hún andvarpaði djúpt, rétt eins og ég hefði sagt henni eitt- hvað, sem hún hefði lengi þráð að heyra. En eftir andartak sagði hún með glaðiegri og um leið háðs- legri rödd: — Hvar finnur virki lega kona virkilegan karlmann nú á dögum? Hún h!ó. — Hugsaðu ekki um hann Brendan, Rósa litla. Ég ætla að tala við„hann Woody og hann kemur öilu í lag. Hann veit, að Brendan er laginn við hesta. En hann ætti bara að gæta tungu sinnar, það er allt og sumt. Þú skalt ekkert hugsa frek ar um það. Hún reif bréfið mitt í tætlur og lét þær detta í bréfakörfuna. — Þegar þú kemur að utan, skaltu klæða þig. Ég ætla að fara með þig út í Oxfordstræti til að panta eitthvað utari á þig fyrir næstu veðhlaup. Segðu við hana Minnu að láta vagninn vera tilbúinn klukkan* ellefu. Hún rétti mér öll bréfin og reis á fætur, teygði úr sér eins og köttur, svo að blúndurnar og ermarnar féllu um hana og fallegu hvítu armarnir urðu nakt ir. Hún virtist vera í einhverju uppnámi. — Flýttu þér, elskan! sagði hún og stikaði inn í svefnher- bergið sitt. Gatan yar svo laufskrúðug og töfrandi í morgunsólinni. Börnin voru að koma inn í garðinn með fóstrum sínum. Póstkassinn var ekki nema nokkur skref í burtu, og á leiðinni þangað leit ég samt á öll bréfin — þetta eina frá mér til Marjorie og svo hin, til saumkavenna tízkuverzlana, skó sala og vínkaupmanna. En neðsta bréfið var áritað til lögreglustjórans. Ég glápti á það, steinhissa, en setti það svo í kassann ásamt hinum og gleymdi því bráðlega. Ég byrjaði í Frivolity-leikhús- inu næsta mánudag. Ég komst brátt að því, að hugmyndir mín- ar um að kaupið, sem ég kæmi til að hafa þar, gæti orðið að nokkru gagni, var hlægileg. Þó ekki væri annað, þá vildi Soffía ekki heyra það nefnt, að ég færi í leikhúsið í strætisvagni, svo að ég varð að taka leiguvagn ef hennar vagna var ekki handbær. Mestallt vikukaupið mitt fór þannig í leiguvagna. En ég hafði haldið, að lífið þarna í leikhúsinu væri ekkert annað en eintómt kampavín og demantar, þá komst ég brátt á aðra skoðun. Utan frá séð kynni það að vera þannig, en innan veggja leikhússins, beitti George Dev/ard hörðum aga. Ef einhver okkar kom of seint á sýningu eða æfingu, fengum við sekt. Stúlkurnar þarna komu frá allskonar heimilum. Sumar þeirra voru hjákonur ríkra manna, aðrar komu í fylgd með mæðrum sínum, sem svo sóttu þær aftur að sýningu lokinni. Ein eða tvær voru ungar eigin- konur. Enn aðrar voru harð- hnjóskulegar stúlkur frá verka- mannaheimilum, sem kunnu vel að sjá fótum sínum forráð. En allar voru þær bráðfallegar og allar voru þær með hóp ungra iðjuleysingja á eftir sér. Þessi „bakdyramenn“ voru þó ekki allir ríkisbubbar. Þarna voru skrifstofumenn og búðarlok ur, sendlar og veitingaþjónar. Þeir keyptu póstkort af uppá haldinu sínu, og margir þeirra biðu bara við dyrnar eftir einu augnatilliti eða brosi. Að vissu leyti fannst mér vex-a orðnar eitt hvert kóngafólk og það var ekki laust við, að ég hefði gaman af því. Og vissulega var vinnan þarna ekki vandlærð. Deward notaði fallegar stúlkur fyrir uppfyll- ingu á sviðinu á sama hátt og málari notar liti. Við sungum og við höfðum fimm sinnum fata- skipti á hverri sýningu, við skipt um okkur í hópa á mismunandi hátt, að baki aðalleikurunum. Stundum sögðum við einstaka orð, annaðhvort einar eða í hóp, líkast og talkór í grísku leik- hi'isi. Stundum var notað fyrir for- mála að söng að segja setningu eins og þessa: „Berti aðalsbuddi er skotinn", og þá hnöppuðumst við allar í kring um leikarann, sem lék Berta, og tístum í kór: ,Æ, segðu okkur alla söguna af því, Berti“. Þetta var annar formálinn að vinsælasta söngnum í leiknum og leikarinn söng hann mitt inni í heilum stúlknahóp, með ótrú- lega bláan og sjó og himin að bakgrunni. Gangurinn í leiknum var ein- hver ótrú.leg deljusaga um prins frá Ruritaniu og ameríska milljónamey. Ég gat aldrei hætt að dást að list aðalleikaranna, sem gátu fengið svo mikið vellu- legt, töfrandi og sprenghlægilegt út úr allri þeirri endemis vit- leysu. Þarna voru alltaf fvær æfing- ar á viku, sýning á hverju kvöldi frá hálfníu til ellefu og síðdegis- sýning á hverjum laugardegi. Við vorum lausar síðdegis og fram á kvöldið, en það var við kvöldverðina eftir sýningarnar, sem stelpurnar fóru loks að njóta sín. Þá voru þær orðnar „Frivolitystelpur", eftirsóttar af öllum og keppikefli ungra manna. Ég átti mína aðdáendur frá fyrstu byrjun. Póstkortin af mér seldust vel, og bráðlega tóku mér að berast súkkulaðiplötur. 100 BYLTINGIN í RUSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD in einna líkust einhverju róm- önsku smáríki. Hvert tilfallandi smáatvik, svo sem ef hópur manna hleypur eftir götunni, ræðumaður talar af hússvölum, jafnvel flugfregn, sem gengur um borgina — breytir hugarfarx almennings snöggt og ógnar með því að velta stjórninni. Svo dett- ur allt í dúnalogn; drunurnar úti fyrir hjaðna niður og óró- leikahlé verður á, þangað til næsta uppnám verður. Heimkoma Lenins til Petro- grad var oinmitt þessháttar við- burður. Kvöldið 16. apríl hafði mönnum virzt sem eitthvað harkalegt væri í aðsigi. Á Finn- landsstöðinni og afutr í húsi Kshesingskayu hafði hann hrist upp í herbúðum sósíalista, ræki legar en nokkur annar maður hefði getað gert. Tillögur hans höfðu virzt glannalegar og rót- tækar, og kurr hafði verið gegn þeim, en það hafði verið drama- tískur viðburður að heyra aftur gormæltu röddina, eftir öll þessi útlegðarár. Hún bar í sér hinn sanna byltingareld og bolsjevík- unum að minnsta kosti fannst hún boða, að eitthvað stórkost- legt myndi gerast þegar næsta dag. En ekkert gerðist nú samt. Um hádegi 17. apríl, þegar félagarn- ir söfnuðust aftur saman í Taur- ishöllinni, hafði nokkurra klukkustunda svefn og róleg yfir vegun, gert á þeim kraftaverk. Því að, ef út í það var farið — hvað hafði Lenin afrekað? Hann hafði komið heim til Rússlands aftur, með mjög tortryggilegum atvikum, og hafði alls ekki stað- ið í eldinum, hafði enga þekk- ingu á raunverulegum skilyrðum byltingarinnar, og hafði svo atyrt þá eins og þeir væru hóp- ur óþægra skólastráka. Sannleik- urinn var sá, að íbúar Petrograd höfðu komið byltingunni i kring, meðan Lenin slæptist óhultur í Sviss. Nú var tími til kominn fyrir hann að halda sér saman og læra eitthvað raunhæft um byltinguna. En Lenin hélt sér ekki sam- an. Hann hafði verið það sem lifði nætur í íbúð systur sinnar, og þegar hann vaknaði, var fyrsta verk hans eftir að hafa gengið til leiðis móður sinnar — að fara tafarlaust til Taurishall- arinnar með Zinoviev og gefa skýrslu um sjálfan sig fyrir Ex- Com, sem hann hafði skammað svo hroðalega kvöldinu áður. Hann vissi, að það þótti almennt mjög grunsamlegt að hann skyldi hafa ferðazt í þýzkri lest, og hann vildi gefa sína skýringu á því tiltæki, áður en skaðlegar kjaftasögur kæmust í umferð. Röksemdarfærsla Lenins — studd af Zinoviev og öðrum fylgismönnum hans — var þess efnis, að hann þverneitaði að hafa átt nokkurt leynimakk við Þjóðverja. Hann hafði notað þessa lest, sagði hann, einfald- lega vegna þess, að það var eih- asta leiðin til að komast til Rúss lands, og eina skilyrðið, sem Þjóðverjar hefðu sett, væri það, að þegar heim kæmi, skyldi hann neyta áhrifa sinna til að koma í kring lausn nokkurra þýzka og austurrískra stríðs- fanga. Ekkert samband hefði verið við Þjóðverja meðan inn- siglaða lestin var á leið gegn um Evrópu. Og auk þess— lauk Lenin máli sínu — hafði þessi ráðagerð ekki vei-ið frá honum sjálfum runnin — heldur frá KALLI KUREKI ->f' -----*- Teiknari; FRED HARMAN IM ABOUTAtf HOUK.FETCHTH’ OLvTIM6E. IMTO TOWNf <?£T HlM HID BY THAT Bl<? CCTTOWWOQD AN' SETAtO EMPTYSOTTLE AT , TH' FOOT OP ITf OKAY, BUT YDU » YOll 5TILL POH'T &ET TH’ NOT LET-UM /\ I0EA,HUH? IT'S UU5T AS PERF6SSER. LJ WELL.-YOUWOIOTSPOIL SH00T TILL M6 \ IT BY AMY SLIP S OF TH’ AF.T-UM BFUiun NÚ. , TOW&UE' TREE' ILíTTLEB£AVE£ WAíTS AMHOUR, THEMr" ^ — Eftir svo sem klukkutíma sæk- irðu Gamla og kemur með hann í bæinn. Þú lætur hann fela sig við stóra tréð sem við töluðum um og lætur tóma flösku við rætur þess. — AUt í lagí — en þú lætur pró- fessor Boggs samt ekki skjóta fyrr en ég er kominn bak við tréð. — Skilurðu ekki enn hvað ég er að fara, fáráðlingur? Það er kannske alveg eins gott, þú kemur þá ekki upp um neitt með óþarfa hjali. Litii Bjór bíður klukkustund, eins og um var talað, en hendist svo af stað. — Gamli ! Komdu! Við skulum koma í bæinn. Við ætlum að sýna þér hvað prófessorinn er góð skytta. — All í iagi. Rektu ekki svona á eftir mér. Martov. Þetta var nú ekki strang lega satt, og það, að Martov var ekki sjálfur með í ferðinni, gerði það enn ósannara. Martov var enn i Sviss og beið eftir leyfi bráðabirgðarstjórnarinnar áður en hann hreyfði sig, og Ex-Com virðist hafa verið vel kunnugt um þetta, því að það hlustaði all-kuldalega á útskýringar Len ins, og eini maðurinn, sem tók málstað hans, var samverkamað ur Parvusar. Ex-Com vildi ekki láta hafa eftir sér neinar athuga semdir, en ákvað, að Lenin skyldi ekki gefast færi á að standa fyrir máli sínu í hinu opinbera málgagni þess, Iz- veztiya. Þegar þetta var nú, að minnsta kosti í bili, sneri Lenin sér að stærri áheyrendahóp. Alrúss- neska sovétþingið hafði komið saman í Petrograd, og þar var sterkur bolsjevíkahópur, sem fýsti að heyra hann tala. Þing- heimur fékk svo að heyra fyrir lestur, sem síðar varð frægur CFndir nafninu „Aprílsetningarn- ar“. Að efninu til var hann linar orðaðar rökfærslur og tillögur, sem Lenin hafði sett fram, kvöld inu áður, en'ákveðnari og fram- kvæmanlegri. Leriin sagði, að 1 stað bráðabirgðastjórnarinnar yrði að koma Lýðveldi öreig- anna, og afhenda yrði sovétun- um öll völdin. Kapítalismanum skyldi kollsteypt, en í stað hans skyldi koma einn ríkisbanki, rík- iseftirlit með allri framleiðslu og þjóðnýting alls lands. Lög- regluna, herinn og skrifstofuvald ið skyldi afnema, og hver verka- maður skyldi vopnaður og gerð- ur kjörgengur til embætta. Her- mennirnir á vígvellinum skyldu hvattir til að vingast við Þjóð- verja, og ryðja þannig veginn til byltingar, ekki einasta i Þýzkalandi, heldur í öllum heiminum. Margir þingfulltrúar hlustuðu á þessar skoðanir með óduld- um fjandskap. Einn maður stóð upp og kvað svona ræðu vera „þvaður í vitlausum manni“, og eftir ruglingslegar og reiðilegar umræður lauk fundinum með því, að Lenin og öll hans stefna var eindregið kveðin niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.